Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Fyrirmyndin mín
í hjúkrun er látin,
Sigurlín Gunnars-
dóttir er markaði
djúp spor í hjúkrun-
ar- og heilbrigðissögu íslensku
þjóðarinnar. Enginn hefur fengið,
hingað til á Íslandi, það verkefni
að móta starfsemi nýs spítala.
Það var gæfa Borgarspítalans
að Sigurlín var ráðin þangað sem
forstöðukona tveimur árum áður
en opna skyldi. Þegar byggja á
frá grunni þarf að afla sér víð-
tækrar þekkingar á því sem nýj-
ast er og best. Enda kom hún með
nýjungarnar heim, nýjungar sem
okkur þykja sjálfsagðar í dag.
Einnota áhöld, nú þurfti ekki
lengur að sjóða sprautur og
brýna nálar, búa til túffur og
Sigurlín Margrét
Gunnarsdóttir
✝ Sigurlín Mar-grét Gunn-
arsdóttir fæddist
16. febrúar 1927.
Hún lést 25. maí
2019. Útförin fór
fram 7. júní 2019.
kompressur ásamt
öllu hinu. Skráning
hjúkrunar varð
markviss og allt sett
í kardex. Sjúkling-
urinn var ávallt í
fyrsta sæti og allt
miðaði að því að
tryggja hans með-
ferð og bata sem
best. Skipulag á öllu
var gert eins öruggt
og hægt var, allt átti
að ganga sem snurðulausast fyrir
sig í þessu stóra batteríi sem
sjúkrahús er. Yfir öllu vakti síðan
Sigurlín með sitt góða samstarfs-
fólk. Fyrsta gjörgæsludeildin á
Íslandi tók til starfa fljótlega eftir
að Borgarspítalinn var opnaður.
Gjörgæsla var algjör nýjung og
því vildu allir ungir hjúkrunar-
fræðingar starfa þar. Ég var þar
engin undantekning. Kom heim
frá Noregi haustið 1969, þá var
gjörgæslan tekin til starfa undir
styrkri stjórn Kristínar Óladótt-
ur deildarstjóra og Ólafs Jóns-
sonar læknis.
Þegar ég kom til Sigurlínar að
falast eftir vinnu sagði hún:
„Elsku Sigþrúður mín, það er
langur biðlisti eftir starfi á gjör-
gæsludeildinni, en mig sárvantar
deildarstjóra á A 5, getur þú tekið
hana að þér?“ Sigurlín gat ég ekki
neitað og sagði því já. Um kvöldið
hitti ég skólasystur mínar úr
Hjúkrunarskóla Íslands og þær
sögðu: „ Ertu brjáluð, veistu ekki
að þarna eru öll gömlu hexin af
Hvítabandinu?“ En Hvítabandið
var sameinað Borgarspítalanum
þegar hann tók til starfa. Árið
mitt sem deildarstjóri á A 5 varð
eitt ánægjulegasta ár mitt í
hjúkrunarstarfinu. Fullorðnu
hjúkrunarkonurnar af Hvíta-
bandinu voru einstakar við þenn-
an unga deildarstjóra, ásamt því
að hafa yfir mjög mikilli fagþekk-
ingu að ráða. Við grínuðumst oft
með það að ekki þyrfti að setja
fólk í röntgenmyndatöku, þær
gætu greint það.
Mannvinurinn Sigurlín sáði
mörgum fræjum á sínum farsæla
ferli sem hjúkrunarforstjóri
Borgarspítalans, fyrir það þökk-
um við.
Ástvinum öllum er vottuð sam-
úð.
Blessuð veri minning merks
brautryðjanda í hjúkrun.
Sigþrúður Ingimundardóttir.
✝ Kristín Svein-björnsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 13. október
1933 og ólst upp í
útvarpsstöðinni á
Vatnsendahæð.
Hún lést 9. júní
2019.
Foreldrar Krist-
ínar: Sveinbjörn
Egilsson, f. 28.11.
1907, d. 10.4.
1987, útvarpsvirkjameistari
frá Múla í Biskupstungum, og
Rannveig Helgadóttir, f. 2.11.
1907, d. 1.5. 1997, húsfreyja.
Þau bjuggu á Óðinsgötu 2 í
Reykjavík til æviloka.
Hún var í Kvennaskólanum
í Reykjavík 1947-51 og við
nám og störf í Skotlandi og
Danmörku 1951-54. Kristín
starfaði hjá Ferðaskrifstofu
ríkisins, Flugfélagi Íslands
(flugfreyja), Bæjarfógetaemb-
ættinu í Keflavík, dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu, var
gjaldkeri á Hótel Loftleiðum
og starfsmaður á lög-
mannastofu. Kristín vann
einnig hjá Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli til margra
ára. Árin 1963-82 var hún við
þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu
og hafði m.a. umsjón með
þættinum Óskalög sjúklinga í
fimmtán ár. Kristín var í
Sigurðardóttir, f. 11.5. 1959,
starfsmaður hjá Keili, miðstöð
vísinda, fræða og atvinnulífs,
maki Elías Kristjánsson, f.
30.8. 1954, fv. tollfulltrúi, þau
eiga þrjá syni, Arnar Má,
maki Aldís Hilmarsdóttir, syn-
ir þeirra Axel og Kjartan;
Atla og Alfreð.
Kristín giftist Magnúsi
Blöndal Jóhannssyni tón-
skáldi, f. 8.9. 1925, d. 2005,
þau skildu, sonur þeirra er
Marinó Már Magnússon, f. 5.8.
1971, lögreglumaður og nú
starfsmaður Seðlabankans,
maki Sonja Kristín Sverr-
isdóttir, f. 15.2. 1970, flug-
freyja, börn þeirra eru Krist-
ján Jökull og Laufey Kristín,
dóttir Sonju er Elísa Ósk
Gísladóttir.
Systkini Kristínar: Agla, f.
16.4. 1935, d. 1965 í Síle; Úlf-
ar, f. 12.3. 1940, trételgja,
maki Kristín Steingrímsdóttir,
f. 1.9. 1943, d. 2015, meina-
tæknir, þau eiga þrjú börn,
Sveinbjörn, Öglu Rögnu og
Gunnar Stein; Helgi, f. 31.1.
1949, fyrrverandi Slakka-
bóndi, maki Hólmfríður Björg
Ólafsdóttir, f. 10.4. 1954, d.
2002, börn þeirra Egill Óli og
Rannveig Góa, sonur Helga
Ívar Örn, dóttir Bjargar er
Gunnur Jónsdóttir.
Kristín var gift Þorgeiri
Þorsteinssyni, f. 28.8. 1929, d.
2013, fyrrverandi sýslumanni
á Keflavíkurflugvelli. Þau
skildu 1994.
Útför Kristínar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag, 21. júní
2019, klukkan 14.
stjórn Golfsam-
bands Íslands
1982-85 og er
fyrsta konan sem
sat í stjórn sam-
bandsins, hún var
sæmd gullmerki
GSÍ og silfurmerki
ÍSÍ fyrir framlag
sitt til golfíþrótt-
arinnar. Hún var í
stjórn Golfklúbbs
Suðurnesja 1980-
86 en Kristín stundaði golf-
íþróttina frá 1979.
Árið 1994 flutti hún austur
að Iðu í Biskupstungum og bjó
þar til 2016 þar til heilsan fór
að gefa sig og flutti fyrst að
Kumbaravogi í nokkra mánuði
en færðist yfir að Sólvöllum á
Eyrarbakka í janúar 2017 þar
sem hún lést.
Kristín giftist Sigurði
Skúlasyni, f. 15.7. 1932, d.
1996, þau skildu. Börn þeirra:
Skúli Sigurðsson, f. 19.8. 1955,
vélstjóri, maki Hlíf Matthías-
dóttir, f. 10.1. 1958, mat-
reiðslumaður, þau eiga einn
son, Sveinbjörn, maki Kolbrún
Birna Ebenezar. Dóttir Skúla
er Helga Kristín, búsett í Sví-
þjóð, börn hennar eru Noel,
Leon og Magelie Kristín, dótt-
ir Hlífar er Birta Ósk Gunn-
arsdóttir, maki Marc Campro-
don; Venný Rannveig
Ég sit hér í Hálsakotinu
okkar og hugsa: hvernig kveð-
ur maður mömmu sína? Sama
hvað maður er gamall og sama
hversu heitt viðkomandi þráir
að fá að fara, og hún var svo
sannarlega tilbúin, þá er svo
erfitt að sleppa endanlega. Ég
sakna hennar meira og meira
með hverjum degi. Mamma
var sterkur persónuleiki,
húmoristi sem heillaði sam-
ferðafólk sitt með sinni fáguðu
og fallegu framkomu, öllum
þótti vænt um hana. Hún
hafði sterkar skoðanir á
mörgu og pólitík var henni of-
arlega í huga. Það var alltaf
kveikt á Alþingisrásinni hjá
henni alla daga þegar það var
útsending þaðan. Já, hún
mamma var mikil sjálfstæð-
iskona. Hún var ein af glæsi-
legri konum þessa lands, alltaf
svo falleg, flott og fín með
uppsett hárið, bleikan varalit í
hælaskóm og pilsi eða kjólum.
Hún stjórnaði Óskalagaþætti
sjúklinga á RÚV til fjölda ára
og man ég hvað það var gam-
an sem barn að fá að vera hjá
henni í beinni útsendingu. Ég
hélt niðri í mér andanum á
meðan hún las kveðjurnar með
sinni fallegu röddu og ég
horfði á hana með aðdáun. Á
fimmtugsaldri kynntist hún
golfi og það tók hug hennar
allan í mörg ár, þá fyrst fór
hún að ganga í buxum og flat-
botna skóm. Ég man að þegar
verið var að undirbúa brúð-
kaup mitt þá var mótaskrá GS
við höndina til að finna hent-
ugan dag, og það var ekki fyrr
en í byrjun október sem
fannst hentugur dagur. Hún
kom manninum mínum líka í
golf sem ég get nú ekki sagt
að ég hafi verið ánægð með
þá, en í dag er golf eitt það
besta sem hann hefur.
Mamma fluttist austur að Iðu
1994, hún naut sín afar vel ein
í sveitinni þrátt fyrir að vera
mikil félagsvera. Ég spurði
hana hvort að henni leiddist
ekki að vera svona mikið ein
og þá sagði hún: nei, veistu
mér finnst ég svo skemmtileg.
Mamma elskaði þegar við
systkinin og tengdabörn vor-
um hjá henni í sveitinni með
barnabörnin hennar. Hún elsk-
aði að hafa hunda hjá sér, þrír
voru svo heppnir að fá að vera
hjá henni í lengri tíma, fyrst
Skuggi, svo Kleó og síðast var
það hún Skvísa okkar sem var
hjá henni í fjögur ár og bíður
nú askan hennar eftir að fá að
fara með eins og mamma bað
um. Hún átti rúmlega 20 góð
ár í sveitinni, svo fór heilsan
að gefa sig og hún flutti á
hjúkrunarheimili. Með sorg í
hjarta kveð ég elsku mömmu
mína í dag og þakka henni fyr-
ir allt. Hún lofaði okkur öllum
að hún ætlaði að vera alltaf í
kringum okkur eftir sinn dag
og ég er viss um að hún fylgist
með okkur um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Ég kveiki á kerti
stari á logann
það er þögn
en í hjarta mínu
bærast tilfinningar
tilfinningar
til þín.
Með söknuði ég kveð þig
elsku mamma mín
og ég bið
í hljóðri bæn
bið fyrir þér.
Tárin falla eitt og eitt.
Ég hugsa um liðinn tíma
og góðar stundir.
Þakklæti
fyllir huga minn og hjarta
þakklæti til þín
elsku fallega góða,
mamma mín.
(Solla Magg)
Þín dóttir
Venný R. Sigurðardóttir.
Þegar maður hugsar til baka
síðustu 64 ár eða svo og vill
gjarnan rifja upp allt það sem
maður hefur í kollinum um
mömmu þá eiginlega fallast
manni hendur. Hvar á að byrja
og hvar á að enda. Ef allt færi
í þessa grein þyrfti aukablað
hjá Mogganum eða þeir þyrftu
að starta Lesbókinni aftur. En
ég ákvað að hafa þetta stutt og
geyma minningarnar frekar
hjá sjálfum mér og segja bara
takk elsku mamma fyrir öll ár-
in sem við vorum samferða,
hvort sem það var í Keflavík,
Reykjavík eða á Iðu síðustu
árin. Þrátt fyrir að tárin séu í
hvörmum þá eru ánægjustund-
irnar það margar að það er
auðvelt að brosa þegar maður
hugsar til þín.
Takk fyrir okkur.
Skúli Sigurðsson.
Með glamúrpenna skrifum
við um yndislega konu.
Með brosið alltaf hlýtt og
blítt, þegar við LOVID-systur
komum.
Í dag kveðjum við ástkæra
vinkonu sem við kölluðum
„mamma lovid“, Kristínu
Sveinbjörnsdóttur. Kynni okk-
ar hófust í Fríhöfninni og þar
tókst með okkur mikill vin-
skapur, nokkrum árum seinna
byrjaði Venný dóttir Kristínar
að vinna með okkur og mynd-
aðist þá þessi „LOVID“-hópur,
sem hefur haldist æ síðan.
Kristínu þótti afar vænt um
okkur og sá til þess að við vor-
um aldrei svangar. Mikið eig-
um við eftir að sakna þess að
koma ekki við á ferðalögum
okkar austur fyrir fjall. Það
var fastur liður hjá okkur að
koma við hjá Kristínu í Hálsa-
kot á meðan hún bjó þar og
síðar á Sólvöllum, yndislegt
var alltaf að koma til hennar
og hún tók alltaf svo vel á móti
okkur.
Mikið var spjallað og hlegið
og talað um glamúr og tísku,
hún vildi vita allt um okkar
hagi, hvað við hefðum verið að
kaupa á ferðalögum okkar og
hvernig hefði gengið. Ferðir
okkar í Hálsakot eiga eftir að
halda áfram þar sem Venný
heldur hús núna og við vitum
að hún verður með okkur í
anda þar.
Kristín glæsikona var
sem allir tóku eftir.
Þar sem hún kom og þar sem
hún var,
skildi hún gleðina eftir.
Við þökkum Krístínu sam-
fylgdina og vottum Venný og
fjölskyldum innilega samúð
okkar.
Lára, Ólafía (Olla),
Inga og Drífa.
Kristín Sveinbjörnsdóttir er
látin 85 ára að aldri. Kristín
átti viðburðaríka og góða ævi
og var umkringd fjölskyldu og
vinum sem elskuðu hana og
virtu. Það var ekki alveg að til-
efnislausu því hún var sjálf
einstaklega gefandi og elsku-
leg manneskja og vel gerð til
hugar og handa.
Kristín var sérstaklega
áhugasöm um stjórnmál og
samfélagið almennt. Svo mikill
var áhugi hennar allt fram á
síðustu stundu að þegar hún
var þorrin kröftum varði hún
síðustu orku líkamans í að seil-
ast eftir tæki til að kanna dag-
skrá Alþingis. Kristín vildi öll-
um vel og henni var lipurleiki
og alúð í mannlegum samskipt-
um í blóð borin. Hún var vin-
sæl og bar með sér þokka sem
fáum er gefinn. Hún var sem
drottning í fasi og framkomu
og vakti athygli hvar sem hún
fór.
Ég kveð Kristínu með þakk-
læti og söknuði. Minning um
einstaka konu lifir í hjörtum
okkar sem hana þekktum. Ég
sendi öllum aðstandendum
hennar mínar einlægustu sam-
úðarkveðjur.
Sólrún Sverrisdóttir.
Kristín Sveinbjörnsdóttir er
látin 85 ára að aldri. Kristín
átti viðburðaríka og góða ævi
og var umkringd fjölskyldu og
vinum sem elskuðu hana og
virtu. Það var ekki alveg að til-
efnislausu því hún var sjálf
einstaklega gefandi og elsku-
leg manneskja og vel gerð til
hugar og handa. Kristín var
sérstaklega áhugasöm um
stjórnmál og samfélagið al-
mennt. Svo mikill var áhugi
hennar allt fram á síðustu
stundu að þegar hún var þorr-
in kröftum varði hún síðustu
orku líkamans í að seilast eftir
tæki til að kanna dagskrá Al-
þingis. Kristín vildi öllum vel
og henni var lipurleiki og alúð
í mannlegum samskiptum í
blóð borin. Hún var vinsæl og
bar með sér þokka sem fáum
er gefinn. Hún var sem drottn-
ing í fasi og framkomu og vakti
athygli hvar sem hún fór. Ég
kveð Kristínu með þakklæti og
söknuði. Minning um einstaka
konu lifir í hjörtum okkar sem
hana þekktum. Ég votta öllum
aðstandendum hennar mína
einlægustu samúð.
Sólrún Sverrisdóttir.
Kristín
Sveinbjörnsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur,
ástkær sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
RÚNAR HEIÐMAR GUÐMUNDSSON,
Huldugili 36, Akureyri,
lést 8. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 25. júní klukkan 13.30.
Rannveig Hansen Jónsdóttir
Berta J. Einarsdóttir
Dana Ruth Hansen Andri Rúnarsson
Karen Ruth Hansen Ragnar Már Heinesen
Júlía Hrund, Bjarki Snær og Valur Elí
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐNÝ HÁLFDANARDÓTTIR
húsfreyja,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 13. júní.
Útför hennar hefur farið fram.
Brynjólfur Jónsson Sigrún Víglundsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir
Hreinn Jónsson
barnabörn og langömmubörn
Elsku hjartans dóttir okkar, systir
og frænka,
ARNA SVEINSDÓTTIR,
Hátúni 4 og Flókagötu 67,
Reykjavík,
lést laugardaginn 15. júní á líknardeild
Landspítalans. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Specialisterne á
Íslandi, reikningsnr. 0512-14-402193, kt. 650210-1900.
Erna Valsdóttir Sveinn Skúlason
Skúli Sveinsson Sigríður Hrund Guðmundsd.
Brynjar Sveinsson
og bróðurbörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar