Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 4
VIÐTAL
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslandsfluttu Íslendingar 3.800 tonn af text-ílvörum til landsins árið 2015.
Hugtakið „fast fashion“ eða hröð tíska er
ríkjandi í vestrænu samfélagi og snýr að því að
framleiða sem mest fyrir sem minnstan kostnað
til þess að halda í við nýjustu tískustraumana.
Skuggahliðar þessarar þróunar eru kannski
helst þær að oft fær vinnuaflið ekki nægilega vel
greitt og starfar við slæmar aðstæður. Síðan eru
það vissulega áhrif sem slík offramleiðsla hefur
á umhverfið, bæði hvað varðar sóun og mengun.
Sífellt fleiri eru að verða meðvitaðri um þessa
þróun og kjósa frekar að kaupa notaðan fatnað
og minnka fatakaup almennt.
Erfitt að réttlæta fatakaup
„Eiginlega allt sem ég er í núna kemur úr fata-
skáp pabba míns. Allir á heimilinu eru alltaf að
stela fötum af pabba mínum,“ útskýrir Egill og
hlær og tekur Vigdís undir enda sjálf klædd í
buxur af föður sínum sem hann er hættur að
nota. Vigdís og Egill segja fátt af því sem þau
hafi keypt nýlega nýjan fatnað, að sokkum og
nærfötum undanskildum.
„Umræðan er svo hávær, sem gerir það svo
erfitt að réttlæta fyrir sjálfum sér að kaupa
fjöldaframleiddan fatnað,“ útskýrir Vigdís og
bætir Egill við að barnaþrælkun, kolefnisspor
og umhverfismengun séu helsta ástæða þess að
þau kaupi nánast eingöngu notaðan fatnað.
„Ég reyni að pæla ekki of mikið í því hvað
margir gangi í fötum sem litlir krakkar saum-
uðu, kannski bara fyrir viku. Það er bara alltof
mikil framleiðsla og miklu meira en þarf,“ út-
skýrir hann.
Hvað varðar hugarfarsbreytingu fólks í
kringum parið segja þau þróunina vera heldur
hæga. „Helsti munurinn er kannski sá að þegar
þú talar um umhverfismál og „fast fashion“ þá
er ótrúlega sjaldan sem manneskjan sem þú ert
að tala við veit hvað þú ert að tala um. Eða trúir
þér ekki. Það hafa allir heyrt um og vita af
þessu, það er bara spurning hversu sama fólki
er í rauninni.“
Óþarfi að kaupa nýtt
Egill segir að í Reykjavík, sér í lagi hjá ungu
fólki, sé mikið pepp í kringum „second hand“,
eða notuð föt. „Það er mjög breitt úrval af not-
uðum fötum. Hertex er rosalega góð búð, Rauði
krossinn líka, en síðan var verið að opna búðina
Waistland sem ég er mjög spenntur að skoða.“
„Svo snýst þetta auðvitað ekkert bara um að
versla mikið í second hand-búðum heldur bara
að hætta að versla yfirhöfuð. Það er mikilvæg-
ara að nota það sem maður á til,“ útskýrir Vig-
dís. „Það eiga allir allt of mikið af fötum.“
Vigdís fór nýverið til útlanda og vantaði bik-
iní. Í stað þess að kaupa nýtt auglýsti hún eftir
því að fá bikiní að láni hjá fjölskyldumeðlimum.
„Það þarf ekki að kaupa sér nýtt bikiní eða
sumarkjól fyrir hverja utanlandsferð. Þetta er
til, ef ekki hjá þér þá einhverjum í fjölskyld-
unni.“
Aðspurð hvernig og hvort notuð föt hafi mót-
að stíl parsins eru þau sammála um að svo sé.
„Það er samt alveg fullt af fólki sem ég þekki
sem kaupir aldrei neitt nema einstaka sinnum
notað en er með allt öðruvísi stíl en við,“ segir
Vigdís.
„Ef þú vilt til dæmis vera fínn, eins og ég er
byrjaður að vera meira í skyrtum, með bindi og
í jakkafötum, þá er alveg hægt að finna jakkaföt
í Hertex og hvítar skyrtur fást út um allt. Bara
mjög fínar skyrtur sem virka nýjar. Þú getur
fundið hvíta, flotta skyrtu í öllum second hand-
búðum,“ útskýrir Egill sem nýverið keypti sér
jakkaföt í Hertex á nánast engan pening.
„Svo er alltaf ótrúlega gaman að kíkja í fata-
markað Jörmundar, hann er með ógeðslega
mikið af eldgömlum spariskóm til dæmis, en þar
er allt notað. Það er hægt að klæða sig upp hjá
honum. Að endurnýta hentar alveg öllum fata-
stílum.“
Breikka úrvalið með því að gefa föt
Aðspurð hvort parið lumi á ráðum fyrir fólk sem
vilji verða umhverfisvænna í sínum neysluvenj-
um hvað varðar fatnað svarar Vigdís: „Ef þú átt
rosalega mikið af fötum þá virkar eins og þú eig-
ir minna,“ útskýrir hún. „Það eiga allir flíkur
sem þeir vilja losa sig við, tíma því ekki, en
myndu aldrei nota. Bara það að taka til í skápn-
um og gefa það sem maður hefur ekki notað síð-
ustu sex mánuði, það breikkar strax úrvalið í
skápnum. Þá hefur þú miklu skýrara val ef þú
losar þig við fötin sem þú notar ekki en hefur
bara fötin sem þú notar í skápnum.
Maður er miklu frekar að kaupa sér eitthvað
nýtt þegar fataskápurinn er fullur af flíkum sem
maður fílar ekki. Ef maður hendir ekki gamla
út, þá týnast líka oft bara nýju fötin,“ útskýrir
Vigdís og bætir Egill við að það sé gríðarlega
mikilvægt að fara með fötin sem maður vill losa
sig við í nytjagám en ekki henda þeim.
Mikilvægt að gefa
frá sér notaðan fatnað
Kærustuparið Egill Gauti Sigurjónsson og Vigdís Freyja Gísladóttir hefur um árabil nær engöngu keypt notaðan fatnað.
Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kjósi að kaupa bara notað.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Egill og Vigdís klæðast nánast eingöngu notuðum fatnaði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’Þá hefur þú miklu skýraraval ef þú losar þig við fötinsem þú notar ekki en hefur barafötin sem þú notar í skápnum.