Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 ✝ AlexandraGarðarsdóttir fæddist á Akur- eyri 10. apríl 1990. Hún lést í Reykja- vík 12. júní 2019. Foreldrar Alex- öndru eru Álfheið- ur Pálína Magnús- dóttir húsmóðir, f. 1970, og Garðar Jónsson, f. 1970. Stjúpfaðir er Björn Brimar Hákonarson sjávarútvegsfræðingur, f. 1970. Alexandra var ein þriggja systkina. Eftirlifandi bræður eru Fjölnir Þeyr Egg- ertsson, f. 1986, og Magnús Gunnar Björnsson, f. 2007. Sambýliskona Fjölnis er Ásdís Árnadóttir, saman eiga þau tvo syni, Árna Þey, f. 2008, og Loga Þey, f. 2013. Alexandra lætur eftir sig elskaða dóttur, Natalie Pálu Davíðsdóttur, f. 23. júní 2011. Útför Alexöndru fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 21. júní 2019, klukkan 13.30. Hvað hugsar maður þegar maður vaknar við fréttir um að þú sért komin í annan heim? Heim sem hefði mátt bíða mörg ár til viðbótar, heim sem ég veit að þú gerir betri, heim sem ég veit að passar vel upp á þig þar til við sameinumst á ný. Ég var hissa að sjá á símanum „mamma“ að hringja kl. 07:31 að morgni, mamma bar mér fréttir sem engin móðir ætti að þurfa að færa. Að þú hefðir lok- að augunum þínum í síðasta sinn. Yndislegri og fallegri sál er erfitt að finna, kostir þínir voru ótalmargir og yndislegir, það sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af krafti og seiglu. Mér þykir erfitt að hafa þig ekki lengur hjá mér. Ég hafði gaman af því að stríða þér og gerði það látlaust í gegnum tíðina, skemmtilegast þótti mér að ganga svo langt að kjánahrollur hríslaðist um þig, gleðin skein úr þínum fallegu augum þó að ég væri algerlega að fara með þig. Í hvert skipti hlóstu og sagðir „þú ert ekki í lagi“. Jólin voru þér kær og síðustu jólum eyddum við saman og nýttum hverja mínútu til að brasa eitthvað saman. Að sjálf- sögðu horfðum við á Man. Utd- leiki, við kíktum saman okkar fyrsta rúnt í gegnum Vaðlaheið- argöngin og pössuðum okkur á því að opna gluggana í miðjum göngum, baða höndunum út til að finna hitann frá þeim. Það virtist sem þú hefðir lúmskt gaman af því þegar ég braut á mér ökklann á jólamóti í fót- bolta, þar gafst þér tækifæri til að hefna þín á mér, koma mér í vandræði þar sem ég var hálf- ósjálfbjarga og leiddist það ekki. Við skröltum milli húsa á hraða skjaldbökunnar til að kíkja í kaffi og horfa á fótbolta með vinum, þú skafaðir snjóinn með skónum á undan mér til að passa upp á að það væri ekki klaki sem ég myndi renna á. Stundum heyrðist í þér: „Hvað myndir þú nú gera ef ég væri ekki hér?“ Síðustu áramótum eyddum við í Sunnó, en við systkinin vor- um nú ekki á því að fara að sofa þegar heim var komið. Við end- uðum á að spila tölvuleiki fram á nótt og gerðum frú Ásdísi geggjaða með látunum í okkur. Hún búin að lesa okkur stykkið oftar en einu sinni, við hálf- skömmustuleg en hlógum bara og glottum yfir þessu, vöknuð- um daginn eftir og létum eins og ekkert hefði í skorist. Þú varst góður kokkur og bauðst til að elda eitt kvöldið, ég sver að ég hélt að þetta yrði mín síðasta stund þarna við matarborðið, en þú lést eins og ekkert væri og borðaðir með bestu lyst, sagðist bara hafa sett pínulítið af sterku sósunni. Svo rosalegur var krafturinn í þessum rétti að það er ótrúlegt að þú hafir lifað af að hafa þó borðað eitthvað af honum hann, svo heyrðist í þér: „Þetta er ekkert svo sterkt,“ og þerraðir svitann af enninu, eitt af fáum skiptum sem hríslaðist um þig kjánahrollur án þess að ég kæmi þar við sögu. Við hlóg- um og pöntuðum pizzu. Mikið mun ég sakna þín, mín kæra Alexandra, og allra stund- anna okkar. Það er erfitt að kveðja en á sama tíma er ég þakklátur fyrir vináttuna og mun varðveita minningu þína. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þinn bróðir, Fjölnir. Tómleikinn sem þrengir sér inn í hugann eftir fráfall Alex- öndru systurdóttur minnar vík- ur fyrir dýrmætum minningum um fallega manneskju, sem skildi mikið eftir sig. Lífið færði henni erfið verkefni og í hennar stutta lífi skiptust á skin og skúrir. Alexandra kenndi samfélagi sínu margt. Hún kenndi okkur að lífið er ekki svarthvítt. Unga konan sem varð fíknsjúkdómi að bráð var svo margt annað en sjúkdómurinn. Þegar Alexandra átti góð tímabil var hún fyr- irmyndarmanneskja. Hún var mikil húsmóðir, hafði hreint og fallegt í kringum sig, elskaði að baka og elda. Fluggreind og skapandi, vinur vina sinna, trygglynd, skemmtileg. Þráði að mennta sig og bæta. Hún elskaði fólkið sitt og leit- aði í samverustundir með fjöl- skyldunni á góðum stundum. Henni var umhugað um öll litlu börnin, dýrkaði Fjölni stóra bróður sinn og Magnús Gunnar litla bróður sinn. Hún átti at- hvarf hjá mér og mínum, sem skilur eftir hjá okkur fjársjóð minninga. Við brölluðum margt, sátum meðal annars saman í dönskunámi, stelpan og móður- systirin og var mikið hlegið þeg- ar við vorum að æfa okkur í dönskunni. Þegar Alexandra eignaðist Natalie Pálu upphófst nýtt skeið í hennar lífi. Þær mæðgur bjuggu einar um skeið og gekk lífið vel hjá þeim. Ég var full aðdáunar yfir því hvað hún var góð mamma, eldaði hollan og góðan heimilismat í hádegi og á kvöldin, þrátt fyrir að þær væru bara tvær í heimili, fyrirmynd- armamma. Síðustu misseri voru góð í lífi hennar og fjölskyldan naut með henni. Hún var búin að koma sér upp litlu, fallegu heimili með Lalla kærastanum sínum, var sest á skólabekk að læra bók- hald og lífið brosti við. Hún hlakkaði til að verja meiri tíma með dóttur sinni, Natalie Pálu, sem var hennar stolt og yndi. Það styrkti hana í voninni. Var að ná tökum á lífinu og njóta þess að vera til. Hún átti einstakt samband við mömmu sína og Bjössi fóst- urfaðir hennar reyndist henni afar vel. Þau stóðu við bakið á henni alla tíð og studdu hana með ráðum og dáð. Síðasta sam- talið áttum við í sunnudagshá- degi á heimili mínu fyrir mán- uði, þegar við rifjuðum upp ævintýri lífsins. Við hlógum að því hvað mamma hennar hringdi mikið í okkur. Þegar mamman varð við þeirri beiðni að hringja minna, kom í ljós að Alexandra var ekki síður háð símtölunum. Þakklætið gagnvart mömmu sinni skein í gegn, hún sem hefði aldrei gefist upp á sér. Amma Lára skipaði stóran sess í lífi hennar og var alltaf til stað- ar fyrir hana á nóttu sem degi eins og Alexandra orðaði það. Tilhlökkunin yfir því að hitta Natalie Pálu var mikil, dótturina sem hún elskaði meira en allt. Sumarið leit vel út og hún sá líf- ið fyrir sér. Ætlaði að hjálpa mér í garðinum og við stefndum á sunnudagshittinga í litlu fjöl- skyldunni okkar hér fyrir sunn- an. Væntumþykjan var áþreif- anleg og þakklætið fyrir baklandið. Nú er hún er frjáls frá sjúk- dómnum sem tók frelsið frá henni og á endanum lífið. Elsku Natalie Pála, Pála, Bjössi, Magnús Gunnar, Fjölnir, mamma, Lalli, Lilja, Heiða, Eva Dögg, Finnur, Birta, pabbi, Árni Þeyr, Logi Þeyr, Ásdís, Óskar Máni, Emil Andri og Davíð, megi kærleikur umvefja okkur á erfiðum stundum. Njótum sam- an góðu minninganna um fallegu Alexöndru okkar. Í blíðu og stríðu, elsku frænka mín, kveð ég þig. Við elskum þig. Vala, Kristinn Logi og Magnea Sól. Elsku Alexandra mín er fallin frá. Ég á engin orð til að lýsa því hversu óréttlátt það er að þurfa að sitja og skrifa um hana minn- ingargrein í stað þess að skrifa henni Facebook-skilaboð eða tala við hana í síma. En ég á ekki í neinum vand- ræðum með að minnast þess- arar yndislegu manneskju með öllum þeim kærleika sem ég á til í mínu hjarta. Við Alexandra ólumst upp hlið við hlið. Aðeins mánuður á milli okkar, vináttan sterk og virðingin mikil og við pössuðum upp á hvora aðra í blíðu og stríðu. Það sem ein- kenndi Alexöndru var innræti hennar – hún var svo ofboðslega góð og viðkvæm manneskja og við töluðum svo oft, ég og hún, um upprætingu fordóma og hvað heimurinn gæti verið miklu betri staður ef hver og einn myndi leggja sig betur fram. Minningarnar sem ég á eru óteljandi og núna er mér of- arlega í huga minning frá því þegar ég lá á sjúkrahúsi 11 ára gömul. Alexandra kom með mömmu sinni í heimsókn með hlaupahjól handa mér að gjöf og fékk hún eins, enda vildum við alltaf vera eins. Við fórum upp á þak á sjúkrahúsinu og prófuðum tryllitækin, en þar voru stórar svalir. Hún vildi helst bara verða eftir hjá mér og hefði hún legið alla dvölina með mér ef það hefði staðið okkur til boða því hún var alltaf að hugsa um mig og ég um hana. Alexöndru var ekkert kærara en fjölskyld- an og það vissi ég ávallt. Vænt- umþykja okkar í garð hvor ann- arrar verður ekki útskýrð með orðum – hana skildum aðeins við tvær. Alexandra var svo mikill prakkari og alltaf töluvert hugrakkari en ég. Ævintýrin voru svo mörg; nefna má ferðir upp á gámasvæði til að biðja um traktorsslöngur til að renna okkur á í snjónum og versl- unarferð í veganestið með 5.000 krónur, sem við fengum „lán- aðar“ hjá Pálu systur, þar sem við óskuðum eftir að fá að kaupa bland í poka fyrir allan pening- inn. Á þeim tíma hefði af- greiðslustúlkan þurft að telja hvert nammi ofan í bleika pok- ann, 10, 20, 30, 40, og hún neit- aði okkur reyndar um afgreiðslu og sagði okkur að koma með einhvern fullorðinn með okkur til að staðfesta það að við ættum að koma heim með heilan rusla- poka af sælgæti. Við skiluðum því peningunum sem við fengum að „láni“ og skömmuðumst okk- ar mjög mikið en hlógum okkur á sama tíma máttlausar. Þetta vorum við í hnotskurn þegar við vorum litlar – svo samviskusam- ar en alltaf til í gott grín. Ég er föst í barnæskunni á þessari stundu og hugsa t.d. um alla barbie-leikina, en við áttum eins barbie-húsbíla og ferðuðumst þvert yfir landið á þeim saman í huganum. Síðast þegar við hitt- umst töluðum við um samkomu- lagið okkar um að verða aldrei fullorðnar en við ákváðum það sem litlar stelpur að halda ávallt í barnið í okkur. Hún hló góð- lega að mér fyrir að hafa fengið mér tattú af pony-hesti en sagði það svo mikið mig og bætti svo við: „Þú og þessir pony-hestar þínir, Heiða.“ Mér þótti svo vænt um það og hló með henni. Ég mun halda minningunni um Alexöndru lifandi um ókomna tíð og rifja upp góðar stundir við hvert tækifæri sem mér gefst. Ég er rétt að byrja. Þú lifir í huga mínum og við sjáumst alltaf aftur. Guð geymi þig, Alexandra frænka mín, Þín frænka Heiða Margrét Fjölnisdóttir. Elsku hjartans Alexandra mín, það er erfitt að þurfa að kveðja þig, hjartahlýja, frænku- skottið mitt. Margar minningar hafa runnið í gegnum huga minn síðustu daga, t.d. þegar ég passaði þig í Múlasíðunni, þar áttum við ótalmargar fallegar stundir saman, ég að lesa, leika og knúsa þig í risastóra vatns- rúminu, elsku krulluhausinn minn, endalausar minningar með þig, Heiðu og Fjölni í eft- irdragi í Sunnó að múta ykkur til að vera þæg með köldum búðingi, passa að þið færuð ykk- ur ekki að voða sem tókst nú með misgóðum árangri – þið þrjú eitthvað að brasa og ves- enast. Seinna urðum við svo vinkon- ur en ég vildi alltaf passa upp á þig og þú áttir stóran part af hjarta mínu eins og hinir óþekktarormarnir. Þegar þú eignaðist svo elsku Natalie Pálu vorum við í miklum samskiptum og deildum t.d. áhuga á hollum mat og handa- vinnu, þar varst þú á heimavelli, á meðan ég klóraði mér í hausn- um og reyndi að gera mitt besta rúllaðir þú upp prjónaverkefn- unum. Allt lék í höndunum á þér, sama hvort það var elda- mennska, bakstur eða önnur handavinna. Við hlógum mikið síðustu jól þegar þú dróst upp krosssaums- stykki sem ég hefði aldrei litið á í búðinni svo stórt og flókið var það, þér þótti það nú ekki mikið mál. Þú elskaðir Natalie innilega og ekkert samtal okkar á milli var án þess að við ræddum hana og hvað þú varst stolt af henni. Þið voruð líka svo fallegar sam- an og hún minnir á þig þegar þú varst lítil með krullurnar þínar og prakkarasvipinn. Þú varst hugulsöm þegar kom að frændum þínum Óskari og Emil, man sérstaklega vel eftir því þegar Óskar veiktist og gat takmarkað borðað, þá varst þú í því að finna eitthvað sem gat bætt heilsu hans. Þeir munu sakna þín. Ómetanlegar eru minningar um þegar þegar þú komst með Pálu litlu til mín og þið voruð hjá okkur um vikutíma. Ég hugsaði alltaf mikið til ykkar mæðgna í kringum jólin, við átt- um það sameiginlegt að elska jól. Gjafirnar frá þér geymi ég eins og glóandi gull. Síðustu jól áttum við saman yndislegar stundir. Gleymi aldrei meðan ég dreg andann þegar ég faðmaði þig á miðnætti á áramótunum á þakinu á bílskúrnum hjá mömmu og pabba með fallega útsýnið yfir bæinn, það var mik- il eftirvænting og von í okkur og ég var hamingjusöm að hafa þig hjá okkur, eins var tilfinningin þegar við hittumst síðast fyrir rúmum mánuði og ég faðmaði þig að mér í síðasta skiptið. Það var eitthvert blik í augunum þinum sem ég tók sérstaklega eftir. Við vorum duglegar sama hvað gekk á að horfa saman til framtíðar og finna ljósa punkta í því sem var þungbært. Ég mun halda því áfram og hugsa til þín með hlýju. Þú kenndir mér svo margt um lífið, elsku hugrakka Alexandra mín, og ég kveð þig með sorg í brotnu frænkuhjarta. „Ef sá dagur kemur einhvern tímann að við getum ekki verið saman, haltu mér þá samt í hjarta þínu, og ég mun dvelja þar um eilífð.“ (A.A. Milne) Kærleiksbjarnarknús var kveðja sem við köstuðum á milli okkar, ég nota hana nú í síðasta sinn og sendi um leið Natalie Pálu og öðrum sem elskuðu þig með mér samúðarkveðjur. Þín Eva Dögg. Alexandra Garðarsdóttir Elsku fallega amma mín. Orð fá því ekki lýst hversu sárt það er að geta ekki verið í faðmi fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum. Það sem ég vildi að ég gæti fylgt þér þennan síðasta spöl en koma lítils kraftaverka- prins er væntanleg á allra næstu vikum. Því vildi ég skrifa til þín nokkur kveðjuorð. Amma mín, ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem við eigum saman. Öll þau skipti sem ég sat í fanginu á þér að horfa á Mary Poppins eða Sound of Mus- ic og þú þuldir upp fyrir mig text- ann svo ég vissi nákvæmlega hvað væri að gerast. Þakklát fyr- ir allar ferðirnar upp í sumarbú- Guðríður Karlsdóttir ✝ GuðríðurKarlsdóttir fæddist 24. apríl 1938. Hún lést 9. júní 2019. Útför hennar fór fram 19. júní 2019. stað þar sem litla stelpan í aftursæt- inu sá til þess að leiðbeina afa sínum bestu leiðina upp í Varmahlíð. Efst í huga mínum er þó stuðningurinn sem þú veittir þínum nánustu. Amma mín, þú varst alltaf til staðar og svo stolt af þínu fólki. Þegar kom að því að verja mast- ersverkefnið mitt í Kaupmanna- höfn sast þú á Mosabarðinu og talaðir til mín og sendir mér hlýja strauma yfir hafið. Í dag mun ég gera slíkt hið sama. Við, litla fjölskyldan í Kaup- mannahöfn, vitum vel að þú munt fylgjast vel með okkur í komandi hlutverkum og sjá nýjustu við- bótina vaxa og dafna. Eins heitt og ég vildi að prinsinn fengi að kynnast langömmu sinni mun minning þín alltaf lifa. Ég elska þig amma mín, Sandra. Hún kom að norðan, hún Svava okkar, hafði búið lengi á Raufarhöfn, en umskipti urðu í lífi hennar og hún fluttist suður. Lánið var með okkur í leikskól- anum Furuborg við Borgarspít- alann því hún réðst til starfa þar á bæ. Það var bjart yfir henni Svövu, hún var hispurslaus í við- móti, norðlenski framburðurinn skýr, augun dökk og geislandi, gleðin, hláturinn og grínið alltaf tiltækt. Söngurinn og gítarspilið – þvílíkur happafengur fyrir bæði börn og fullorðna. Þær eru ófáar söngstundirnar sem við áttum með Svövu, bæði í leikskólanum með börnunum og í gleðskap ut- an leikskólans. Þvílík gersemi sem þessi yndislega kona var Svava Stefánsdóttir ✝ Svava Stef-ánsdóttir fædd- ist 27. nóvember 1937. Hún lést 1. júní 2019. Útförin fór fram 11. júní 2019. okkur öllum. Mörg tilsvörin frá Svövu hafa verið rifjuð upp á síðustu dögum og við skelli- hlæjum og segjum aftur og aftur: „Hún var óborganleg, hún Svava.“ Á þessum árum endurnýjaði hún kynni sín við ástina og blómstraði sem aldrei fyrr. Þau Sveinn nutu lífs- ins saman og við glöddumst yfir endurfundum þeirra. Við söknuð- um hennar þegar hún skipti um starfsvettvang og færði sig yfir í Fossvogsskóla en þar var henni að sjálfsögðu tekið opnum örm- um og hún hélt áfram að blómstra þar til kom að starfs- lokum. Minningin um Svövu lifir í hugum okkar allra. Við sam- starfskonur hennar í leikskólan- um Furuborg sendum Sveini og börnum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hrafnhildur Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.