Morgunblaðið - 01.08.2019, Síða 54
Dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar
munu taka púlsinn á landsmönnum
og reiða fram bestu tónlistina, sem
er auðvitað eitt af aðalsmerkjum
stöðvarinnar. Einnig verður K100 í
góðu samstarfi við Samgöngustofu
sem mun halda okkur upplýstum um
ástandið á vegum landsins.
Takturinn fyrir helgina verður strax
sleginn klukkan fjögur á föstudag þegar
Verslómix K100 verður sett af stað. Besta
tónlistin verður mixuð saman án mikilla
truflana frá fjögur til sex til þess að
koma öllum af stað í fríið í góðu skapi. Í
kjölfarið mæta tveir menn sem eru
þekktir fyrir mikinn hressleika, þeir
Ásgeir Páll og Siggi Gunnars, og
stýra „Stóra verslóþættinum“ frá
sex og langt fram á kvöld. Síðan
verða dagskrárgerðarmenn stöðv-
arinnar á vaktinni alla helgina.
Það sem margir hins vegar vita
ekki er að K100 næst víða um
land, ekki bara á höfuðborgarsvæð-
inu. Þeir sem ætla að leggja leið
sína til Vestmannaeyja um helgina
geta t.d. hlustað á FM 102,7, þeir
sem ætla á Eina með öllu á Akureyri
geta hlustað á FM 93,9 og þeir sem
ætla vestur á Mýrarboltann geta hlust-
að á Ísafirði og Bolgunavík á FM 101,5 og
100,5. Þetta er aðeins hluti af útsending-
arsvæði stöðvarinnar en þú getur rýnt í kort-
ið hér að ofan og í kjölfarið gætt þess að vera
með stillt á rétta stöð um verslunarmanna-
helgina.
Hækkað í gleðinni
víða um land
Verslunarmannahelgin,
stærsta ferðahelgi ársins, er
fram undan og ætlar K100 ekki
að láta sitt eftir liggja í að
hækka í gleðinni á landinu.
Gleðipinnar Það verður létt
stemning á föstudagskvöld á K100.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 2019
Siggi Gunnars gefur hlustendum
tækifæri til þess að vinna draumafrí
í Borgarbyggð þessa dagana í leikn-
um „Hin fimm fræknu“ sem spilaður
er alla virka daga klukkan fimm.
„Ég spila stutta búta úr fimm lögum
í einni syrpu og bið svo hlustendur
að segja mér hvaða tónlistarmenn
eða hljómsveitir flytja þessi lög, í
réttri röð,“ segir Siggi og bætir við
að ef menn nái öllum rétt, í réttri
röð, fái þeir draumaferð í Borgar-
fjörðinn að launum. „Núna erum við
t.d. að gefa gistingu fyrir tvo í eina
nótt á nýju og glæsilegu hóteli í
Borgarnesi, B59, ásamt morgun-
verði og þriggja rétta kvöldverði á
veitingastaðnum þeirra. Einnig
fylgir með aðgangur í Lóu spa sem
er á hótelinu. Svo er aðgangur á sýn-
inguna Sögu Snorra í Snorrastofu.
Rúsínan í pylsuendanum er ferð inn
í íshellinn á Langjökli með Into the
glacier,“ segir Siggi.
Fókusinn settur á Borgarbyggð
K100 setur fókusinn á þá fjöl-
breyttu ferðaþjónustu sem er í boði í
Borgarbyggð þessa dagana. Hægt
er að lesa sér til um hugmyndir að
ýmsu skemmtilegu til að gera, nota-
lega staði til að gista á og góða veit-
ingastaði inni á heimasíðunni okkar,
k100.is.
Þú gætir unnið
draumafrí í Borgarbyggð
Þessa dagana beinir K100 sjónum að Borgarbyggð
og þeim spennandi hlutum sem hægt er að gera þar
í fríinu, hvort sem það er nú í sumar eða í haust.
Náttúrufegurð Borgarfjörðurinn er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð.
... stærsti uppskriftarvefur landsins!