Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.2019, Blaðsíða 22
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur tekið jákvætt í erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um úthlutun lóðar á Esju- melum á Kjalarnesi. Samþykkti ráð- ið að hafnar yrðu viðræður um út- færslu og skilmála úthlutunar undir forystu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í samráði við umhverf- is- og skipulagssvið. Höfði er í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. en við stofnun fyrirtækisins árið 1996 sam- einuðust tvö borgarfyrirtæki, Mal- bikunarstöð og Grjótnám Reykja- víkurborgar, í eitt félag. Höfði óskar eftir lóð sem sé allt að 65.000 fermetrar að stærð. „Til- drög umsóknar eru þau að núver- andi lóð fyrirtækisins við Elliðaár- vog (Sævarhöfði 6-10) verður tekin undir íbúðarbyggð og liggja þar miklir hagsmunir Reykjavíkur- borgar sem Höfði hefur fullan skiln- ing á,“ segir í bréfi Höfða. Búið er að segja upp afnota- og lóðarleigusamningi við félagið vegna núverandi aðstöðu. Uppsagn- arfrestur vegna þess samnings rennur út hinn 30. júní 2021 og þarf félagið því að vera tilbúið að hefja starfsemi á nýjum stað fyrir þann tíma. Malbik og vetrarþjónusta Það séu jafnframt miklir hags- munir Reykjavíkurborgar að þetta lykilfyrirtæki í malbiksframleiðslu og vetrarþjónustu í höfuðborginni sé áfram í fullum rekstri. Stjórn Höfða og stjórnendur hafi farið gaumgæfilega yfir þá kosti sem gætu verið í boði og telja að Esju- melar henti starfsemi félagsins. Á lóðinni þarf að vera rúm fyrir framleiðslustöðvar malbiks, sem eru nógu afkastamiklar til að anna eftir- spurn eftir vörum fyrirtækisins, auk tilheyrandi mannvirkja. Einnig þarf að vera gott rými fyrir hráefnalager fyrirtækisins. Fyrirtækið áformar að byggingar verði samtals 8.550 fermetrar, þar af verði framleiðslu- stöðvar malbiks ásamt tilheyrandi búnaði 7.000 m2. Rými fyrir hráefna- lager yrðu að mestu leyti yfirbyggð. Hráefnum (steinefnum) fyrir fram- leiðsluna er einkum safnað yfir vetr- ar- og vormánuði og þarf að vera pláss fyrir nokkrar tegundir stein- efna í mismunandi stærðum, um 80- 100.000 tonn í allt að 10 til 15 mis- stórum efnishaugum. Fram kemur í bréfi Höfða að gert sé ráð fyrir að birgðatankar asfalts verði annaðhvort í Sundahöfn eða Hafnarfjarðarhöfn, en til lengri tíma litið koma aðrar staðsetningar til greina. Væntanlega þarf að aka með asfaltið á tankbílum á Esju- mela. Höfði er nú með þrjá asfalttanka á athafnasvæði sínu. Asfaltið kom með sérstökum skipum sem lögðust að höfninni í Ártúnshöfða og þaðan var bikinu dælt í tankana. Höfnin er ekki lengur í notkun og tankarnir munu einnig víkja úr Ártúns- höfðanum. Höfði hyggst reisa framleiðslu- stöðvarnar með bestu fáanlegu tækni með tilliti til umhverfismála og útlits. Strangar kröfur gilda hér á landi um útblástur ryks og ann- arra efna vegna starfseminnar. Þeim er og verður fylgt, segir Höfði. Í Ártúnshöfða eru einnig Steypu- stöðin og BM Vallá. Þau fyrirtæki munu einnig víkja fyrir íbúðarbyggð í tímans rás. Mogunblaðið/sisi Malbikunarstöðin Höfði Núverandi athafnasvæði í Ártúnshöfða er umfangsmikið enda er vélabúnaður mikill og stórir haugar þar af steinefnum. Stefnt er að því að vélabúnaður í nýju stöðinni verði af fullkomnustu gerð. Framleiðsla malbiks á Kjalarnesið?  Malbikunarstöðin Höfði hefur sótt um lóð á Esjumelum  Verður að yfirgefa Ártúnshöfðann 2021 Asfalttankar Þrír tankar Höfða þurfa einnig að víkja fyrir íbúðarbyggð. Skip geta ekki lengur lagst að Ártúnshöfða og því verða tankarnir ekki í notkun. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019 Malbik er slitlag sem haft er á götur, flugvelli og víðar og framleitt úr grjótmulningi og jarðbiki, segir í alfræðiritinu Wikipediu. Algengt er að hlutfall grjót- mulnings í malbiki sé 93-95% en jarðbiks 5-7%. Hvort tveggja er síðan hitað upp og blandað saman við u.þ.b. 155-160°C. Að lokum er heitt malbikið valtað, til að þjappa því saman og fá slétt yfirborð. Grjótmuln- ingur og bik MALBIK FRAMLEITT í ferðalagið! Ódýrt og gott 110 kr.pk. Oatburst hafragrautur Ódýr t Ódýrt Morgun matur á 1 mín. 5stk. á 220 kr. Bland í poka Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 99 kr.pk. FP saltstangir, 250 g 199 kr.pk. FP safi 5 x 250 ml.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.