Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 LÍFSSTÍLL Elísabet II. Englandsdrottning virðir fyrir sér málverk í liðinni viku á sýningu sem nú hefur verið opnuð í Buckingham-höll í London til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Viktoríu drottningar. Á málverkinu sést Viktoría, langalangamma Elísabetar, vitja særðra hermanna í Krím- skagastríðinu árið 1855. Málverkið er eftir John Gilbert. Viktoría var drottning frá 1837 til 1901. Elísabet tók við krúnunni 1952. AFP „Litir Fridu“ nefnist sýning, sem um þessar mundir er haldin í Mexíkóborg og helguð er Fridu Kahlo. Kahlo er einn þekktasti listamaður Mexíkós. Náttúra og listmunir landsins voru henni innblástur og verk hennar eru auðþekkjanleg. Myndin er tekin úr lofti af risastóru líkneski af listakonunni rúmliggjandi á Zocalo-torgi í Mexíkóborg daginn sem sýningin, sem á spænsku heitir „Los Colores de Frida“, var opnuð. AFP Franski listamaðurinn Yves Klein er þekktur fyrir sinn sérstaka bláa lit, sem iðulega er við hann kenndur. Um þessar mundir fer fram yfirlitssýning á verkum listamannsins í Soul- ages-safninu í borginni Rodez í Frakklandi. Klein var að auki þekktur fyrir að nota nakta mannslíkama sem pensla og ljósmynd þar sem hann kastar sér fram af húsvegg og nefnist „Stökk út í tómið“. Hann lést árið 1962 aðeins 34 ára gamall. AFP Geimbúningur Neils Armstrongs frá því hann steig fæti á tunglið fyrstur manna 21. júlí 1969 er nú aftur til sýnis á Smithsonian-safninu í Washington. Hann hefur ekki verið til sýnis í 13 ár og er tekinn fram nú í tilefni af því að hálf öld er liðin frá för Apollo 11. og lendingunni á tunglinu. Þrír geimfarar voru um borð, Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins. Armstrong og Aldrich stigu á tunglið og voru þar 21 og hálfan tíma. AFP Geimferðir, listir og aðall Söfn og sýningar eru snar þáttur í öllum ferðalögum. Nánast hvar sem komið er má finna eitthvað spennandi. Hér er stiklað á milli Mexíkóborgar, Washington, London og Rodez í Frakklandi. Karl Blöndal kbl@mbl.is Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.