Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Umsjónarmenn námskeiðsins voru
þau Hinrik Carl Ellertsson og
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem
bæði eru þaulreynd í matreiðslu og
kennslu í henni þar sem þau kenna
bæði í matreiðsludeild Mennta-
skólans í Kópavogi. Að sögn Hin-
riks voru krakkarnir algjörlega frá-
bærir og þau fengu mikið af
snöppum og myndum eftir nám-
skeiðið af krökkunum að elda. Þátt-
takendur voru á aldrinum 10-14
ára.
„Upplagið hjá okkur var matur
sem fær kannski ekki alltaf mikla
athygli. Reyna þannig að beina
sjónum þeirra á óhefðbundnar slóð-
ir. Þannig vorum við með sjáv-
armeti, blómkál, risarækjur og
ferskan maís en svo auðvitað líka
þetta hefðbundna eins og kjúkl-
ingaspjót og banana.“ Hinrik segir
jafnframt að krökkunum hafi þótt
maturinn spennandi og verið
óhræddir við að prófa eitthvað nýtt.
„Markmiðið var að fá þau til að
hugsa aðeins út fyrir kassann og ég
held að það hafi tekist.“
Hinrik segir að krakkarnir geti
miklu meira í eldhúsinu en margur
heldur. „Sjálfur á ég átta ára son
sem ég hef verið að gera prófanir á
í gegnum tíðina. Ég heyrði eitt sinn
sögu frá Grænlandi sem ég hef haft
að leiðarljósi en þar er talað um að
börn fái hníf í hendurnar allt niður í
tveggja ára aldur. Þau skeri sig að-
eins einu sinni en eftir það fari þau
varlega. Mér hefur fundist þetta
eiga vel við og sumir krakkarnir
voru auðvitað óvanir og auðvitað
voru einhverjir sem skáru sig smá-
vegis eða brenndu sig. En það sem
ég er að reyna að segja er að
krakkarnir læra og þetta er hluti af
því ferli. Krakkarnir voru að öllu
leyti til algjörrar fyrrimyndar og
þetta var góð þjálfun fyrir þá.
Ég hef áður verið með grill-
námskeið fyrir fullorðna og þetta
voru sambærilegar uppskriftir –
engar barnaútgáfur – þannig að
þau útskrifuðust sem afbragðsgrill-
arar og eru fær í flestan sjó. Þau
geta miklu meira en við höldum en
það verður að leyfa þeim að prófa
og læra. Þannig kemur lærdóm-
urinn.“
Krakkarnir kunna þetta
Á dögunum voru haldin
námskeið fyrir krakka
þar sem kennd voru
helstu handtökin í grill-
mennsku. Það var Snarl-
ið, samfélagsverkefni
Krónunnar, sem stóð að
námskeiðunum, sem
slógu rækilega í gegn.
Skemmtilegt verkefni Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari segir að
krakkarnir hafi verið ótrúlega duglegir á námskeiðinu.
800 g kjúklingalundir
1 flaska bbq-sósa
grillspjót
olía
salt
kryddjurtir til að skreyta með eins og
kóríander eða kerfill
Setjið lundirnar í eldfast mót og
hellið olíu yfir og saltið eftir smekk,
þræðið lundirnar upp á grillspjót.
Hitið grillið í 220°C. Setjið því
næst lundirnar á heitt grillið, ekki
snúa fyrr en eftir þrjár mínútur, þá
ætti kjúklingurinn ekki að festast
lengur við. Þegar þú ert búin/n að
snúa honum máttu setja bbq-sósuna
á kjúklinginn.
Berðu 2-3 sinnum sósu á hann áð-
ur en hann er fulleldaður, það tekur
um það bil 12 mín. Borið fram með
öllu því sem þér dettur í hug.
Kjúklingaspjót
með bbq-sósu
Klikka aldrei Kjúklingaspjót eiga alltaf vel við og allir aldurshópar elska þau.
400 g risarækjur
100 g blandað salat
1 stk. mangó
1 stk. granatepli
2 stk. ástríðuávöxtur
4 msk. sæt chilisósa
salt og pipar
olía
Leggið risarækjurnar í sætu chili-
sósuna ásamt salti, pipar og olíu.
Leyfið þessu að liggja í nokkrar mín.
Á meðan skerið þið niður mangó og
ástríðuávextina.
Hitið grillið í 220°C. Grillið því
næst rækjurnar í 2 mín. á hvorri
hlið.
Dreifið fallega úr salatinu á disk.
Dreifið næst mangó, ástríðuávöxtum
og rækjum yfir. Takið að lokum
granateplin og bankið úr þeim með
ausu. Passið ykkur; þetta gæti verið
subbulegt, en samt svo skemmtilegt.
Berið fram heitt eða kalt.
Grillaðar risarækjur
með suðrænu salati
Gott á grillið Risarækjur eru fremur einfaldur en bragðgóður grillmatur.
1 stk. seljurót
olía
karríduft
salt
Seljurótin er skorin í strimla,
ekki of þykka en heldur ekki of
þunna; u.þ.b. 1,5 x 5 cm.
Blandið því næst saman olíu,
karrídufti og salti og hrærið
smá. Setjið seljurótina út í látið
marínerast alls staðar í 2 mín.
Hitið grillið í 220°C.
Leggið frönskurnar á grillið
með töng og snúið á 2 mín.
fresti þar til þær hafa eldast í
gegn og eru mjúkar. Kemur á óvart Franskar verða allir að prófa.
Seljurótarfranskar
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.