Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 LÍFSSTÍLL Hvað er það sem heillar þig við tísku? Það sem heillar mig mest er hvernig tískan endurspeglar tíðarandann hverju sinni. Það er gaman að skoða sögu tískunnar og hvernig hún hefur breyst og þróast í gegnum árin. Stóru tískuhúsin keppast um að koma með nýjar línur og yfirleitt hefur maður séð eitthvað af því áður því tískan fer í endalausa hringi. Eitthvað sem manni þykir fáránlegt í dag gæti manni þótt mjög töff eftir nokkur ár og mér finnst það mjög merkilegt. Eins finnst mér mjög heillandi þegar fólk fer sínar eigin leiðir í að finna sinn stíl, burtséð frá tískustraumum hverju sinni. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég myndi lýsa mínum stíl sem afslöpp- uðum með smá „tvisti“. Dagsdaglega stelst ég oft í fataskápinn hjá kærastanum og klæði mig frekar gauralega, en hef líka mjög gaman af því klæða mig upp á fyrir fínni tilefni. Mér finnst líka gaman að blanda þessu tvennu saman, t.d. fara í hælaskó við „baggy“-buxur og stuttermabol, og eins strigaskó við fínan kjól. Minn fataskápur samanstendur því af klassískum vönduðum flíkum í bland við fínni flíkur og aukahlutum sem poppa upp dressið. Átt þú þér einhverja tískufyrirmynd? Amma mín var virkilega smart kona og átti mikið af fallegri merkjavöru frá fyrri tíð sem hún notaði aftur og aftur í gegnum árin. Hún þræddi vintage-búðir hér heima og erlendis í leit að gullmolum og var alltaf virkilega flott til fara. En annars svona í nútímanum dreg ég minn innblástur frá töff týpum sem ég fylgi á Instagram og finnst gaman að grúska í myndum á pinterest. En uppáhaldshönnuð? Mér finnst allt sem kemur frá tískuhúsi Alexander Wang mjög nett. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Gæði fremur en magn. Ég reyni að vanda valið vel þegar kemur að fatakaupum og forðast að kaupa ódýr- ar einnota fjöldaframleiddar flíkur bara af því þær eru í tísku í korter. Frekar kaupi ég mér færri vandaðri flík- ur sem hafa verið búnar til á heið- arlegan máta og get hugsað mér að para saman við flíkurnar sem ég á fyrir í fataskápnum. Þær eru auð- vitað dýrari í innkaupum en ódýr- ari til lengri tíma litið og umhverfisvænni. Hvað kaupir þú þér alltaf þó þú eigir nóg af því? Skó og yfirhafnir. Ég er með mikið blæti fyrir hvoru- tveggja og fell langoftast fyrir slíku. Ég hugsa yfirleitt dressið út frá hvaða skór og yfirhöfn fara saman, og klæðist síðan klassískum bol og buxum undir. Hver er þín uppáhaldsárstíð varðandi tísku og hvers vegna? Klárlega haust/vetur. Mér finnst gaman að klæðast flottum útivistarfatnaði, t.d. frá 66°Norður, sem nær að sameina klæðilega hönnun og praktík úr gæðaefnum. Ég á mikið meira af hlýrri fatnaði heldur en léttum sumar- fötum og lendi því stundum í vandræðum í sólarlöndum. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Gott rakakrem. Nýverið fór ég á námskeið hjá hinni kláru og flottu konu Hörpu Kára sem rekur eigið Make Up Studio. Þar fór heil vika af námskeið- inu í að læra hvað umhirða húðar er mikið lykilatriði í fallegri förðun og hef ég því í fyrsta skipti fengist til að koma góðum kremum og hreinsivörum inn í mína daglegu rútínu. Hvaða tískutímaritum, bloggum eða áhrifavöldum fylgist þú með? Það breytist sífellt, ég kaupi meira af interior-tímaritum heldur en tískutímaritum og fylgist með hafsjó af flottu fólki á Instagram, mestmegnis frá Íslandi auðvitað og Skandinav- íu. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, nokkrar. Ég erfði nokkrar gullfallegar flíkur frá ömmu minni sem hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig. Til dæmis má nefna vintage-vesti alsett perlum og pallíett- um sem hún klæddist á áttræðisafmælinu sínu og dansaði í langt fram á nótt. Svo eru það flíkurnar sem maður á í áraraðir, endast og endast og manni finnst alltaf jafn smart og klæðilegar, eins og gallasamfestingurinn frá Carhartt WIP. En nýjasta gersemin í skápnum er massífur Acne Stud- ios-ullartrefill sem ég hlakka mikið til að ofnota í vetur. Gallasamfestingurinn frá Carhartt WIP er í miklu uppáhaldi hjá Kristínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afslappaður stíll með smá „tvisti“ Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, er með einstaklega skemmtilegan stíl. Kristín sækir innblástur mikið í samfélagsmiðla en segir ömmu sína þó með helstu fyrirmyndunum þegar kemur að tísku. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Tískuhús Alexander Wang er í eftirlæti. Ullartrefill frá Acne Studios er nýjasta gersemin í fataskápnum. Kristín heldur úti Instagram- aðganginum kristinpeturs. Kristín segir 66°Norður sameina klæðilega hönnun og praktík úr gæðaefnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.