Morgunblaðið - 26.08.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 26.08.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skógareldar íAmazon-regnskóg- inum urðu óvænt að einu helsta um- ræðuefni leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims þegar þeir funduðu í franska strandbænum Biarritz um helgina. Féllu í aðdraganda fundarins mikil gífuryrði, og hótuðu helstu leiðtogar Evrópu- sambandsins, þar á meðal Emmanuel Macron Frakk- landsforseti og Donald Tusk, fráfarandi forseti leiðtogaráðs sambandsins, að ekkert yrði úr fríverslunarsamningi Evrópu- sambandsins og Mercosur, sam- taka ríkja í Suður-Ameríku, ef Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tæki ekki harðar á skógareld- unum. Þrýstingurinn virðist hafa virkað að einhverju leyti og Bol- sonaro ákvað um helgina að skipa brasilíska hernum að að- stoða við slökkvistörf. Engu að síður stóðu öll spjót á forsetanum, þar sem hann og ríkisstjórn hans voru sögð bera ábyrgð á því að um 75.000 skóg- areldar, mismiklir að stærð og umfangi, hefðu verið tilkynntir það sem af er ári. Er sá fjöldi sagður hafa slegið öll met síðan byrjað var að halda utan um þá tölfræði, en sjaldnast fylgir sög- unni að fjöldi skóg- arelda í Brasilíu var fyrst talinn árið 2013. Öðru sem flíkað hefur verið í um- ræðunni er að „lungu“ heimsins séu að brenna, og um leið haldið fram að Ama- zon-skógurinn framleiði 20% af öllu súrefni jarðarinnar. Þessi tölfræði er vafasöm, svo ekki sé meira sagt, en meira að segja Macron Frakklandsforseti gat ekki stillt sig um að „tísta“ henni á samfélagsmiðlum fyrir helgi. Hin raunverulega tala er nær 6% og segja þeir fræði- menn sem gleggst þekkja til að súrefnisframleiðsla jarðarinnar sé ekki í hættu vegna eldanna. Þar með er ekki sagt að skóg- areldarnir séu ekki mikið áhyggjuefni fyrir umhverfið. Þar má fyrst nefna að eldarnir leysa úr læðingi mikið af kol- efnum, sem aftur geta ýtt undir gróðurhúsaáhrif. Þá er fjöl- breytt lífríki í Amazon- skóginum með um þremur millj- ónum tegunda dýra og plantna, og tilvist þess er teflt í hættu þegar gengið er á skóginn. Það er því brýnt að það takist að draga úr tíðni skógareldanna. Gífuryrði og skálduð tölfræði hjálpa hins vegar ekki málstað umhverfisins á neinn hátt. Gróðureldar í Ama- zon eru áhyggjuefni, en gífuryrði hjálpa ekki til} Pólitískir skógareldar Rússneska skipiðAkademik Lo- monosov hélt úr heimahöfn í Múr- mansk á föstudag til norðausturhluta Síberíu. Sigling skipsins um heimskautahöfin væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök, að um borð er kjarnorkuver, og hyggjast Rússar nota það til að framleiða rafmagn fyrir af- skekktari byggðir hins víðáttu- mikla lands. Viðbrögðin við þessu tiltæki Rússa hafa verið blendin, en umhverfisverndarsamtök á borð við Greenpeace hafa meðal ann- ars vísað í bæði Tsjernóbíl-slysið og jómfrúsiglingu Titanic til þess að vara við þeim hættum sem fylgja starfsemi hins fljót- andi kjarnorkuvers. Er það ekki síst ákvörðun rússnesku kjarn- orkumálastofnunarinnar Ros- atom, um að úrgangurinn úr verinu verði geymdur um borð sem hefur vakið ugg um að færi eitthvað úrskeiðis, gæti það haft mikil og alvarleg áhrif á lífríki norðurslóða. Þá er líka umhugsunarefni, að skipinu er ætlað að starfa á slóð- um þar sem veðurfar er mislynt og ótryggt, og engir innviðir til hreinsunar- og björgunarstarfa eru til staðar. Vert er að gefa öll- um slíkum áhyggjum góðan gaum, en á sama tíma má hafa í huga, að kjarnakljúf- arnir um borð í Lo- monosov eru ekki mikið stærri en þeir sem þegar eru notaðir um borð í sumum kjarnorkuknúnum skipum, þar á meðal ísbrjótum, sem Rússar nota nú á þessum slóðum. Frá sjónarhóli rússneskra stjórnvalda er það því kannski stigsmunur frekar en eðlismunur hvert orkunni er beint, og eflaust er nokkur hagræðing fólgin í því að þurfa ekki að reisa slíkt orku- ver á landi. Um leið opnar hið fljótandi kjarnorkuver tækifæri fyrir Rússa á norðurslóðum. Stjórnvöld í Moskvu hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist smíða fleiri skip af þessu tagi og nota meðfram norðurströnd Rúss- lands. Þar mun þeim meðal ann- ars ætlað að knýja olíuborpalla og aðra nýtingu auðlinda í Norð- ur-Íshafi. Fylgjast þarf grannt með þess- ari þróun, og eiga Íslendingar ekki síst mikið undir því að fyllsta öryggis verði gætt við þetta framtak Rússa. Beislun kjarn- orku getur fylgt mikill ávinn- ingur, en fari eitthvað úrskeiðis geta afleiðingarnar orðið bæði langvarandi og geigvænlegar. Nýtt kjarnorkuver Rússa vekur umtal} Fljótandi Tsjernóbíl eða einfalt orkuver? S em betur fer eru flestir þeirrar skoð- unar að allir eigi að njóta mannrétt- inda og þar séu engar undantekn- ingar. Í tillögum stjórnlagaráðs var langur listi. Ekki skyldi mismuna á grunni „kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, lit- arháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúar- bragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Gott fólk er sammála þessari hugsun. En hvaða réttur er heilagri en rétturinn til atvinnu og virðingar? Stórt skref í jafnréttismálum var stigið þeg- ar frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun var samþykkt. Sífellt erum við minnt á að útrýma fordómum vegna fötlunar, kynhneigðar og lit- arháttar. Aldursfordómar lifa þó enn góðu lífi og lítið spornað við þeim. Nýleg dæmi eru um að í umræðu í samfélaginu sé gert lítið úr andstæðingunum vegna þess að þeir séu „rugluð gamalmenni“. Er ekki nóg að segja að þeir séu ruglaðir, ef velja þarf niðrandi lýsingu? Sjálfum varð mér það á í fyrra að tala um ógeðslega gamla karla sem gerðu lítið úr kon- um sem höfðu orðið fyrir kynferðisárásum. Þarna var ég með enska hugtakið Dirty old men í huga, en auðvitað var nóg að tala um ógeðslega karla, ef ég vildi á annað borð fara á þetta plan. Ég fékk vinsamlega ábendingu um orð- færið, en ekki þá holskeflu sem ég átti skilið, eins og gerst hefði ef ég hefði vísað í kynhneigð eða litarhátt karlanna. Sagt er í gríni að fólk sem er orðið 67 ára sé þar með „löggilt gamalmenni“. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ástæðan er sú að við þennan aldur öðluðust margir rétt til þess að taka lífeyri frá Tryggingastofnun. En talan 67 er núna ekkert annað en tala. Hjá bæði TR og lífeyrissjóðum er hægt að fresta töku ellilífeyris til allt að 80 ára aldurs gegn var- anlegri hækkun, eða flýta til 65 ára aldurs gegn lækkun. Það er engin heilög tala í ellilífeyri. Önnur tala og alvarlegri er 70 ár. Þá er fólki sem vinnur hjá ríkinu ýtt út af vinnumarkaði. Bankar hafa jafnvel miðað við 65 ára ellilífeyr- isaldur. Sú viðmiðun nær þó ekki til bankaráða sem er illskiljanlegt, því að ef fólk hefur ekki lengur andlega burði til þess að vinna í banka, hvernig getur það stjórnað honum? Algengt er að þeir sem hafa misst vinnu á al- mennum vinnumarkaði verði leiðsögumenn fyrir erlenda ferðamenn sem er auðvitað hið besta mál. En hvers vegna mátti fólkið ekki einfaldlega nýta þekkingu sína þar sem það hafði unnið megnið af ævinni? Auðvitað á að miða við hæfni til starfa en hvorki aldur, kyn, litarhátt né nokkuð annað. Viðreisn vill afnema þvinguð starfslok vegna aldurs, þannig að þeir sem vilja og geta haldi sínu striki án tillits til fjölda afmælisdaga. Hættum að stimpla fólk sem löggilt eða rugluð gamal- menni. Berum virðingu fyrir öllum, óháð aldri. Benedikt Jóhannesson Pistill Fáir gera gömlum betur Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íslendingar eru komnir í ann-að sætið meðal Evrópuþjóða íhlutdeild seldra rafbíla af seld-um nýjum bílum í hverju landi fyrir sig, samkvæmt nýjum saman- burði vefrits EV-Volumes.com. Á Ís- landi er hlutdeild hreinna rafbíla og tengiltvinnbíla sögð hafa verið tæp 11% af seldum bílum á fyrri helmingi ársins. Norðmenn bera höfuð og herðar yfir aðrar Evrópuþjóðir en 47% seldra bíla í Noregi á fyrstu sex mánuðum ársins eru með rafmótor, og að lang- stærstum hluta er þar um hreina raf- bíla að ræða eða 38%. Sala rafbíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni, er sögð hafa aukist um 52% á Íslandi á fyrri helmingi ársins samanborið við fyrri helming ársins 2018 en sala tengiltvinnbíla, þ.e. bíla sem ganga bæði fyrir eldsneyti og raf- magni og hægt er að hlaða með raf- magnstengli, er sögð hafa dregist saman um 41%. Svíar eru í þriðja sæti á listanum yfir hlut rafmagnsknúinna bíla af seldum bílum í löndum Evrópu og Hollendingar í því fjórða. Alls voru seldir 259 þúsund raf- magnsbílar í löndum Evrópu á fyrri helmingi ársins og jókst salan um 34% miðað við sama tímabil í fyrra. Er aukningin langmest í sölu bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Flest- ir rafmagnsbílar voru seldir í Þýska- landi, sem skaust fram úr Noregi í fjölda seldra rafbíla á fyrstu sex mán- uðum ársins. Söluhæsti rafbíllinn á þessu tímabili í Evrópu var Tesla Model-3. Seldust 38 þúsund bílar af þeirri tegund í Evrópu. 4-5% af bílaflota landsins Í umfjöllun greiningarfyrirtæk- isins 24/7 Wall Street segir að skv. þessum tölum megi reikna með að á þessu ári muni rafhleðslustöðvum í Evrópu fjölda í um 100 þúsund stöðv- ar en þær voru 80 þúsund fyrir tveim- ur árum. Sé við því að búast að í lok þessa árs verði um 3,2 milljónir rafknúinna bíla komnir í notkun í öll- um löndum heims og árlegur vöxtur sé um 57%. Svonefndir hybrid tvinnbílar sem ganga fyrir eldsneyti og rafmagni en er ekki hægt að hlaða með rafleiðslu eru ekki tilteknir í samanburði EV- Volumes á sölu rafbíla, sem birtir ein- göngu tölur um raftengilbíla, en skv. tölum yfir skráningu nýrra bíla hér á landi voru hybrid tvinnbílar um 6% af nýskráningum allra bíla á fyrri helm- ingi ársins. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu teljast allar tegundir rafbíla, hreinir rafbílar, hybrid (bens- ín og rafmagn) og tengiltvinnbílar (bensín og raftengill) um 19% af heildarsölunni á fyrri helmingi ársins. Skv. skráningartölum sem feng- ust hjá Bílgreinasambandinu fyrir helgi voru hreinir rafbílar 5% af öll- um seldum ökutækjum á fyrri helm- ingi ársins og tæp 6% af seldum fólksbílum, sem er nokkru hærra hlutfall en fram kemur í tölum EV- Volumes. Markaðshlutdeild tengil- tvinnbíla var um 7% af öllum nýjum bílum á fyrri hluta þessa árs og sam- anlögð hlutdeild allra nýskráðra tvinnbíla (bensín og rafmagn og bensín og raftengill) var 13%. Rafbílar og tengiltvinnbílar eru komnir í 4-5% af heildarbílaflota landsmanna. Hreinir rafmagnsbílar telja nú tæp þrjú þúsund og er hlut- deild þeirra af bílum í umferð hér á landi 1,3% en hlutur tengiltvinnbíla, sem eru tæplega 6.700 talsins, er um 3%. Bensínknúnir bílar voru sam- kvæmt seinustu tölum sem fengust hjá Bílgreinasambandinu tæplega 137 þúsund talsins eða tæplega 61% alls bílaflotans og dísilbílarnir 76.566, sem svarar til rúmlega 34% af heild- arflotanum hér á landi. Í 2. sæti í Evrópu yfir selda rafbíla Hlutur rafbíla af seldum fólksbílum Tíu lönd með hæsta hlutdeild seldra rafbíla á fyrri helmingi ársins 2019 1. Noregur 2. Ísland 3. Svíþjóð 4. Holland 5. Kína 6. Sviss 7. Finnland 8. Portúgal 9. Danmörk 10. Austurríki 38% (+73%) 9% (-45%) 4,2% (+52%) 6,6% (-41%) 3,4% (+252%) 4,0% (-2%) 6,0% (+115%) 1,0% (+156%) 3,7% 1,1% Samtals 4,8% 3,5% 0,9% Samtals 4,4% 1,3% 3,0% Samtals 4,3% 2,6% 1,4% Samtals 4,0% 1,9% 1,2% Samtals 3,1% 2,4% 0,5% Samtals 3,1% Heimild: EVvolumes.com Samtals 47% Samtals 10,8% Samtals 7,4% Samtals 7,0% Hreinir rafbílar Tengiltvinnbílar (aukning frá fyrri helmingi ársins 2018 í sviga) Íslendingar eru á toppnum í nýj- um samanburði á verðlagningu á bensíni og dísilolíu í 30 lönd- um (í Evrópu, og Bandaríkin) að því er sagt er frá í nýrri frétt á vefsíðu FÍB. Þar er vitnað í nýjan samanburð Automobile Asso- ciation í Bretlandi á eldsneytis- verði í júlí. Í umfjöllun FÍB kem- ur fram að Norðmenn eru í öðru sæti listans yfir hæsta elds- neytisverðið. Verðmunur á bensínlítra milli Íslands (237,20 kr) og Noregs (236,09 kr.) er ekki marktækur en verðmun- urinn er sagður meiri á dísil- olíunni eða tæpar 11 kr. miðað við næst dýrasta dísillítrann sem fæst einnig í Noregi. SAMANBURÐUR Á VERÐI Bílar Nýskráðum bílum fækkaði á fyrri hluta árs en rafbílum fjölgar í flotanum. Eldsneyti dýrast hér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.