Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Ósló. AFP. | Norðurskautsstofnun Noregs segir að óvenjumörg hrein- dýr hafi drepist úr sulti á Svalbarða síðastliðinn vetur og rekur það til hlýnunar jarðar. Þrír vísindamenn fundu um 200 hreindýrshræ á Svalbarða í árlegri talningu á hreindýrum og telja að þau hafi soltið til bana um veturinn. Ashild Onvik Pedersen, sem stjórnaði talningunni, sagði að „þessi miklu afföll“ stöfuðu af lofts- lagsbreytingum sem vísindamenn segja að hafi verið tvöfalt hraðari á norðurskautssvæðunum en annars staðar á jörðinni. „Loftslagsbreyt- ingarnar valda miklu meiri rign- ingum en áður. Regnið fellur á snjó- inn og myndar íslag á túndrunni, þannig að aðstæðurnar til beitar verða mjög slæmar fyrir dýrin,“ sagði hún í samtali við AFP. Hreindýr krafsa í snjóinn með klaufunum til að leita að fæðu á vet- urna en miklir umhleypingar vegna hlýnunar hafa orðið til þess að íslög hafa myndast á beitilöndunum, þannig að dýrin hafa ekki komist að fæðunni og soltið. Onvik Pedersen segir að frá því að talningarnar hófust fyrir 40 ár- um hafi aðeins einu sinni áður fund- ist svo mörg hreindýrshræ á Sval- barða. Það hafi verið eftir veturinn 2007-2008. Aukin afföll dýranna eru einnig að nokkru leyti rakin til mikillar fjölgunar hreindýra á Svalbarða síð- ustu áratugi vegna hlýrri sumra og til meiri samkeppni um beitilönd. 50 km Dauði hreindýra á Svalbarða rakinn til loftslagsbreytinga Heimildir: Norðurskautsstofnun Noregs, copernicus.eu NORÐUR- ÍSHAF Norðurskautið NOREGUR KANADA GRÆNLAND RÚSSLAND Svalbarði Eyjaklasinn Svalbarði Vesturfirðir Spitzbergen Longyearbyen Fæða: Bíta aðallega fléttur og grös Hreindýr á Svalbarða Norðurskautssvæðið hlýnar tvöfalt hraðar en önnur svæði á jörðinni Meðalhitinn jókst um 0,25°C á áratug frá 1912 til 2011, meira en meðalhitinn á norðurskautssvæðinu Eru hafíslausir nær allt árið Ljósmynd AFP / Dominique Faget (2015) Ljósmynd AFP / Martin Bureau (2010) Fundist hafa hræ 200 hreindýra sem höfðu soltið til bana um veturinn Lítil og þéttvaxin Ljós og loðin Hafa aðlagast loftslaginu á norðurslóðum Nú eru um 22.000 hreindýr á Svalbarða, tvöfalt fleiri en árið 1980 Hlýrri sumur hafa orðið til þess að hreindýrum hefur fjölgað Fjölguninni fylgir aukin samkeppni um beitilöndHreindýrin ná ekki í fæðuna vegna klakans og svelta Eitt eða fleiri íslög myndast á freðmýrum VETUR Hreindýr krafsa í snjóinn með klaufunum til að finna fléttur SUMAR Hlýnuninni á Svalbarða fylgir meira votviðri en áður Hlýnun jarðar kennt um ALLT FYRIR VERSLÓ 80% AFSLÁTTUR OUTLET - ALLT AÐ ICEWEAR OUTLET REYKJAVÍK LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9 VERSLÓ Pollabuxur kr 6.990.- VERSLÓ Regnslár kr 1.990.- VERSLÓ Jakkar frá kr 4.750.- VERSLÓ Flíspeysur frá kr 4.495.- VERSLÓ Undirlag frá kr 4.000.- VERSLÓSkór allt að 50%afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.