Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 21.06.2019, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 ✝ Magnús Magn-ússon fæddist í Höskuldarkoti 7. apríl 1941 í Ytri- Njarðvík. Hann lést á Stony Brook- sjúkrahúsinu á Long Island 25. apríl 2019. Foreldrar hans voru Magnús Ólafs- son, skipstjóri og útgerðarmaður í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík, f. 6. mars 1886, d. 12. ágúst 1964, og Þórlaug Magnúsdóttir, f. 18. október 1901, d. 8. desember 1963. Systkini Magnúsar eru: Friðrik Jón, f. 28. september 1925, d. 27. ágúst 1929; Anna Fríða, f. 20. maí 1928; Friðrik Ársæll, f. 23. ágúst 1929, d. 21. 23.12. 1987, b) Matthildur Hjart- ardóttir, f. 23.11. 1991, c) Jó- hannes Andrew Robinson, f. 29.11. 1999, d) James Robert Robinson, f. 15.7. 2002. 2) Edda Magnúsdóttir, f. 21.1. 1977. Móðir hennar er Sigríður Inga Brandsdóttir. 3) Sonja Margrét Magnúsdóttir, f. 30.7. 1977. Móðir hennar er Rut Helgadótt- ir. Dóttir Sonju er Salka Sif Sig- urjónsdóttir, f. 7.10. 2012 Magnús ólst upp í Ytri- Njarðvík, stundaði sjóinn fram- an af, rak Olís í Njarðvíkunum á tímabili, var stjórnarformaður og forstjóri Hafskips árin 1973- 1979, flutti til Long Island, New York árið 1981 og rak þar verk- takafyrirtæki þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Á þeim tímapunkti kom hann oftar til Íslands og bjó sér heimili í Hveragerði og Reykjavík ásamt því að hafa athvarf í Bandaríkj- unum. Útför Magnúsar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 21. júní 2019, klukkan 14. maí 2006, Garðar, f. 5. október 1930; Ólafur, f. 5. október 1930, og Baldur, f. 5. janúar 1935, d. 26. september 1938. Magnús var þrí- kvæntur. Eigin- konur hans voru Sigrún Sigurðar- dóttir, Guðrún Rútsdóttir og Ingi- björg Edda Jóhannsdóttir. Dætur Magnúsar eru: 1) Þórhildur Sylvía, f. 18.2.1971. Eiginmaður hennar er Jón Einar Kjartansson. Móðir hennar er Sigrún María Sigurð- ardóttir, f. 28.1. 1943, d. 14.9. 2002. Börn Þórhildar Sylvíu eru a) Magnús N. Þóroddsson, f. Pabbi. Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa. Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. Takk pabbi. Faðir minn hélt mikið upp á Gunnar Dal og þessi orð tók ég úr bók eftir hann sem heitir „Orð milli vina – Kall tímans“. Yfir síðasta vígi frægðar þinnar féllu þessi myrku og lygnu vötn, og vilji þinn týndi stjörnu sinni. En einmitt þá kom engill lífsins til þín, lyfti upp deyjandi höfði þínu, og blóð þitt hlýddi kalli tímans. Úr gleymdum draumi byggðir þú nýjan veg framhjá föllnu húsi þínu áleiðis til fjallsins helga. Minn ástkæri faðir, Magnús Magnússon, flutti sig yfir í Sumarlandið fagra á sumardag- inn fyrsta. Þennan undurfagra morgun horfði ég upp í fallegan rauðan himininn og hugsaði, hann faðir minn mun velja þennan dag til að kveðja. Það var mér mjög dýrmætt að hafa náð að halda í höndina á honum þegar hann dró síð- asta andardráttinn og umvafði ég hann allri þeirri ást sem ég gat gefið. Þetta var erfið stund en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera til staðar. Það verður tómlegt án föður míns (okkar). Hann á helminginn af hjarta mínu en móðir mín heitin hinn, en nú eru tveir fallegir englar sameinaðir og vaka yfir okkur. Við gerðum gott sem hann faðir minn hefði verið ánægður með því þeir sem þekktu pabba vel vissu að hann elskaði Her- sey’s-súkkulaði með möndlum og þótti honum það það besta sem til er á jarðarkringlunni og fékk hann eitt stykki með sér í Sumarlandið fagra. En elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað en ég veit að nú líður þér betur á líkama og sál. Hið illa eyðir að lokum sjálfu sér. Hið ranga hverfur af því það var aldrei satt Allt er að lokum leitt á réttan veg. Aðeins faðirinn þekkir heildarmynd- ina og hinn endanlega tilgang. Þessi afstaða Guðs að elska og fyrir- gefa á að vera afstaða kristins manns til annarra manna. (Gunnar Dal) Ég elska þig, engillinn minn – Hvíldu í friði. Þín dóttir Sylvía. „Ég hringi bara í Magga frænda, hann reddar þessu.“ Þetta var viðkvæðið á mínu heimili í mörg ár. Það var alveg sama hvaða greiða hann var beðinn um, það var allt svo sjálfsagt og ekkert mál, sama hvort það var að koma ísskáp í flug eða hýsa okkur og vini í lengri eða skemmri tíma. Það voru margir sem nýttu sér þessa góðvild Magga og pöntuðu ýmsan varning sem var sendur heim til hans og hann kom þessu alltaf til skila, ekki málið. Alltaf var hann mættur á flugvöllinn til að taka á móti okkur og alltaf lék hann á als oddi. Í eitt skipti vorum við frekar mörg að fara til hans og ég vissi að við kæmust aldrei öll fyrir í bílnum, svo ég bað hann um að útvega bílaleigubíl fyrir okkur. Hann tók nú frekar dræmt í þetta hjá mér, sagði að við skyldum bara sjá til hvernig þetta yrði, hann ætlaði að skoða þetta aðeins. Þegar við mættum tók hann kampakátur á móti okkur að vanda og gekk með okkur að bílaplaninu. Það tísti í honum þegar hann bauð okkur upp í splunkunýjan 8 manna jeppa þar sem allir komust fyrir. Það sem hann hafði gaman af að koma okkur á óvart og „redda“ málunum. Þær voru þó nokkrar ferðirnar þar sem hvert sæti í jeppanum var skipað gestum sem hann hafði jafnvel aldrei séð áður. Það var alltaf nóg pláss og allir velkomnir. Maggi elskaði veislur. Eftir að hann og Edda keyptu húsið við Club Road héldu þau höfð- inglegar veislur við öll tæki- færi, þar sem vinir og vanda- menn mættu, jafnvel langt að og alltaf var nóg pláss til að gista. Edda töfraði fram kræs- ingar eins og bestu kokkum er einum lagið og dekraði við gestina. Það voru ekki bara veislur á hátíðisdögum. Í hvert skipti sem einhverjir gestir komu til dvalar frá Íslandi var slegið upp veislu og vinum þeirra boðið þar sem allir voru kynntir. Það var ekki bara húsaskjól og fæði sem gestirnir nutu, heldur var ekkert sjálfsagðara en að heimilisbíllinn væri til af- nota svo hægt væri að kíkja á mollin, aðrar spennandi versl- anir eða áhugaverða staði. Maggi kom heim 3-4 sinnum á ári og í hvert sinn var byrjað á morgunmat hjá okkur. Hann var afskaplega frændrækinn og reyndi að heimsækja eins marga og hann mögulega komst yfir á þessum tíma sem hann stoppaði. Vegalengdir voru aldrei vandamál þar sem hann var vanur að keyra 3-4 tíma í vinnu og annað eins til baka þegar hann var að vinna í Bandaríkjunum, þá var ekkert mál að skreppa norður eða austur í hvaða færð sem var hér heima. Eftir að Maggi keypti íbúð við Heilsuhælið í Hveragerði kom hann oftar heim. Hann elskaði að vera þar innan um yndislegt fólk, góða vini og góða umönnun. Maggi bjó við heilsubrest hin síðari ár, en 2 síðustu ár voru honum erfið. Hann var mér og minni fjölskyldu afskaplega góður. Hvíl í friði, kæri frændi. Þorbjörg Garðarsdóttir. Vinur minn Magnús er látinn og fer útförin fram 21. júní frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. Við fæddumst árið 1941, hann á Höskuldarkoti og ég að Bjargi og bjó síðan á Sunnuhvoli stutt frá. Strax á barnsaldri lá leið okkar saman, við hittumst oft og áhugamálin svipuð. Vorum mikið við sjóinn, niðri á höfn, í fjörunni og alltaf var hægt að finna eitthvað við hæfi ungra og áhugasamra drengja. Staðir eins og Stekkjarhamar, Fitjar, Bolafótur og Stapinn eru mér oft í huga. Ég man allt það at- hafnafrelsi sem við höfðum, verkefnin mörg og margt að skoða. Magnús var fjölhæfur mað- ur, skynsamur, stjórnsamur, áræðinn og tók að sér ýmis verkefni á lífsleiðinni. Hann varð ungur skipstjóri og vann nokkur ár sem slíkur hjá föður sínum og síðar við stærri fyrirtæki og viðamiklar framkvæmdir. Það leið stundum nokkuð langur tími þar til við hittumst, en hann flutti til Bandaríkjanna þar sem hann bjó í mörg ár. Stundum bauð hann ferming- arsystkinum sínum til Hvera- gerðis og áttum við þar ánægjulegar stundir saman. Hann heimsótti mig oft er hann kom til landsins og ræddum við lengi saman og nutum þess. Hann lést eftir erfiðan sjúk- dóm, ég sakna hans. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Kæru dætur, barnabörn, systkini, aðrir ættingjar og vin- ir Magnúsar. Sendi ykkur innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Magnúsar. Blessuð sé minning hans. Sólmundur. Magnús Magnússon ✝ Sigfríður ErlaRagnarsdóttir fæddist á Akureyri 28. júlí 1943. Hún lést á Dyngju, hjúkrunarheimili HSA á Egilsstöð- um, 31. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Oddsdóttir, hús- freyja, f. 27. mars 1918, d. 28. mars 1995, og Ragnar Stefánsson, bílstjóri á Akureyri, f. 1. maí 1923, d. 20. apríl 2007. Elstur systkina Erlu er Odd- ur Lýðsson, f. 11. apríl 1941, þá Jón Þorsteins, f. 16. júní 1945, Úlfar, f. 28. des. 1949, Anna, f. 28. mars 1952, Ragna Ósk, f. 22. jan. 1955, Sigríður, f. 16. mars 1958, og Guðbjörg Inga, f. 18. ágúst 1959. Sigfríður Erla giftist Sævari Kristni Jónssyni í ágúst 1963. Börn Sigfríðar Erlu og Sæv- ars Kristins eru Kristín Hrönn, f. 2. mars 1963, maki Gunnar Benediktsson, börn þeirra a) 1969, maki Einar Árni Krist- jónsson, börn þeirra eru a) Guðrún Erla Sumarrós, börn Emilía Alís, Bergrós Björt og b) Ísar Karl. Þórdís, f. 6. apríl 1975, dóttir hennar er Tara Sóley Mobee. Guðrún Freydís, f. 28. apríl 1976. Erla og Sævar hófu búskap á Rauðabergi, Mýrahreppi, og bjuggu þar þangað til Erla og Sævar skildu árið 1984 og flutti Erla á Vesturbraut 19, Höfn, Hornafirði, með dætur sínar. Erla var mikil félagsvera og var í Kvenfélaginu á Mýrum þar sem hún lagði stund á hannyrðir og félagsstörf. Hún kenndi hannyrðir við Grunn- skólann í Holti um tíma. Síðar vann hún við aðhlynningu á dvalarheimilinu á Höfn í Hornafirði og var það henni mikil gleði þar sem hún hafði alltaf löngun til að læra hjúkr- un. Erla flutti til Egilsstaða til dætra sinna sem þar búa, þeg- ar starfsævi hennar lauk vegna vanheilsu og bjó lengstan tíma í húsnæði sínu að Árskógum 26A en flutti síðar í íbúð í Hamragerði 5 þar sem hún bjó til æviloka. Útförin fór fram 15. júní 2019. Meira: mbl.is/minningar Sævar Már, maki Hrafnhildur Rós, börn þeirra eru Ægir Þór og Katr- ín María. b) Oddur Logi, maki Hekla Björk, börn þeirra eru Halldór Logi (d. 2013), Sóley Þrá, c) Brynjar Örn, d) Anna Katr- ín og e) Benedikt Kristinn. Elfa Björk, f. 16. mars 1964, maki Magnús Ástvald Eiríksson, börn þeirra eru a) Ólöf Þór- halla, maki Aðalsteinn, börn Siggerður, Inga Kristín, Guð- rún Ása, Anita og Aðalsteinn. b) Eiríkur Ástvald, maki Selma, börn: Sunneva Kolbrún, Snæ- björt Elfa og c) Guðný Krist- jana. Sigríður Sif, f. 16. mars 1968, maki Gestur Pálsson, börn þeirra eru Telma Þöll Buabin, maki Andri Már, Klara Margrét, maki Cathrine Kraft, Katla Mjöll, maki Sverrir Örn, og Sigríður Helga. Anna Sigurbjörg, f. 10. mars Elsku mamma mín, það sem ég er þakklát þér fyrir að hafa kallað okkur saman 27. maí sl. Sannarlega má segja að þú hafir vitað lengra en nef þitt náði. Þeg- ar Elfa systir hringdi í mig og sagði mér að þú óskaðir sérstak- lega eftir að „raska“ okkar vinnu, þér þætti það leitt en það væri ástæða til, gerði ég mér ekki grein fyrir að ég væri að kveðja þig. Við áttum ómetanlegar sam- ræður aðfaranótt miðvikudagsins 29. maí þegar þú sagðir mér frá því hvað þú værir orðin þreytt á þessum líkama þínum. Það er mér einnig ómetanlegt þegar þú sagðir: Sigga mín, ég er ekki að fara frá ykkur, ég er bara orðin svo þreytt á þessum líkama og ég skildi þig svo vel þar sem ég veit hvað hann var þér mikil byrði. Styrkur þinn sem þú sýnd- ir er mér mikið hugðarefni og litlu tuðefni manns í lífinu verða svo lítilfengleg eftir að hafa séð þig ákveða lífslokin þín í þessari jarðvist. Þvílíkur styrkur, mamma mín. Ég er svo þakklát þér fyrir að hafa fætt mig í þessa jarðvist og tekið að þér móðurhlutverk mitt sem sannarlega reyndi nú stund- um á þig, ég er svo þakklát að dóttir mín, Telma Þöll, fékk þig sem ömmu, það voru engin tak- mörk fyrir því hvað þú studdir hana og elskaðir hana. Kærleikur þinn og mann- gæska gagnvart öllu lífi hefur alltaf skinið í gegn og höfum við systur oft rætt um það hvað við búum vel að því fordómaleysi sem okkur var kennt gagnvart öllu lífi. En einstöku sinnum þvarr fordómaleysið þitt og sér- staklega vegna klæðaburðar dóttur þinnar og í sérstökum prófraunum við útlit og hár. Ég man alltaf eftir því að þú þoldir ekki appelsínugulu kúkabuxurn- ar mínar og af öllum hönnunar- verkefnum mínum held ég að þér hafi fundist það allra versta flík- in, ég man líka að þú varst stund- um þreytt á því þegar ég stalst í fataskápinn þinn. Það sem þú rakst upp stór augu þegar þú komst heim úr vinnunni og við Ragga vorum að sauma okkur föt á ball, ég lá ofan á efninu og Ragga klippti, við gjörsamlega gengum yfir þig þarna enda varst þú vandvirk hannyrða- og sauma- kona og gerðir allt svo vel sem þú gerðir. Þvílík endalaus þolin- mæði sem þú bjóst yfir þegar við fylltum Vesturbrautina af vinum, gítarspili og söng en ég veit einn- ig að þú naust oft vel. Frelsið sem við áttum sem börn á Rauðabergi, umvafin móð- urástinni og hlýju, öll faðmlögin og knúsin þegar við duttum á hausinn eða misstigum okkur eitthvað. Ein minning þegar þú þrjóskaðist við að klæða mig í regnfötin þrátt fyrir að þú vissir að ég kæmi alltaf jafn hundblaut inn eftir að hafa látið regnvatnið af þakinu renna ofan í hálsmálið. Alltaf vaknaðir þú fyrst og fórst langseinust að sofa, alltaf voru nýir jólakjólar tilbúnir á að- fangadagsmorgun. Matarástina fékk ég sannarlega frá þér enda þið amma Gunna snilldarkokkar. Barnabörnin þín fengu að njóta spilastundanna með þér og allra ullarsokkanna sem þú prjónaðir handa þeim. Ein svona stutt grein fangar ekki það þakklæti sem ég ber til þín, elsku mamma mín. Ég sakna þín óendanlega en veit að þú ert komin á svo yndislegan stað, ég fann þig dansa á nýju fótunum þínum. Elska þig, mamma mín. Sigríður Sif Sævarsdóttir. Elsku yndislega amma mín. Nú ertu búin að kveðja þennan heim og mikið er allt tómlegt án þín. Ég er samt mjög lánsöm með þann tíma sem við áttum saman og allt sem ég lærði af þér. Þú átt svo stóran part í mér og mínu uppeldi og ég væri svo sannar- lega ekki manneskjan sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þig. Ég á mörg af mínum persónuein- kennum til þín að sækja, allt frá ljúfmennsku og lífsgleði til óbil- andi þrjósku og tilhneigingar til dramatíkur. Við gátum verið bestu vinir en við áttum nú líka alveg til að fara í hár saman allhressilega. Núna minnist ég þeirra stunda með brosi á vör því ekki nóg með það að það voru stundum furðuleg- ustu hlutir sem við gátum æst okkur yfir heldur hafði ég yfir- leitt mjög gaman af því að koma blóðinu í þér á hreyfingu og er nokkuð viss um að þú hafir ekki síður haft gaman af því. Eins hafði ég lúmskt gaman af því að hneyksla þig með klæða- burði mínum, hvort sem það var að hjóla til þín í snjókomu og vindi á stuttermabolnum og ber- fætt eða klædd í svart frá toppi til táar sem þér fannst draga allan lit úr mér. Ég var alls ekki alltaf sammála þér og fannst þú oft ósanngjörn við mig en ég veit samt að þú vildir bara passa að ég yrði besta útgáfan af sjálfri mér. En mestur hluti okkar stunda var tími sem ég naut mikið – enda- laus rommíspil og gott spjall þar sem þú rifjaðir upp gamla tíma í ítarlegum smáatriðum og lagðir manni lífsreglurnar. Ég gæfi flest mitt til að fá einn dag með þér í viðbót – fá soðinn ömmufisk, taka eina rommítörn og fá ráð hjá þér um hvernig ég geti tekist á við að hafa þig ekki lengur hjá mér. Eins sárt og það er að þú sért farin þá veit ég að þú ert ham- ingjusöm þar sem þú ert núna, í garðinum þínum og loksins getur þú dansað. Guð veri með þér, elsku amma mín. Anna Katrín. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Joch.) Með þökk fyrir allt og allt. Minning þín er ljós í lífi okkar. Kristín Hrönn, Gunnar og Benedikt Kristinn. Sigfríður Erla Ragnarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.