Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-16
Holtagörðum | Sími 568 0708 | www.fako.is
Bekkur
45.900 kr.
Borð
79.000 kr.
Eldstæði
39.500 kr.
Settu þína
ráðstefnu
í Hörpu
Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur
Nánar á harpa.is/radstefnur
Í nóvember árið 2011 flutti Guð-fríður Lilja Grétarsdóttir, þáver-andi alþingismaður, eftirfarandi
þingsályktunartillögu á Alþingi og
fylgdi ítarleg og vönduð greinargerð:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að láta endurskoða lög og reglu-
gerðir er varða uppkaup á bújörðum
og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum.
Markmið með endurskoðuninni verði
m.a.:
a. að setja skýrar reglur sem miði
að því að koma í veg fyrir uppkaup er-
lendra aðila, sem ekki hafa hér lög-
heimili og fasta búsetu, á landi;
b. að huga að almennum viðmiðum,
svo sem landstærð, nýtingu landgæða
og fjölda landareigna sem heimilt er
að sé á hendi eins og sama aðila;
c. að horfa til umhverfissjónarmiða
og ákvæða um almannarétt í allri
lagaumgjörð og taka þar m.a. mið af
sérstökum aðstæðum varðandi land-
búnaðarland, óbyggðir og nátt-
úruauðlindir (svo sem vatn og jarð-
hita);
d. að tryggja samræmi í rétt-
arheimildum.“
Þessa tillögu flutti Guðfríður Lilja
tvívegis og síðan ég ásamt þingflokki
VG en þá var ég kominn í stjórnar-
andstöðu. Í millitíðinni hafði ég sem
þáverandi innanríkisráðherra hafist
handa og sett reglugerð sem tak-
markaði rétt ESB-borgara til landa-
kaupa á Íslandi (strangari kvaðir
hvíldu á borgurum utan EES-
svæðisins þótt ráðherra hefði heimild
til að veita undanþágu) og frumvarp
hafði ég kynnt til að undirbyggja þá
reglugerð. Fleira var í bígerð enda
þörf á margslunginni löggjöf til að
tryggja almannarétt gagnvart ásælni
auðvalds bæði innlends og erlends.
Brüssel hafði gert athugasemd við
umrædda reglugerð en lögspekingar í
Evrópurétti höfðu áður farið yfir álita-
mál og sannfært mig um að þau stæð-
ust skoðun og þótti mér sjálfsagt að
láta á það reyna.
Þetta þótti eftirmanni mínum í
embætti hins vegar ekki rétt afstaða
og afnam reglugerðina illu heilli og
stakk lagafrumvarpinu undir stól.
Síðan gerist það helst að þáverandi
landbúnaðarráðherra, Gunnar Bragi
Sveinsson, skipaði nefnd til að skoða
hvað taka mætti til bragðs. Nefndin
setti fram tillögur sem voru birtar
haustið 2018 en ekkert frekar var þó
aðhafst annað en að nýir ráðherrar
skipuðu nýja nefnd og viti menn á
sama tíma dúkkaði þingmálið frá 2011
aftur upp óbreytt. Að þessu sinni flutti
þingflokksmaður VG málið, Bjarkey
Olsen Gunnarsdóttir, ásamt fleiri
þingmönnum.
Málið var sent til nefndar eina ferð-
ina enn. Þar við situr. Ætla hefði mátt
að hæg væru heimatökin í Stjórnar-
ráðinu til að grípa til aðgerða í anda
þingmálsins og láta reyna á í þinginu
um stuðning.
Í ljósi alls þessa er ástæða til að
spyrja hvort fyrir hendi sé raunveru-
legur vilji í ríkisstjórn og á þingi til að
reisa skorður við því að eignarhald á
landi og auðlindum, vatni og raforku,
færist á fáar hendur og þá einnig út úr
landinu. Hvort tveggja eru lykilatriði.
Þegar erlendir auðkýfingar voru í
óðaönn að kaupa upp í Fljótum fyrir
nánast réttu ári, breski auðkýfingur-
inn Ratcliffe að þræða jarðir upp á
festi sína á Norðausturlandi, svo
kunn dæmin séu nefnd, varð uppi fót-
ur og fit í þjóðfélaginu. Greinar birt-
ust í blöðum og þúsundir skrifuðu
undir áskorun um lagabreytingar og
aðgerðir.
Við vorum mörg sem trúðum því
þá að fyrsta verk Alþingis þegar þing
kæmi saman í kjölfar þessara at-
burða yrði að breyta lögum hið bráð-
asta til að koma í veg fyrir þessa
óheillaþróun. Sjálfur man ég að mér
fannst til greina koma að flýta þing-
setningu svo þetta mætti ganga sem
hraðast fyrir sig.
En ekkert slíkt gerðist og var mál-
inu drepið á dreif.
Hvers vegna?
Ef það er sem mig grunar, að vilj-
inn sé takmarkaðri innan veggja Al-
þingis en utan, þá á þjóðin tilkall til
þess að þegar á fyrsta þingdegi verði
greidd atkvæði um hið lífseiga þing-
mál svo við fáum að sjá afstöðu hvers
og eins þingmanns. Ella fari málið í
bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það
væri besti kosturinn.
Lífseigt þingmál
um jarðakaup
’Í ljósi alls þessa erástæða til að spyrjahvort fyrir hendi sé raun-verulegur vilji í ríkisstjórn
og á þingi til að reisa
skorður við því að eign-
arhald á landi og auðlind-
um, vatni og raforku, fær-
ist á fáar hendur og þá
einnig út úr landinu.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Ásdís