Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 LESBÓK Good Omens eru nýlegir gamanþættir byggðir á samnefndri skáld- sögu sem Gaiman skrifaði í samstarfi við rithöfundinn Terry Pratchett. Þættirnir fjalla um engilinn Aziraphale og púkann Crowley sem hafa gert sig heimakomna í Englandi og reyna með öllu móti að hindra komu Andkrists og stöðva heimsendi. Aziraphale og Crowley eru leiknir af stórleikurunum Michael Sheen og David Tennant, sem fá góða dóma fyrir túlkun sína á tvíeykinu. Þættirnir, sem framleiddir voru af Amazon, hafa einnig fengið prýðilegar viðtökur. Vinalegar vættir Streymiþjónustur Bandarískum áskrifendum streymis- þjónustunnar Netflix hefur fækkað í fyrsta skipti frá árinu 2011, en svo greinir fréttamiðillinn The Atlantic frá. Áskrifendur Netflix telja rúmlega 151 milljón á heims- vísu, en fyrirtækið áætlaði að bandarískum áskrifendum myndi fjölga um 300 þúsund á öðrum fjórðungi ársins 2019. Í staðinn fækkaði þeim um 100 þúsund. Í kjölfarið féllu hlutabréf fyrirtækisins um 10%, en áhyggjusérfræðingar hafa víða spurt sig hvort tindinum sé náð hjá Netflix og þessi fækkun sé vísbending um það sem koma skal. Talsmenn Netflix gefa lítið í slíkar spár og segja að streymisþjónustan muni komast aftur á réttan kjöl á næsta ársfjórðungi. Netflix tapar áskrifendum AFP KVIKMYNDIR Leikstjórinn Quentin Tarantino lét hafa það eftir sér á dögunum að hann myndi setjast í helgan stein ef Star Trek-handrit hans yrði að kvikmynd. Tarantino hefur áður sagt að hann muni segja það gott af leikstjórn þegar tíunda mynd hans kemur út. Sú níunda í röðinni, Once Upon a Time in Hollywood, verður frumsýnd hér á landi í ágúst. Í samtali við CinemaBlend er Tarantino nokkuð óljós í svörum. Hann segist vilja leggja allt í sölurnar fyrir Star Trek-mynd verði hún hans síðasta en segir ekki loku fyrir það skotið að gera eina í viðbót verði hún hans tíunda. Margir kvíða deginum er Tarantino hættir. AFP Cillian Murphy fer með aðal- hlutverkið í þáttunum. Biðin á enda SJÓNVARP Rúmlega eitt og hálft ár er síðan fjórða sería Peaky Blinders-þáttanna rann skeið sitt á enda og hafa aðdáendur þáttanna því þurft að sýna mikla þolinmæði í bið eftir þeirri fimmtu. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný bráðlega því á fimmtudag fór fram heimsfrumsýn- ing á fyrsta þætti nýrrar þáttarað- ar. Allir helstu leikarar þáttanna voru mættir á svæðið til að berja þáttinn augum. Almúginn verður þó að bíða þar til seinna í ár þegar þættirnir fara í loftið hjá sjónvarps- stöðvum. Þættirnir fylgja eftir glæpa- fjölskyldu á Englandi, nánar til- tekið í Birmingham, í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Sjónvarpsheimur Gaimans Rithöfundurinn Neil Gaiman hefur haft mikið að gera síðustu ár, þar sem sjónvarpsþátta- og kvikmyndaframleiðendur hafa mikið dálæti á að framleiða efni byggt á sögum hans og per- sónum. Gaiman hefur skapað sér nafn innan menningarheima sem hugmyndaríkur og skemmtilegur höfundur, en hann sækir gjarnan innblástur í goðsagnir og þjóðsögur, ekki síst norræna goðafræði. Sunnudagsblaðið hefur tekið saman nokkur af verkum Gaimans sem orðið hafa að undirstöðum kvikmynda eða sjónvarpsþátta, en þau eru fjölmörg og fjölbreytt. AFP Neil Gaiman er afar vinsæll um þessar mundir. Gaiman er einna þekktastur fyrir hæfni sína í að setja goðsagnir og biblíusögur í nútímalegan búning, en eitt helsta dæmið um túlkun höfundarins á biblíunni er sjón- varpsþátturinn Lucifer. Þátturinn er ekki beint byggður á sögum Gaimans, heldur eru per- sónur þáttarins byggðar á persón- um sem birtust fyrst í Sandman- teiknimyndasögunum árið 1989. Aðalpersóna þáttana er myrkrahöfðinginn Lucifer, sem er orðinn langþreyttur á skyldum sínum sem konungur helvítis og skellir sér í frí til Los Angeles, þar sem hann gerist aðstoðarmaður rannsóknarlögregludeildar borg- arinnar. Skrattinn fer í frí Tom Ellis fer með hlutverk Myrkra- höfðingans í þáttunum Lucifer. AFP Star Trek-mynd frá Tarantino?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.