Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
✝ Jóna M. Helga-dóttir fæddist
19. september 1942
í Árbæ, Holtum,
Rangárvallasýslu.
Hún lést á dval-
arheimilinu Lundi á
Hellu 19. júlí 2019.
Jóna ólst upp í
Árbæ hjá fósturfor-
eldrum sínum, Jóni
Jónssyni, f. 7. júní
1901, d. 16. septem-
ber 1978, og Þórhildi Júlíu Sig-
urðardóttur, f. 17. júlí 1901, d.
10. júlí 1972. Uppeldissystir er
Lóa Jónsdóttir, f. 25. apríl 1932.
Foreldrar Jónu voru Helgi
Ingólfur Eysteinsson, f. 30. maí
1925, d. 31. mars 2015, og Kristín
eiga þau þrjár dætur, Jónu Krist-
ínu, f. 11. janúar 2004, Svandísi
Ósk, f. 11. janúar 2004, og Önnu
Lísu, f. 10. maí 2005. Fyrir átti
Þórhallur dóttur, Sigurveigu, f.
18. júní 1986. Móðir hennar er
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, f.
10. apríl 1967. Sigurveig er gift
Sigurjóni Ólafssyni, f. 9. október
1982, og eiga þau einn son,
Pétur, f. 9. desember 2015.
Stjúpdóttir Þórhalls og dóttir
Agnesar er Vigdís Finnboga-
dóttir, f. 17. júní 1983. Vigdís er
gift Sæmundi Sveinssyni, f. 29.
ágúst 1984, og eiga þau tvo syni:
Sigurð Ásgeir, f. 18. desember
2010, og Ólaf Odd, f. 5. mars
2013.
Á Hellu hófu Jóna og Svavar
búskap. Þrúðvangur 24 varð
framtíðarheimili þeirra.
Jóna vann við verslunarstörf
alla sína starfsævi.
Útför Jónu fer fram frá Odda-
kirkju í dag, 1. ágúst 2019, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Olga Jónsdóttir, f.
28. nóvember 1923,
d. 11. febrúar 2019.
Systkini hennar
eru: Eysteinn
Ágúst, f. 24. sept-
ember 1948, Matt-
hildur, f. 16. desem-
ber 1950, og
Guðleif, f. 21. októ-
ber 1956.
Á Jónsmessu 21.
júní 1961 giftist
Jóna Svavari Kristinssyni, f. 29.
febrúar 1936, d. 26. apríl 2000,
frá Brúarlandi á Hellu. Þau eign-
uðust einn son, Þórhall Jón, f. 13.
desember 1960. Þórhallur er
giftur Agnesi Ólöfu Thor-
arensen, f. 5. október 1966, og
Elsku Jóna mín. Það eru örugg-
lega ekki margar eins og ég sem
eru búnar að þekkja tengdamóður
sína lengur en eiginmanninn, son
þinn, en það átti við um okkur
tvær. Ég fluttist á Hellu 1985 og
byrjaði að vinna í Kaupfélaginu
Þór. Þar var fyrir áberandi falleg
kona sem maður tók strax eftir og
bar af, hárið allaf flott uppgreitt og
neglurnar alltaf lakkaðar og flottar
og þannig var hún fram á síðasta
dag. Við náðum vel saman mjög
fljótt og var hún afar hjálpsöm og
iðin við að leiðbeina þessari ungu
óreyndu stelpu þegar við átti og
unnum við saman í rúm 13 ár sem
var góður tími sem aldrei bar
skugga á. Svo gerðist það fyrir
tæpum 24 árum að við sonur henn-
ar hnutum hvort um annað og þá
voru örlögin ráðin, hún varð
tengdamóðir mín. Árið 2000 missti
Jóna Svavar sinn sem varð henni
gífurlega mikið áfall og haustið
2003 var svo fótunum skyndilega
kippt undan henni aftur en þá
greindist hún með krabbamein í
lunga og var meinið þess eðlis að
taka þurfti stóran hluta þess burt.
Eftir þá aðgerð var henni tjáð að
nú yrði hún að hætta að vinna og
mjög sennilega fara á örorku en
það var nú nokkuð sem hún gat
ekki hugsað sér. Um leið og hún
gat djöflað sér á lappir aftur fór
hún að vinna aftur og var mætt í
vinnuna sína í búðinni tveimur og
hálfum mánuði síðar enda fannst
henni alltaf gaman að vinna og hún
kláraði starfævina sína 70 ára með
sóma. Jóna var einstaklega
hjartahlý kona og vildi allt fyrir
sína gera, því kynntist ég sérstak-
lega eftir að við eignuðumst stelp-
urnar okkar þrjár sem voru auga-
steinar ömmu sinnar frá fyrstu tíð.
Þegar tvíburarnir okkar fæddust
og komu heim kom hún nánast á
hverju kvöldi til að taka þátt í
umönnun þeirra, baða, skeina,
mata, gefa pela og hátta. Henni
fannst þetta best af öllu og ekki
versnaði það þegar sú þriðja bætt-
ist við rúmlega ári á eftir þeim.
Henni fannst hún ríkust af öllum
að eiga þessi gull sín eins og hún
kallaði þær og fá að taka þátt í lífi
þeirra, hlusta á alls konar sögur,
fara á vorhátíðir, jólasýningar,
skólaslit og ekki síst fimleikasýn-
ingar síðustu árin. Þessi 16 ár sem
hún fékk að vera með okkur eftir
stóru aðgerðina eru svo sannar-
lega blessun og er ég endalaust
þakklát fyrir það en síðustu tvö til
þrjú ár hafa verið henni erfið og
þungbær. Lungun fóru að gefa eft-
ir og versna og þrótturinn að dvína
vegna meins í höfði sem rekja
mátti til þeirra. Jóna var ótrúlega
þrautseig kona og lét aldrei neinn
segja sér hvað hún gæti eða ætti að
gera, hún fór bara sínar leiðir og
það var hennar leið. Ég á eftir að
sakna hennar mikið og lengi því
hún var líka besta vinkona mín í
rúm 34 ár og það bar aldrei skugga
á okkar vináttu. Ég er þér þakklát
fyrir allt sem þú hefur gefið mér í
gegnum árin okkar saman. Ást,
hlýja og væntumþykja er það sem
situr eftir þegar ég hugsa um þig,
elsku Jóna mín.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Með hjartans þökk fyrir allt.
Þín
Agnes Ólöf Thorarensen
(Lóa).
Elsku besta amma. Það er
mjög skrýtið að þú skulir ekki
vera lengur með okkur, því þú
varst ekki bara amma mín, þú
varst líka besta vinkona mín því
við náðum mjög vel saman. Þú
hefur verið með okkur síðan ég
man eftir mér. Þú dekraðir okkur
mikið, gafst okkur nammi og eig-
inlega bara allt sem okkur langaði
í. Það sem ég mun sakna mest er
spjallið okkar. Spjallið um ein-
hverja stráka og spjallið um sög-
urnar úr skólanum. Það sem var
best við ömmu var það að hún var
alltaf hreinskilin og sagði bara það
sem henni fannst. Það þurfti ekki
mikið til til þess að láta hana hlæja
eða segja brandara. Það sem ég
man og mun alltaf muna er hversu
fín hún var og neglurnar alltaf
lakkaðar og hversu góð hún var
við alla í kringum sig. Hún var
aldrei reið þótt við gerðum eitt-
hvað sem við ættum ekki að gera.
Ég elska þig elsku amma mín.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma.
Svandís Ósk.
Elsku amma mín. Þú varst al-
gjört yndi, það er mjög skrítið og
erfitt að hugsa út í það að ég hitti
þig aldrei aftur. Þú varst alltaf svo
fín og sæt. Það var alltaf svo gam-
an hjá okkur, á jólunum, í öllum
sumarbústaðaferðunum, þegar
við fórum öll saman í berjamó og
fullt fullt meira. Svo var eitt sem
mér fannst alltaf gaman að heyra
en það var hvað fólki fannst ég lík
þér í útliti. Ég á líka eftir að sakna
þess að hitta þig ekki á kvöldin og
borða með þér og spjalla. Svo er
líka eitt sem ég gleymi seint og
það eru öll prakkarastrikin sem
við systurnar gerðum þegar við
vorum í pössun hjá þér.
Ég mun sakna þín ótrúlega
mikið.
Þín
Anna Lísa.
Ég kveð ömmu mína með mikl-
um söknuði en fyrst og fremst
þakklæti fyrir þann tíma sem við
áttum saman og allar þær minn-
ingar sem ég á um hana. Amma
var mér afar kær og í henni átti ég
góða vinkonu.
Amma lagði mikið upp úr því að
hafa fallegt í kringum sig. Á heim-
ili hennar og afa var allt í röð og
reglu, fallega var búið um rúmin,
allt var hreint og strokið og hver
hlutur á sínum stað. Hún amma
mín var að sama skapi ávallt vel
tilhöfð með varalit og lakkaðar
neglur. Hún hafði gaman af því að
elda og baka og gefa gestum góð-
an mat.
Þegar ég var barn dvaldi ég oft
hjá ömmu og afa. Hún var þá búin
að gera frómas og elda uppáhalds-
matinn minn, sem var á þessum
tíma grjónagrautur, slátur eða
bjúgu með uppstúi sem afi bjó til,
uppstú var eitt af því fáa sem afi
minn gerði þegar kom að elda-
mennsku. Það var alltaf mikil
veisla þegar ég var hjá henni
ömmu minni og ég fékk allt sem
mig langaði í og meira til. Það var
fastur liður að fara í búðina þar
sem ég fékk að kaupa happa-
þrennu sem mér fannst ævintýra-
lega spennandi. Á kvöldin spiluð-
um við oftar en ekki manna eða
kana, eða sátum við eldhúsborðið
og töluðum saman. Amma hafði
góðan húmor og fannst skemmti-
legt að spjalla og hlæja.
Þegar ég var stelpa sendi
amma mér reglulega bréf sem ég
beið alltaf spennt eftir. Í bréfun-
um var eitt sett, happaþrenna og
smá peningur. Stundum sendi hún
mér líka ullarsokka úr angóru.
Amma var aldrei mikið fyrir
ketti. Ef hún sá kött í garðinum
hjá sér var hún vanalega stokkin
af stað með vatnskönnu til að reka
hann í burtu. Það vakti því mikla
undrun þegar amma og afi tóku að
sér kettling sem kisan mín hafði
eignast og þurfti að koma fyrir.
Þetta gerðu þau eftir mikið suð í
mér og ég skil ekki enn hvernig
mér tókst að telja þau á þetta.
Amma hafði mikinn áhuga á því
hvort ég ætti kærasta og brýndi
reglulega fyrir mér mikilvægi
þess að eiga góðan mann. Hún var
hæstánægð með Sigurjón og með
þeim myndaðist gott samband og
þótti henni ekki minna vænt um
hann en mig.
Amma var óhrædd við að segja
mér hvernig best væri að gera
hlutina. Eftir að ég átti Pétur
sneri það mest að barnauppeldi en
hún bar alltaf virðingu fyrir því ef
ég vildi gera hlutina á annan hátt.
Þegar systur mínar fæddust
færði það ömmu minni ómælda
gleði. Hún naut þess að snúast
með þær og hún hafði einstaklega
gaman af því að tala um þær og
hvað þeim gengi vel í skólanum og
íþróttum. Amma var alltaf svo
mikil amma. Hún hafði líka lag á
að láta hlýða sér þótt það væri
aldrei gert með látum.
Amma var ákveðin og gat verið
föst fyrir. Þegar Pétur sonur minn
fæddist vorum við Sigurjón búsett
í Bandaríkjunum, en hún lét það
ekki stoppa sig í að sjá langömmu-
barnið sitt. Þetta var langt og erf-
itt ferðalag fyrir hana í janúar.
Pétur var frá upphafi hrifinn af
langömmu sinni og hún af honum.
Amma var mjög dugleg og
kvartaði aldrei. Hún hafði mikið
dálæti á því að fara í búðir og þá
sérstaklega til þess að skoða föt.
Þegar við fórum saman í búðir átti
ég oft fullt í fangi með að fylgja
henni eftir.
Ömmu fannst alla tíð gaman að
vinna og henni fannst mjög mikil-
vægt að ég væri með vinnu og
væri dugleg að vinna. Hún naut
sín í sínu starfi og nálgaðist það
með sömu virðingu og hún sýndi
öllum hlutum. Ég verð ömmu
minni ævinlega þakklát fyrir allt
það sem hún var mér.
Sigurveig Þórhallsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Elsku frænka, takk fyrir sam-
fylgdina, minning þín mun lifa
með okkur um ókomna tíð.
Við biðjum að heilsa Svavari og
fleiri góðum þarna uppi. Þau hafa
tekið vel á móti þér og við trúum
ekki öðru en það sé setið að góðu
spjalli, enda eflaust margt að
frétta.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur elsku Þórhallur, Lóa og
fjölskylda, hugurinn er hjá ykkur
á þessum erfiða tíma.
Jóna Sigríður, Kristinn,
Margrét og fjölskyldur.
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir,
engill sá er vonin blíð.
(Helgi Hálfdánarson)
Vinkona mín Jóna Helgadóttir
lést 19. júlí sl. á dvalarheimilinu
Lundi, Hellu. Hún hafði átt við
erfið veikindi að stríða. Hún var
aðeins stuttan tíma á Lundi, þráði
að vera heima eins og flestir.
Jóna ólst upp á Árbæ í Holtum.
Eiginmaður hennar var Svavar
Kristinsson. Sonur þeirra er Þór-
hallur Jón. Svavar lést árið 2000.
Þórhallur og fjölskylda hafa
reynst Jónu einstaklega vel í veik-
indum hennar. Jóna var glæsileg
kona og átti fallegt heimili á Þrúð-
vangi 27. Garðurinn var ávallt vel
hirtur og blómum skrýddur. Jóna
ræktaði sín sumarblóm sjálf.
Jóna ólst upp í nágrenni við
mig. Á Hellu höfum við verið ná-
grannar í rúm 50 ár, unnum á
sama vinnustað í 22 ár. Ég vil
þakka Jónu gott nágrenni og
margar góðar stundir.
Þórhalli, Lóu, dætrum þeirra
og öðrum aðstandendum sendi ég
samúðarkveðjur.
Blessuð von, í brjósti mínu
bú þú meðan hér ég dvel,
lát mig sjá í ljósi þínu
ljómann dýrðar bak við hel.
(Helgi Hálfdánarson)
Hvíl þú í friði.
Guðríður Bjarnadóttir.
Jóna M.
Helgadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Jóna. Við
áttum margar notalegar
stundir saman, t.d. þegar
ég kom að gista hjá þér þá
var ég yfirleitt tekin í
kennnslu í naglasnyrtingu.
Hún dekraði alltaf við okk-
ur þegar við komum og allt-
af þegar við vorum að fara
að sofa makaði hún allt
andlitið á okkur með júgur-
smyrsli. Svo spiluðum við
mörg lúdó. Oft bauð hún
okkur í mat og ef við klár-
uðum ekki af disknum vor-
um við eltar inn í stofu með
diskinn. Þín verður saknað
mikið og lengi.
Jóna Kristín.
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
STEFÁN HAUKUR ÓLAFSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði
laugardaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá
Ísafjarðarkirkju föstudaginn 2. ágúst
klukkan 14.
Guðrún Ásbjörg Stefánsd. Tryggvi Sigtryggsson
Stefán Haukur Tryggvason Guðbjörg Gísladóttir
Jakob Ólafur Tryggvason Hanna Mjöll Ólafsdóttir
Heiðrún Tryggvadóttir Fjölnir Ásbjörnsson
Ásta Tryggvadóttir Paul Eric Fuller
langafa- og langalangafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR ÁMUNDASON
verkfræðingur,
Norðurbakka 17a, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. júlí. Útförin
verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 2. ágúst klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarfélög.
Þuríður Edda Gunnarsdóttir Gunnar Ág. Beinteinsson
Auður Erla Gunnarsdóttir Jón R. Björnsson
Ásta Björk, Auður Ýr, Andrea Helga, Rebekka og Helga Sif
Okkar kæri
ÞÓRIR HELGASON
læknir
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík þriðjudaginn 6. ágúst klukkan 13.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
Auður Jónsdóttir
Hilda Klara Þórisdóttir Bogi Andersen
Anna Sesselja Þórisdóttir
Helga Þórisdóttir Theodór Jóhannsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sléttuvegi 23,
er látin.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 7. ágúst klukkan 13.
Jóhann Guðmundsson Guðrún G. Kristinsdóttir
Helga Guðmundsd. Sördal
Bjarnfríður Guðmundsdóttir Guðmundur Ingi Haraldsson
Ófeigur Guðmundsson Friðgerður María Friðriksd.
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur okkar, bróðir, barnabarn,
mágur og frændi,
ERLINGUR PÁLL BERGÞÓRSSON,
Háabarði 15,
lést mánudaginn 29. júlí.
Karitas Erlingsdóttir Bergþór Bergþórsson
Valgeir Helgi Bergþórsson
Hildur Jóna Bergþórsdóttir Hákon Ingi Jörundsson
Jörundur Þór og Sverrir Þór
Anna Halldórsdóttir
Okkar ástkæri
BALDVIN TRYGGVASON,
fyrrverandi sparisjóðsstjóri,
lést að kvöldi mánudagsins 29. júlí.
Halldóra J. Rafnar
Sveinbjörn I. Baldvinsson Jóna Finnsdóttir
Tryggvi M. Baldvinsson Vilborg R. Einarsdóttir
Jónas Fr. Jónsson Lilja Dóra Halldórsdóttir
Magnús Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn