Morgunblaðið - 01.08.2019, Síða 63
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Sérhæfum
okkur í hreinsun
á viðkvæmum
fatnaði
»Kvartett píanóleik-
arans Söru Mjallar
Magnúsdóttur lék á Kex
hosteli í vikunni. Auk
Söru komu þar fram
Óskar Guðjónsson á
saxófón, Valdimar
Olgeirsson á kontra-
bassa og Matthías Hem-
stock á trommur. Fluttu
þau skandinavískan
djass í bland við frum-
samda tónlist Söru við
góðar viðtökur gesta.
Kvartett píanóleikarans Söru Mjallar Magnúsdóttur á Kex
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Listafólk Óskar Guðjónsson á saxófón, Valdimar Olgeirsson á kontrabassa og Sara Mjöll Magnúsdóttir.
Stemning Djasstónlist Söru Mjallar og félaga féll gestum vel í geð.
Íhugul Auðvelt var að gleyma stað og stund. Innlifun Tónskáldið Sara Mjöll við píanóið á Kex hosteli.
Snjó- og litaflóð nefnist sýning sem
Reynir Vilhjálmsson, landslags-
arkitekt og vatnslitamálari, opnar í
Herhúsinu við Norðurgötu á Siglu-
firði í dag. Samkvæmt upplýsingum
frá Reyni skiptist sýningin í tvo
meginhluta, þar sem einn hlutinn
er „tileinkaður Siglufirði og þá sér í
lagi snjóvarnagörðunum sem nú
vernda bæinn og íbúa bæjarins“ en
hinn hluti sýnir vatnslitamyndir frá
ýmsum stöðum.
Að sögn Reynis vill hann með
sýningunni vekja athygli bæjabúa
og ferðamanna á að snjóvarnagarð-
arnir á Siglufirði eru órjúfanlegur
hluti af byggðinni. „Þar er að finna
áhugaverðar útivistarleiðir – bæði
undir og ofan við garðana – og eng-
inn er svikinn af stórbrotnu útsýn-
inu yfir bæinn,“ skrifar Reynir í
sýningarskrá og bætir við. „sem
landslagsarkitekt fékk ég einstakt
tækifæri til að vera með í þverfag-
legu teymi við gerð snjóvarnagarð-
anna á Siglufirði, þar sem hlutverk
landslagsarkitektsins var að gefa
görðunum form og lögun og tengja
þá nærumhverfinu. Varnagarð-
arnir mynda græna veggi og fal-
lega nýja ásýnd. Skýringateikning-
arnar sem á sínum tíma voru
kynntar á fjölmennum íbúafundum
á Siglufirði hafa nú verið endur-
unnar og breytt í vatnslitamyndir. Í
vatnslitamyndunum vil ég draga
fram síbreytileika ljóss og birtu;
þar sem skuggar leika um fjalls-
hlíðarnar og leitast m.a. við að
draga upp sólstafi yfir hafflötinn.“
Opnar Snjó- og litaflóð á Siglufirði í dag
Vatnslitir Reynir með hluta verka sinna.
Óskar Pétursson söngvari, Eyþór
Ingi Jónsson organisti og Hjalti
Jónsson gítarleikari bjóða upp á
óskalagatónleika í Akureyrar-
kirkju annað kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 20. Í tilkynningu er rifjað
upp að Óskar og Eyþór hafi boðið
upp á óskalagatónleika um versl-
unarmannahelgina síðustu mörg
árin.
„Tónleikarnir fara þannig fram
að tónleikagestir fá langan laga-
lista og geta svo kallað og beðið um
að þeirra uppáhaldslög séu flutt.
Gríðarlega góð stemning hefur
skapast á þessum tónleikum í gegn-
um tíðina. Kirkjan er ávallt þétt-
setin og alltaf stutt í gamansemina
hjá flytjendunum,“ segir í tilkynn-
ingu. Miðar fást á tix.is.
Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
Þríeyki Eyþór, Óskar og Hjalti.
Boðið verður upp á ferna tónleika á
lokahelgi Sumartónleika í Skálholti
í ár. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðlu-
leikari leikur sónötur frá 17. öld
eftir tónskáldin og fiðluvirtóúsana
Biber og Schmelzer, ásamt nokkr-
um minna þekktum samtímamönn-
um þeirra laugardaginn 3. ágúst kl.
14 og sunnudaginn 4. ágúst kl. 16.
Barokkbandið Brák kemur fram
á tónleikum laugardaginn 3. ágúst
kl. 16 og sunnudaginn 4. ágúst kl.
14. „Brák endurspeglar í efnis-
skránni þessu sinni allt það besta
sem Sumartónleikar hafa upp á að
bjóða: þau munu ferðast fram og
aftur í tíma og flytja tríósónötur
eftir Corelli, hljómsveitarverk eftir
Avison og Scarlatti, sem og ein-
leiks- og kammerverk frá 20. öld.
Það lítur út fyrir að hápunktur há-
tíðarinnar hafi verið geymdur
þangað til síðustu tónleikahelgina
því á tónleikunum mun Brák frum-
flytja nýtt verk eftir Þuríði Jóns-
dóttur, staðartónskáld Sumar-
tónleika,“ segir í tilkynningu. Þar
kemur fram að Brák hafi verið
starfrækt frá 2014, en bandið var
stofnað af fiðluleikurunum Lauf-
eyju Jensdóttur, Guðbjörgu Hlín
Guðmundsdóttur og Elfu Rún
Kristinsdóttur, sem er jafnframt
listrænn stjórnandi. Enginn að-
gangseyrir er tekinn að tónleikum
en tekið er á móti frjálsum fram-
lögum.
Verk eftir Biber, Cor-
elli og Þuríði hljóma
Staðartónskáld Þuríður Jónsdóttir.
Pétur H.
Ármannsson
arkitekt leiðir í
kvöld kl. 20
göngu milli húsa
sem Guðjón Sam-
úelsson, arkitekt
og húsameistari
ríkisins, teiknaði
í Hafnarfirði,
auk þess að ræða
hugmyndir Guð-
jóns um skipulag bæjarins. Pétur
vinnur nú að bók um Guðjón sam-
hliða sýningu sem sett verður upp í
Hafnarborg í vetur. Gengið verður
frá Hafnarborg.
„Sem húsameistari ríkisins í þrjá-
tíu ár brann Guðjón af metnaði fyr-
ir hönd sinnar lítils metnu þjóðar
og vildi gera veg hennar sem mest-
an með verkum sínum. Opinber
staða hans gaf honum einstakt
tækifæri til áhrifa á byggingar- og
skipulagsmál heillar þjóðar sem
fáum arkitektum hefur hlotnast
fyrr eða síðar,“ segir í tilkynningu.
Húsameistarinn í
Hafnarfirði í kvöld
Pétur H.
Ármannsson