Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 R ahul Bharti er tæplega fimmtugur Indverji sem helgað hefur líf sitt því að hjálpa náunganum. Hann hefur lært óhefðbundnar lækn- ingaaðferðir; nudd, nálastungur og listina að beita skálum til þess að hreinsa út eiturefni. Hann nam fræðin af höfðingjum og lærimeisturum ættbálka víða um heim allt frá sjö ára aldri. Bharti er kominn til Íslands í þriðja sinn til þess að hjálpa meðal annars Brandi Bjarna- syni Karlssyni, sem hefur þurft að nota hjóla- stól í áratug. Einnig hefur hann í hyggju að byggja hér upp miðstöð fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda og fór hann á Bessastaði til þess að spjalla við forsetann um sín hjartans mál. Blaðamaður hitti þennan úfna, glaðlynda og óvenjulega mann heima hjá Brandi einn rign- ingarmorgun í byrjun vikunnar. Klukku- tímarnir þutu hjá, því Bharti reyndist hafa frá mörgu að segja. Leið hans í gegnum lífið er lyginni líkust og væri efni í afar góða skáld- sögu. Bharti hefur ekki áhuga á frægð, frama eða auði því drengurinn sem fæddist lífvana í drullunni fann sína köllun; að hjálpa náung- anum. Kornungur var hann ættleiddur af for- ríkri svissneskri súkkulaðifjölskyldu en sjálf- ur gefur hann lítið fyrir ríkidæmi og hefur afsalað sér öllum arfi. Hann hefur hvorki lært að lesa né skrifa og segir það ekki koma að sök. Reynslan hefur fært honum þekkingu og ást og umhyggja drífur hann áfram. Er ég sál bróður míns? Hann tekur brosandi á móti blaðamanni, klæddur í skyrtu og buxur í stíl, grannvaxinn og lágvaxinn með mikið úfið grátt hár og grátt í vöngum. Það er næstum dáleiðandi að horfa í stór brún augun og hlusta á hann tala því hann hefur þann hæfileika að fá mann til að hlusta. Rahul Bharti segist reyndar ekki hafa áhuga á að tala um líf sitt og vill frekar tala um verk sín. En hann sleppur ekki svo auðveldlega því blaðamaður hafði haft veður af því að Bharti ætti merkilega lífssögu. Það kemur í ljós að það er vægt til orða tekið. „Ég er fæddur árið 1970 í Góa á Indlandi inn í bláfátæka kaþólska fjölskyldu af portú- gölskum ættum. Við vorum þrettán systkinin; ég yngstur,“ segir Bharti og segist muna eftir sér allt aftur til tveggja ára aldurs, jafnvel lengra. „Foreldrar mínir voru svo fátæk að þau borðuðu bara brauð og lauk. Og þau grétu. Fólk vissi ekki hvort þau grétu af sorg eða vegna lauksins. Allt til dagsins í dag borða ég enga máltíð án lauks. Á hverjum einasta degi borða ég lauk og ástæðan fyrir því er sú að þá man ég hvaðan ég kem; hvar rætur mínar liggja,“ segir Bharti. „Mamma var 48 ára þegar hún eignaðist mig og er í dag 96 ára. Að kvöldi 22. nóvember 1970 klukkan korter í miðnætti á sunnudegi var hún flutt í ofboði á börum til spítalans. Á leiðinni missti hún vatnið og ég spýttist út og lenti á götunni. Andartaki síðar fæddist annar drengur og er ég því tvíburi. En vandamálið var að bróðir minn grét en ég var lífvana og orðinn blár. Ég andaði ekki og þegar komið var með okkur á spítalann var ég úrskurðaður látinn; það var nú komið miðnætti og það var enginn púls. Um tvö um nóttina var farið með okkur heim og ég klæddur í föt fyrir jarðarför mína. Á þessum árum var ekki til siðs að að- skilja tvíbura þrátt fyrir lát annars og þeir voru hafðir saman þar til greftrun átti sér stað. Þannig að mamma og pabbi höfðu okkur þétt saman og alla nóttina var bróðir minn að setja höndina yfir mig og henda sér ofan á mig; það var mjög undarlegt því nýfædd börn eiga ekki að geta það. Klukkan tíu um morg- uninn kom presturinn til að jarða mig. Þá var bróðir minn látinn en ég á lífi,“ segir Bharti. Hann segist seinna hafa spurt foreldra sína hvernig þeir vissu að þetta væri hann sem lifði en ekki bróðir hans og svöruðu þau: „Af því að þú varst í fötum en bróðir þinn nakinn.“ Bharti segist enn þann dag í dag heyra rödd og segist hann oft vita hluti áður en þeir ger- ast. „Ég get stundum gert ótrúlega hluti sem fólk á bágt með að trúa. En mér er alveg sama hvað fólki finnst,“ segir hann og bætir við: „Ég veit ekki hver ég er; er ég sál bróður míns í mínum líkama? Er það mögulegt að hann not- aði minn líkama fyrir sína sál? Ég veit það ekki. En til þessa dags er lík bróður míns í glerkassa í Góa með mynd af mér ofan á. For- eldrar mínir trúðu að ef þeir jörðuðu hann kæmi eitthvað slæmt fyrir mig. Þannig að þeir varðveittu lík hans; það var sett í salt og varð- veitt þannig.“ Sextán ára svissneskur faðir Fjölskyldan var sem fyrr segir afar fátæk og bjuggu þau í tjaldi á ströndinni. Fyrir utan tjaldið var kókóshnetutré og þar fannst Bharti gott að sitja sem lítill drengur. „Þegar ég var tveggja ára sat ég gjarnan þarna við kókóstréð. Rétt hjá var kofi einn og þar fyrir utan sat ungt erlent par og ég man ennþá að þau héldu á súkkulaði og veifuðu því. Ég var forvitinn og hljóp til þeirra og fékk Morgunblaðið/Ásdís Dropinn holar steininn Hann er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Rahul Bharti á að baki ævi sem er engri lík. Sjö ára ákvað hann að hætta í skóla og læra nudd, en mannslíkaminn hefur ætíð heillað Bharti. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Sem ungur maður gekk hann um götur Kalkútta með Móður Teresu og snemma ákvað hann að helga líf sitt öðrum. Í dag býr hann í Katmandú, þar sem hann hjálpar fátækum og sjúkum, en er nú hingað kominn til að hjálpa Íslendingum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Fólk vissi ekki hvort þaugrétu af sorg eða vegnalauksins. Allt til dagsins í dagborða ég enga máltíð án lauks. Á hverjum einasta degi borða ég lauk og ástæðan fyrir því er sú að þá man ég hvaðan ég kem; hvar rætur mínar liggja. „Þegar kemur að heilsu skiptir auður engu. Ég hef farið víða um heim en það er eitthvað sem dregur mig hingað. Hjarta mitt er á Íslandi,“ segir Rahul Bharti frá Nepal.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.