Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
steinn Ingi fór því hann hikaði
ekki við að gefa af sér og naut
þess að sjá aðra vaxa.
Hann var upprunninn í stór-
fjölskyldu í Eyjum og það var
stutt í náttúrubarnið, dýravininn
og umhverfissinnann. Þeir eru
spes, Eyjapeyjarnir, vaxnir upp í
söltu sjávarlofti með ægifegurð
Suðurlandsjöklanna fyrir augum,
sprangandi og háfandi lunda í
svimandi hæðum og bjargandi
ráðvilltum lundapysjum í pappa-
kassa á síðsumarsnóttum. Þótt
okkar manni gengi vel að háfa átti
hann svoítið erfitt með að snúa
prófastana úr hálsliðnum, það
gerði hann svo kurteislega að þeir
undu ofan af snúningnum strax
og hann sleppti þeim og tóku óð-
ara flugið fram af bjargbrúninni.
Þorsteinn Ingi naut menntun-
ar við bestu háskóla heims og átti
margþætt samstarf við kollega
um allan heim, sem aðrir munu
rekja.
Þegar hann nálgaðist sextugt
sýndi Þorsteinn Ingi mér þann
heiður að spjalla við mig um líf
sitt og störf, svo úr varð kafli í
bókinni Þekkingin beisluð. Nú
þegar ég horfi eftir mínum kæra
vini, þessum síkvika og stóra
anda, og langar að draga upp þá
mynd sem ég sá, leita ég til baka í
samtal okkar. Ég gef honum
sjálfum orðið. Ekkert lýsir betur
hugmyndaauðgi hans. Hann vatt
sér formálalaust í djúpu laugina
þegar samtalið hófst:
„Næsta stóriðja okkar getur
orðið blágrýtis-Álafoss! Það má
spinna blágrýti með því að bræða
það og pressa í gegnum gatasigti.
Þá verða til hundruð eða þúsund-
ir örþráða sem spinna má saman
og nota til styrkingar í ýmiss kon-
ar afurðir. Hugsaðu þér verð-
mætaaukninguna! … Svona
vinnsla gæti orðið alveg laus við
kolefnismengun og vonandi verð-
ur græn basaltvinnsla að veru-
leika fyrr en varir.
Svo er ég með hérna inni á
skrifstofunni minni svolítið af
óhreinum æðardúni. Mér datt í
hug að þvo hann með ofurkrítísku
CO2. Ef koltvíildi er hitað og sett
undir ákveðinn þrýsting myndast
nýr fasi, sem virkar eins og leysi-
efni. Neskaffi notar þetta til að ná
koffeini úr baunum; mér datt í
hug að nota þetta til að hreinsa
æðardún, því það er svo mikið
vesen að þvo hann.“ Eftir nánari
lýsingu bætti hann við: „Ég hef
verið að skoða patent í þessu, sem
væri gaman að gefa þjóðinni.“
Loks þessi orð, sem eru einkar
lýsandi fyrir sýn Þorsteins: „Það
er nú svo að þekkingin vex við að
deila henni – hún er eins og út-
sæði. Það þarf að koma henni í
góðan jarðveg og leyfa henni að
vaxa, en svo þarf maður sjálfur
ekki að standa yfir hverju strái.
Þau spretta sjálf og það þýðir
ekki að toga í þau.
Ég hef alltaf brýnt fyrir nem-
endum mínum að gera réttu hlut-
ina. Finndu hvað skiptir máli – og
vandaðu þig svo við það. Verðu
ekki tíma þínum í að finna billj-
ónasta aukastafinn, ef hann skipt-
ir engan neinu.“
Vertu sæll, elsku vinur og
bróðir. Megi öll þau fræ sem þú
sáðir ná að blómstra.
Guðrún Pétursdóttir.
Ég kynntist Þorsteini Inga
fyrst að gagni þegar ég stundaði
MPhil-nám í Cambridge 1979-
1980. Hann var þá í doktorsnámi í
eðlisfræði. Það fór strax vel á með
okkur. Við vorum við sama garð –
Darwin College. Við vorum jafn-
aldrar upp á mánuð. Faðir hans
hafði kennt mér stærðfræði og
var að mínu mati frábær kennari
sem átti sinn þátt í því að stærð-
fræðin lá vel fyrir mér. Þorsteinn
náði auðvitað lengra en faðir hans
enda lauk hann doktorsprófi frá
Cambridge árið 1982 og áorkaði
síðan miklu á sínu sviði.
Ég minnist þess að það var
mjög gaman að koma á heimili
Þorsteins og Bergþóru í Cam-
bridge. Þau voru bæði skemmti-
leg viðræðu. Þorsteinn spurði
mig í þaula um mitt fag. Ég
reyndi eitthvað á móti á sviði
eðlisfræðinnar enda var það hitt
fagið sem kom til greina þegar ég
valdi mér ævistarf. En Þorsteinn
hafði vinninginn. Þau voru líka
opin og vel tengd og hitti ég ým-
islegt áhugavert fólk á heimili
þeirra. Sérstaklega minnist ég
indversks „gúrús“ sem reyndi að
sannfæra mig um að orka væri
uppspretta alls auðs og að orku-
eining ætti að vera grundvöllur
peningakerfisins. Þorsteinn hafði
gaman af.
Leiðir lágu minna saman eftir
Cambridge en það urðu alltaf
fagnaðarfundir þegar við hitt-
umst, hvort sem það var á manna-
mótum, afmælum okkar beggja
eða nú í seinni tíð í flugvélum. Á
síðustu árum nefndum við það
nokkrum sinnum okkar á milli að
við ættum sameiginlega að láta að
okkur kveða í Cambridge-Ox-
fordfélaginu sem starfar hér á
landi. En við vorum alltaf svo
uppteknir að ekki varð af því og
nú er það of seint.
Með Þorsteini Inga er fyrir
aldur fram fallinn frá mikill
atorkumaður og hugsuður sem
lagði mikið til samfélags okkar.
Um það eru aðrir betur færir um
að vitna en ég. Við Elsa sendum
Bergþóru og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Már Guðmundsson.
Kynni mín af Þorsteini þegar
ég bjó erlendis voru ekki mikil en
ég skynjaði fljótt af því sem ég las
mér til að þarna fór maður sem
jafnframt fræðimennsku sinni
var óragur við að láta reyna á
hvernig fræðin gætu nýst í þágu
tækniframfara, betra umhverfis
og betra samfélags. Nýting auka-
afurða úr kísilmálmvinnslu, vetni-
svæðing samgangna og varma-
vinnsla úr lághita eru dæmi um
verkefnasvið sem Þorsteinn
fóstraði um langan tíma með mik-
illi elju og þolinmæði þar til hverj-
um steini hafði verið snúið við.
Við Þorsteinn áttum samleið í
rúman áratug sem yfirmenn
stofnana þar sem snertipunkt-
arnir eru margir, eins og t.d. ný-
sköpun í orkumálum, hagnýting
íslenskra jarðefna, orkunýtnar og
heilnæmar byggingar og svo
mætti lengi telja. Þorsteinn hafði
alltaf jákvæða og leitandi nálgun
á hlutina og var jákvæður gagn-
vart nýjum hugmyndum og
lausnum, þótt þær væru utan
hans sérfræðisviðs. Hann var
fljótur að sjá hvaða möguleikar
gætu falist í því að varmadælu-
væða sjávarpláss á köldum svæð-
um og hvernig fólk í dreifbýli
gæti bætt afkomu sína með eigin
orkuvinnslu og bættri nýtingu
orkunnar.
Það var bjartur dagur í byrjun
sumars í Vestmannaeyjum þegar
nýja varmadælustöðin var vígð.
Hún nýtir lögmál varmafræðinn-
ar til þess að sjá Vestmannaeyj-
um fyrir hagkvæmri orku til hit-
unar sem unnin er úr jarðsjó sem
þannig kólnar og sér fiskiðnaðin-
um fyrir orku til kælingar á sama
tíma. Þetta var síðasti fundur
okkar en það er ánægjulegt að
minnast hans þar í gleði sinni og
stolti yfir því að sjá þetta verkefni
ryðja brautina á hans gömlu
heimaslóðum.
Ég vil að lokum færa mínar
hugheilu samúðarkveðjur til eig-
inkonu, fjölskyldu og vina Þor-
steins.
Guðni A. Jóhannesson.
„Pabbi! Hvernig virkar atóm-
sprengja?“ – spyr sjö ára snáði.
„Hringdu núna í Þorstein
frænda þinn,“ er svarið, og hinum
megin á línunni er Þorsteinn
föðurbróðir tilbúinn að gefa
barninu tíma sinn og setur stórar
hugmyndir í búning sem barn
getur skilið.
Öðru sinni á veitingastað í Am-
eríku – í einu margra sameigin-
legra fjölskyldufría – leiðist
barninu innan um orðaskipti full-
orðna fólksins. Hugurinn fer að
reika og finnur sér þjáningar-
bróður í Þorsteini frænda, sem
veitir barninu einn athygli. Hann
lyftir tómatsósuflösku upp af
borðinu, snýr henni við og spraut-
ar á bert borðið.
„Sérstakt efni!“ segir Þor-
steinn í einkennandi hlýjum og
leiksömum rómi með bros á vör.
Hann útskýrir fyrir barninu
hvernig hinar ólíku sameindir í
efninu hegða sér og gera það að
verkum að það loðir við borðið og
fær ýmsa aðra eiginleika.
Hann gæddi hversdaginn töfr-
um.
Við systkinin fengum þennan
töframann í vöggugjöf. Hann gaf
sér alltaf tíma fyrir hvert okkar
frá bernsku og til fullorðinsára.
Forréttindin að eiga slík tengsl
eru mikil og komu ekki síður með
Beggu og börnunum sem eru
uppeldissystkini okkar, sam-
ferðafólk í lífinu og kærir vinir.
Hvert okkar á dýrmætar
minningar um það hvernig Þor-
steinn gaf af sér og sýndi einlæg-
an áhuga. Í stað þess að liggja yfir
hversdagshjali um einstakar per-
sónur og leikendur hafði Þor-
steinn einstakt lag á því að horfa á
allan sjóndeildarhringinn og
draga samræðurnar á æðra plan.
Hugmyndir, hugsjónir og djúpar
samræður færðu manni nýja sýn
á viðfangsefnið sem sneri oftar en
ekki að okkar persónulegu verk-
efnum. Á sama tíma gat Þor-
steinn verið svo hressandi hrein-
skilinn að hann gat rifið hvern
mann upp úr sjálfsblekkingu –
ætíð með einlægum kærleika og
skilningi.
Með góðu fordæmi sýndi hann
sjálfstraust og það að hvíla vel í
sjálfum sér, leyfa sér að vera for-
vitinn og hræðast ekki álit ann-
arra.
Hlýja Þorsteins var svo alltum-
lykjandi að fyrstu textaskilaboð
að morgni brúðkaupsdags eins
okkar komu frá Dódó frænda sem
gáði til veðurs og sendi með mynd
af fallegum himninum sem virtist
myndu hanga þurr – með hlýrri
kveðju og tilhlökkun fyrir degin-
um. Mýmörg eru slík dæmi.
Sama hvar Þorsteinn var
staddur í heiminum gat hann allt-
af tekið símtal frá okkur. „Ég er
staddur í Rússlandi að fara í loft-
ið.“ – Við gætum hringt síðar,
hváðum við. „Nei, nei, alls ekki.
Núna er góður tími.“
„Núna“ var nefnilega alltaf
góður tími. „Núna“ er það eina
sem við höfum meðan jarðneskt
líf leyfir. Nú er tími hans á jörðu á
enda runninn en tíminn sem hann
gaf okkur heldur áfram að gefa.
Við leitum huggunar í því að
arfleifð hans til samfélagsins sem
hugsuður og manneskja mun
margfaldast um ókomna tíð í
gegnum Beggu, Davíð, Dagrúnu,
Þorkel og þeirra fjölskyldur.
Hugur okkar og hjarta dvelur hjá
þeim í sorginni.
Aldís Kristín, Védís Hervör,
Guðmundur Egill og Sigfús
Jóhann Árnabörn.
Leiðir okkar Þorsteins Inga
lágu saman fyrir nærri aldar-
fjórðungi. Það var mikil gæfa fyr-
ir mig að njóta þess að vinna með
honum alla tíð síðan og saman
ætluðum við að útrýma notkun
jarðefnaeldsneytis á Íslandi. Við
vissum báðir að hvorugum okkar
myndi endast ævin í það verkefni
en það dró aldrei úr ákefðinni.
Drifkraftur Þorsteins Inga, þekk-
ing, samskiptahæfileikar, alþjóð-
leg tengsl, innsæi og svo mætti
lengi telja var hvatning fyrir okk-
ur sem nutum þess að vinna með
honum. Framlags hans til notk-
unar á vistvænu eldsneyti, sér-
staklega vetni, verður minnst á
alþjóðlegum vettvangi til langs
tíma enda var hann afar vel virtur
á þeim vettvangi og kom að fjölda
verkefna um allan heim. Afar lýs-
andi kveðju sendi dr. Sunita Sa-
tyapal, framkvæmdastjóri deild-
ar vetnis og efnarafala, orkumála-
ráðuneyti Bandaríkjanna: „Við
munum sakna mikið hins ein-
staka persónuleika hans, þar sem
saman fór tæknileg dýpt, öflug
þekking og léttleikandi gleði.“
Fyrrverandi yfirmaður Norsk
Hydro, Christopher Kloed, skrif-
aði: „Við höfum sannarlega misst
meistara.“ Þessum verkefnum er
hvergi nærri lokið og unnið verð-
ur að þeim áfram og þar mun
minning um góðan mann lifa.
Við sögðum fyrir 20 árum að
árið 2020 ættu 10% alls eldsneytis
á Íslandi að vera vistvæn – og að
árið 2050 yrði það 100%. Fyrra
markmiðið er að nást. Þegar því
seinna verður náð mun fólk líta til
baka og minnast þess að ef ekki
væri fyrir frumkvöðla eins og
Þorstein Inga værum við enn á
steinöld.
Ég sendi Bergþóru, börnum og
öðrum aðstandendum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jón Björn Skúlason.
Lífið er ekki bara vísindi. Þessi
orð féllu þagar við Þorsteinn sát-
um saman á veitingastað í Kaup-
mannahöfn, strandaðir vegna
gossins í Eyjafjallajökli. Tveir
vinnufélagar sem höfðu ekki gefið
sér tíma til að kynnast í amstri
dagsins. Þá viku fengum við tæki-
færi til þess. Nei, lífið er ekki bara
vísindi, það er fólkið sem við kom-
um af og þeir staðhættir sem það
lifði við og við drukkum í okkur.
Um þetta ræddum við og margar
sögur voru sagðar, enda báðir
ættaðir frá Vestmannaeyjum.
Feður okkar voru kunningjar og
félagar og afar okkar samstarfs-
menn í Eyjum. Sögur sagðar sem
tengdu okkur saman, úteyjarnar,
gosið og lífið í Eyjum þegar afar
okkar og þeirra samferðamenn
voru að skapa samfélag sem varð
undirstaða þekkingar og velmeg-
unar, tíminn þegar önnur iðnbylt-
ingin var í algleymingi. Í dag lif-
um við tíma frjáls flæðis skoðana
á samfélagsmiðlunum án gagn-
rýni og raunhæfra skoðanaskipta
og fjórða iðnbyltingin er í al-
gleymingi, nokkuð sem við Þor-
steinn höfðum gaman af að ræða
um. Við vorum ekki alltaf sam-
mála en bárum virðingu hvor fyr-
ir öðrum. Ég votta ættingjum
hans samúð mína.
Eiríkur Þorsteinsson.
Árin 2007 og 2008 unnum við
Þorsteinn Ingi Sigfússon náið
saman vegna íslenskrar útgáfu
bókarinnar Planet Hydrogen.
Flestar helgar og frístundir voru
helgaðar verkinu, ekki síst í kjall-
aranum á heimili Þorsteins Inga.
Það var mikill heiður að kynnast
honum og fjölskyldunni.
Það kom fljótlega í ljós að Þor-
steini Inga var léð ýmislegt sem
ekki var í vörslu hinna. Á því
tímabili sem við unnum saman
vann hann að innleiðingu vetnis
sem orkugjafa á Íslandi, leitaði
nýrra leiða til orkuöflunar á Ís-
landi, rannsakaði aðferðir við að
umbreyta koldíoxíði í eldsneyti,
skrifaði fræðibækur fyrir al-
menning á ensku og íslensku, tók
virkan þátt í alþjóðasamstarfi og
veitti ráðgjöf umfram skyldu-
störf. Flestir menn hefðu verið
stoltir af því að valda einu þessara
viðfangsefna.
Rifjast þá upp sú lýsing Einars
Benediktssonar á Matthíasi Joch-
umssyni skáldbróður sínum að
hann hefði þurft að geta ferðast
hnattanna á milli, væri sú leið
fær, til að finna andagift sinni far-
veg.
Ríkisstjórnin ætti að gera það
að forgangsmáli sínu að heiðra
framlag Þorsteins Inga, Braga
Árnasonar og fleiri góðra manna
til vetnismála.
Þorsteinn Ingi var frumlegur
maður. Það birtist í nýyrðum
eins og ósvirkjun og í athuga-
semdum sem seint gleymast.
Eitt sinn vorum við saman ásamt
hópi Íslendinga í fjarlægu landi
að hlýða á erlendan valdsmann.
Sá hafði sölsað undir sig mikil
auðæfi og fór ekki leynt með það.
„Það er fallegt hérna á Sikiley,“
hvíslaði Þorsteinn Ingi þá í eyru
Íslendings sem við hlið hans
stóð. Hitti þetta beint í mark.
Þorsteinn Ingi hafði líka með-
fædda pólitíska hæfileika. Það
kom vel í ljós á alþjóðlegu orku-
þingi á Ítalíu hversu auðvelt
hann átti með að vinna menn á
sitt band. Mikil virðing var borin
fyrir honum.
Það var skoðun hans að áhersla
samtímans á auðsöfnun sem afl-
vaka allra verka væri takmörkuð í
eðli sínu. Slík smættarhyggja
næði ekki utan um mannsandann.
Á margan hátt var hann eins og
endurreisnarmaður. Líf hans
vitnaði um að fegurðarþráin og
þekkingarþorstinn eru af sömu
rót sprottin.
Þorsteinn Ingi sagði eitt sinn
um kollega sinn Einstein að hann
hefði verið hinn Guðs innblásni
maður. Sjálfur fékk Þorsteinn
Ingi miklar gjafir.
Ég sendi fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Baldur Arnarson.
Hann var stór í sniðum á allan
hátt, mikill vexti, með geislandi
gáfur, vídd og dýrmætar hug-
myndir í þágu vísindanna. Þor-
steinn Ingi Sigfússon prófessor
var glæsimenni, uppfyndinga-
maður, ljúfur og hlýr, traustur og
tryggur og er hans sárt saknað
fallins frá langt fyrir aldur fram.
Þorsteinn Ingi minnti um
margt á Heimaklett; gnæfði upp
úr umhverfinu, með hugmyndir
og vangaveltur, minnti á grósku,
styrk og væntingar. Þegar við
frændur Eyjapeyjarnir lékum
okkur forðum daga gaf Þorsteinn
Ingi mikið út á það að verkstýra.
Honum fórst það vel úr hendi
enda átti hann við erfiða að eiga
og þar var hann bestur.
Einhvern tíma sat ég á spjalli
við athafnamanninn og frum-
kvöðulinn Gísla á Grund, sem var
engum líkur. Hann vildi tala um
hugmyndir mínar um jarðgöng
milli lands og Eyja sem honum
leist mjög vel á, en síðan fór hann
að ræða um Gísla J. Johnsen,
stórkaupmann og útgerðarmann,
afabróður okkar Þorsteins Inga,
sem hafði m.a. mikil umsvif er-
lendis. Í stuttu máli sagði hann:
Gísli Johnsen átti aldrei að koma
aftur til Íslands, Ísland var allt of
lítið land fyrir hugmyndir hans,
framkvæmdagleði og þrá. Stund-
um á leiðinni hefur mér fundist
þetta eiga við um frænda minn
Þorstein Inga.
Hún Begga, Bergþóra Ketils-
dóttir, eftirlifandi kona Þorsteins,
er yndisleg persóna. Þau voru
jafnokar til alls og börnin þeirra,
Davíð, Þorkell og Dagrún, lifandi
eftirmyndir mannkosta þeirra.
Þorsteinn Ingi var húmoristi
að upplagi en gat orðið háalvar-
legur eins og prófessor sæmdi.
Fyrir mörgum árum urðu á tíma-
bili nokkur slys á íslenskum tog-
urum þar sem sjómenn féllu út-
byrðis á Vestfjarðamiðum og
voru erfiðleikar við að finna þá og
bjarga. Þorsteinn fann þá upp
neyðarljós sem svipaði til um-
fangs kreditkorts. Það var sett á
axlir flotgalla og ef það fór í sjó
kviknaði sterkt ljós með glömp-
um. Þorsteinn Ingi gerði tilraunir
með neyðarljósið í austankælu í
fjörunni við Stórhöfða. Með hon-
um var til fulltingis Gísli Óskars-
son, kvikmyndatökumaður og
skólabróðir Þorsteins. Þeir fé-
lagar voru báðir mjög trúhneigðir
og spjallið fór út í trúmál. Skyndi-
lega skellir Gísli kvikmyndatöku-
vélinni á öxl sér, hefur töku og
segir: „Þorsteinn Ingi Sigfússon
prófessor, hverjir sjá ljósið?“
Þorsteinn svaraði á stundinni:
„Hinir trúuðu.“ „Nei, ekki það
ljós,“ sagði Gísli þá, „hitt ljósið.“
Megi ljósið og krafturinn sem
alltaf hefur fylgt Þorsteini fylgja
honum í ranni Herra hans því
auðvitað verða margar víddir til
umræðu.
Við biðjum Guð að varðveita
vin okkar, Beggu og alla fjöl-
skyldu þeirra. Innilegar
samúðarkveðjur frá Dóru og
Árna í Höfðabóli.
Árni Johnsen.
Það er með miklu þakklæti fyr-
ir samfylgdina sem við sendum
honum Þorsteini Inga Sigfússyni
hinstu kveðju. Við munum minn-
ast hans stóra faðms, hlýs bross
og húmorsins og hans umvefjandi
nærveru. Við áttum alltaf stað
inni á heimili Þorsteins og Berg-
þóru og fyrir það verðum við
ævinlega þakklátar.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur elsku Bergþóra, Dagrún,
Davíð, Þorkell og fjölskyldur.
Þú ert liðinn, ljúfi vinur
– lifir þó í draumi björtum:
ekkert glatast, ekkert hrynur,
allt er geymt í vorum hjörtum.
(Daníel Tómasson frá Kollsá)
F.h. æskuvinkvenna
Dagrúnar, Hrafntinna
Viktoría Karlsdóttir,
Kristína Lentz og Stella Rún
Steinþórsdóttir.
Hinn 15. júlí, í léttu spjalli hjá
frænda í eldhúsinu í Suðurgarði,
hringdi síminn. Þá laust niður, af
óvægu afli, sorgarfregninni um
andlát elskulegs frænda míns
Þorsteins Inga Sigfússonar.
Innanbrjósts sortnuðu himnar,
tungl villtust af braut, tómið hel-
tók og sorgin nísti. Á heimleiðinni
framhjá Gvendarhúsi til Þor-
laugargerðis eystra gegnumlýsti
dagsbirtan stráin, bláklukkur
hnigu og jaðrakan veinaði. Skarð
var nú fyrir skildi, milli okkar
fjölskyldna eru sterk ættartengsl
og trygg vinátta; ég kveið því að
bera foreldrum mínum sorgar-
fréttina og um leið örmagnaðist
augnablikið.
Þessar slóðir í Ofanbyggjara-
girðingunni í Vestmannaeyjum
voru líka kærir átthagar Þor-
steins Inga bæði á fullorðinsárum
og endur fyrir löngu sameiginleg-
ur leikvangur okkar stóra frænd-
systkinahóps um sumrin löng.
Það var í leiknum sem Þorsteinn
Ingi naut sín; fyrir honum var allt
músík og leikur einn. Í hópnum
var hann innsti kjarninn sem
fyrirhafnarlaust laðaði okkur
frændsystkinin að sér sem sjálf-
kjörinn leiðtogi, hvort sem við
vorum í einhverri dularfullri
berjaleit í Ofanleitishrauninu eins
og í Fimmbókunum eða í gáska-
fullum afmælisleikjum á Kirkju-
bæjarbraut 17 hjá foreldrunum
Siffa frænda og Stínu og systk-
inunum Árna, Margréti, Gylfa,
Þór og Sif.
Allt í kringum Þorstein Inga
varð rafmagnað, seiðmagnað og
spennandi, fullt af skapandi orku
og uppgötvunum. Og svo var það
þessi undursamlega mildi hans og
glettni; ómótstæðilegir persónu-
töfrar sem voru honum í blóð
bornir og eru svo ríkjandi hjá
hans yndislegu fjölskyldu.
Í mars síðastliðnum hittumst
við af tilviljun í Leifsstöð, ég á
heimleið til að fagna merkisaf-
mæli mömmu, hann á leið til
Bandaríkjanna að halda fyrirlest-
ur í boði virts háskóla. Þorsteinn
Ingi hjó strax eftir fréttum af for-
eldrum mínum og hvernig gengi
hjá okkur hjónum hér ytra, en
mest spurði hann um Ingibjörgu
Iris, dóttur okkar. Honum var
umhugað um að henni gengi vel
að feta sig á framabrautinni, hann
fylgdist vel með henni á mennta-
veginum og fannst hún frábær.
Svona var hann frændi alltaf ein-
staklega umhyggjusamur, alltaf
hvetjandi, alltaf geislandi af kær-
leika. Við kvöddumst þá óvitandi í
síðasta sinn. Brátt kall hans héð-
an virðist ótímabært nú þegar
umheiminn vantar svo tilfinnan-
lega lausnir á aðsteðjandi vanda
og yfirburði hans sem leiftrandi
alþjóðlegs vísindamanns og
glæsilegrar mikilsmetinnar per-
sónu.
Við minnumst okkar kæra
frænda Þorsteins Inga með þakk-
læti og ást og vottum fjölskyldu
hans og ástvinum samúð okkar í
óbærilegri sorg og söknuði.
Blessuð sé minning Þorsteins
Inga Sigfússonar.
Guðrún Dager Garðars-
dóttir, Max Dager.