Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019 Smáauglýsingar Húsnæði óskast Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á Reykja- víkursvæðinu helst til langtíma- leigu. Ég er 53 ára maður, er reyklaus,reglusamur og rólegur. Upplýsingar í síma 8951200. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Ytri-Bakki D-lóð, Hörgársveit, fnr. 215-6971, þingl. eig. Jón Þór Benediktsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 25. júní nk. kl. 11:00. Fákafen 13, Fjallabyggð, 75% eignarhluti gerðarþola, fnr. 213-0181, þingl. eig. Magnús Stefán Jónasson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 27. júní nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 20. júní 2019 Styrkir Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndar- sjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjöl- breytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossa- rækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í ágúst 2019. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 20. júlí 2019 og skal umsóknum skilað til: Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni v/Haga- torg, 107 Reykjavík. Fagráð í hrossarækt. Tilkynningar Breyting á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi. Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi. Bygggarðar Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti þann 12. júní 2019, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Bygggarðasvæðis á Seltjarnarnesi. Gildandi deiliskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 13. febrúar 2013 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 16. júlí 2013. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð og felur í sér skipulag á deiliskipulagssvæðinu og að gert er ráð fyrir þremur húsagerðum, einbýlis-, rað- og fjölbýlishúsum. Breytingin felur í sér að minnka einingar, bæði hús og íbúðir. Hæðir húsa og nýtingarhlutfall verður í samræmi við gildandi deiliskipulag. Heimilt verður að byggja tveggja og þriggja hæða fjölbýlishús, eins eða tveggja hæða raðhús og eins eða tveggja hæða ein- býlishús. Tvær heitavatns borholur eru innan deiliskipulagssvæðisins, þær eru í fullri notkun. Þeim er útdeilt tilteknu helgunarsvæði og tryggt að unnt sé að athafna sig við rekstur holanna. Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 21. júní til og með 7. ágúst 2019. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjar- ins www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillögu- na skal skila skriflega til Þjónustuvers Seltjarnarnesbæjar, Austur- strönd 2, 170 Seltjarnarnes, merkt b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 7. ágúst 2019. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Seltjarnarnesi, 21. júní 2019. Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi. Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið hús kl. 13-15.30. Bóka- bíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Sumarferð sunnudaginn 7. júlí. Leggjum af stað frá Áskirkju kl. 8.30. Heimsækjum Pál listamann á Húsafelli. Hádegisverður á Brúarási. Sr. Sigurður Jónsson mun síðan messa í Reykholti kl. 14. Kaffistopp á Hvanneyri á heimleið. Áætluð heimkoma kl. 18.30. Verð 9000 kr., skráning hjá Petreu í s. 891-8165 fyrir 1. júli. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Áskirkju Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl.10.30 Bókband með leiðbein- anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 20 félagsvist. Gullsmári Handavinna kl. 9. Ath.: Leikfimi / fluguhnýtingar / ljós- myndarklúbbur / bingó og Gleðigjafarnir eru komin í sumarfrí. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, síðasta bingóið í sumar kl. 13.15, kaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplest- ur kl.11, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit húss- ins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. mbl.is alltaf - allstaðar Nú u þú það sem þú eia að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.