Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 40% afsláttur af sjóngleri með styrk við kaup á Cébé útivistargleraugum Eyesland | Grandagarði 13 | Glæsibæ | Sími 510 0110 | www.eyesland.is S’TRACK M Sérhönnuð hlaupagleraugu sem standast hörðustu kröfur hlaupara, jafnt götuhlaupara og þeirra sem hlaupa utan vega. Byltingarkennd tækni gerir það að verkum að gleraugun haldast alveg stöðug. Glerin dökkna í sól og henta því við öll birtuskilyrði. Hægt er að fá þau með einfókus og með margskiptum glerjum. CB Wild 6 Einstaklega létt og fíngerð sportgleraugu sem henta vel í alls kyns útivist og við flestallar aðstæður. Gleraugunum fylgja þrenn pör glerja sem auðvelt er að skipta um. Dökk spegilgler eru góð á björtum og sólríkum dögum. Ólituð gler henta vel að næturlagi. Gul henta vel við slæm birtuskilyrði, auka skerpu og draga úr augnþreytu. Njóttu útiverunnar með þínum styrkleika Fram undan er mikil ferðahelgi. Ís- lendingar eru duglegir að nýta sér verslunarmannahelgina til að ferðast um landið, njóta útiveru og samvista við ættingja og vini. Gott helgarfrí er kjörið tækifæri til að bæta heilsuna, bæði andlega og lík- amlega, þegar hlé gefst á daglegu amstri. Óteljandi möguleikar til heilsubótar Á ferð okkar um landið eru ótelj- andi möguleikar til heilsubótar. Göngur eru góð hreyfing sem ekki á að vanmeta. Hver og einn vel- ur sér hve langt er gengið og hve hratt. Nóg er af gönguleiðum um landið allt hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli, merktir göngu- stígar eða troðn- ingar. Ekki þarf glæsta búninga og aðgangskort til að ganga úti. Góðir skór og skjólgóð yfirhöfn dug- ar vel, svo er bara að halda af stað. Fjallgöngur eru skemmtilegar fyrir þá sem vilja frekari áskoranir en einnig góð samvera fyrir fjöl- skyldur eða hópa. Skynsamlegt að fara hægt af stað og bæta tindum í safnið ekki þarf að byrja á hæstu tindum, það vantar ekki fjöllin á Ís- landi. Vandamál leyst í sundlaugum Sundlaugar um allt land eru ómetanlegar heilsulindir fyrir okkur Íslendinga. Hitinn í laugunum hefur góð áhrif, við finnum minna fyrir stirðleika og verkjum, það er léttara að hreyfa sig í vatni. Um allt land eru frábæra sundlaugar með heitum pottum og jafnvel köldum. Margir nota köldu pottana eftir áreynslu til að slá á stirðleika og eymsli, köldum pottum fjölgar hratt í laugum lands- ins og eru vinsælir. Ekki má gleyma hinu félagslega hlutverki sundlauga, málin rædd og hin flóknu vandamál lífsins jafnvel leyst í heita pottinum auk þess sem vöðvaverkir og stirðleiki hverfa. Meðferð gengur betur með hreyfingu Lífstílssjúkdóma nútímans þekkj- um við vel, offitu, streitu, hækkaðan blóðþrýsting og blóðfitur, oft þarf að meðhöndla þessa sjúkdóma með lyfjum. Með reglubundinni hreyf- ingu og skynsömu mataræði er hægt að lækka blóðþrýsting og blóð- fitur, jafnvel þannig að lyfja er ekki þörf. Hvort sem þarf lyf eða ekki við þessum kvillum og öðrum gengur meðferð alltaf mun betur hjá þeim sem hreyfa sig reglulega, það þekkja læknar vel. Hvað þarf þá að hreyfa sig mikið til að gagn sé af? Við sjáum jákvæð áhrif af eingöngu 20 – 30 mínútna hreyfingu á dag 3–4 daga vikunnar. Æskilegt er að hreyfa sig alla daga vikunnar í að minnsta kosti 30 mín- útur, gjarnan fjölbreytt hreyfing en munum að allt er betra en ekkert. Úrræði við kulnun, kvíða og svefnleysi Margvíslegar hindranir eru hjá fólki að komast af stað í hreyfingu. Verkir og stirðleiki, þrekleysi, þung- lyndi og kvíði. Á öllum heilsugæslu- stöðvum eru starfandi hreyfistjórar, sjúkraþjálfarar sem hjálpa fólki að bæta líðan með hreyfingu, finna leiðir og úrræði, styðja við og hvetja. Allir geta fengið hreyfiseðil á sinni heilsugæslustöð. Hreyfing og útivist er í dag fyrsta og oft mikilvægasta úrræðið við streitu, kulnun, kvíða og svefnleysi. Allt eru þetta streitusjúkdómar nú- tímans, óvinnufærni og vanlíðan vegna þessara sjúkdóma eykst hratt, við verðum að nota öll úrræði til að fyrirbyggja streitu, þar er reglubundin hreyfing mikilvæg. Ofdrykkja gleður engan Gætum hófs í áfengisdrykkju, að skála af góðu tilefni í góðum fé- lagsskap er annað en ofdrykkja, sem engan gleður en hefur marg- víslegar slæmar afleiðingar. Ekki má gleyma hve drykkja hefur slæm áhrif á aksturshæfni þessa miklu ferðahelgi. Athygli og viðbragðs- flýtir skerðist strax við minnstu neyslu áfengis. Höfum í huga að eft- ir einn ei aki neinn. Notum frídag- ana til að byggja okkur upp fyrir haustið með hreyfingu, útivist og samveru. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tjaldbúar Sælt er að eiga sumarfrí, sveimandi út um borg og bí, er sungið í frægum íslenskum dægurlagaslagara. Útivist og hollusta um verslunarmannahelgi Heilsuráð Sigríður Dóra Magnúsdóttir, heimilislæknir og framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Sigríður Dóra Magnúsdóttir Busl Sund er gæðastund fyrir krakka og aðra, því vatn skapar vellíðan. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsfell Hjólreiðar eru fín hreyfing enda hefur verið sköpuð góð aðstaða. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um versló er haldin í fimmta sinn um verslunarmannahelgina. Mikið verður um dýrðir alla helgina, en dagskráin öll miðast við að fjölskyldufólk geti eytt tímanum saman og skapað góð- ar minningar. Af því sem er í boði á Flúðum má nefna sveitamarkað og furðubáta- keppni, kveikt verður í brennu og brekkusöngur tekinn. Þá verða tón- leikar með Pálma Gunnarssyni og Ey- þóri Inga og traktoraforfæra Vél- fangs á sinn fasta stað í dagskránni. Þar verður til sýnis stærsta dráttar- vél landsins. Því til viðbótar verður fjölbreytt næturlíf og verða allir fremstu tón- listarmenn landsins þar sem fram koma Hildur, Bríet, Aron Can, Made in sveitin og Stuðlabandið. Alla helgina verður starfrækt upplýsingamiðstöð og á sama stað verður opið kaffihús. Miðasala á tónleika og dansleiki er á www.fludirumverslo.is. Öll dag- skráin er tíunduð á Facebook- viðburðinum Flúðir versló 2019. „Hátíðin hefur jafnan tekist vel og verið vinsæl. Traktorakeppnin og tor- færan á laugardeginum er alltaf sá dagskrárliður sem dregur flesta að, en þá hafa stundum verið 10-12 þús- und manna á svæðinu,“ segir Berg- sveinn Theódórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, í samtali við Morgun- blaðið. Fjölskylduhátíð á Flúðum um helgina Torfæran alltaf vinsælust Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flúðir Aðstaðan er öll hin besta og veðurspáin fyrir komandi helgi góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.