Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 12
Bæjarmynd Horft úr Vaðlareit til Súlna sem eru píramídarnir tveir á þess- ari mynd, beint yfir byggðinni á Akureyri. Ytri-Súla er lengst til hægri. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Súlur eru bæjarfjall Akureyr-inga og af fjallinu er afarvíðsýnt. Það var löngutímabært að þar væri sett upp útsýnisskífa svo fólk gæti glöggvað sig á staðháttum,“ segir Ingvar Teitsson, ferðagarpur og læknir á Akureyri. Fyrir nokkrum dögum var að tilstuðlan Ferðafélags Akureyrar (FFA), þar sem Ingvar var lengi í forystu, sett þar hringsjá eða skífa með vísum á alls 47 fjöll og staði sem sjást af Ytri-Súlu, sem er nyrðri tindur Súlna. Kennimörk í 360° Talsvert umstang fylgdi því að koma skífunni fyrir á fjallinu, sem er í 1.144 m hæð yfir sjó. Aðdragandinn var líka nokkur. Á vettvangi FFA var ákveðið í fyrra að setja skífuna upp, enda leggja margir leið sína á fjallið. Mannskapur fór á fjallið síð- asta sumar og teiknaði upp frum- drög að útsýnisskífu; tók niður helstu kennimörk sem sjást í 360° af fjallinu. „Þarna sér maður Kaldbak í norðri, Torfufell við framdali Eyja- fjarðar í suðri og í góðu skyggni blasa við í austri Herðubreið og Kverkfjöll. Af mörgu var því að taka þegar við settum niður á blað það sem fyrir augu bar. Og víst er rétt sem Tómas Guðmundsson orti, að landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt,“ segir Ingvar. Stikuð leið og hófleg hækkun Árni Ólafsson arkitekt setti frumdrög að skífunni á stafrænt form og letrið var síðan greypt í messingskífu í Logoflex í Reykjavík. Skífan var svo krómhúðuð og Vél- smiðja Steindórs smíðaði undirstöðu eða stöpul úr ryðfríu stáli. Smári Sigurðsson á Akureyri flutti stykkin á tind Ytri-Súlu um síðustu páska. Það var svo 20. júlí síðastliðinn sem hópur á vegum FFA fór á fjallið, steypti undirstöð- una niður í klöpp og gekk frá öllu sem þurfti. Leiðin á Ytri-Súlu er greiðfær og á flestra færi að ganga þangað upp, að sögn Ingvars Teitssonar. Fyrir tæpum þrjátíu árum lét FFA stika gönguleiðina upp á Súlur frá bílastæði við Heimari-Hlífá í aust- anverðum Glerárdal. Félagið hefur haldið stikunum við síðan, sett göngubrýr á tvö mýrasund og trébrú á einn læk á leiðinni, sem er samtals um 6 km og hækkunin frá bílastæðinu um 860 m. Hóflegt þykir að ganga á Ytri-Súlu á tveimur til þremur klukkustundum. Í kortabókum og gagnagrunnum „Mjög margir leggja leið sína upp á Ytri-Súlu, enda mikið og glæsilegt útsýni af tindinum í góðu veðri,“ segir Ingvar Teitsson, sem hefur stundað útivist og fjallgöngur í áratugi. „Þegar við fórum þarna upp til að koma skífunni fyrir hittum við allmarga og skiptum svo um gesta- bókina á fjallinu. Hún hafði verið þar í tólf mánuði og eru nöfnin í bókinni samtals 1.446, þar af um helmingur útlendingar. Þar kemur til að meðal afþreyingar, sem farþegum á skemmtiferðaskipum sem koma til Akureyrar býðst, er að ganga á fjall- ið, sem margir velja. Þá er þessa leið að finna í ýmsum kortabókum og gagnagrunnum. Slíkt skapar áhuga fólks, sem nú nýtur þess að fræðast af skífunni um hvað staðirnir sem blasa við heita.“ Á netinu má finna lista yfir hæstu fjöll á Íslandi og þar eru Súl- ur í 48. sæti. Hæsta fjall við Eyja- fjörð er Kerling, sem er innarlega í firðinum vestanverðum. Það er 1.538 metrar á hæð og í 18. sæti á listanum góða. Við mynni Eyjafjarðar að austanverðu, er svo Kaldbakur, sem bregður sterkum svip á allt um- hverfi sitt og sést víða að, langt um- fram hæðina, sem er 1.167 metrar. Á landslistanum er Kaldbakur í 54. sæti. Hringsjá á útsýnisfjalli Alls 47 fjöll og staðir eru merkt á skífu á Ytri-Súlu við Akureyri. Þaðan sést vel til Kaldbaks og Kverkfjalla og raunar víðar um. Margir skrifa í gestabókina á fjallinu, en þangað er stikuð gönguleið sem er á flestra færi. Fjallagarpar Frá vinstri talið: Ingvar Teitsson, Sigurgeir Haraldsson og Halldór Brynjólfsson komu skífunni fyrir á Súlutindi á dögunum. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Um verslunar- mannahelgina verður venju sam- kvæmt blásið til fjölbreyttrar úti- leikjadagskrár á Árbæjarsafni. Dagskráin er opin öllum þeim sem ætla að njóta þess sem Reykja- vík hefur upp á að bjóða, þessa mestu ferðahelgi ársins. Bæði sunnudag og mánudag 4.-5. ágúst geta krakkar til að mynda keppt í pokahlaupi, stultuhlaupi og reiptogi milli kl. 13 og 16. Á safninu er fjölbreytt úrval af útileikföngum sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húlahringir, snú-snú, kubb og stultur. Á gamaldags róluvelli eru ról- ur, vegasalt og sandkassi með leik- föngum. Árbæjarsafn Boðið í útileiki Árbær Gleðin í leiknum. Hljómsveitin Greifarnir og Siggi Hlö verða á Spot við Bæjarlind í Kópavogi um verslunarmannahelgina, nú í 10. sinn. Þar verða dansleikir á laugar- dags- og sunnudagskvöld frá kl. 22.00 til 3.30 og brekkusöngur í brekkunni fyrir neðan SPOT á sunnu- dagskvöldinu frá kl. 22.30 til mið- nættis. Frá löngum ferli Greifanna kannast margir við lög sveitarinnar, svo sem Útihátíð, Frystikistulagið og Draumadrottninguna. Greifarnir eru þekktir fyrir að vera skemmtilegir á sviði og alveg öruggt að þeir munu standa undir þeim væntingum. Sigga Hlö þekkja svo margir en segja má að hann hafi ver- ið konungur 80’s-plötusnúðanna á Ís- landi mörg undanfarin ár. Þá er hann vinsæll útvarpsmaður. Kátt í Kópavogi Greifar á Spot Greifarnir Standa vel fyrir sínu. Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með formlegum hætti á íþróttavell- inum á Höfn á morgun, föstudaginn 2. ágúst. Unglingalandsmótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið frá árinu 1992 og unnið sér fastan sess hjá fjöl- skyldum um allt land sem helsti við- burðurinn um verslunarmannahelgi. Mótið er fyrir 11-18 ára þátttak- endur sem reyna sig við fjölda íþróttagreina. Vinsælustu greinarnar eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og körfubolti. Annað í boði er meðal annars bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolf, glíma, götuhjólreiðar, mót- orkross, stafsetning, upplestur og kökuskreytingar. Þá verður hægt að fara í brennibolta, fótboltapool, ringó, ganga á stultum og margt fleira. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Elíza Reid forsetafrú ætla ásamt börnum sínum að taka þátt í mótinu. Forsetinn er verndari ung- mennafélagshreyfingarinnar. Guð- mundur Hjaltason, langafi Guðna Th. Jóhannessonar, var mikill og ötull talsmaður hreyfingarinnar. Átti hann drjúgan þátt í að koma henni á lagg- irnar skömmu eftir aldamótin 1900 og var annar tveggja fyrstu ritstjóra Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Auk íþróttaiðkunar kemur fjöldi listamanna fram á mótinu sem og vinsælar hljómsveitir. Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði Unglingalandsmót Þátttakendum er tilhlökkunarefni að mæta á mótið góða. Fótbolti og frjálsar íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.