Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íransdeilurnarherðast númjög. Til þess var beinlínis stofn- að. Obama fyrrver- andi forseti réð því að gerður var samningur um kjarnorkuáætlanir Írana. Stórríki Evrópu eltu for- setann og skrifuðu undir samn- ingana sem Bandaríkin og Íran gerðu. Það hékk mikið á spýt- unni fyrir þau Evrópuríki sem urðu aðilar að samningnum því hann opnaði fjölmörg fjárfest- ingatækifæri. Bandaríkjaforseti bar hins vegar alla ábyrð á að samningurinn tryggði að Íran héldi ekki áfram að fullkomna áætlanir sínar um kjarnorku og tilraunir með langdrægar flaug- ar sem geta borið slík vopn. Samningurinn tryggði ekkert en hægði í besta falli á þeirri vinnslu í tæpan áratug. Á móti kom að eftir það stutta skeið var Íran frjálst að því að halda óhugnaðaruppbyggingunni áfram. Meint eftirlit viðsemj- enda klerkastjórnarinnar var í skötulíki og nánast óframkvæm- anlegt. En að auki mokaði Obama flugvélaförmum af doll- urum, evrum og svissneskum frönkum í órekjanlegum seðlum til Íransstjórnar. Er einstætt að peningameðgjöf í þessum mæli og í formi sem mannræningjar og fjárkúgarar nota einir í sín- um viðskiptum séu hluti alþjóð- legra samninga við alræðisríki. Enda varð raunin sú að Obama forseti treysti sér ekki til að leggja samninginn fyrir Banda- ríkjaþing og Trump hafði því frjálsar hendur og batt endi á hann, eins og hann hafði lofaði að gera. En þeir sem höfðu óbeit á Íran- samningi Obama og töldu hann óverj- andi töldu ólíklegt að Trump kæmist upp með að ógilda hann þannig að gagn yrði af. Önnur aðildarríki myndu neita að taka upp efnahags- þvinganir á nýjan leik og var vitnað til Evrópuríkjanna sér- staklega. Og það reyndist rétt að sumar ríkisstjórnir létu eins og þær myndu halda áfram við- skiptum við Íran. Bandaríkja- stjórn tilkynnti þá að þau al- þjóðlegu fyrirtæki sem tækju þátt í slíku fengju engin við- skipti að eiga við Bandaríkin og ekki fyrirtæki sem þau ættu verulega hluti í. Stórfyrirtæki hurfu því hvert af öðru frá við- skiptunum við Íran og sögðu sínar ríkisstjórnir enga burði hafa til að tryggja stöðu fyrir- tækjanna. Viðskiptaþvinganirnar hafa þrengt hart að Íran og efna- hagur landsins snarversnað. Við það bætist að óánægja með klerkastjórnina hefur vaxið á seinustu árum og magnast mjög seinustu misserinn eftir því sem þrengir meira að. Íransstjórn reynir nú í örvæntingu að hleypa upp ástandinu, og reynir að þjappa þjóðinni „gegn óvin- inum“. Það er gert með árásum á olíuflutningaskip og nú síðast með því að skjóta niður njósna- dróna Bandaríkjanna. Þau hafa aukið herstyrk sinn á svæðinu. Samningur Obama við Íran var skamm- arlegur, en staðan nú er eldfim og vandmeðfarin} Lítið má út af bera Það jákvæða oglöngu tíma- bæra skref var tek- ið á Alþingi í fyrra- dag að samþykkt voru lög sem fela í sér að veiðar á makríl verða settar undir afla- marksstjórn með svipuðum hætti og almennt gildir um fisk- veiðar Íslendinga. Nýsamþykkt lög eru ekki óaðfinnanleg en fela engu að síður í sér varan- lega úthlutun aflamarks og framsal aflaheimilda, þó að framsalið sé með óæskilegum skilyrðum og forsendur úthlut- unarinnar séu ekki yfir gagn- rýni hafnar. Mestu skiptir þó að með frumvarpinu er stjórn veiða á makríl í aðalatriðum komið í það horf sem reynst hefur best á heimsvísu og Íslendingar hafa verið svo forsjálir og lánsamir að taka upp við stjórn fiskveiða hér á landi. Frumvarpið er þess vegna til mikilla bóta, eins og formaður atvinnuveganefndar orðaði það réttilega við atkvæðagreiðslu í þinginu. Þess vegna er líka athyglisvert, en kemur ekki á óvart, að samfylk- ingarflokkarnir þrír skuli hafa beitt sér gegn málinu og viljað fara þá leið sem þeir berjast jafnan fyrir, að spilla kvótakerfinu með enn hærri skattlagningu og minni fyrir- sjáanleika og þar með óhag- kvæmari rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi. Aflamarkskerfið hefur tryggt hagkvæmni í sjávarútvegi hér á landi á sama tíma og sjávar- útvegur víða um lönd, meðal annars í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við, þarf á háum ríkisstyrkjum að halda. Hér á landi er farin öfug leið, sem einnig er óeðlilegt, að skattleggja þessa undirstöðu- atvinnugrein langt umfram aðr- ar atvinnugreinar. Dapurlegt er að sjá samfylkingarflokkana beita sér fyrir því að enn lengra verði gengið í þá átt og undar- legt að þeir vilji um leið að dreg- ið verði úr hagkvæmni veiðanna. Makríllinn er kominn í aflamarkskerfið }Jákvætt og tímabært skref K ennarafrumvarpið, ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og fram- haldsskóla, var samþykkt á Al- þingi í vikunni. Það er fagnaðarefni en með þeim er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda sem lýsir betur þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Ég er þakklát þeim fjöl- mörgu sem lögðu hönd á plóg við undirbún- ing þessa mikilvæga máls en lögin eru ár- angur góðrar samvinnu allra helstu hagsmunaaðila. Meginmarkmið nýrra laga er að stuðla að sveigjanlegra skólakerfi – nemendum og kennurum til hagsbóta. Við viljum að allir sem leggja stund á kennslu- og uppeldisstörf í leik-, grunn-, og framhaldsskólum hafi menntun í samræmi við störf sín og ábyrgð. Þessi nýju lög eru framfara- skref í þá átt og að mínu mati munu þau skapa fleiri tækifæri fyrir kennara til þess að þróa sig í starfi, og stuðla að meiri samfellu og samstarfi skólastiga. Aukin áhersla á starfsþróun kennara og gæði skólastarfs í nýju lögunum er ennfremur til samræmis við markmið okkar um að efla starfsumhverfi kennara og stuðla að faglegu sjálfstæði þeirra líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Ég gleðst innilega yfir þeim jákvæðu vísbendingum sem við sjáum nú varðandi aukna aðsókn í kennaranám og viðbrögð við þeim aðgerð- um til að fjölga kennurum sem við kynntum í vor. Umsóknum fjölgar um rúmlega 200 milli ára í háskólunum fjórum sem bjóða upp á kennaranám. Hlutfallslega er aukn- ingin mest hjá Listaháskóla Íslands þar sem umsóknum um nám í listkennsludeild fjölgaði um 170% milli ára, en umsóknum um grunnnám í grunnskólakennarafræðum við Háskóla Íslands fjölgaði um 45%. Sér- lega ánægjulegt er að karlkyns umsækj- endum fjölgar í þeim hópi; helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám í Háskóla Íslands en í fyrra og þrefalt fleiri í nám í leikskólakennarafræðum. Þá fjölgar einnig umsóknum um nám leiðsagnakenn- ara. Þessar tölur gefa tilefni til ákveðinnar bjartsýni og í samhengi við þá færnispá um kenn- araþörf sem við vinnum eftir nú má leiða að því líkum að við séum á undan áætlun gangi hagstæðar sviðs- myndir eftir um útskriftir kennaranemanna. Menntun ávaxtar mannauð okkar hverju sinni, öfl- ugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum. Við viljum skapa kenn- urunum okkar gott starfsumhverfi og spennandi tæki- færi, nýju lögin eru þýðingarmikill hluti af því verk- efni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Framfaraskref sem fjölgar tækifærum Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Svo virðist sem sala á tónlistsé að ná sér á strik eftirnokkuð stöðugt samdrátt-arskeið. Heildarverðmæti sölu tónlistar á Íslandi var í fyrra það mesta frá árinu 2007 en veruleg stígandi hefur verið í sölu tónlistar undanfarin tvö ár eftir nær sam- felldan samdrátt í um áratug þar á undan. Tekjur af streymi hafa næst- um fimmfaldast frá árinu 2014 en árið 2018 nam streymi á tónlist- arveitum 85% af heildarverðmætum á sölu tónlistar á Íslandi. Streymis- veitan Spotify á langstærstan hluta af því, um 96%. Þetta og fleira kem- ur fram í nýrri markaðsskýrslu sem unnin var af Félagi hljómplötu- framleiðenda (FHF). Í samtali við Morgunblaðið um málið segir Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri FHF: „Það má segja að með þess- um ofboðslega miklu tæknibreyt- ingum sem hafa átt sér stað á und- anförnum tuttugu árum sé kannski að nást jafnvægi aftur. Söluhæsta árið á heimsvísu í hljóðritaðri tónlist var árið 1999. Eftir það byrjar heil- mikil niðursveifla með tilkomu Napster.“ Vísar Eiður þar til deil- isíðunnar Napster sem stofnuð var 1999 og var vinsæl árin eftir alda- mótin. „Sem var ólögleg deiling og dreifing,“ segir Eiður. „Það ástand varði tiltölulega lengi, þar til iTunes og aðrir fóru að selja tónlist staf- rænt, og svo sérstaklega þegar tón- listarveiturnar fóru að ná mikilli fót- festu,“ bætir Eiður við og segir aðspurður að á Íslandi sé það tón- listarveitan Spotify sem sé „nánast allsráðandi“. Hann segir aðspurður að hugsanlega sé tónlistarneysla í sögulegu hámarki. Hún hafi alltaf verið mjög mikil en með streymis- veitum sé maður með „nánast alla tónlist sem til er í heiminum við höndina“. Geisladiskurinn á útleið Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að síðastliðin ár hafi sala á tón- list á föstu formi, þ.e. geisladiskum og vínylplötum, dregist saman jafnt og þétt. Sem dæmi dróst sala saman um 33,7% á milli áranna 2016 og 2017 og um 15,3% á milli 2017 og 2018. Spurður hvort dauði tónlistar á föstu formi sé fyrirséður í næstu framtíð svarar Eiður: „Það er búið að vera að segja þetta ansi lengi. Ég held að svo sé nú ekki. Vínylplatan er enn þá í mikilli sókn. Geisladisk- urinn fer vissulega niður á hverju ári en á endanum eru það auðvitað bara markaðsaðstæður sem ráða þessu.“ Þá segir hann að „dauða geisladisksins“ hafi sennilega verið spáð fyrst árið 2003 og segir: „Ég veit ekki hvað skal segja. Hvort dauði geisladisksins sé raunverulega handan við hornið, það má vera, en það eru einhver ár í það enn þá.“ Tekjurnar rata á réttan stað Í umræðu um tónlistarveitur kemur oft upp spurningin um hvort tekjur rati rétta leið, þ.e. í hendur útgefenda og tónlistarmanna. Spurður um þetta svarar Eiður: „Svarið við þessu er já. Í sjálfu sér er tekjuskiptingin milli veitunnar annars vegar og rétthafanna hins vegar bara mjög svipuð því sem gerðist við sölu tónlistar á föstu formi. Veitan er að fá um það bil það sama og verslanir fá í sinn hlut, enda má segja að veitan sé í alveg sama hlut- verki og verslunin.“ Þá seg- ir hann að þetta fyrir- komulag sé svipað um allan heim, skiptingin sé „um það bil sjötíu prósent til rétthafans og þrjátíu pró- sent til veitunnar“. Ofannefnda skýrslu má finna í heild á vef FHF. Sala á tónlist hér ekki meiri í ellefu ár Tekjur af seldri tónlist hér á landi í fyrra, bæði á föstu formi og í streymi, voru um 664 milljónir króna. Þar af voru um 26% íslensk tónlist og 74% erlend. Þá jukust í fyrsta skipti í sjö ár samanlagðar tekjur ís- lenskra rétthafa miðað við árið á undan. Mikið ber þó enn í milli frá tekjum fyrri ára en sem dæmi voru tekjur innlendra tónlistar- rétthafa árið 2018 aðeins þriðjungur tekna ársins 2011. Eiður segir að ástæðan fyrir því að tekjur Íslend- inga hækki nú í fyrsta skipti í sjö ár sé fyrst og fremst sú að tekjur af streymi séu alltaf að aukast. „Þær eru að aukast meira, en tekjur af tónlist á föstu formi minnka. Svo smátt og smátt hækkum við aftur.“ Íslenskar tekjur aukast 26% ÍSLENSK TÓNLIST Eiður Arnarsson 19 21 35 42 117 189 270 406 561 Sala á tónlist, streymi og hljómplötur* Heildarsala hljómplatna og streymis Heildarsala 2018 Milljónir króna, 2010-2018 Íslensk og erlend tónlist 700 600 500 400 300 200 100 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 *Hljómplötur: CD og vínyll Heimild: Félag hljómplötuframleiðenda Íslensk tónlist, 26% Plötur, 9% Streymi, 17% Erlend tónlist, 74% Plötur, 6% Streymi, 68% Alls 664 millj. kr. Hljómplötur* Streymi 522 617 103 2018 15% 85%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.