Morgunblaðið - 21.06.2019, Blaðsíða 34
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Hólmbert Aron Friðjónsson lét
heldur betur að sér kveða þegar
Aalesund, toppliðið í norsku B-
deildinni, gerði sér lítið fyrir og
burstaði Molde, sem trónir á toppi
norsku úrvalsdeildarinnar, í 32-liða
úrslitum norsku bikarkeppninnar í
fótbolta í fyrrakvöld. Hólmbert
skoraði tvö mörk í leiknum og einn
leikmaður Molde var rekinn út af í
fyrri hálfleik þegar hann braut á
Hólmberti þegar hann var að sleppa
einn í gegn. Íslendingarnir fjórir
voru allir í byrjunarliði Aalesund og
skoraði Aron Elís Þrándarson fjórða
markið en Daníel Leó Grétarsson og
Davíð Kristján Ólafsson léku einnig
með liðinu og kom Davíð að tveimur
mörkum
„Þetta var einn af þessum dögum
þegar allt gengur upp hjá manni.
Þetta var einn af mínum betri leikj-
um og liðið allt hitti bara á toppleik á
móti toppliði Molde,“ sagði Hólm-
bert Aron í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Aalesund hefur byrjað tímabilið
afar vel og eftir ellefu umferðir er
það með fimm stiga forskot í topp-
sæti deildarinnar og hefur ekki tap-
að leik. „Við erum á góðri leið í átt að
úrvalsdeildinni. Við erum með miklu
sterkara lið en í fyrra. Breiddin er
mjög mikil. Við erum með tvö ellefu
manna lið og samkeppnin er mikil.
Klúbburinn ætlar sér upp og það er
allt í blóma eins og er,“ sagði Hólm-
bert, sem á eitt og hálft ár eftir af
samningi sínum. Dregið var til 16-
liða úrslitanna í gær og mætir Aale-
sund norsku meisturunum í Rosen-
borg.
KR mætir Molde í 1. umferð und-
ankeppni Evrópudeildarinnar í
næsta mánuði. Spurður hvort hann
eigi einhver ráð til KR-inga fyrir
þær viðureignir, segir hann:
„Það verður gaman að sjá hvernig
KR mun ganga á móti Molde. Ég
reikna nú með að Molde rífi sig
upp eftir þennan skell. Ég tel að
KR eigi alveg möguleika á að
komast áfram en til þess þarf liðið
auðvitað að spila tvo góða leiki,“
sagði Hólmbert, sem lék með KR frá
2015-16. „Við Íslendingarnir vorum
að ræða það áðan hvort við ættum
ekki að skreppa til Molde og sjá leik-
inn við KR og ég reikna fastlega með
því að við gerum það og styðjum
okkar menn.“
Einn af þessum dögum
þegar allt gengur upp
Hólmbert fór illa með Molde sem KR mætir í Evrópudeildinni
Fögnuður Hólmbert Aron fagnar öðru af tveimur mörkum sínum sem hann skoraði gegn Molde í fyrrakvöld.
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2019
Vinsamlegast pantið tíma í ráðgjöf í síma 580 3900 | fastus.is
fastus.is
Einföld fjarstýring | Hallandi setstaða | Hægt að halla vel fram til að auðvelda notanda
að setjast og standa upp úr stólnum | Mismunandi litir og áklæði
HÆGINDASTÓLAR
RAFKNÚNIR
Úkraínski vinstri bakvörðurinn
Oleksandr Zinchenko er búinn að gera
nýjan samning við Englandsmeistara
Manchester City. Þessi 22 ára gamli
leikmaður skrifaði undir nýjan fimm
ára samning við Manchester-liðið.
Hann gekk í raðir City árið 2016 en var
lánaður til hollenska liðsins PSV fyrsta
árið. Úkraínumaðurinn kom við sögu í
14 leikjum með Manchester City í
deildinni á síðasta tímabili.
Erik ten Hag, þjálfari hollenska
knattspyrnuliðsins Ajax, hefur fram-
lengt samning sinn við félagið og er nú
bundinn því til ársins 2022. Ten Hag
kom til Ajax frá Utrecht fyrir tveimur
árum og hefur hann gert frábæra hluti
með liðið. Á nýafstöðnu tímabili varð
Ajax hollenskur meistari og bikar-
meistari og komst í undanúrslit Meist-
aradeildarinnar þar sem liðið tapaði
fyrir Tottenham á útimarkareglunni
eftir að hafa slegið Real Madrid og Ju-
ventus úr leik.
Hildigunnur Einarsdóttir, lands-
liðskona í handknattleik, verður áfram
í atvinnumennsku erlendis en mun
ekki flytja heim í sumar eins og allt
virtist stefna í.
Hildigunnur hefur verið erlendis í sjö
ár og lék með Borussia Dortmund í
efstu deild Þýskalands í vetur. Hildi-
gunnur hefur samið við Bayer Lever-
kusen til tveggja ára en það stað-
festi hún í við-
tali við Frétta-
blaðið.
Eitt
ogannað
Nýliðar Aftureldingar eru komnir
upp úr fallsæti í 1. deild karla í fót-
bolta, Inkasso-deildinni, eftir 2:0-
útisigur á Njarðvík í gærkvöldi. Ás-
geir Örn Arnþórsson og Alexander
Aron Davorsson skoruðu mörk Aft-
ureldingar á síðustu tíu mínútunum
og tryggðu liðinu þriðja sigurinn í
sumar. Afturelding er nú í níunda
sæti með níu stig en Njarðvík sæti
neðar með sjö stig.
Haukar eru komnir í fallsæti í
staðinn, þar sem liðið tapaði á
heimavelli fyrir Leikni R. Sean De
Silva kom Haukum yfir á sjöundu
mínútu, en Sævar Atli Magnússon
jafnaði á 34. mínútu. Gyrðir Hrafn
Guðbrandsson skoraði sigurmark
Leiknis á 78. mínútu með sínu fyrsta
deildarmarki á ferlinum. Þremur
mínútum síðar fékk markaskorari
Hauka sitt annað gula spjald og þar
með rautt. Haukar eru með sex stig
og í ellefta sæti, en Leiknismenn
fóru upp í tólf stig og fimmta sæti
með sigrinum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Einvígi Viktor Kjærnested og Alexander Freyr Sindrason eigast við í gær.
Afturelding sendi
Hauka í fallsæti
Dýrmætur sigur nýliðanna í Njarðvík
Fimm fyrrverandi Íslandsmeistarar
í holukeppni eru skráðir til leiks á
Íslandsmótinu í holukeppni, Se-
curitas-mótinu, sem hefst á Garða-
velli á Akranesi í dag. Þrír fyrrver-
andi meistarar í karlaflokki verða
með á mótinu og tveir úr kvenna-
flokki. Rúnar Arnórsson úr GK og
Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR
hafa boðað komu sína á Garðavöll en
þau eiga titla að verja.
Í karlaflokki eru 32 keppendur
sem er raðað í átta riðla og kemst
sigurvegari hvers riðils í átta manna
úrslit. Í kvennaflokki eru 23 kepp-
endur sem keppa í sex riðlum. Sig-
urvegarar úr þeim fara í átta manna
úrslit ásamt tveimur sem verða með
bestan árangur í öðru sæti.
Kristján Þór Einarsson úr GM er
skráður til leiks en hann hefur tví-
vegis orðið Íslandsmeistari í holu-
keppni, 2009 og 2017. Þá tekur Arn-
ór Ingi Finnbjörnsson þátt í mótinu
en hann varð Íslandsmeistari 2011.
Þórdís Geirsdóttir úr Keili verður
á meðal keppenda en hún hefur
tvisvar fagnað sigri á Íslandsmótinu
í holukepppni.
Birgir Leifur Hafþórsson hefur
oftast orðið Íslandsmeistari í holu-
keppni í karlaflokki eða fjórum sinn-
um en hjá konunum er það Ragn-
hildur Sigurðardóttir sem sjö
sinnum hefur borið sigur úr býtum.
Ljósmynd/GSÍ
Titilvörn Rúnar Arnórsson og
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Fimm fyrr-
verandi
meistarar
verða með
Íslandsmótið í
holukeppni hefst í dag
Ljósmynd/Aalesund