Morgunblaðið - 26.08.2019, Side 27

Morgunblaðið - 26.08.2019, Side 27
bíður og verndar það sem er fyrir aftan þá. Eftir erfiðleika stóran hluta tímabils gæti sumarið hjá Vík- ingum orðið ansi gott þegar uppi er staðið. Takist liðinu að safna stigum í þeim deildarleikjum sem eftir eru og vinna FH í bikarúrslitum, er alls ekki hægt að kvarta í Fossvoginum. Það er hinsvegar lítið að frétta hjá Grindavík. Liðið er með einn sigur í síðustu þrettán og það var gegn ÍBV. Síðasti deildarsigur gegn öðru liði en langneðstum og föllnum Eyjamönnum kom 20. maí á móti Fylki. Fótbolti Grindavíkur er leið- inlegur og í þokkabót ekki sér- staklega árangursríkur. Liðið tefur oft frá fyrstu mínútu og virðist him- inlifandi með markalaust jafntefli í leikjum sem mikilvægt er að vinna. Grindavík mætir KA á heimavelli í næstu umferð í leik sem verður hreinlega að vinnast. Þá verður liðið að þora að sækja til sigurs, en ekki bíða eftir andstæðingnum, tefja og vona það besta. Spili Grindavík ekki betur á heimavelli sínum í öðrum úrslitaleik næsta laugardag, er stutt í að liðið geti farið að pakka saman og kveðja efstu deild. johanningi@mbl.is Endurtekið efni frá 2006 Eyjamenn eru fallnir úr efstu deild karla eftir afar erfitt sumar í knattspyrnunni. ÍBV féll síðast nið- ur síðsumars árið 2006. Merkilegt nokk þá féll liðið einnig eftir tap fyr- ir ÍA á Skaganum. Örlög Eyjamanna gátu varla orð- ið önnur úr því sem komið var. Eftir átján leiki, sem var leikjafjöldinn í gamla Íslandsmótsinu, þá er liðið aðeins með 6 stig. Það er einfaldlega allt of lítil uppskera til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Frammistaða liðsins á laugardag- inn var örugglega ekki sú versta í sumar en Skagamenn voru engu að síður sterkari og sköpuðu sér fleiri marktækifæri. Erfitt er að átta sig á því hvar ÍA gæti endað þegar upp verður staðið. Sigurinn var kær- kominn fyrir Skagamenn en þeir eru nú með 25 stig eins og HK. ÍA gæti enn endað í efri hlutanum ef vel tekst til í síðustu umferðunum. Undirritaður fjallaði einnig um leik liðanna árið 2006 fyrir blaðið. Þá hafði þjálfari tekið við ÍBV-liðinu í ágúst sem ekki var mikið látið með á þeim tíma. Heimir Hallgrímsson heitir hann og reif hann ÍBV upp í toppbaráttu nokkrum árum síðar. Ian Jeffs sem tók við ÍBV á miðju sumri gæti því þess vegna átt flott- an feril framundan sem þjálfari. Hver veit? kris@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason Einbeiting Skúli Jón Friðgeirsson skallar boltann einbeittur gegn KA í gær. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. JAPANSKIR HNÍFAR Allt fyrir eldhúsið Hágæða hnífar og töskur Allir velkomnir Einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! 1:0 Ágúst Eðvald Hlynsson 80. I Gul spjöldErlingur Agnarsson, Dofri Snorrason (Víkingi), Gunnar Þor- steinsson, Sigurjón Rúnarsson, Rodrigo Gómez (Grindavík). Dómari: Erlendur Eiríksson, 7. Áhorfendur: 606. VÍKINGUR R. – GRINDAVÍK 1:0 M Atli Hrafn Andrason (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Davíð Örn Atlason (Víkingi) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Halldór S. Sigurðsson (Víkingi) Kári Árnason (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Josip Zeba (Grindavík) Rodrigo Gómes (Grindavík) Vladan Djogatovic (Grindavík) 1:0 Einar Logi Einarsson 45. 2:0 Tryggvi H. Haraldsson 62. (víti) 2:1 Gary Martin 72. I Gul spjöldOran Jackson ÍBV. I Rauð spjöldEngin. Dómari: Þorvaldur Árnason, 7. Áhorfendur: 519. ÍA – ÍBV 2:1 MM Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA) M Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA) Einar Logi Einarsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA) Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Gary Martin (ÍBV) I Gul spjöldAndri Fannar Stefánsson, Iosu Villar, Elfar Árni Aðalsteinsson (KA), Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR). I Rauð spjöldEngin. KA – KR 0:0 Dómari: Pétur Guðmundsson, 7. Áhorfendur: 734. M Almarr Ormarsson (KA) Brynjar Ingi Bjarnason (KA) Callum Williams (KA) Iosu Villar (KA) Finnur Tómas Pálmason (KR) Kristinn Jónsson (KR) Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Frakkland Dijon – Bordeaux .................................... 0:2  Rúnar A. Rúnarsson varði mark Dijon. Rússland Rostov – Rubin Kazan............................. 2:1  Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn en Björn B. Sigurðarson var ekki í hópnum.  Viðar Örn Kjartansson gat ekki verið með RK vegna samkomulags félaganna. CSKA Moskva – Akhmat Grozní ........... 3:0  Hörður B. Magnússon lék allan leikinn með CSKA en Arnór Sigurðs. er meiddur. Krasnodar – Lokomotiv Moskva ............1:1  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Krasnodar. Bandaríkin Portland Thorns – Chicago Red Stars.. 3:0  Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með Portland. Danmörk Bröndby – AGF ........................................ 0:3  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby.  Jón Dagur Þorsteinsson var veikur. SönderjyskE – Midtjylland..................... 0:2  Eggert Gunnþór Jónsson lék fyrstu 57 mínúturnar með SönderjyskE.  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and eftir 68 mínútur. Svíþjóð Malmö – Djurgården............................... 0:1  Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 55 mínúturnar með Malmö. Östersund – AIK ...................................... 1:3  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá AIK eftir 82 mínútur. Norrköping – Helsingborg..................... 5:0  Guðmundur Þórarinsson lagði upp tvö mörk og lék allan leikinn með N.  Daníel Hafsteins. kom inn á eftir 89 mín. A-deild kvenna: Piteå – Rosengård ................................... 1:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Djurgården..................... 2:0  Sif Atladóttir lék fyrstu 87 mínúturnar fyrir Kristianstad og Svava Rós Guð- mundsdóttir fyrstu 77 mín. Elísabet Gunn- arsdóttir þjálfar liðið og Björn Sigur- björnsson er aðstoðarþjálfari.  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Djurgården en Guðrún Arnardótt- ir var á varamannabekknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barneignarfríi. Örebro – Limhamn Bunkeflo................. 0:1  Andrea Thorisson sat á varamanna- bekknum hjá LB. Gautaborg – Linköping .......................... 1:1  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Linköping. Noregur Haugesund – Lilleström ......................... 0:2  Arnór Smárason lék fyrstu 83 mínúturn- ar með Lilleström. Viking – Ranheim.................................... 2:2  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn fyrir Viking. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla.  Jóhann Berg Guðmundsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu og leik- maður Burnley í ensku úrvalsdeild- inni, neyddist til þess að fara af velli vegna meiðsla í gær þegar lið- ið gerði dramatískt jafntefli við Wolves, 1:1. Um miðjan síðari hálfleik settist Jóhann Berg niður fjarri þar sem boltinn var í leik, hélt um vinstri fótinn og hristi hausinn. Sem betur fer gat hann þó gengið óstuddur af velli og virtist ekki stinga við. Engar fréttir höfðu borist í gær- kvöld af því hvers eðlis meiðslin eru, en Ísland á tvo leiki í undan- keppni Evrópumótsins 7. og 10. september. Án Jóhanns fékk Burnley svo á sig jöfnunarmark úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma, en liðið er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrvalsdeildinni. Liverpool eitt á toppnum Það er hins vegar Liverpool sem á sviðið það sem af er leiktíðinni og er eina liðið með fullt hús stiga eftir uppgjör við Arsenal á laugardag. Liverpool hrósaði þá 3:1-sigri þar sem Joel Matip kom liðinu á bragð- ið áður en Mohamed Salah skoraði tvívegis. Englandsmeistarar Manchester City eru hins vegar búnir að skora flest mörk það sem af er eftir 3:1- sigur á Bournemouth. Sergio Agüero skoraði tvö mörk og Ra- heem Sterling eitt, en hann hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum eða helming allra marka City. Á meðan gengur minna hjá grannliðinu Man. United, sem klúðraði vítaspyrnu annan leikinn í röð í 2:1-tapi fyrir Crystal Palace. Jóhann meiddist og landsleikir nálgast AFP Meiðsli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli. eftir tap í slagveðrinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.