Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 13
21.7. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
sagði pabba að það tæki þau tvö ár að ferðast
hringinn, fram og til baka á milli tjalda frá
Colombo til Galle. Pabbi vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð og spurði hvernig hann ætti þá að
finna mig. Hann sagði pabba að hann þyrfti
bara að spyrja um höfðingjann og þá myndi
hann finna mig í einu af þessum tjöldum á
strandlengjunni. Pabbi leyfði mér að ferðast
með þessum sígaunum en fór sjálfur til Ind-
lands. Eftir um sex mánuði sagði heilarinn við
mig að ég þyrfti að hitta lærimeistara sinn en
ég var hissa að hann væri með lærimeistara.
Það reyndist vera faðir hans og við gengum í
þrjá daga úti í náttúrunni og komum þá að
þorpi þar sem allir gengu um naktir. Al-
gjörlega naktir,“ segir Bharti.
„Ég fór þá að búa með þeim þarna og gekk
um nakinn eins og þau og lærði hjá þessum
manni sem var sjaman, eða galdralæknir.
Annað slagið fékk ég skilaboð frá pabba frá
syninum sem kom stundum í heimsókn, þann-
ig að pabbi vissi að ég var óhultur. Pabbi vissi
að það þýddi ekkert að ná í mig því ég hefði
bara hlaupist á brott; ég var algjörlega heill-
aður að læra að skilja mannslíkamann. Þarna
bjó ég til ársins 1981, en þá kom pabbi að
sækja mig. Ég var að ferðast með honum og
var nakinn og pabbi skammaðist sín og sagði
að ég yrði að klæða mig; við værum að fara í
flug til Indlands. Hann lofaði mér að ég fengi
að fara til baka ef ég fengist í föt en hann fór
síðan aldrei með mig til baka.“
Bar Móður Teresu
Frá Srí Lanka fluttu feðgarnir til Indlands.
„Við fórum til Kerala á Indlandi og ég var með
pabba í eina viku en þá gekk ég til liðs við ætt-
bálk sem kenndi mér allt um plöntur og nær-
ingu. Ég var í tvö ár þarna og þá vildi ég fara
víðar. Þaðan fórum við pabbi til Ástralíu og
dvöldum meðal frumbyggja og þaðan til Kan-
ada þar sem við bjuggum meðal indíána. Alla
ævi hef ég búið með ættbálkum og ég hef lært
hvernig rafmagn í líkamanum getur gert hluti
sem við teljum vera óhugsandi,“ segir hann.
Árið 1987 fór Bharti, þá sautján ára gamall,
til Kalkútta á Indlandi og lærði þar af miklum
meisturum. „Ég var að vinna í átta mánuði
með Móður Teresu. Ég var með henni að
hugsa um götufólkið í Kalkútta. Hún átti það
til að falla í yfirlið og ég þurfti þá að bera hana
heim í rúmið. Hún var svo lítil og létt. Það er
hennar vegna að ég hóf að starfa í þágu fólks.
Ég kláraði náttúrulækningapróf en þar sem
ég get hvorki lesið né skrifað fór það allt fram
munnlega. Þannig að ég var mun lengur í námi
en aðrir. Ég valdi svo að flytja til Nepals,“ seg-
ir hann.
„Síðan þá hef ég verið að kenna og leiðbeina
víða um heim. Ég er með námskeið og þeir
betur efnuðu borga það sem þeir vilja en hinir
fá frítt. Ég kenni öllum og rukka engan um
neitt. Brandur kom til Nepals ásamt tíu
manna hópi og þau bjuggu frítt hjá mér og
hann fékk alla meðferðina ókeypis. Ég er hér
á Íslandi fyrir hann og hann er að verða fúll út
í mig því hann vill borga mér eitthvað en kon-
an mín sagði honum að það væri af og frá, við
myndum þá hætta meðferðinni,“ segir hann og
brosir.
„Ég á enga peninga og hef aldrei átt en
pabbi styður mig og hjálpar með því að borga
mat, húsnæði og skólagjöld fyrir börnin mín.
Hann segist vilja hjálpa manninum sem hjálp-
ar öðrum. Ég hjálpa 2.000 manns sem búa á
götunni í Katmandú og hef gefið þeim mat í 25
ár. Ég er með 125 munaðarlaus börn í skóla
sem ég setti á stofn. Allt fé sem mér öðlast á
ferðum mínum um heiminn gef ég til þessara
verkefna minna í Katmandú.“
Ræddi við forsetann
Nú er Rahul Bharti á Íslandi í þriðja sinn og
segist munu koma hingað oft í framtíðinni.
„Mig langar að huga að heilsu fólks á Íslandi,“
segir Bharti. „Ég kom hingað fyrst fyrir
þremur árum en ég hef ferðast til 60% landa
heims og þegar ég lenti á Íslandi skynjaði ég
að landið væri orkumikið. Ég fann það um leið
og ég lenti. En ég skynjaði að fólk hér væri
þunglynt og skildi ekki af hverju. Þannig að ég
kom aftur og fór að halda námskeið. Ef sextán
manns sóttu námskeið voru kannski tveir sem
borguðu en hinir fengu frítt. Þannig virkar það
með námskeiðin mín,“ segir hann.
„Svo fékk ég tækifæri til að hitta forseta
ykkar og það er fallegasti maður sem ég hef á
ævi minni hitt. Ég spurði hann um Íslendinga
og hann sagði að margir hér væru niður-
dregnir og ég fann að það olli honum sorg.
Hann spurði mig hvað væri til ráða. Ég sagði
honum frá hugmynd minni að opna hér mið-
stöð, ókeypis fyrir alla, fyrir alla þá, fatlaða og
ófatlaða, sem þurfa hjálp,“ segir hann og nefn-
ir að hér á landi séu margir færir heilarar.
„Mig langar að bjóða þeim að koma saman á
ráðstefnu og fá þá til að vinna saman að einu
markmiði. Annað sem mig langar að gera er
að bjóða hundrað Íslendingum að koma að
læra hjá mér, þeim að kostnaðarlausu,“ segir
hann.
„Ég vil fólk sem virkilega vill efla fólk og
hjálpa. Í staðinn þurfa þau að gefa mér tólf
tíma vinnu á viku; að vinna frítt í tólf tíma á
viku. Þannig getur hver sem er sem er ein-
mana eða niðurdreginn hringt í þau og fengið
aðstoð frítt. Ég mun þjálfa þau alla mína ævi
og kynna þau fyrir kennurum víða um heim.
Til að afla peninga fyrir ferðalögum mun ég
kenna. Mig langar að byrja með þetta verkefni
á Íslandi og í Belgíu og ég er að horfa til Nor-
egs líka,“ segir hann og hyggst hefja verkefnið
á næsta ári hér á landi. „Málið er að hér fær
fólk oft hjálp í mánuð og svo ekki söguna meir.
Með þessu móti mun fólki bjóðast hjálp sem
ekki hættir. Það veitir mér mikla ánægju að
hjálpa fólki að gefast ekki upp. Brandur fékk
góða hjálp sem svo hætti og hann gafst upp.
Hann fékk hjálp til daglegra athafna en ekkert
umfram það. Þannig að hann hætti að biðja
um hjálp.“
Lofa engu kraftaverki
„Í dag erum við að vinna með Brandi sex tíma
á dag; þrjá tíma á morgnana og þrjá á
kvöldin,“ segir Bharti og tekur fram að hann
sé ekki að vinna kraftaverk.
„Við erum ekki að lækna neinn heldur erum
við að efla fólk sjálft til dáða. Við hjálpum því
að gefast ekki upp eða gefa upp alla von. Við
lofum engum kraftaverkum en lofum að vera
til staðar og hjálpa fólki að vera elskað og
elska. Við ýtum fólki til hins ítrasta; við erum
að gefa því smá spark til þess að halda áfram,“
segir Bharti.
Þess má geta að Brandur missti smátt og
smátt máttinn í öllum líkamanum og hafa
læknar enn ekki fundið ástæðuna en hann
lenti ekki í mænuskaða. „Samkvæmt lækna-
vísindum mun Brandur ekki geta hreyft sig
framar. Ég er mjög mikið fyrir áskoranir og
ég hef verið að vinna með mannslíkamann alla
ævi þannig að ég var til í þessa áskorun,“ segir
Bharti, sem bauð honum til sín til Nepals á
árinu og vill hjálpa honum á fætur ef mögulegt
er. Í Nepal hjálpaði hann honum að breyta um
lífsstíl og þjálfa vöðva hans. Stífar æfingar
voru alla daga, sjö daga vikunnar, og er á dag-
skrá að halda því áfram í tvö ár. Brandur hef-
ur styrkst mikið og hefur jafnvel fengið örlitla
hreyfigetu þar sem áður var engin.
„Nú eru liðnir fjórir mánuðir. Við höfum
byggt upp vöðvana og náð að minnka bjúg í
líkamanum. Hann hefur misst átta kíló og hér
sérðu hvað hann getur gert,“ segir Bharti og
sýnir blaðamanni myndband af Brandi að lyfta
tíu kílóa stöng í bekkpressu. „Við erum hér
heilt teymi að þjálfa hann eins og hann væri
ungbarn. Við viljum að hann byggi upp sjálfs-
traust til að hann geti náð árangri. Við viljum
hvetja hann áfram,“ segir hann.
„Við höldum áfram hvort sem hann nær ein-
hverjum bata eða ekki. Hann hefur engu að
tapa. Dropinn holar steininn, þannig að við
gefumst ekki upp.“
Spurður hvers konar meðferð hann beiti
svarar hann að hann noti nudd, hljóðbylgjur,
nálastungur og bolla, eða það sem kallað er
„cupping“ á ensku, en það er forn kínversk
lækningaaðferð.
Þekking kemur frá reynslu
Bharti býr í Katmandú í Nepal ásamt konu
sinni og tveimur sonum, sextán og nítján ára
gömlum. „Annar þeirra er í skóla í Frakklandi
að læra hótelstjórnun og það mun koma sér
vel því ég er að byggja heimili fyrir aldraða í
Katmandú. Sonur minn ætlar að sjá um að
reka heimilið þegar hann lýkur námi. Hinn
segir að mig vanti peninga til að reka þetta og
barnaskólann og hann hefur ákveðið að leggja
stund á viðskiptafræði. Kona mín er eins og
ég, hún kann heldur ekki að lesa og skrifa.
Synir mínir ganga menntaveginn þó ég hafi
ekki gert það en mínir kennarar voru allir
menn í ættbálkum sem ekki kunnu að lesa.
Fólk trúir þessu varla. Þekking mín kemur frá
reynslu, ekki frá lestri bóka. Sá sem skrifar
eða les hefur ekki endilega öðlast reynslu,“
segir hann.
„Svo er ég að hjálpa tvö þúsund heimilis-
lausum, en af þeim eru 20% börn sem hafa
verið hent í ruslið. 40% eru konur sem hafa
verið barðar og brenndar fyrir að koma ekki
með heimanmund. Þær eru pyntaðar; brennd-
ar eða beinbrotnar og enda þær oft á götunni.
Það eru mörg börn hér sem sniffa lím. Ég gef
þessu fólki eina almennilega máltíð á mánuði
og svo gef ég þeim teppi. Þetta kostar mig
3500 evrur á mánuði og svo kostar aðrar 1.500
evrur að reka skólann þannig að ég verð að
þéna 5000 evrur á mánuði,“ segir Bharti. Upp-
hæðin er rúmlega 700 þúsund íslenskar krón-
ur.
„Ég myndi gjarnan vilja gefa þeim þrjár
máltíðir á dag en ég hef ekki efni á því,“ segir
hann.
Hjartað á Íslandi
Bharti lifir mjög reglusömu lífi og neytir
hvorki áfengis né tóbaks. Hann vaknar alltaf
klukkan fjögur á nóttunni og fer að sofa klukk-
an níu. Hann eldar mat klukkan fimm á
morgnana og þrífur og tekur til. Þegar hann
er á Íslandi býr hann heima hjá Brandi; hann
þarf ekki fín hótel. „Þau eru fjölskyldan mín
og Brandur og Alma giftu sig í Nepal,“ segir
hann og sýnir blaðamanni fallegar myndir úr
brúðkaupinu þar sem allir eru klæddir í
skrautleg föt að nepölskum sið.
Bharti vinnur sjö daga vikunnar og segist
aldrei þreyttur. Hann segir Íslendinga lifa of
óreglusömu lífi og segir ungt fólk þurfa að
breyta venjum sínum. „Ég held að það sé
möguleiki á að breyta þessu því Ísland er fá-
mennt land. Sem eins konar þerapisti langar
mig að sýna fólki hversu dásamlegt lífið getur
verið. Til þess að hjálpa þarf að hrista aðeins
upp í hlutunum,“ segir hann. Spurður hvers
vegna hann kjósi að hjálpa Íslendingum sem
hafa nóg til hnífs og skeiðar í stað þess að
beina öllum kröftum sínum að fátækum svarar
hann: „Þegar kemur að heilsu skiptir auður
engu. Ég hef farið víða um heim en það er eitt-
hvað sem dregur mig hingað. Hjarta mitt er á
Íslandi.“
Brandur og Alma giftu sig í Nepal að nepölskum
sið. Bharti og eiginkona hans voru viðstödd
brúðkaupið en íslenski hópurinn bjó hjá þeim.
Það fór vel á með Bharti og forseta Íslands, en þeir Brandur fóru á Bessastaði til fundar við hann.
„Ég hef fundið dramatíska framför,“ seg-
ir Brandur Bjarnason Karlsson. „Það eru
margir vöðvar að vakna til lífsins. Mun-
urinn á öllu því sem ég hef gert og því
sem ég er að gera núna er sá að Rahul
veit svo mikið um mannslíkamann. Ég
hef verið hjá mjög færum sjúkraþjálf-
urum hér heima sem náð hafa að halda
mér frá neikvæðum afleiðingum hreyf-
ingarleysis, eins og styttingum á vöðvum
og fleira. Ég hef notið góðs af því en tím-
inn sem sjúkraþjálfarar hafa til þess að
sinna hverju tilfelli er takmarkaður.
Núna er Rahul búinn að búa til miklu stíf-
ara prógramm þar sem ég er í stöðugum
æfingum,“ segir hann.
„Við vorum í Nepal í tæpa þrjá mán-
uði. Þetta var það sem ég var að leita að.
Hvatinn til þess að æfa hér heima var
mismikill. Ég er búinn að reyna svo oft
og ná ákveðnum framförum en var ekki
með umgjörðina til að viðhalda þeim.
Þegar hann bauð mér að koma út og
taka smá átak þá stökk ég á það. Nepal-
ferðin var öll alveg svakalegt ævintýri,“
segir Brandur.
Kona hans, Alma Ösp Árnadóttir, er
einnig í prógrammi hjá Rahul Bharti en
hún greindist með MS-sjúkdóminn árið
2011. „Ég fæ ekki mikið af köstum en er
að díla við mörg einkenni sjúkdómsins.
Mér finnst hann hafa hjálpað mér mikið.
Það skiptir miklu máli að huga vel að
daglegri heilsu; að borða vel og hreyfa
sig. Ég er glötuð í að halda aga þannig að
það er gott að fá svona spark,“ segir hún.
„Hann gerir allt frá hjartanu, hann er al-
veg ekta.“
Dramatísk framför