Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18 Sérhæfum okkur í hreinsun á viðkvæmum fatnaði »Kvartett píanóleik- arans Söru Mjallar Magnúsdóttur lék á Kex hosteli í vikunni. Auk Söru komu þar fram Óskar Guðjónsson á saxófón, Valdimar Olgeirsson á kontra- bassa og Matthías Hem- stock á trommur. Fluttu þau skandinavískan djass í bland við frum- samda tónlist Söru við góðar viðtökur gesta. Kvartett píanóleikarans Söru Mjallar Magnúsdóttur á Kex Morgunblaði/Arnþór Birkisson Listafólk Óskar Guðjónsson á saxófón, Valdimar Olgeirsson á kontrabassa og Sara Mjöll Magnúsdóttir. Stemning Djasstónlist Söru Mjallar og félaga féll gestum vel í geð. Íhugul Auðvelt var að gleyma stað og stund. Innlifun Tónskáldið Sara Mjöll við píanóið á Kex hosteli. Snjó- og litaflóð nefnist sýning sem Reynir Vilhjálmsson, landslags- arkitekt og vatnslitamálari, opnar í Herhúsinu við Norðurgötu á Siglu- firði í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Reyni skiptist sýningin í tvo meginhluta, þar sem einn hlutinn er „tileinkaður Siglufirði og þá sér í lagi snjóvarnagörðunum sem nú vernda bæinn og íbúa bæjarins“ en hinn hluti sýnir vatnslitamyndir frá ýmsum stöðum. Að sögn Reynis vill hann með sýningunni vekja athygli bæjabúa og ferðamanna á að snjóvarnagarð- arnir á Siglufirði eru órjúfanlegur hluti af byggðinni. „Þar er að finna áhugaverðar útivistarleiðir – bæði undir og ofan við garðana – og eng- inn er svikinn af stórbrotnu útsýn- inu yfir bæinn,“ skrifar Reynir í sýningarskrá og bætir við. „sem landslagsarkitekt fékk ég einstakt tækifæri til að vera með í þverfag- legu teymi við gerð snjóvarnagarð- anna á Siglufirði, þar sem hlutverk landslagsarkitektsins var að gefa görðunum form og lögun og tengja þá nærumhverfinu. Varnagarð- arnir mynda græna veggi og fal- lega nýja ásýnd. Skýringateikning- arnar sem á sínum tíma voru kynntar á fjölmennum íbúafundum á Siglufirði hafa nú verið endur- unnar og breytt í vatnslitamyndir. Í vatnslitamyndunum vil ég draga fram síbreytileika ljóss og birtu; þar sem skuggar leika um fjalls- hlíðarnar og leitast m.a. við að draga upp sólstafi yfir hafflötinn.“ Opnar Snjó- og litaflóð á Siglufirði í dag Vatnslitir Reynir með hluta verka sinna. Óskar Pétursson söngvari, Eyþór Ingi Jónsson organisti og Hjalti Jónsson gítarleikari bjóða upp á óskalagatónleika í Akureyrar- kirkju annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20. Í tilkynningu er rifjað upp að Óskar og Eyþór hafi boðið upp á óskalagatónleika um versl- unarmannahelgina síðustu mörg árin. „Tónleikarnir fara þannig fram að tónleikagestir fá langan laga- lista og geta svo kallað og beðið um að þeirra uppáhaldslög séu flutt. Gríðarlega góð stemning hefur skapast á þessum tónleikum í gegn- um tíðina. Kirkjan er ávallt þétt- setin og alltaf stutt í gamansemina hjá flytjendunum,“ segir í tilkynn- ingu. Miðar fást á tix.is. Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju Þríeyki Eyþór, Óskar og Hjalti. Boðið verður upp á ferna tónleika á lokahelgi Sumartónleika í Skálholti í ár. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðlu- leikari leikur sónötur frá 17. öld eftir tónskáldin og fiðluvirtóúsana Biber og Schmelzer, ásamt nokkr- um minna þekktum samtímamönn- um þeirra laugardaginn 3. ágúst kl. 14 og sunnudaginn 4. ágúst kl. 16. Barokkbandið Brák kemur fram á tónleikum laugardaginn 3. ágúst kl. 16 og sunnudaginn 4. ágúst kl. 14. „Brák endurspeglar í efnis- skránni þessu sinni allt það besta sem Sumartónleikar hafa upp á að bjóða: þau munu ferðast fram og aftur í tíma og flytja tríósónötur eftir Corelli, hljómsveitarverk eftir Avison og Scarlatti, sem og ein- leiks- og kammerverk frá 20. öld. Það lítur út fyrir að hápunktur há- tíðarinnar hafi verið geymdur þangað til síðustu tónleikahelgina því á tónleikunum mun Brák frum- flytja nýtt verk eftir Þuríði Jóns- dóttur, staðartónskáld Sumar- tónleika,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Brák hafi verið starfrækt frá 2014, en bandið var stofnað af fiðluleikurunum Lauf- eyju Jensdóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Elfu Rún Kristinsdóttur, sem er jafnframt listrænn stjórnandi. Enginn að- gangseyrir er tekinn að tónleikum en tekið er á móti frjálsum fram- lögum. Verk eftir Biber, Cor- elli og Þuríði hljóma Staðartónskáld Þuríður Jónsdóttir. Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir í kvöld kl. 20 göngu milli húsa sem Guðjón Sam- úelsson, arkitekt og húsameistari ríkisins, teiknaði í Hafnarfirði, auk þess að ræða hugmyndir Guð- jóns um skipulag bæjarins. Pétur vinnur nú að bók um Guðjón sam- hliða sýningu sem sett verður upp í Hafnarborg í vetur. Gengið verður frá Hafnarborg. „Sem húsameistari ríkisins í þrjá- tíu ár brann Guðjón af metnaði fyr- ir hönd sinnar lítils metnu þjóðar og vildi gera veg hennar sem mest- an með verkum sínum. Opinber staða hans gaf honum einstakt tækifæri til áhrifa á byggingar- og skipulagsmál heillar þjóðar sem fáum arkitektum hefur hlotnast fyrr eða síðar,“ segir í tilkynningu. Húsameistarinn í Hafnarfirði í kvöld Pétur H. Ármannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.