Morgunblaðið - 26.08.2019, Side 12
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiski-
kóngurinn eins og hann er gjarnan
kallaður, í höfuðið á fiskbúð sem hann
rekur á Sogavegi í Reykjavík, hefur
ferðast vítt og breitt um landið á hús-
bíl í sumar og selt heita potta með
góðum árangri. Segist Kristján í
samtali við Morgunblaðið hafa selt
600 potta á síðasta ári og útlit sé fyrir
svipaða og jafnvel meiri sölu í ár.
„Ég er búinn að selja heita potta
núna í 15 ár samhliða fiskinum. Ég
fer gjarnan í „pottagírinn“ um miðjan
apríl og er á fullu fram í miðjan októ-
ber. Elsti sonur minn rekur fyrir mig
Fiskikónginn á sumrin. Ég mæti
þangað á morgnana og vinn til 10 en
sný mér þá að heitu pottunum,“ segir
Kristján.
Pottana hefur Kristján selt í gegn-
um heimasíðuna heitirpottar.is og í
gegnum verslun sína á Höfðabakka 1
við Gullinbrú, auk þess að selja þá í
húsbílnum, eins og fyrr sagði. „Ég og
eiginkonan vorum búin að eiga þenn-
an húsbíl í sex ár, risastóran amer-
ískan trukk. Þá byggðum við okkur
sumarbústað og hún vildi selja bílinn
en ég var tregur til. Niðurstaðan var
að ég lét fyrirtækið kaupa bílinn og
fékk svo þá hugmynd að leigja mér
kerru og fara á bílnum í söluferð til
Akureyrar. Svo fór þetta að vinda
upp á sig og ég fór að fara í fleiri sölu-
ferðir. Nú er þetta eiginlega orðið
fullt starf hjá mér.“
Eltir sólina
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Kristján var hann staddur á
Ólafsvík. Hann segist sjaldnast vita
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér. Hann elti sólina, enda er að hans
sögn best að selja heita potta í góðu
veðri. „Ég er alltaf með sex óselda
potta í bílnum þegar ég fer af stað en
tek líka pantanir og sel af lagernum. Í
gær var ég með fulla kerru af pottum,
eða sex potta, en nú eru tveir farnir.
Ég er yfirleitt tvo daga að klára pott-
ana úr kerrunni.“
Húsbíllinn og kerran eru engin
smásmíði, 18 metrar að lengd. „Til
samanburðar er gámaflutningabíll
með 40 feta gám aðeins 12 metra
langur. Það versta við þetta er að ef
ég kem heim á bóndabæi eða botn-
langa í hverfum er erfitt að snúa við.
Ég er orðinn algjör meistari í að
bakka bílnum.“
Spurður hvernig hann tekur pott-
ana af kerrunni segir Kristján að það
sé lítið mál. Hægt sé að nota hafn-
arkrana eða ýmis landbúnaðartæki á
þeim stöðum sem hann kemur á.
„Mér finnst auðveldara að afhenda
potta úti á landi en í Reykjavík. Á Ak-
ureyri eiga til dæmis allir sína eigin
kerru.“
Hefur engu að tapa
Hver er skýringin á þessari miklu
velgengni að mati Kristjáns? „Ég
held ég sé bara eitthvað klikkaður.
Maður fær einhverja klikkaða hug-
mynd og svo framkvæmir maður
hana. Maður hefur engu að tapa.“
Kristján segist ekki vita hver hlut-
deild hans á markaðnum er í pottasöl-
unni, en segir að salan sé á heims-
mælikvarða. „Ég heyrði það að miðað
við söluna í okkar einu verslun vær-
um við fjórða söluhæsta pottabúð í
heiminum, sé horft til sölu í stökum
verslunum. Menn sem ég hef hitt frá
Bandaríkjunum og Kanada sem eru
búnir að vera í tugi ára í þessum
bransa hafa ekki heyrt svona tölur
áður.“
Kristján segir að vinnudagurinn sé
oft langur. „Síðasti viðskiptavinurinn
fór út úr bílnum klukkan hálftvö í
nótt. Þetta er rosalega skemmtilegt
og gefandi starf og það skemmtileg-
asta sem ég hef unnið á ævinni. Ég
hef selt fisk í 30 ár á sama staðnum en
hér ertu að þvælast um landið og
hitta fólk.“
Pottarnir sem Kristján selur eru af
ýmsum gerðum – rafmagnspottar,
hitaveitupottar og jafnvel sundlaug-
ar. Þá selur hann ýmsan hliðarbúnað
eins og lok, tröppur og hreinsiefni.
Pottana kaupir hann frá Kanada,
Bandaríkjunum og Kína.
„Ég á yfirleitt 250 potta á lager og
því er úr nógu að velja. Ég held að
engin pottaverslun í heiminum hafi
svona stóran lager.“
Kristján er þekkt nafn í íslensku
samfélagi. Bæði hefur hann auglýst
þjónustu sína af kappi en einnig verið
með matreiðsluþætti í sjónvarpi m.a.
Hjálpar það ekki til við pottasöluna?
„Ég verð alltaf smá hrærður ef fólk
þekkir mig en mér finnst það bara
skrýtið. Ég hef bara unnið við að selja
fisk og það er ekkert merkilegt starf í
sjálfu sér. En þetta hefur hjálpað
mér. Aðalmálið er að vera maður
sjálfur, vera heiðarlegur og koma vel
fram,“ segir Kristján að lokum.
Selur 600 heita potta á ári
Selur mest í góðu veðri Ferðast um á húsbíl á sumrin með sex potta í kerru
Sonurinn rekur Fiskikónginn yfir sumartímann Er með 250 potta á lager
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sölumaður Ameríski húsbíllinn og
kerran eru engin smásmíði, eða 18
metrar að lengd. Kristján er með
250 potta á lager.
Heitir pottar
» Kristján selur heitavatns-
potta, rafmagnspotta, sund-
laugar og ýmsan búnað sem
tengist pottunum.
» Hefur verið fisksali í 30 ár.
» Pottarnir koma frá Banda-
ríkjunum, Kanada og Kína.
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
Jens Weidmann,
bankastjóri þýska
seðlabankans,
hefur lýst sig
andvígan því að
kulnun í stærsta
hagkerfi Evrópu
verði mætt með
víðtækum efna-
hagslegum örv-
unaraðgerðum.
Weidmann sagði við Financial
Times að ástæðulaust væri að missa
stjórn á sér af hræðslu jafnvel þótt
stefndi í samdrátt í þýska hagkerf-
inu í fyrsta sinn í sex ár. Dróst hag-
kerfið lítilsháttar saman á öðrum
fjórðungi ársins, aðallega vegna
spennu í viðskiptasambandi Banda-
ríkjanna og Kína, veiks hagvaxtar á
heimsvísu og vegna ótta við afleið-
ingar útgöngu Breta úr ESB.
Ummæli Weidmanns þykja end-
urspegla djúpan klofning meðal
leiðtoga helstu hagkerfa heims um
hvernig brugðist skuli við merkjum
þess efnis að áratugar uppsveiflu í
alþjóðahagkerfinu sé að ljúka.
Weidmann sagðist leggjast gegn
því að Evrópubankinn (ECB) hæfi
að nýju veruleg kaup á skuldabréf-
um. Hann sagðist einkum og sér í
lagi leggjast gegn kaupum á ríkis-
verðbréfum vegna þess að þau
gætu hulið mörkin milli ríkisfjár-
málanna og peningastefnunnar
móðu.
„Spurningin er hvort nýjar að-
gerðir séu nauðsynlegar út frá
verðbólguhorfum okkar, sérstak-
lega þó ef hjáverkun ykist og skil-
virkni minnkaði,“ sagði Weidmann.
agas@mbl.is.
Andsnúinn
örvunar-
aðgerðum
Jens Weidmann
26. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.61 125.21 124.91
Sterlingspund 152.21 152.95 152.58
Kanadadalur 93.51 94.05 93.78
Dönsk króna 18.469 18.577 18.523
Norsk króna 13.852 13.934 13.893
Sænsk króna 12.849 12.925 12.887
Svissn. franki 126.18 126.88 126.53
Japanskt jen 1.1681 1.1749 1.1715
SDR 170.66 171.68 171.17
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.5674
Hrávöruverð
Gull 1495.5 ($/únsa)
Ál 1738.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.11 ($/fatið) Brent