Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2019 súkkulaðið. Þetta gerði ég marga daga í röð. Eina nóttina fundu foreldrar mínir mig ekki. Þegar unga parið opnaði dyrnar á kofanum lá ég þar sofandi á dyramottunni. Ég held ég hafi ekki getað beðið til morguns eftir súkkulaðinu. Frá þeim degi var ég í kringum þetta par og þau urðu heilluð af mér. Þau sögðust vilja hafa Rahul hjá sér. Ég hafði ekki hugmynd þá um að þau voru aðeins sextán og nítján ára; hann sextán og hún nítján,“ segir hann. Unga parið fékk þá flugu í höfuðið að reyna að ættleiða litla drenginn. „Pabbi hringdi í pabba sinn og sagðist vilja ættleiða mig, en hann er einkasonur mjög ríks manns í Sviss. Þau gátu auðvitað ekki ættleitt mig löglega þar sem þau voru svo ung. Afi sagði bara nei. Hann átti fimm dætur og einn son og að sjálfsögðu vildu þau amma ekki að sextán ára sonur þeirra ættleiddi barn frá Ind- landi. Þá sagði pabbi við afa að ef hann gengi ekki að þessu myndi hann aldrei gifta sig og aldrei eignast börn. Þannig að hann setti hon- um stólinn fyrir dyrnar og afi flaug til Ind- lands, til Góa. Hann fór í svissneska sendiráðið og vegna aldurs föður míns ættleiddi afi minn mig. Þannig að í raun er afi minn löglega faðir minn.“ Kom frá brauði og lauki Bharti flutti með unga parinu til Sviss. „Pabbi minn reyndist mjög áhugaverður maður. Hann hvorki reykti né drakk og stundaði hug- leiðslu daglega. Mamma var algjör andstæða hans. Henni fannst gaman að djamma og að sjálfsögðu fannst henni pabbi heldur leið- inlegur. Árin liðu og árið 1977 varð mamma ástfangin af öðrum manni. Nú var þeim vandi á höndum. Samkvæmt svissneskum lögum á þessum tíma var það alveg gefið að móðirin fengi forræðið, en þau ákváðu að fara með þetta fyrir dóm. Í dómsalnum sat pabbi úti í horni niðurlútur því hann vissi að hann myndi missa mig. Mamma sat þarna með sínum nýja manni, en hann átti fyrir tvö börn. Þau sátu í fanginu á mömmu og hún var hamingjusöm. Dómarinn sagðist vilja heyra í mér, sem var óvenjulegt. Ég fékk að tjá mig og ég sagði að mamma virkaði mjög hamingjusöm en pabbi minn sorgmæddur. Ég vildi vera hjá pabba, þótt ég elskaði móður mína mjög mikið,“ segir Bharti og segir hann föður sinn hafa eytt æv- inni í að hugsa um hann. „Allt frá þessum tíma hefur pabbi ekki verið við konu kenndur; hann hugsaði aðeins um mig. Ég reyndi oft að koma honum saman við konur en það gekk ekki,“ segir hann og brosir. „Við erum bestu vinir. Hann vinnur ekki; hann er fæddur á eftirlaunum. Fjölskylda hans á Milka og Toblerone-súkkulaðiveldið. En afi tók mér aldrei alveg, þannig að ég skrif- aði undir löglegt skjal og afsalaði mér öllum arfi. Ég þarf enga peninga, bara ást. Pabbi var reiður en ég er sáttur; ég er sáttur við líf mitt og það sem ég er að gera. Ég kom frá brauði og lauki og hef undan engu að kvarta. Pabbi sá um menntun barna minna og keypti handa mér hús, þótt ég hafi ekki viljað það, en hann vill hjálpa mér að hjálpa öðrum. Ég er ham- ingjusamur.“ Sjö ára í nuddskóla Bharti bjó í Sviss á árunum 1972-1977 en eftir skilnað foreldranna flutti hann til Taílands með föður sínum. „Þar var ég settur í alþjóð- legan skóla og ég man að þar var kona frá Þýskalandi sem var að læra nudd og vantaði einhvern til að æfa sig á. Hún spurði pabba, sem var upptekinn þannig að ég fékk nuddið. Þarna var vendipunktur í lífi mínu, en líf mitt er svo flókið að ég tala sjaldan um það,“ segir hann og brosir. „Mér leið eins og ég hefði áður þekkt svona nudd; eins og ég hefði sjálfur gert þetta ein- hvern tímann einhvers staðar. Næsta dag bað ég hana um að fara með mig í nuddskólann, sem hún gerði. Ég var þar allan daginn og kom heim um kvöldið alsæll. Pabbi spurði mig af hverju ég væri svona hamingjusamur og ég sagði honum að mig langaði að læra nudd. Hann sagði: „Rahul, þú ert sjö ára gamall og verður að fara í skóla. En ég spurði hann á móti: „Hvað myndir þú gera ef þú værir ég?“ Pabbi er mjög heiðarlegur maður og segir hlutina beint út. Hann spurði hvort ég vildi fá að heyra sannleikann og ég svaraði játandi. „Ef ég væri þú myndi ég læra nudd,“ sagði hann þá. Þannig að ég hætti í venjulegum skóla og fór í nuddskólann. Þess vegna lærði ég aldrei að lesa eða skrifa og hef aldrei gert,“ segir hann. „Ég var svo tvö ár í skólanum og varð einn af þeim bestu. Sem barn var ég fljótur að læra og varð fljótt eins konar leiðbeinandi þarna. Árið 1979 áttaði ég mig á því að ég hafði ein- ungis verið að læra um líkamann en ég vissi að það var eitthvað meira handan hans. Ég sá að fólk var fullt af tilfinningum og vissi ekki hvað- an þær komu. Þannig að ég ákvað læra um það; hvernig líkaminn virkaði. En ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja og einhver nefndi Srí Lanka. Ég sagði pabba að við þyrftum að fara til Srí Lanka og hann hélt að ég væri að missa vitið. En hann vissi að allar ákvarðanir sem ég tæki væru góðar.“ Á meðal nakinna frumbyggja Þess má geta að þarna er Bharti aðeins níu ára gamall en engu að síður ákvað faðir hans að láta drauma drengsins rætast. „Við fórum til Colombo og ég vissi ekki hvar ég ætti að byrja og fór að leita. Ég hitti dreng á mínu reki á ströndinni og við urðum vinir. Í nokkra daga fór ég með honum heim, en hann bjó með fjölskyldu sinni í eins konar tjaldi. Faðir hans var heilari og fólk streymdi til hans og ég sá að því leið betur þegar það fór. Ég spurði hvort hann gæti kennt mér og hann játaði því. Svo kom vinur minn til mín og sagði að þau þyrftu að flytja og það kom í ljós að þau voru sígaun- ar sem fluttu á vikufresti. Þau máttu ekki vera nema sjö daga á sama stað,“ segir Bharti, sem útskýrir að fólkið flutti stanslaust á milli tjalda. „Ég fór þá til pabba og sagðist vilja ferðast með þessu fólki. Við komumst að því að þessi heilari vissi allt um orku líkamans. Hann var eins konar konungur þessara sígauna. Hann Morgunblaðið/Ásdís ’Við höldum áfram hvort semhann nær einhverjum bataeða ekki. Hann hefur engu aðtapa. Dropinn holar steininn, þannig að við gefumst ekki upp. „Ég er með námskeið og þeir betur efnuðu borga það sem þeir vilja en hinir fá frítt. Ég kenni öllum og rukka engan um neitt. Brandur kom til Nepals ásamt tíu manna hópi og þau bjuggu frítt hjá mér og hann fékk alla meðferðina ókeypis,“ segir Bharti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.