Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 50
Morgunblaðið/Ófeigur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Verslunarmannahelgin hefst á
morgun og eflaust eru margir á
leið á útihátíð eða í útilegu. Það
getur verið mikil áskorun að líta
þokkalega út á útihátíð, eins og
þeir sem hafa farið þekkja. Það er
jafnvel enn meiri áskorun þegar
maður kýs að nota snyrtivörur.
Hér er listi yfir það helsta sem
skal pakka fyrir ferðalag helg-
arinnar.
Farði og handhægur hreinsir
Smartland leitaði til Snyrtipenn-
ans Lilju Óskar Sigurðardóttur og
fékk ráð um hvaða vörum væri
best að pakka fyrir helgina ef leiðin
liggur á útihátíð. Lilja segir að
Clinique Moisture
Surge Sheer Tint sé
hinn fullkomni farði
fyrir helgina. Hann
er með létta áferð og
þar að auki sól-
arvörn, sem er mik-
ilvægt. Hún mælir
með að þrífa hann af
með Micellar Cleans-
ing water Anti Pollu-
tion frá Chanel. Það
þarf ekki vatn með
honum og því til-
valið að pakka
honum í töskuna
fyrir útileguna.
Fjölnota vörur
Það er einnig
lykilatriði að velja
snyrtivörur sem
hægt er að nýta á
fleiri en einn hátt.
Gosh 3-1 Hybrid
Eyes er í senn augn-
skuggi, augnblýantur
og augabrúnalitur.
Andlitspallettan Ess-
ential Face Palette frá
ILIA er einnig gott
dæmi um vöru sem má
nota á kinnar og varir. Í
pallettunni er bæði að
finna sólarpúður, ljóma og
kinnalit. Það má nota putt-
ana í þessar vörur því þær
eru allar í kremformi.
Neon-augnblýantar
Neon-augnblýantar eru
það flottasta í förðunarheim-
inum í dag og ef þú ert á
leiðinni á útihátíð er ein-
staklega skemmtilegt að nota
neon-augnblýant til að skreyta
sig. Smartland mælir með blý-
öntunum frá Urban Decay sem
fást meðal annars í Hagkaup.
Ferðastærðir af öllu
Þegar maður fer í ferðalag vill
oft svo til að plássið er af skornum
skammti. Það er því um að gera að
skilja stóru brúsana eftir heima.
Það má annaðhvort kaupa litla
brúsa og dollur í öllum helstu apó-
tekum eða kaupa ferðastærðir af
uppáhaldsvörunum þínum. Smart-
land mælir með ferðastærð af
sjampói og hárnæringu frá
Davines. Það er einnig hægt að fá
líkamssápu og ýmislegt
annað í Body Shop.
Þurrsjampó frá Kevin
Murphy er einnig gríð-
arlega gott fyrir þau
ykkar sem ekki vilja
bleyta hárið oft yfir
helgina.
Hlý peysa
Þótt spáin sé góð
eru kvöldin yfirleitt
svöl. Hlý peysa er
því þarfaþing.
Það er
skemmtileg
tilbreyting
að prófa að
fara í eitt-
hvað annað
en klassísku
lopapeysuna
um helgina.
66° Norður
er með flott-
ar og hlýjar
flíspeysur
sem vert er
að kíkja á.
Vesti
Það er enginn maður
með mönnum á útihátíð
nú til dags nema vera í
vesti. Vesti eru sjúklega
töff í dag og ef þú vilt
vera aðalmanneskjan í
vinahópnum mælum við
með vesti frá 66° Norður
eða The North Face.
Sokkar
Það er fátt verra en
að vera blautur og
kaldur á fótunum. Það
er því mikilvægt að
sokka sig vel upp um
helgina. Þessir ótrú-
lega fallegu sokkar frá
Farmers Market eru
málið um helgina.
Hleðslubanki
Það er mikilvægt að geta skrá-
sett allar góðu minningarnar um
helgina. Fyrir þá sem vilja ekki
verða straumlausir er einstaklega
mikilvægt að taka hleðslubanka
með í ferðalagið. Þeir fást hjá öll-
um helstu símafyrirtækjunum.
Það er snúinn leikur að pakka niður fyrir útihátíðina. Smartland auð-
veldar þér vinnuna og hefur tekið saman það sem má ekki gleymast.
Sokkar
Hlýir og
góðir
sokkar frá
Farmers
Market .
Farðu áhyggjulaus
á útihátíðina
Fjölnota
Gosh 3-1
Hybrid
Eyes er
fjölnota
snyrtivara.
Flíspeysa
Ómissandi flík
í ferðalagið frá
66° Norður. Farðahreinsir
Hreinsivatnið frá
Chanel krefst ekki
notkunar á vatni.
Þurrsjampó
Kevin Murphy
fyrir þá sem vilja
ekki þvo hárið um
helgina.
Andlit And-
litspalettuna
frá ILIA má
bera á með
fingrunum.
Léttur farði
Farði með
sólarvörn frá
CLINIQUE.
Ómissandi
Dúnmjúkt
vesti frá
North
Face.