Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Heildrænar húðmeðferðir fyrir þig Laserlyfting Húðþétting Fitueyðing Dermapen Húðslípun Þegar ljóst var að dagar Theresu May á valdastóli voru taldir hófust að vonum strax vangaveltur um líklegasta eftirmann hennar. Boris Johnson varð fjótt ofarlega á blaði.    Spekingar voruþó flestir á einu máli um að Boris nyti lítils vel- vilja hjá samþing- mönnum sínum í Íhaldsflokknum. Leikreglur leið- togakjörs í flokkn- um ganga út á að frambjóðendur til forystu, sem sýnt er að hafa lágmarksstuðning í þingflokknum bjóða sig fram. Þá er kosið nokkrum sinnum og þeir, sem minnst fylgi hafa skornir frá, samkvæmt sér- stökum reglum, uns tveir standa eftir. Haldi þeir báðir framboði sínu til streitu skera almennir flokksmenn, nokkuð á annað hundrað þúsund, úr um nið- urstöðuna.    Spekingar sögðu að þótt Borisværi heldur óvinsæll hjá þingbræðrum sínum og -systrum væri þó líklegt að hann gæti náð öðru sæti af seinustu tveimur og komist á kjörseðil flokksmanna. Þar myndi hann þá vera kominn á beina braut, enda vinsæll á meðal óbreyttra.    Ekki reyndust spekingar spak-ir um fyrri hlutann því snemma gærdags, þegar einungis þrír frambjóðendur af 10 voru eftir, hafði Boris tryggt sér 157 þingmenn, Gove 61 og Hunt utanríkisráðherra 59. Síðar sama dag fékk Boris 160, og Hunt 77 atkvæði.    Nú hitta þeir flokksmenn semkrýna nýjan forsætisráð- herra fyrir lok júlí. Boris Johnson Boris með byr STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ráðist verður í framkvæmdir við bakkavörn á bakka Hálslóns við norðurenda Kringilsárrana í lok mánaðarins, til að bregðast við rofi sem þar hefur átt sér stað frá því rekstur Kárahnjúka- virkjunar hófst 2007. Gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdirnar taki um 10 daga. Í stjórnunar- og verndaráætlun 2017-2026 fyrir Kringilsárrana er tekið fram að séu bakkavarnir nauðsynlegar skuli slíkar framkvæmdir ákveðnar af Umhverfisstofnun í samstarfi við Landsvirkjun og Landgræðsluna. Þetta kemur fram í frétt á vef Landsvirkjunar. Á samráðsfundi um rannsóknir og vöktun í Kringilsárrana þann 28. nóvember 2018 lagði Landsvirkjun til að gert yrði tilrauna- verkefni með allt að 180 metra bakkavörn við norðurenda Kringilsárrana. Umhverfisstofnun gaf út leyfi fyrir framkvæmdinni í apríl sl. og fyrir liggur framkvæmdaleyfi frá Fljótsdalshéraði. Í byrjun júní var byrjað að hækka vegg sem af- markar flóðvar Desjarárstíflu. Megintilgangurinn er að koma í veg fyrir mögulegt tjón á Desjarár- stíflu, komi til þess að reyni á flóðvar stíflunnar í framtíðinni. sisi@mbl.is Styrkja bakkavörn við Hálslón  Rof orðið við norður- enda Kringilsárrana Morgunblaðið/RAX Hálslón Kárahnjúkavirkjun var gangsett 2007. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sáralítil úrkoma hefur mælst um landið sunnan- og vestanvert í rúm- ar fjórar vikur. Til dæmis hefur engin úrkoma mælst í Stykkishólmi frá því 20. maí eða í 32 daga. Þar hefur úrkoma verið mæld nærri því samfellt frá því í september 1856, eða í 163 ár. „Þar sem ekki sér fyrir endann á þurrviðri er varla kominn tími á að gera það upp – enda ekki alveg ein- falt þar sem „spilliskúrir“ (afsakið orðalagið) hafa fallið – eins og í Reykjavík,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á Moggablogginu. Við leit fann Trausti fjóra jafn- langa eða lengri þurrviðriskafla í Stykkishólmi. Sá stysti þeirra end- aði 22. júlí 1963, varð 29 daga lang- ur. „Okkar kafli“ verður vænt- anlega lengri en það, segir Trausti. Þrjátíu daga kafla lauk þann 15. apríl 1914 – svo snemma að vori að litlu hefur skipt fyrir gróður. En þá tók við mikill úrkomu- og skak- viðrakafli sem stóð langt fram eftir sumri. Þann 27. júní 1942 lauk þurrkakafla sem staðið hafði í Stykkishólmi samfellt í 33 daga. „Lengsti þurrkkafli sem við vit- um um í Stykkishólmi endaði 20. júní 1931 – og hafði þá staðið sam- fellt í 35 daga – frá 15. maí – og næsta hálfan mánuð þar á undan hafði aðeins rignt tvisvar samtals 3,2 millimetra,“ segir Trausti. Hann vísar í það sem „Veðr- áttan“ segir um júní 1931: „Tíð- arfarið var lengst af kalt og þurrt. Spretta með afbrigðum slæm, eink- um á túnum, aðeins á raklendum engjum var hún sæmileg“. Eitthvað kunnuglegt?, spyr Trausti. Ekki dropi úr lofti í rúman mánuð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þurr mælir Wioletta Maszota, veð- urathugunarmaður í Stykkishólmi.  Mælirinn í Stykkishólmi skraufþurr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.