Morgunblaðið - 26.08.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
FIGGJO LEIRTAU FYRIR
MÖTUNEYTI OG SKÓLA
Figgjo er norskt hágæða merki í borðbúnaði
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Lögreglan í Hong Kong greip til
þess ráðs að sprauta vatni á mót-
mælendur og hleypti einnig af föst-
um skotum í fyrsta skipti í sögu mót-
mælanna þar.
Talsmaður lögreglunnar í Hong
Kong, Leung Kwok Win, tjáði fjöl-
miðlum að skoti hefði verið hleypt af
byssu lögreglumanns. Á fréttavef
AFP er haft eftir honum: „Af því er
ég best veit þá var það einkennis-
klæddur lögreglumaður sem hleypti
af skoti.“ Hann upplýsti þó ekki
hvort einhver hefði særst í kjölfarið.
Almenningur hefur nú mótmælt
í þrjá mánuði í Hong Kong. Fyrst
um sinn var mótmælt frumvarpi sem
ríkisstjóri Hong Kong, Carrie Lam,
hugðist leggja fram og hefði heim-
ilað framsal afbrotamanna til Kína.
Íbúar Hong Kong töldu fyrirætlan-
irnar vera skýrt merki um að Kína
væri að auka völd sín yfir sjálfstjórn-
arhéraðinu og hafa því mótmælt á
götum Hong Kong síðan í júní. Með
vikunum hafa mótmælin hins vegar
þróast út í almenn mótmæli gegn
stjórnvöldum í Hong Kong. Stærst-
ur hluti mótmælenda eru háskóla-
nemar.
Mótmælafundur hófst um eftir-
miðdaginn í gær í Tsuen Wan-héraði
í Hong Kong en aukin harka færðist í
mótmælin með kvöldinu. Þá kom til
átaka milli mótmælenda og óeirða-
lögreglunnar, sem hafði varla hemil
á ungum, grímuklæddum mótmæl-
endum, vopnuðum steinum og bamb-
usspjótum svo fátt eitt sé nefnt.
Lögreglan beitti táragasi til að
hafa hemil á mótmælunum en
sprautaði síðan vatni á mótmælend-
ur með slökkvidælum í fyrsta sinn í
sögu mótmælanna. Ekki er vitað til
þess að neinn hafi særst í þeim átök-
um en mannréttindasamtökin Am-
nesty International hafa varað við
notkun vatnskrana þar sem þeir
gætu ógnað öryggi mótmælenda og
leitt til enn frekari átaka. Nokkrir
særðust í mótmælunum á laugardag
en mótmælin halda nú áfram, að
liðnu vikuhléi.
Fordæma ofbeldið
Stjórnvöld í Hong Kong for-
dæmdu meint skemmdarverk og of-
beldi mótmælenda á laugardag, að
því er fram kom í umfjöllun South
China Morning Post. Þá hafði AFP
eftir 19 ára gömlum kínverskum há-
skólanema að honum sýndist það
„ekki bera neinn árangur að mót-
mæla friðsamlega“. Þá hafa leiðtog-
ar stúdentahreyfinga í Hong Kong
hvatt námsmenn til að sniðganga
fyrirlestra fyrstu tvær vikur skóla-
annarinnar sem er nýhafin.
AFP
Óeirðir Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu hafa staðið yfir í um 3 mánuði.
Átök í mótmælum í Hong Kong
Lögregla hleypti af föstum skotum í fyrsta skipti í mótmælunum Hafa nú staðið yfir í þrjá
mánuði Vatni, gúmmíkúlum og táragasi verið beitt hingað til Mótmæla stjórnvöldum í Kína
Javad Zarif, utanríkisráðherra Ír-
ans, sótti leiðtogafund G7-
ríkjanna, að beiðni Emmanuels
Macron, forseta Frakklands.
Koma Zarifs var ekki tilkynnt öðr-
um þjóðarleiðtogum. Fundinn
sóttu einnig leiðtogar Bretlands,
Kanada, Þýskalands, Ítalíu, Japan
og Bandaríkjanna, að því er fram
kemur á fréttavef AFP.
Macron bauð Zarif á leiðtoga-
fund ríkjanna sjö til þess að draga
úr vaxandi spennu milli Írans og
Bandaríkjanna en þó er ekki gert
ráð fyrir því að utanríkisráðherra
Írans muni ræða einslega við Don-
ald Trump Bandaríkjaforseta.
Leiðtogafundur G7-ríkjanna fór
fram um helgina í Biarritz í suð-
vesturhluta Frakklands. Leiðtogar
Frakklands, Þýskalands og Bret-
lands lögðu áherslu á að ræða
skógareldana miklu sem nú geisa í
Amazon-frumskóginum.
Vel fór á með Donald Trump og
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, á morgunverðarfundi
leiðtoganna í Biarritz, þar sem
spenna á viðskiptamarkaði, út-
ganga Breta úr Evrópusamband-
inu og skógareldarnir voru til um-
ræðu.
Áður en Johnson hélt á morgun-
verðarfundinn sagði hann Banda-
ríkin verða að afnema höft á bresk
fyrirtæki, vildu þau gera fríversl-
unarsamning við Bretland.
Trump segir viðamikinn fríversl-
unarsamning við Bretland vera í
undirbúningi og eftir morgunverð-
arfund leiðtoganna tveggja lofaði
hann því að samningurinn yrði af-
ar umfangsmikill. veronika@mbl.is
Íran óvænt á
fund G7-ríkja
Skógareldarnir í Amazon-frumskóg-
inum voru á meðal umræðuefna
AFP
Leiðtogafundur Leiðtogar aðild-
arríkja G7 funduðu um helgina.
Mexíkóskar maríatsí-sveitir spiluðu á 26. alþjóðlegu
hátíðinni „Mariachi and Charro International Festival“
sem haldin var í mexíkósku borginni Guadalajara.
Maríatsí-tónlist var á heimsminjaskrá UNESCO árið
2011 lýst „hluti af ósnertanlegum menningararfi mann-
kyns“. veronika@mbl.is
AFP
Fjölmenni á mexíkóskri tónlistarhátíð
Minnst sjö létust á Mallorca, þegar tveggja sæta einka-
flugvél og þyrla rákust saman á flugi í gær. Sagt er frá
þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins (BBC).
Slysið varð í nágrenni við Inca, vinsælan ferða-
mannastað á norðurhluta eynnar. Fimm hinna látnu
voru í þyrlunni en tveir voru um borð í flugvélinni.
Mikil mildi þykir að enginn hafi látist á jörðu niðri því
erlendir fréttamiðlar greina frá því að brak úr vél-
unum hafi fallið nærri mannvirkjum og umferðar-
götum. Forseti Mallorca, Francina Armengol, lýsti því
yfir að björgunaraðgerðir stæðu yfir á svæðinu en í
gær var litlar upplýsingar að fá um hina látnu.
SPÁNN
Þyrla og flugvél rákust á
Slysið varð í ná-
grenni við Inca.
Ísraelski herinn gerði loftárásir á nokkrar bækistöðvar
íranska hersins í Sýrlandi í gær. Ísraelsk yfirvöld hafa
lýst því yfir að aðförin hafi verið til þess að sporna við
væntanlegri drónaárás Írana. Fréttavefur breska rík-
isútvarpsins (BBC) greindi frá þessu.
Í kjölfar árásanna sagði forsætisráðherra Ísraels,
Benjamin Netanyahu, herinn ávallt bregðast við árás-
artilburðum Írana.
Ísraelski herinn lætur vanalega lítið bera á aðgerðum
hersins í Sýrlandi en ísraelsk stjórnvöld vöktu athygli á
aðgerðunum á laugardag og lýstu því yfir að brugðist
hefði verið skjótt við.
SÝRLAND
Réðust á bækistöðvar Írana
Benjamin
Netanyahu