Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Tekið verður á móti fyrstu gest-
unum í nýbyggingum Hótels Geysis
í Haukadal í dag, 1. ágúst. Alls eru
77 herbergi á hótelinu, öll vel búin
þægindum, 29-90 fermetrar að flat-
armáli. Eru herbergin í annarri
tveggja meginálma bygginganna
nýju sem eru um 9.400 fermetrar að
flatarmáli. Í hinni álmunni eru
gestamóttaka, eldhús og veit-
ingasalir sem að hluta eru byggðir
utan um eldri byggingar. Útveggir
byggingar íþróttaskólans, sem lengi
var starfrækur í Haukadal, eru eins
konar sviðsmynd þegar gengið er á
jarðhæð inn í veitingasalina, þar
sem eru sæti fyrir um 450 manns.
Vel fyrir öllu séð
„Uppbygging þessi hefur verið
langt en skemmtlegt ferli og gaman
að sjá þessar glæsilegu byggingar
reistar,“ segir Mábil Másdóttir hót-
elstjóri. Móðir hennar, Sigríður Vil-
hjálmsdóttir, ekkja Más Sigurðs-
sonar, er eigandi hótelsins en með
henni starfa Mábil og Sigurður
bróðir hennar. Einnig koma að mál-
um Elín Svafa Thoroddsen, eig-
inkona Sigurðar, og Sigríður Alma,
dóttir Mábilar. Má því segja að
þetta sé dæmigert fjölskyldufyr-
irtæki, með reyndar tugum starfs-
manna annars staðar frá, og segir
Elín þau Geysisfólk hafa verið sér-
lega heppin með mannskap. Um
fjögur ár eru síðan framkvæmd-
irnar á Geysi hófust. Byggingarnar,
sem Brynhildur Sólveigardóttir er
arkitekt að, eru beint fyrir neðan
hverasvæðið og var þess því sér-
staklega gætt að þær féllu vel inn í
umhverfið. Viðarklæðning á út-
veggjum gefur skemmtilegan svip
og litir falla vel að landi.
Innan dyra er sömuleiðis allt
mjög fagurlega útbúið og eftirtekt-
arvert, samkvæmt hugmyndahönn-
un Leifs Weldings sem hefur komið
að mörgum sambærilegum verk-
efnum. Þar má nefna að veggir eru
lagðir íslensku grjóti og timbri.
Herbergin eru þá björt og rúmgóð.
Svíturnar eru sex; þar af fimm 60
fermetrar að stærð, með bjartri
stofu, svefnberbergi, snyrtingu og
góðum útsýnissvölum. Þá er vel fyr-
ir öllu séð í veitingahúsi og eldhúsi,
sem tekið var í gagnið fyrir nokkr-
um misserum. Þar er allur búnaður
sérvalinn af Bjarka Hilmarssyni,
sem hefur verið matreiðslumeistari
á Hótel Geysi í um aldarfjórðung.
Þægindi og kröfur
„Útlitið er bjart og bókanir á hót-
elið nýja fara vel af stað, þótt við
höfum ekki mikið kynnt okkur til
þessa,“ segir Elín Svava Thorodd-
sen. „Þótt nú sé aðeins rólegra en
áður í ferðaþjónustunni tel ég okkur
vera á hárréttum tíma með þetta
hótel. Í þjónustu við ferðafólk, eins
og öðrum atvinnurekstri, koma allt-
af sveiflur og við erum því vel und-
irbúin til framtíðar litið. Óvíða er
byggt á jafn langri sögu og hér í að
taka á móti ferðamönnum. Upphafið
rekjum við til þess þegar Friðrik 8.
Danakonugur kom í Íslands-
heimsókn árið 1907, þá meðal ann-
ars með viðkomu á Geysi eins og
lengi var í minnum haft.“
Mábil Másdóttir tekur í sama
dreng og Elín mágkona hennar og
segir starfsemi nýja hótelsins hefj-
ast á hárréttum tíma. „Áherslumál
okkar er að gestir staldri hér ekki
við í eina heldur tvær til fjórar næt-
ur. Herbergin á hótelinu eru því bú-
in öllum helstu þægindum, enda er
það í samræmi við kröfur fólks sem
hér gistir þar sem áhugaverðir við-
komustaðir eru víða í nágrenninu.“
Umhverfi Skemmtilegt útsýni er af herbergissvölum m.a. yfir hótelgarðinn.
Svipur Hótelið fellur vel inn í umhverfið, bæði hvað varðar arkitektúr og litaval.
Morgunblaðið/Hari
Geysiskonur Frá vinstri: Mábil Másdóttir hótelstjóri, Sigríður Vilhjálms-
dóttir hótelstjóri, Elín Svafa Thoroddsen og Sigríður Alma Mábilardóttir.
Eldhúsið Bjarki Hilmarsson matreiðslumeistari hótelsins til áratuga.
Sviðsmynd Útveggir gamla íþróttaskólans eru nú inni í móttöku veitingasala hótelsins.
Glæsihótel á Geysi opnað í dag
Sex svítur í 77 herbergja hóteli Glæsileg hönnun bygginga sem falla að umhverfinu Gamlir
útveggir eru inni í miðju húsi Opnað á hárréttum tíma Fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu