Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
1. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.08 121.66 121.37
Sterlingspund 147.56 148.28 147.92
Kanadadalur 91.87 92.41 92.14
Dönsk króna 18.068 18.174 18.121
Norsk króna 13.857 13.939 13.898
Sænsk króna 12.68 12.754 12.717
Svissn. franki 122.22 122.9 122.56
Japanskt jen 1.1145 1.1211 1.1178
SDR 166.48 167.48 166.98
Evra 134.92 135.68 135.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8311
Hrávöruverð
Gull 1428.45 ($/únsa)
Ál 1774.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.91 ($/fatið) Brent
unblaðið eftir viðtali við Má Guð-
mundsson seðlabankastjóra. Hann
gat ekki veitt það en bankinn sendi
frá sér tilkynningu ásamt afriti af
undanþágunni sem veitt var 9. febr-
úar 2012.
Í tilkynningunni segir að af lestri
fréttar blaðsins hafi lesendur mátt
draga þá ályktun að „annað hvort
hafi Sigríður Benediktsdóttir brotið
reglur sem tóku gildi hinn 8. febrúar
2012 um þátttöku starfsmanna
bankans í viðskiptum vegna gjald-
eyrisútboða og fjárfestingarleiðar
eða að bankinn hafi brotið reglurnar
með því að heimila Sigríði slíka þátt-
töku. Hvorugt er rétt eins og út-
skýrt er hér á eftir.“
Í kjölfarið er rakið að Sigríður
hafi ásamt eiginmanni sínum sótt
um þátttöku í fjárfestingarleiðinni
23. janúar 2012, rúmum þremur vik-
um eftir að hún var ráðin fram-
kvæmdastjóri hjá bankanum. „Yfir-
stjórn bankans var ekki kunnugt um
að Sigríður og eiginmaður hennar
höfðu lagt inn umsókn um þátttöku í
fjárfestingarleið enda engin slík
upplýsingaskylda á Sigríði. Um leið
og reglur bankans voru kynntar 7.
febrúar varð hins vegar ljóst að
skera yrði úr því álitaefni hvort þær
næðu til Sigríðar varðandi fyrsta út-
boðið sem fór síðan fram 15. febrúar,
þ.e. hvort hún væri í hópi þeirra
starfsmanna bankans sem höfðu eða
gátu haft upplýsingar um áætlun um
losun fjármagnshafta eða upplýsing-
ar um útfærslu og framkvæmd
gjaldeyrisútboða og fjárfestingar-
leiðar bankans sem ekki voru öllum
aðgengilegar.“
Segir í tilkynningu bankans að við
mat á því hvort Sigríður hafi fallið
undir reglurnar eða ekki hafi verið
nauðsynlegt að gæta meðalhófs og
að umræddar reglur væru ekki
„íþyngjandi umfram tilefni“.
Í reglunum sem seðlabankastjóri
setti er, ásamt honum sjálfum, að-
stoðarseðlabankastjóra, aðalhag-
fræðingi, aðallögfræðingi, fram-
kvæmdastjórum bankans, nefndar-
mönnum í peningastefnunefnd,
starfsmönnum sem sátu í fram-
kvæmdanefnd um fjárfestingarleið,
starfsmönnum lánamála ríkissjóðs
og starfsmönnum gjaldeyriseftirlits,
þar sérstaklega tiltekið að þeir
starfsmenn bankans sem komi að
því að „meta áhrif áætlunarinnar á
stöðugleika í peninga- og gengismál-
um“ sé óheimil þátttaka í gjaldeyr-
isútboðum í tengslum við fjárfest-
ingarleiðina. Bankinn hefur ekki
útskýrt hvernig Sigríður Benedikts-
dóttir, þótt í hlutastarfi hafi verið á
þessum tíma, hafi getað komist hjá
því að koma að mati á áhrifum af-
náms gjaldeyrishafta á stöðugleika í
peninga- og gengismálum, þ.e. meg-
inverkefni sviðsins sem hún veitti
forstöðu allt frá ársbyrjun 2012.
Í svörum við tveimur aðskildum
fyrirspurnum Morgunblaðsins til
Seðlabankans, sem sendar voru
bankanum 24. og 30. júlí, ítreka
starfsmenn bankans að Seðlabank-
inn hafi aldrei veitt neinum starfs-
mönnum „sem höfðu eða gátu haft
upplýsingar um áætlun um losun
fjármagnshafta eða upplýsingar um
útfærslu og framkvæmd gjaldeyris-
útboða og fjárfestingarleiðar bank-
ans,“ undanþágu til þátttöku í um-
ræddum gjaldeyrisútboðum.
Veitti Sigríði undanþágu frá
nýsettum reglum bankans
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Efnt var til gjaldeyrisútboða á vettvangi Seðlabankans í tengslum við fjárfestingarleiðina svokölluðu á
árunum 2012 til 2015. Með henni var ætlunin að draga úr uppsöfnuðum og yfirvofandi þrýstingi á íslensku krónuna.
Sigríður Benediktsdóttir hagnaðist um 2 milljónir með þátttöku í gjaldeyrisútboði
Seðlabankinn segir að hún hafi engar upplýsingar haft á þeim tíma er hún tók þátt
Sigríður
Benediktsdóttir
Már
Guðmundsson
Hagnaður Ís-
landsbanka eftir
skatta nam 4,7
milljörðum króna
á fyrri árshelm-
ingi. Dregst
hagnaðurinn
saman um 2,4
milljarða miðað
við sama tímabil í
fyrra. Hagnaður
bankans af reglu-
legri starfsemi nam 5,7 milljörðum
samanborið við 6,9 milljarða í fyrra.
Hreinar vaxtatekjur jukust og
námu 16,8 milljörðum samanborið
við 15,3 milljarða á fyrri árshelmingi
2018. Vaxtamunur hélst óbreyttur
eða 2,8%.
Hreinar þóknanatekjur jukust
einnig og voru 6,6 milljarðar, sam-
anborið við 5,8 milljarða í fyrra.
Virðisbreyting útlána var hins
vegar neikvæð um tæpa 1,9 millj-
arða en var jákvæð um rúma 1,9
milljarða á fyrri árshelmingi 2018.
Stjórnunarkostnaður jókst um 4,7%
milli ára og nam 14,4 milljörðum. Þá
nam hlutdeild Íslandsbanka í tapi
Borgunar, sem er dótturfélag bank-
ans, 575 milljónum króna. Birna
Einarsdóttir bankastjóri segir að
ágætur gangur hafi verið á rekstri
bankans það sem af er ári.
„Kostnaðarhlutfall móðurfélags
er nú 55% sem er í takt við markmið
bankans. Þetta er jákvætt og end-
urspeglar vinnu undanfarinna mán-
aða við að auka tekjur og draga úr
kostnaði en samsvarandi hlutfall fyr-
ir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur
hefur haldist stöðugur og mælist
eignasafn bankans sterkt í alþjóð-
legum samanburði.“
Hagnaður
bankans
minnkar
Borgun dregur
niður hagnað Íslands-
banka milli ára
Birna
Einarsdóttir
Morgunblaðið leitaði viðbragða
Gylfa Magnússonar við fréttum af
þátttöku Sigríðar Benediktsdóttur
í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í
febrúar 2012. Gylfi baðst undan
viðtali þar sem
hann sagðist
ekki hafa haft
upplýsingar
um málið. Það
hafi ekki kom-
ið inn á borð
bankaráðsins
frá því að hann
tók sæti í því.
Inntur eftir
því hvort hann
telji að málið verði tekið fyrir í
bankaráðinu sagði hann líkur
standa til þess.
Samkvæmt upplýsingum frá
honum mun bankaráðið koma
næst saman 21. ágúst. Hann telur
þó aðspurður litlar líkur á að mál-
ið rati á borð ráðsins á þeim
fundi. Skýringuna á því megi
rekja til þess að fundurinn verði
sá fyrsti sem haldinn er eftir að
nýskipaður seðlabankastjóri, Ás-
geir Jónsson, tekur við embætt-
inu. Það gerist um miðjan mán-
uðinn.
Gylfi var meðal umsækjenda
um stöðu seðlabankastjóra sem
auglýst var nú í vor og forsætis-
ráðherra skipaði í 24. júlí.
Gylfi var ásamt Ásgeiri og
tveimur öðrum umsækjendum tal-
inn hæfastur til þess að gegna
embættinu. Sérstök hæfnisnefnd
komst að þeirri niðurstöðu. For-
maður nefndarinnar var Sigríður
Benediktsdóttir, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri fjármálastöð-
ugleikasviðs. Hún gegnir nú
kennslustöðu við Yale-háskóla í
Bandaríkjunum en hún situr einn-
ig í bankaráði Landsbankans.
Formaður hafði ekki upplýsingar
BANKARÁÐIÐ MUN FUNDA UM MÁLIÐ
Gylfi Magnússon
● Seðlabanki
Bandaríkjanna
lækkaði í gær við-
miðunarvexti um
25 prósentur, en
lækkunin er sú
fyrsta frá því í fjár-
málakreppunni ár-
ið 2008. Þá hefur
bankinn gefið til
kynna frekari til-
slökun pen-
ingastefnu reynist hún nauðsynleg.
Í yfirlýsingu bankans segir m.a. að
efnahagsleg óvissa á heimsvísu réttlæti
ákvörðunina. Jerome Powell seðla-
bankastjóri sagði að hvorki væri
ákvörðunin upphaf hrinu lækkana, né
lofaði bankinn því að vaxtalækkunin í
gær yrði sú eina.
Lækkuðu vexti í fyrsta
sinn frá því árið 2008
Jerome
Powell
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
veitti Sigríði Benediktsdóttur, ný-
ráðnum framkvæmdastjóra fjár-
málastöðugleikasviðs bankans, und-
anþágu til þátttöku í hinni
svokölluðu fjárfestingarleið bank-
ans. Þetta var gert með ákvörðun
sem undirrituð var 9. febrúar 2012.
Tveimur dögum fyrr hafði Már sett
sérstakar reglur sem lögðu bann við
því að tilteknir starfsmenn bankans
og fjölskyldur þeirra tækju þátt í
fjárfestingarleiðinni. Í þeim hópi
sem féll undir regluverkið var fram-
kvæmdastjóri fjármálastöðugleika-
sviðs.
Í hlutastarfi fyrstu mánuðina
Sigríður tók við starfi fram-
kvæmdastjóra við bankann 1. janúar
2012 en gegndi því í hlutastarfi til
23. apríl þegar hún tók við því í 100%
starfshlutfalli.
Í fyrrnefndri ákvörðun seðla-
bankastjóra segir að reglurnar nái
ekki til hennar þar sem hún sæki
„ekki framkvæmdastjórafundi fyrir
þann tíma [23. apríl]“. Þar segir enn
fremur að hún hafi ekki tekið þátt í
mótun áætlunar um losun gjaldeyr-
ishafta né regluverks varðandi svo-
kallaða fjárfestingarleið. „Þá hefur
hún ekki fengið neinar upplýsingar
um ofangreint á framkvæmdastjóra-
fundum.“
Seðlabankinn hefur gert þessa
ákvörðun Más opinbera í kjölfar
þess að greint var frá því í Við-
skiptaMogganum í gær að Sigríður
hefði flutt fjármuni til landsins í
fyrsta útboðinu sem Seðlabankinn
efndi til í tengslum við fjárfesting-
arleiðina. Í svari frá Sigríði til blaðs-
ins kom fram að hún hefði tekið þátt
í fjárfestingarleiðinni 15. febrúar
2012 en að hún hefði ekki komið til
starfa hjá bankanum fyrr en 20.
apríl sama ár.
Í ítrekuðum svörum til blaðsins
sagði hún að fjármagnið sem hún
hefði flutt til landsins hefði numið 15
þúsund evrum. Hið rétta er að hún
flutti inn 50 þúsund evrur á grund-
velli leiðarinnar. Leiðréttingu þar
um sendi Sigríður á blaðamann, að-
faranótt miðvikudags, um klukku-
stund eftir að Morgunblaðið fór í
prentun.
Afsláttur vegna þátttökunnar
upp á tvær milljónir króna
Samkvæmt upplýsingum um út-
boðið má sjá að fjármunirnir sem
Sigríður flutti inn til landsins námu
ríflega 10 milljónum króna. Helm-
ingi fjárhæðarinnar, eða 25 þúsund
evrum var skipt á skráðu miðgengi
evru á þessum tíma eða 161,9 en hin-
um helmingnum á ákvörðuðu út-
boðsgengi eða 240 krónur á móti
hverri evru. Því er ljóst að geng-
ishagnaður Sigríðar af þátttöku í út-
boðinu, vegna þess afsláttar sem
veittur var, nam rétt tæpum tveimur
milljónum króna.
Líkt og fram kom í gær átti það
fjármagn sem Sigríður og eiginmað-
ur hennar fluttu til landsins uppruna
sinn sem launatekjur þeirra í
Bandaríkjunum þar sem þau höfðu
búið allt frá árinu 1998.
Bankinn snýr blaðinu við
Í kjölfar fyrrnefndrar fréttar í
ViðskiptaMogganum óskaði Morg-