Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 4
Siðanefnd Alþingis álítur að Bergþór og Gunnar Bragi hafi brotið siðareglur alþingismanna á
Klaustri í nóvember Þingmennirnir gagnrýndu vinnu nefndanna Sigmundur og Anna ekki brotleg
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Bráðabirgðaforsætisnefnd skipuð
Steinunni Þóru Árnadóttur, þing-
manni Vinstri grænna, og Haraldi
Benediktssyni, þingmanni Sjálfs-
stæðisflokksins, kemur saman
klukkan tíu í dag og fundar um
Klaustursmálið svokallaða. Eru lík-
ur á að forsætisnefnd kynni nið-
urstöðu um afstöðu sína í málinu að
fundi loknum, en bæði hefur nefnd-
inni borist álit siðanefndar og and-
svör þingmannanna er málið varðar.
Í áliti siðanefndar, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum, er það
niðurstaðan að Bergþór Ólason og
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn
Miðflokksins, hafi gerst brotlegir
við siðareglur alþingismanna með
ummælum sem þeir létu falla á
Klaustri bar 20. nóvember. Aðrir
þingmenn sem tóku þátt í samtal-
inu, Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son og Anna Kolbrún Árnadóttir úr
Miðflokki og Karl Gauti Hjaltason
og Ólafur Ísleifsson, sem voru í
Flokki fólksins þegar samtalið átti
sér stað en gengu síðar til liðs við
Miðflokkinn, brutu ekki gegn siða-
reglum alþingismanna.
Bergþór og Gunnar Bragi þóttu
með ummælum sínum hafa brotið
gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7.
og 8. gr. siðareglna alþingismanna,
en þar segir m.a. að alþingismenn
skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar
„leggja sig fram um að skapa í
störfum sínum heilbrigt starfsum-
hverfi innan þings sem utan og
hvarvetna þar sem þeir sinna störf-
um sínum þar sem hafnað er hvers
konar kynferðislegri eða kynbund-
inni áreitni, einelti eða annarri van-
virðandi framkomu“. Segir einnig í
reglunum að þingmenn skuli ekki
kasta rýrð á Alþingi eða skaða
ímynd þess með framkomu sinni.
„Öll af sömu rótinni sprottin“
Siðanefnd fjallaði sérstaklega um
ummæli Önnu, Bergþórs, Gunnars
og Sigmundar. Í umfjöllun um um-
mæli Bergþórs, sem m.a. fóru í há-
mæli eftir að Klaustursupptökurnar
svokölluðu voru gerðar heyrinkunn-
ar, voru tiltekin ummæli hans um
Ingu Sæland, formann Flokks fólks-
ins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra
Vestmannaeyjabæjar, Albertínu
Friðbjörgu Elíasdóttur alþingis-
mann og Lilju Alfreðsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra. Í umfjöllun um ummæli
Gunnars Braga tiltók siðanefnd sér-
staklega ummæli hans um Albertínu
Friðbjörgu alþingismann, um Lilju
Alfreðsdóttur mennta- og menning-
armálaráðherra og um Ragnheiði
Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi.
Sagði siðanefndin um ummæli
flokksbræðranna: „Eins og áður
greinir getur hátterni sem telst
ósiðlegt eða óviðeigandi af hálfu
þingsins kastað rýrð á Alþingi og
skaðað ímynd þess. Þar undir getur
fallið ósæmileg framkoma eða van-
virðing er lýtur að kynferði, kyn-
þætti eða trúarbrögðum. Siðanefnd
telur ekki þörf á að greina hvert og
eitt atriði í ummælum [Bergþórs og
Gunnars]. Þau eru öll af sömu rót-
inni sprottin. Þau eru ósæmileg og í
þeim felst vanvirðing er lýtur að
kynferði þeirra kvenna sem um er
rætt. Siðanefnd telur þau einnig til
þess fallin að kasta rýrð á Alþingi
og skaða ímynd þess, auk þess sem
þau sýna Alþingi, stöðu þess og
störfum ekki virðingu.“
Ummæli flokksbræðranna um Al-
bertínu alþingismann voru af svip-
uðum meiði, þ.e. að hún hefði áreitt
þá kynferðislega.
Í bréfum sem þingmennirnir
sendu forsætisnefnd, sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum, vegna
umfjöllunar siðanefndar, segir
Bergþór um ummæli þau sem hann
lét falla um Albertínu að hann hafi
síðan hvorki dregið orð sín til baka,
né beðist afsökunar á þeim sér-
staklega, enda hafi þarna verið „í
engu orðum aukið það sem átti sér
stað og í raun alveg galin staða að
vera útmálaður í hlutverki geranda í
þessu máli, þegar raunin er þver-
öfug“. Skrifar hann enn fremur:
„Þarna er ég að lýsa erfiðri reynslu
sem ég varð fyrir í einkasamtali á
meðal vina. Ég er að lýsa því þegar
núverandi þingkona gekk svo nærri
mér kynferðislega að ég var lengi
að átta mig á því hvað hafði gerst.
Og ég má ekki tala um það í einka-
samtölum!“
Eru athugasemdir Gunnars
Braga um ummæli hans um þing-
konuna á sömu leið. „Allt það sem
þar er sagt stend ég við en vil þó
taka fram, líkt og ég gerði við við-
komandi, að notkun á orðinu
„nauðgun“ var of gróft og var hún
beðin afsökunar á þeirri orða notk-
un,“ skrifar hann.
Aðrir ekki brotlegir
Ummæli Sigmundar Davíðs og
Önnu Kolbrúnar voru einnig tekin
til skoðunar. Voru þar sérstaklega
athuguð ummæli Önnu Kolbrúnar
þegar hún uppnefndi Freyju Har-
aldsdóttur stjórnmálakonu. Segir
Anna Kolbrún í bréfi til forsæt-
isnefndar að uppnefni séu oft við-
höfð um stjórnmálamenn og í um-
ræddu tilviki hafi uppnefnið ekki
falið í sér illmælgi.
Taldi siðanefnd að uppnefnið yrði
ekki réttlætt með skýringum um að
uppnefni hefðu oft verið viðhöfð um
stjórnmálamenn og í þeim kynni að
felast einhver broddur án þess að
litið yrði á þau sem illmælgi. Þótti
siðanefndinni að ummæli Önnu
gætu skaðað ímynd Alþingis en erf-
itt væri að slá því föstu. „Í ljósi af-
mörkunar forsætisnefndar og
hversu takmarkaðar upplýsingar
liggja til grundvallar þessum um-
mælum telur siðanefnd rétt að Anna
Kolbrún Árnadóttir njóti vafans að
þessu leyti,“ sagði í álitinu.
Þá taldi siðanefndin ekki að um-
mæli Sigmundar Davíðs, sem voru
viðhöfð í tengslum við fullyrðingar
annarra viðstaddra, hefðu brotið
gegn siðareglum.
Gerir Sigmundur í bréfi sínu til
forsætisnefndar ekki athugasemd
við niðurstöðu siðanefndar að þessu
leyti.
Þurftu ekki að aðhafast
Að auki við umfjöllun um ummæli
þingmannanna fjögurra tók siða-
nefndin einnig til umfjöllunar hvort
allir viðstöddu, þ.e. fjórir ofan-
nefndu auk Karls Gauta og Ólafs Ís-
leifssonar, hefðu brotið gegn siða-
reglum með því að sitja
athugasemdalaust undir ummælum
annarra þingmanna, ekki sýnt for-
dæmi og frumkvæði að því að styðja
siðareglurnar í verki. Sagði siða-
nefndin að ekki væri unnt að full-
yrða að siðareglurnar geri þær
kröfur til þingmanna að þeir aðhaf-
ist með þeim hætti sem lýst er í af-
mörkun forsætisnefndar, og töldust
því þingmennirnir sex ekki hafa
brotið gegn siðareglunum með þess-
um hætti.
Ólafur og Karl Gauti sendu for-
sætisnefnd ekki bréf með athuga-
semdum við álit siðanefndar.
Bergþór og Gunnar brutu siðareglur
Morgunblaðið/Hari
Frá þingflokksfundi Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri sitja við borðið Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 122.200 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Skemmtileg jólaferð til borgarinnar Regensburg í
Bæjaralandi. Þessi miðaldaborg á sér meira en 2.000
ára sögu og hefur hún um árabil verið á heimsminjaskrá
UNESCO. Farið verður í dagsferð til gömlu virkisborgarinnar
Nürnberg. Aðventan er einstakur tími í Þýskalandi, þegar
ljúfan ilminn af jólaglöggi og ristuðum möndlum leggur
yfir og tendrar sanna jólastemningu í hjörtum fólks.
Jólaferð til Regensburg
28. nóvember - 1. desember
Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson
Í siðanefnd sátu Margrét Vala
Kristjánsdóttir, Róbert H. Haralds-
son og Jón Kristjánsson en öll
komu þau sem varamenn inn í
nefndina. Jón Kristjánsson var for-
maður nefndarinnar en í bókun
hans við álit siðanefndar kemur
fram að vegna stjórnmálaþátttöku
hans á liðnum tíma, með eða á
móti þeim aðilum sem fjallað er
um í álitinu, hafi hann skort óhlut-
drægni og því ekki tekið þátt í um-
fjöllun nefndarinnar. „[...ég] skrifa
því ekki undir efnislegar tillögur
hennar,“ skrifar hann en áréttar
að starfsmenn nefndarinnar og
sérfræðingar hafi að hans dómi
farið vandlega yfir stöðu mála og
unnið málið faglega og af heið-
arleika.
Í bréfum bæði frá einstökum
Miðflokksmönnum og í sameig-
inlegu bréfi frá Önnu, Bergþóri,
Gunnari og Sigmundi, sem sent
var forsætisnefnd vegna máls-
meðferðar siðanefndar, eru gerðar
athugasemdir við verklag siða-
nefndar og forsætisnefndar.
Segir m.a. í bréfi frá fjórmenn-
ingunum: „Í ljósi þess að Jón
Kristjánsson, sem skipaður var
formaður varasiðanefndar í mál-
inu sagði sig frá því af pólitískum
ástæðum vekur undrun að 7. og 8.
varaforseti (ólöglega kjörnir) skuli
telja sig bæra til að úrskurða um
málið en báðir eru þeir starfandi
pólitískir andstæðingar allra
þeirra sem um er fjallað.“
Þá er málsmeðferðin einnig
gagnrýnd og segir enn fremur í
sama bréfi: „Erindi vara-
siðanefndar til þingmanna þar sem
þeim var gefinn kostur á að gera
athugasemdir virðist hafa verið
sent eftir að nefndin hafði komist
að niðurstöðu. Í athugasemdum
þingmannanna kom fram að ekki
væri hægt að styðjast við illa feng-
in gögn og að öðrum atriðum yrði
ekki svarað fyrr en afstaða hefði
verið tekin til þeirrar ábendingar.
Siðanefndin vísaði þá á 7. og 8.
varaforseta (ólöglega kjörinna)
sem féllust á að ekki væri hægt að
styðjast við umrædd gögn en þess
í stað yrði stuðst við umfjöllun til-
tekinna fjölmiðla! Þá þegar virðist
niðurstaða siðanefndarinnar þó
hafa legið fyrir án þess að gefið
væri tækifæri til að bregðast við
efnisatriðum málsins.“
Talar Bergþór í bréfi sínu, þessu
álitaefni tengt, um fjölmiðlana
Stundina, DV og Kvennablaðið
sem séu þekktir fyrir að „fara
nærri því að hatast við Miðflokk-
inn“.
Virðist í báðum atvikum vera
vísað til þess þegar forsætisnefnd
fór fram á það við siðanefnd, í
samræmi við óskir þingmannanna
fjögurra, að endurritum hljóð-
upptaka í vörslu nefndarmanna og
ritara siðanefndar yrði eytt. Varð
siðanefnd við þeirri beiðni og afl-
aði „ýmissa annarra gagna og
upplýsinga sem hún taldi málið
varða“, eins og það var orðað í
áliti nefndarinnar.
Segir einnig í athugasemdum
þingmannanna að málið heyri
„augljóslega ekki“ undir siða-
reglur Alþingis og að það hafi frá
upphafi verið pólitísks eðlis, „og
gengið út á að nýta opinbera stöðu
til að refsa flokki í minnihluta án
stoðar í lögum og reglum“.
Lýsa fjórmenningarnir sér sem
þolendum alvarlegs brots á lögum
og grundvallarreglum réttarríkja,
þ.e. málsmeðferðarinnar, og segja
„Í stað þess að verja þolendur al-
varlegs glæps hafa fulltrúar lög-
gjafans leitað allra leiða til að
refsa þolendunum.
Fordæmið sem fulltrúar Alþing-
is, sjálfrar löggjafarstofnunar-
innar, gefa með því að byggja á
ólögmætum gögnum getur haft
víðtæk og skaðleg áhrif til fram-
tíðar.“
Styðjast við „illa fengin gögn“
Formaður siðanefndar skrifaði ekki undir álitið sökum
pólitískrar þátttöku hans Fjórmenningarnir ósáttir