Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Ósló. AFP. | Norðurskautsstofnun
Noregs segir að óvenjumörg hrein-
dýr hafi drepist úr sulti á Svalbarða
síðastliðinn vetur og rekur það til
hlýnunar jarðar.
Þrír vísindamenn fundu um 200
hreindýrshræ á Svalbarða í árlegri
talningu á hreindýrum og telja að
þau hafi soltið til bana um veturinn.
Ashild Onvik Pedersen, sem
stjórnaði talningunni, sagði að
„þessi miklu afföll“ stöfuðu af lofts-
lagsbreytingum sem vísindamenn
segja að hafi verið tvöfalt hraðari á
norðurskautssvæðunum en annars
staðar á jörðinni. „Loftslagsbreyt-
ingarnar valda miklu meiri rign-
ingum en áður. Regnið fellur á snjó-
inn og myndar íslag á túndrunni,
þannig að aðstæðurnar til beitar
verða mjög slæmar fyrir dýrin,“
sagði hún í samtali við AFP.
Hreindýr krafsa í snjóinn með
klaufunum til að leita að fæðu á vet-
urna en miklir umhleypingar vegna
hlýnunar hafa orðið til þess að íslög
hafa myndast á beitilöndunum,
þannig að dýrin hafa ekki komist að
fæðunni og soltið.
Onvik Pedersen segir að frá því
að talningarnar hófust fyrir 40 ár-
um hafi aðeins einu sinni áður fund-
ist svo mörg hreindýrshræ á Sval-
barða. Það hafi verið eftir veturinn
2007-2008.
Aukin afföll dýranna eru einnig
að nokkru leyti rakin til mikillar
fjölgunar hreindýra á Svalbarða síð-
ustu áratugi vegna hlýrri sumra og
til meiri samkeppni um beitilönd.
50 km
Dauði hreindýra á Svalbarða rakinn til loftslagsbreytinga
Heimildir: Norðurskautsstofnun Noregs,
copernicus.eu
NORÐUR-
ÍSHAF
Norðurskautið
NOREGUR
KANADA
GRÆNLAND
RÚSSLAND
Svalbarði
Eyjaklasinn
Svalbarði
Vesturfirðir Spitzbergen
Longyearbyen
Fæða: Bíta aðallega fléttur og grös
Hreindýr á Svalbarða
Norðurskautssvæðið hlýnar tvöfalt
hraðar en önnur svæði á jörðinni
Meðalhitinn jókst um 0,25°C á áratug
frá 1912 til 2011, meira en meðalhitinn
á norðurskautssvæðinu
Eru hafíslausir nær
allt árið
Ljósmynd AFP / Dominique Faget (2015)
Ljósmynd AFP / Martin Bureau (2010)
Fundist hafa hræ 200 hreindýra sem höfðu soltið til bana um veturinn
Lítil og þéttvaxin
Ljós og loðin
Hafa aðlagast loftslaginu á norðurslóðum
Nú eru um 22.000 hreindýr á Svalbarða, tvöfalt fleiri en árið 1980
Hlýrri sumur hafa orðið til þess að hreindýrum hefur fjölgað
Fjölguninni fylgir aukin samkeppni um beitilöndHreindýrin ná ekki í fæðuna vegna klakans og svelta
Eitt eða fleiri íslög myndast á freðmýrum
VETUR
Hreindýr krafsa í snjóinn með klaufunum til að finna fléttur SUMAR
Hlýnuninni á Svalbarða fylgir meira votviðri en áður
Hlýnun
jarðar
kennt um
ALLT FYRIR VERSLÓ
80%
AFSLÁTTUR
OUTLET - ALLT AÐ
ICEWEAR OUTLET REYKJAVÍK LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9
VERSLÓ Pollabuxur kr 6.990.-
VERSLÓ Regnslár kr 1.990.-
VERSLÓ Jakkar frá kr 4.750.-
VERSLÓ Flíspeysur frá kr 4.495.-
VERSLÓ Undirlag frá kr 4.000.-
VERSLÓSkór allt að 50%afsláttur