Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.06.2019, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 ur flugeðlisfræði, kallaði Jon alltaf Wessman og þannig varð Jon Emil alltaf Wessman. Honum þótti vænt um þetta stóra ættarnafn og var mjög sáttur að vera kallaður það sérstaklega út af Hauki sem hann bar virðingu fyrir. Við bekkjarfélagarnir urðum svo fyrir miklu áfalli þegar Hauk- ur Freyr lést í flugslysi í nóv- ember sama ár. Við vorum fá- mennur hópur í einkafluginu þetta sumar og urðum því mörg í bekknum mjög náin og hittumst mjög reglulega og oftast þá hjá Wessman. Hann var þekktastur fyrir að vilja skemmta sér og hafði yfirleitt frumkvæðið að bjóða okkur heim. Margar eru góðar minn- ingarnar úr þessum hittingum okkar og grillpartíum. Ég var það lánsöm að vera með honum í atvinnuflug- mannsbekk haustið 2017 og út- skrifuðumst við saman vorið 2018 úr bóklegu námi. Ef það væri ekki fyrir hann væri ég aldrei á þeim stað í flugnáminu þar sem ég er í dag. Hann var óendanlega viljugur til þess að aðstoða mig í bóklegu fögunum sem hann sjálfur átti svo auð- velt með. Ég er honum æv- inlega þakklát fyrir hjálpina og tímann sem hann gaf af sér til mín. Það voru forréttindi að fá að njóta þessarar fallegu vináttu. Fyrir próf sem ég var stressuð fyrir sagði hann mjög oft þetta dæmigerða íslenska orðatiltæki: „Þetta reddast“. Þetta orðatiltæki hefur nú fleytt mér yfir margar hindr- anir sem verða á vegi okkar í daglegu lífi. Vélknúin farartæki léku í höndunum á Joni Emil. Hann átti glæstan feril fram undan sem flugmaður og var kominn langt á undan okkur hinum. Ég kveð þig að sinni, elsku vinur, við sjáumst síðar. Margrét Jakobsdóttir. Stórt skarð var höggvið í hópinn þann 9. júní síðastlið- inn þegar Jon Emil var tekinn frá okkur alltof fljótt ásamt foreldrum sínum. Leiðir okkar lágu saman haustið 2017 þegar við hófum atvinnuflugnám við Flugskóla Íslands. Jon Emil var í fyrstu hlédrægur en fljótt kom í ljós að þar var á ferðinni kátur og duglegur strákur sem átti eftir að verða semi-dúx bekkjarins. Þó að um 20 ár hafi verið á milli hans og þess elsta í bekknum þá átti hann ekki í neinum vandræðum með að kynnast öllum og varð fljótt góður vinur allra. Hann var boðinn og búinn að hjálpa öðr- um úr hópnum þegar á þurfti að halda og einnig var hann duglegur við að stinga upp á hittingum til að hrista hópinn saman. Wessman, eins og hann var gjarnan kallaður, var hrók- ur alls fagnaðar og ófáar sög- urnar sem við félagarnir eig- um í minningabönkum okkar. Hvort sem það eru hetjusögur úr háloftunum eða uppátæki hans í hvers konar gleðskap, eiga þær allar það sameigin- legt að sýna bersýnilega hversu lífsglaður drengur hann var, á hárréttri hillu í líf- inu. Jons Emils verður sárt saknað. Við sendum Idu, Thor, öðrum fjölskyldumeðlimum og vinum innilegar samúðarkveðj- ur við fráfall Jons, Ægis og Ellenar. Megi góðir vættir veita styrk og stoð á erfiðum tímum. Við þökkum fyrir allar samverustundirnar og minn- ingin um góðan félaga mun lifa að eilífu. Fyrir hönd bekkjarfélaga úr B-27, Flugskóla Íslands, Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Esther Elín Þórðardóttir. ✝ Ragnar Franz-son fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1925. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Reykjavík 6. júní 2019. Foreldrar hans voru Franz Ágúst Arason sjómaður, f. 13.8. 1897, d. 23.11. 1983, og Þórunn Sigríður Stefánsdóttir, d. 9.8. 1928. Systkini Ragnars voru Guðbjartur Bergmann, f. 12.10. 1920, d. 24.2. 1995, Ari Bergþór, f. 2.6. 1924, d. 18.3. 2010, Magnea Fransiska Berg- mann, f. 29.5. 1927, d. 4.5. 2017, samfeðra var Sigríður Þórunn, f. 19.9. 1931, d. 30.6. 2018. Ragnar missti móður sína er hann var á þriðja ári. Var hann þá tekinn í fóstur af frænda sín- um Hannesi Stefánssyni skip- stjóra, f. 2.7. 1892, d. 2.1. 1974, og eiginkonu hans Rannveigu Jónsdóttur, f. 23.6. 1884, d. 1940. Uppeldisbróðir Ragnars var Guðmundur Hannesson ljósmyndari, f. 8.10. 1915, d. 28.3. 1987. Ragnar flutti í Stykkishólm ur, f. 20. mars 1956, maki Jak- obína H. Gröndal. Börn þeirra eru Ragnar Halldór, f. 27. ágúst 1969, d. 27. maí 1976. Ingibjörg Kristín, f. 16.12. 1973, maki Ágúst G. Ágústsson, Ragnar Halldór, f. 31. ágúst 1976, og Eiríkur Hafsteinn f. 9. febrúar 1979. 4) Ragnar Ragn- arsson, f. 19.2. 1960, d. 23.1. 1993. Var giftur Maríu Vargas, börn þeirra eru Fabian Daniel, f. 11. maí 1981, Ragnar Estef- an, f. 14. ágúst 1992. 5) Rann- veig Sigríður, f. 12.1. 1965, maki Aðalsteinn S. Sverrisson, sonur þeirra er Loftur Georg, f. 9.12. 1991. 6) Helga Magnea, f. 12.1. 1965, sonur hennar Hann- es Ragnar Ólafsson, f. 18.11. 1983. Ragnar átti 27 langafabörn og 7 langalangafabörn. Ragnar átti 30 ára feril sem skipstjóri og kom alltaf mönn- um og skipum heilum í land, ásamt því að vera oftast með aflahæsta eða einn aflahæstu togara landsins. Ragnar fór í land 1986 og starfaði hjá Fiski- stofu til 70 ára aldurs. Síðustu árin sín skrifaði hann oft grein- ar í Sjómannablaðið Víking um sjómennsku fyrri ára og reynslu sína á sjónum. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 21. júní 2019, klukkan 13. með fósturfor- eldrum sínum 1928 og var þar alla sína barnæsku. Ragnar kynntist eiginkonu sinni (Hiddu) Lofthildi Kristínu Loftsdótt- ur, f. 23.8. 1928, d. 2.7. 2017, í febrúar 1946 og voru þau gefin saman af sr. Jóni Thoroddsen 30.7. 1948. Þau stofnuðu heimil að Bólstaðarhlíð 13 í Reykja- vík. Eignuðust þau sex börn: 1) Hannes Þór, f. 3. ágúst 1947, maki Ólöf Stefánsdóttir. Börn þeirra Lilja Hildur, f. 26.2. 1968, og Stefán Þór, f. 2. ágúst 1980, maki Aðalheiður Dröfn Bjarnadóttir. 2) Berg- þór, f. 30.12. 1948, maki Þórdís Friðfinnsdóttir. Börn þeirra Tómas Friðfinnur, f. 29. júlí 1967, maki Vigdís Hlín Frið- þjófsdóttir. Lofthildur Kristín, f. 19. júlí 1968, maki Arnfinnur Þór Jónsson. María Sif. f. 15.11. 1979, maki Ólafur Hall- dór Hafsteinsson. Arnar Þór, f. 29. mars 1985, sambýliskona Kristjana Símonardóttir. Aron Már, f. 29. mars 1985. 3) Eirík- Elsku pabbi, nú ert þú kom- inn í sólarlandið til mömmu og Ragga bróður. Ég þakka ykkur fyrir öll árin sem við áttum saman. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, allar sum- arbústaðaferðirnar okkar, þar áttum við margar góðar stundir með ykkur mömmu, systkinun- um og börnum þeirra. Þetta voru góðir tímar og margt var brallað. Þegar við fórum í skemmtilegu veiðiferðirnar saman og veiddum bæði lax og silung. Einnig kemur í hugann tíminn sem ég var á sjónum með þér þegar ég var ungling- ur. Í minningunni eru þetta bestu tímarnir okkar saman, pabbi minn. Minningin um skipstjóra sem var mikill foringi og náinn vin- ur. Margs er að minnast og margs að sakna. Ég kveð þig með ljóði um Snæfellsjökul, hann og nágrenni hans voru uppáhaldsstaðir þínir. Far þú í friði, elsku pabbi. „Ljóst var út að líta“, Ljómaði fagurt oft Snæfell hrími hvíta Við heiðblátt sumarloft; Skein þar mjöll á hnúkum hæst; „Allt er hreinast“, hugði’ ég þá, „Sem himninum er næst“. (Steingrímur Thorsteinsson) Þinn sonur Hannes Þór. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku pabbi, það er alltaf erfitt að kveðja. Þú varst búinn að tala um það síðast þegar við hittum þig að mamma væri örugglega kominn til að sækja þig. Þig var búið að dreyma hana undanfarið. Þú fékkst að sofna eins og þú vildir, elsku pabbi. Þú hugsaðir vel um þína fjölskyldu, varst mikill dýravin- ur og mannvinur. Þekkingar- brunnur þinn var óþrjótandi, þú varst svo fróður um alla hluti og miðlaðir af visku þinni til okkar. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar mömmu, þið tókuð svo vel á móti fólki með alls konar fróð- leik, kærleik og kræsingum. Þú varst einn af farsælli skipstjór- um landsins og getur verið stoltur af ævistarfi þínu. Nú ertu kominn, pabbi minn, í sumarlandið til mömmu, Ragga og móður þinnar sem þú misst- ir þegar þú varst tveggja ára. Þú talaðir svo oft um að hún héldi verndarhendi yfir þér. Hún hefur örugglega tekið vel á móti þér þegar þú komst til hennar í sumarlandið fagra, elsku pabbi minn. Hvíl í friði. Rannveig og Helga. Þann 6. júní lauk vegferð föður míns í þessu jarðlífi. Hann var búinn að eiga hér við- burðarík 93 ár. Það sem mótaði hann mest í uppvexti hans var missir móður sinnar en hann missti hana rúmlega tveggja ára gamall. Svo og æska hans og uppeldi í Stykkishólmi í Breiðafirði. Þetta tvennt lagði grunninn að þeim manni sem hann varð. Hann þurfti snemma að bjarga sér sjálfur og standa á eigin fótum. Upp- eldi hans við Breiðafjörð gerði það að verkum að hann var í miklum tengslum við sjóinn og sjómennsku. Hann fór snemma að sigla bátum þar. Þarna lærði hann að lesa í veður og strauma sem oft eru magnaðir í Breiða- firði. Hann sagði oft að þarna hefði hann fengið sinn besta skóla í að lesa í náttúruöflin. Hann byrjaði ungur sjó- mennsku á togurum, hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1949 og útskrifaðist úr honum með 1. einkunn. Þá var hann kominn í sambúð með móður minni Lofthildi K. Loftsdóttur, höfðu þau stofnað heimili í Ból- staðarhlíð í Reykjavík. Pabbi vann alltaf mikið með skólanum til að framfleyta fjölskyldu sinni enda alltaf verið hörku- duglegur og vildi aldrei vera upp á aðra kominn. Hann hóf störf hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur eftir að námi lauk í Stýrimannaskólanum. Var hann stýrimaður og skip- stjóri á skipum B.Ú.R., lengst af á Hallveigu Fróðadóttur. Eftir Nýfundnalandsveðrið 1959 tók hann við skipstjórn á Þorkeli Mána RE-205 og var með hann í 8 ár. Eftir það fór hann í land um tíma og rak fiskbúð. Kannski hefur mamma beðið hann um að koma í land, enda voru komin 6 börn hjá þeim þá. Það stóð ekki yfir nema rúmt ár, þá kallaði sjór- inn í hann aftur. Hann tók Jón Þorláksson RE-204, þar lágu leiðir okkar á sjó fyrst saman. Hann tók mig með sér sem hálfdrætting. En pabbi var duglegur að taka með sér unga stráka og skóla þá til og hef ég hitt marga þeirra eft- ir að þeir urðu fullorðnir og eru þeir honum ævinlega þakklátir. Hann var síðan skipstjóri á Karlsefni RE-24, Dagstjörn- unni KE-9 og Ásbirni RE-50. Ég reri með pabba á þessum skipum sem háseti og yfirmað- ur eftir að ég kláraði skólann. Lengst af á Ásbirni, það var gott að róa með pabba sem skipstjóra, hann var bæði afla- sæll og góður sjómaður, að mínu mati besti sjómaður og skipstjóri sem ég hef róið með. Hann getur státað af því að hafa ætíð komið mönnum og skipi heilum í höfn ásamt því að hafa bjargað nokkrum manns- lífum. 1985 fór pabbi í land og fór að vinna fyrir Fiskistofu, þar vann hann til 70 ára aldurs, en tók sér frí eitt ár til að kenna Chilebúum íslenska togarasjó- mennsku á Karlsefni sem seld- ur var þangað. Fór hann ásamt Ragnari skipstjóra syni sínum. Pabbi skrifaði á seinni árum greinar í sjómannablaðið Vík- ing um reynslu sína og ævintýri á sjónum. Féllu þær greinar í góðan jarðveg hjá sjómönnum. Síðustu árin fór ég stundum með pabba á fund með gömlum sjómönnum sem þeir kölluðu „Tekið í blökkina“. Ég fann að þar var borin mikil virðing fyrir honum. Nú hefur þessi höfðingi slegið úr blökkinni í síðasta sinn í þessu jarðlífi. Góða ferð í sumarlandið, pabbi minn. Minn- ingin um þig mun lifa áfram í hugum og hjörtum okkar. Eiríkur Ragnarsson. Ragnar frændi minn er dá- inn. Ragnar stórfrændi eða Ragnar rosafrændi eins og Úlf- ur sonur minn kallaði hann. Og ekki að ástæðulausu. Lengst af var Ragnar stærri og meiri en flestir aðrir, maður sem maður gat ekki ímyndað sér að gæti brotnað eða að lífið gæti sigrað, þrátt fyrir ágjafir og áföll. Ragnar var stór maður og mikill, röddin var styrk og fasið ákveðið. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hann var í húsi. Hann var uppeldisbróðir Guð- mundar afa míns og náfrændi, en afskaplega ólíkur afa, sem var fremur nettur og fíngerður maður á meðan Ragnar var hálfgerður beljaki. En það var afar kært með þeim fóstbræðr- unum. Oft sagði Ragnar þá sögu þegar hann kom tveggja ára í hús móðurbróður síns sem tekið hafði hann í fóstur eftir að mamma hans dó. Þá vildi hann hvergi vera annars staðar en í fangi tólf ára frænda síns, afa míns, sem gekk honum samstundis í bróðurstað. Þegar ég var barn þótti mér Ragnar vera ævintýralegur maður, sem sigldi um heimsins höf og átti endalaust af sögum. Eftir að ég varð eldri heyrði ég fleiri sögur af honum frá öðrum sem kynnst höfðu honum á sjó, og komst að því að hann var víðar goðsögn og hetja en í huga mínum. Mér þótti innilega vænt um hann Ragnar frænda minn, og þykir ákaflega leitt að geta ekki fylgt honum síðasta spöl- inn. Ég vil þakka honum sam- fylgdina í gegnum árin, og votta börnum hans og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úð. Embla Ýr Bárudóttir. Hann elsku Ragnar frændi minn er farinn, síðasti hlekkur minn við fortíðina. Og skilur eftir stórt tómarúm en heilan hafsjó af minningum. Ragnar og pabbi minn voru systkinabörn en örlögin höguðu því svo að þeir urðu einnig upp- eldisbræður, Ragnar þá tveggja ára og pabbi tólf ára, og eign- uðust þar með bróður hvor í öðrum. Í Stykkishólmi nutu þeir bernskuára saman um ein- hvern tíma, og tengdust sterk- um böndum upp frá því. Það fór aldrei á milli mála hversu pabba þótti gott að eignast lít- inn bróður, tólf ára einbirninu, enda hændist sá litli að honum áreynslulaust. Ragnar var stór og mikill persónuleiki og aldrei nein lognmolla þar sem hann fór! Hann var togaraskipstjóri og öflugur og gæfusamur á þeim vettvangi. Á þessum undarlegu tíma- mótum streyma minningarnar fram: Kisugirðing mömmu sem reist var með eldingarhraða. Ég ung að taka á móti Ragnari með pabba, man enn tjörulykt- ina um borð og þennan æv- intýraljóma sem mér fannst stafa af frænda sem var að „koma í land“. Pabbi og Ragnar „við skál“ á gamlárskvöld að gráta móðurmissinn í faðmlög- um. Aðfangadagsinnlitin og skálað í einum koníak. Ferðin á gamlar slóðir á Snæfellsnes með okkur systrum. Ragnar með þokulúður mættur á Aust- urvöll í búsáhaldabyltingunni, og svo mætti lengi telja. Hann var skemmtilegur sögumaður og hélt eldskörpum huga og minni til enda. Það urðu mikil vatnaskil í lífi hans þegar Hidda dó árið 2017. En upp reis hann eftir það, þótt heilsan gæfi æ meira eftir. Ég vona að barnabörnin mín muni yndislegu síðustu sam- verustundina með honum á Hrafnistu í nóvember síðast- liðnum með Línu litlu og Helgu frænku … þau héldu auðvitað að hann yrði 100 ára – þessi goðsagnalegi stórfrændi! Ég er ákaflega þakklát fyrir sam- fylgdina með þessum stór- brotna frænda mínum gegnum árin og mun sakna hans sárt. Innileg samúðarkveðja til hans stóru fjölskyldu. Bára. Við hjónin kynntumst Ragn- ari og Lofthildi fyrst þegar þau komu í heimsókn til Síle til ekkju sonar þeirra og barna- barns árið 1994 þá tveimur ár- um eftir fráfall sonar þeirra Ragnars. Þetta skyndilega frá- fall sonar þeirra var mikið áfall fyrir Ragnar og Lofthildi eins og allra starfsmanna Friosur en þeir feðgar voru og eru mik- ilsmetnir hjá okkur fyrir góð aflabrögð, manngæsku og frá- bæra skipstjórnarhæfileika. Ragnar tengdist sjávarútvegs- fyritækinu Friosur þegar hann tók að sér að sigla Karlsefni frá Íslandi til Síle árið 1989 en skipið var fyrsta tenging Frios- ur við íslenskan sjávarútveg. Með því kom Ragnar ekki að- eins til að kenna heimamönn- um á skipið og bestu veiðarfæri þess tíma frá Íslandi, heldur einnig til að miðla sinni ára- tuga reynslu og þekkingu. Ragnar sonur hans sem kom sem stýrimaður með honum á Karlsefni til Síle fetaði síðan í fótspor föður síns og tók við einu skipa Friosur og varð snemma aflahæsti skipstjórinn hjá Friosur. Fljótlega fórum við fjölskyldan að taka barna- barn Ragnars með okkur til Ís- lands í okkar árlegu fjöl- skyldufrí og var það mjög gaman þar sem sonur okkar er jafnaldri Ragnars yngri og báðir uppátektarsamir. Ragnar og Lofthildur tóku síðan við sonarsyni sínum í þennan mán- uð sem við dvöldum á Íslandi. Við Ragnar höfðum venjulega samband í tölvunni undanfarin ár og fyrir nokkrum árum bað hann mig um að finna síleskan borðfána fyrir sig sem ég sendi honum til Íslands. Skömmu seinna kemur sameiginlegur kunningi okkar með íslenskan borðfána frá Ragnari hingað suðureftir, sem lýsir Ragnari ágætlega. Það var svo fyrir tæpum tveimur árum að hann sendi mér skilaboð um að læknir hans hugði honum ekki meira en nokkra mánaða líf- daga. Ég hringi strax í Ragnar og var hann ótrúlega hress þrátt fyrir þessa frétt sem lýsir eldhuganum og baráttugleðinni í Ragnari sem hafði trúlega séð hann svartari og lét því þessa feigðarfregn ekki slá sig út af laginu. Ragnar er vafalaust einn af okkar farsælustu skip- stjórum gegnum tíðina og verður sárt saknað meðal okk- ar hér við sjávarsíðuna í Síle og örugglega á Íslandi. Fyrir hönd starfsmanna Friosur og fjölskyldu minnar sendum við fjölskyldu Ragnars okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Grímur Ólafur Eiríksson, útgerðarstjóri Friosur SA, Síle. Ragnar Franzson Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL MAGNÚSSON, fv. lögregluvarðstjóri, Breiðumörk 9, Hveragerði, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 10. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Vigdís Auður Guðmundsdóttir Guðmundur Bjarni Karlsson Elísabet Hrönn Gísladóttir Bertha Karlsdóttir Inga Rós Karlsdóttir Gunnar Hlíðdal Gunnarsson Heiðrún Inga, Svandís Hekla, Þorbjörg, Sigurður Karl, Anton, Gísli Ernir, Hlynur Ingi, Kristján Hlíðdal, Gunnar Hlíðdal og litla Eydís Hlíðdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.