Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2019
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.
60%AFSLÁTTUR
ALLT AÐ
ÚTSALA
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
SUMAR
Ein helsta aflraunakeppni í Evr-
ópu fer fram hér á landi þann 10.
ágúst næstkomandi og kallast hún
Iceland Strongest Man Challenge.
„Fjórir af sjö efstu í keppninni um
sterkasta mann heims í ár munu
taka þátt,“ segir Hjalti Árnason,
skipuleggjandi keppninnar. Hann
á þar við Hafþór Júlíus Björnsson
sem hafnaði í þriðja sæti, hinn
pólska Mateusz Kieliszkowski sem
náði öðru sæti og bresku bræð-
urna Tom og Luke Stoltman.
Hjalti segir að Martin Licis,
sterkasta manni heims, hafi verið
boðið að taka þátt en ekki gefið
kost á sér. „Ég held að hann vilji
ekki tapa fyrir Hafþóri,“ segir
Hjalti en Hafþór meiddist í keppn-
inni um sterkasta mann heims í ár.
„Það er hefndarhugur í Hafþóri.“
Kieliszkowski er talinn vera efni-
legasti aflraunamaður heims og
segir Hjalti sterkt að fá hann í
keppnina. „Hann er sagður krafta-
verkamaður og það verður rosa-
lega gaman að sjá hann,“ segir
Hjalti.
Lokakeppnin hefst klukkan 18
og fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal
þar sem átta efstu úr undankeppn-
inni, sem fer fram fyrr um daginn,
keppa. Hjalti segir fleira en afl-
raunir í boði fyrir áhorfendur.
„Þetta verður í Arnold Classic-
stílnum. Þarna mætir einn besti
vaxtarræktarmaður sem til lands-
ins hefur komið og sýnir í hléi.
Einnig mætir uppistandari á svæð-
ið,“ segir Hjalti og bætir við að
keppnin taki aðeins um tvo klukku-
tíma.
Hafþór Júlíus mun væntanlega sýna styrk sinn í Reiðhöllinni 10. ágúst.
Ljósmynd/Rouge
Kraftaverkamaður
til landsins
Sterkt aflraunamót
fer fram hér á landi
í byrjun ágúst. Þar
mætir Fjallið, Hafþór
Júlíus, og keppir við
nokkra af sterkustu
mönnum heims.
Þess er minnst nú um helgina að
hálf öld er liðin frá geimleiðangri
Apollo 11. og lendingu fyrstu
geimfaranna á tunglinu. Neil
Armstrong steig fyrstur manna
fæti á tunglið 21. júlí 1969.
Þekkt er að geimfararnir
undirbjuggu sig meðal annars
undir geimferðina með því að at-
hafna sig í íslensku hrauni. Í
Morgunblaðinu miðvikudaginn 5.
júlí 1967 birtist mynd á baksíðu
þar sem Armstrong og Bjarni
Benediktsson, sem þá var for-
sætisráðherra, ræðast við.
Í frétt með fyrirsögninni
„Geimfarar mátu heimsóknina“
sagði að Bjarni hefði ásamt Karli
Rolvaag, sendiherra Bandaríkj-
anna, heimsótt bandarísku her-
mennina inn í Herðubreiðar-
lindir, snætt með þeim kvöldverð
og gist í Þorsteinsskála. „For-
sætisráðherra ræddi mikið við
geimfarana, sem kunnu vel að
meta heimsókn gestanna,“ sagði
í fréttinni.
Armstrong átti eftir að koma
aftur til Íslands. Í heimildarmynd-
inni Af jörðu ertu kominn, sem
frumsýnd er á laugardag í Ríkis-
sjónvarpinu og Bíó Paradís, er
haft eftir syni Armstrongs að föð-
ur hans hafi hvergi liðið betur en
á Íslandi, hvergi annars staðar
hafi hann fengið algeran frið.
GAMLA FRÉTTIN
Hittu
Armstrong
Mynd Sverris Pálssonar af Neil Armstrong geimfara að ræða við Bjarna
Benediktsson forsætisráðherra og Karl Rolvaag, sendiherra Bandaríkjanna.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Paul Giamatti
leikari
Charles Michel
forsætisráðherra Belgíu
Kristján Sigurjónsson
ritstjóri túrista.is