Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 54
Dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar munu taka púlsinn á landsmönnum og reiða fram bestu tónlistina, sem er auðvitað eitt af aðalsmerkjum stöðvarinnar. Einnig verður K100 í góðu samstarfi við Samgöngustofu sem mun halda okkur upplýstum um ástandið á vegum landsins. Takturinn fyrir helgina verður strax sleginn klukkan fjögur á föstudag þegar Verslómix K100 verður sett af stað. Besta tónlistin verður mixuð saman án mikilla truflana frá fjögur til sex til þess að koma öllum af stað í fríið í góðu skapi. Í kjölfarið mæta tveir menn sem eru þekktir fyrir mikinn hressleika, þeir Ásgeir Páll og Siggi Gunnars, og stýra „Stóra verslóþættinum“ frá sex og langt fram á kvöld. Síðan verða dagskrárgerðarmenn stöðv- arinnar á vaktinni alla helgina. Það sem margir hins vegar vita ekki er að K100 næst víða um land, ekki bara á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir sem ætla að leggja leið sína til Vestmannaeyja um helgina geta t.d. hlustað á FM 102,7, þeir sem ætla á Eina með öllu á Akureyri geta hlustað á FM 93,9 og þeir sem ætla vestur á Mýrarboltann geta hlust- að á Ísafirði og Bolgunavík á FM 101,5 og 100,5. Þetta er aðeins hluti af útsending- arsvæði stöðvarinnar en þú getur rýnt í kort- ið hér að ofan og í kjölfarið gætt þess að vera með stillt á rétta stöð um verslunarmanna- helgina. Hækkað í gleðinni víða um land Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, er fram undan og ætlar K100 ekki að láta sitt eftir liggja í að hækka í gleðinni á landinu. Gleðipinnar Það verður létt stemning á föstudagskvöld á K100. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Siggi Gunnars gefur hlustendum tækifæri til þess að vinna draumafrí í Borgarbyggð þessa dagana í leikn- um „Hin fimm fræknu“ sem spilaður er alla virka daga klukkan fimm. „Ég spila stutta búta úr fimm lögum í einni syrpu og bið svo hlustendur að segja mér hvaða tónlistarmenn eða hljómsveitir flytja þessi lög, í réttri röð,“ segir Siggi og bætir við að ef menn nái öllum rétt, í réttri röð, fái þeir draumaferð í Borgar- fjörðinn að launum. „Núna erum við t.d. að gefa gistingu fyrir tvo í eina nótt á nýju og glæsilegu hóteli í Borgarnesi, B59, ásamt morgun- verði og þriggja rétta kvöldverði á veitingastaðnum þeirra. Einnig fylgir með aðgangur í Lóu spa sem er á hótelinu. Svo er aðgangur á sýn- inguna Sögu Snorra í Snorrastofu. Rúsínan í pylsuendanum er ferð inn í íshellinn á Langjökli með Into the glacier,“ segir Siggi. Fókusinn settur á Borgarbyggð K100 setur fókusinn á þá fjöl- breyttu ferðaþjónustu sem er í boði í Borgarbyggð þessa dagana. Hægt er að lesa sér til um hugmyndir að ýmsu skemmtilegu til að gera, nota- lega staði til að gista á og góða veit- ingastaði inni á heimasíðunni okkar, k100.is. Þú gætir unnið draumafrí í Borgarbyggð Þessa dagana beinir K100 sjónum að Borgarbyggð og þeim spennandi hlutum sem hægt er að gera þar í fríinu, hvort sem það er nú í sumar eða í haust. Náttúrufegurð Borgarfjörðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð. ... stærsti uppskriftarvefur landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.