Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 22

Morgunblaðið - 01.08.2019, Side 22
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur tekið jákvætt í erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um úthlutun lóðar á Esju- melum á Kjalarnesi. Samþykkti ráð- ið að hafnar yrðu viðræður um út- færslu og skilmála úthlutunar undir forystu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í samráði við umhverf- is- og skipulagssvið. Höfði er í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. en við stofnun fyrirtækisins árið 1996 sam- einuðust tvö borgarfyrirtæki, Mal- bikunarstöð og Grjótnám Reykja- víkurborgar, í eitt félag. Höfði óskar eftir lóð sem sé allt að 65.000 fermetrar að stærð. „Til- drög umsóknar eru þau að núver- andi lóð fyrirtækisins við Elliðaár- vog (Sævarhöfði 6-10) verður tekin undir íbúðarbyggð og liggja þar miklir hagsmunir Reykjavíkur- borgar sem Höfði hefur fullan skiln- ing á,“ segir í bréfi Höfða. Búið er að segja upp afnota- og lóðarleigusamningi við félagið vegna núverandi aðstöðu. Uppsagn- arfrestur vegna þess samnings rennur út hinn 30. júní 2021 og þarf félagið því að vera tilbúið að hefja starfsemi á nýjum stað fyrir þann tíma. Malbik og vetrarþjónusta Það séu jafnframt miklir hags- munir Reykjavíkurborgar að þetta lykilfyrirtæki í malbiksframleiðslu og vetrarþjónustu í höfuðborginni sé áfram í fullum rekstri. Stjórn Höfða og stjórnendur hafi farið gaumgæfilega yfir þá kosti sem gætu verið í boði og telja að Esju- melar henti starfsemi félagsins. Á lóðinni þarf að vera rúm fyrir framleiðslustöðvar malbiks, sem eru nógu afkastamiklar til að anna eftir- spurn eftir vörum fyrirtækisins, auk tilheyrandi mannvirkja. Einnig þarf að vera gott rými fyrir hráefnalager fyrirtækisins. Fyrirtækið áformar að byggingar verði samtals 8.550 fermetrar, þar af verði framleiðslu- stöðvar malbiks ásamt tilheyrandi búnaði 7.000 m2. Rými fyrir hráefna- lager yrðu að mestu leyti yfirbyggð. Hráefnum (steinefnum) fyrir fram- leiðsluna er einkum safnað yfir vetr- ar- og vormánuði og þarf að vera pláss fyrir nokkrar tegundir stein- efna í mismunandi stærðum, um 80- 100.000 tonn í allt að 10 til 15 mis- stórum efnishaugum. Fram kemur í bréfi Höfða að gert sé ráð fyrir að birgðatankar asfalts verði annaðhvort í Sundahöfn eða Hafnarfjarðarhöfn, en til lengri tíma litið koma aðrar staðsetningar til greina. Væntanlega þarf að aka með asfaltið á tankbílum á Esju- mela. Höfði er nú með þrjá asfalttanka á athafnasvæði sínu. Asfaltið kom með sérstökum skipum sem lögðust að höfninni í Ártúnshöfða og þaðan var bikinu dælt í tankana. Höfnin er ekki lengur í notkun og tankarnir munu einnig víkja úr Ártúns- höfðanum. Höfði hyggst reisa framleiðslu- stöðvarnar með bestu fáanlegu tækni með tilliti til umhverfismála og útlits. Strangar kröfur gilda hér á landi um útblástur ryks og ann- arra efna vegna starfseminnar. Þeim er og verður fylgt, segir Höfði. Í Ártúnshöfða eru einnig Steypu- stöðin og BM Vallá. Þau fyrirtæki munu einnig víkja fyrir íbúðarbyggð í tímans rás. Mogunblaðið/sisi Malbikunarstöðin Höfði Núverandi athafnasvæði í Ártúnshöfða er umfangsmikið enda er vélabúnaður mikill og stórir haugar þar af steinefnum. Stefnt er að því að vélabúnaður í nýju stöðinni verði af fullkomnustu gerð. Framleiðsla malbiks á Kjalarnesið?  Malbikunarstöðin Höfði hefur sótt um lóð á Esjumelum  Verður að yfirgefa Ártúnshöfðann 2021 Asfalttankar Þrír tankar Höfða þurfa einnig að víkja fyrir íbúðarbyggð. Skip geta ekki lengur lagst að Ártúnshöfða og því verða tankarnir ekki í notkun. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Malbik er slitlag sem haft er á götur, flugvelli og víðar og framleitt úr grjótmulningi og jarðbiki, segir í alfræðiritinu Wikipediu. Algengt er að hlutfall grjót- mulnings í malbiki sé 93-95% en jarðbiks 5-7%. Hvort tveggja er síðan hitað upp og blandað saman við u.þ.b. 155-160°C. Að lokum er heitt malbikið valtað, til að þjappa því saman og fá slétt yfirborð. Grjótmuln- ingur og bik MALBIK FRAMLEITT í ferðalagið! Ódýrt og gott 110 kr.pk. Oatburst hafragrautur Ódýr t Ódýrt Morgun matur á 1 mín. 5stk. á 220 kr. Bland í poka Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 99 kr.pk. FP saltstangir, 250 g 199 kr.pk. FP safi 5 x 250 ml.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.