Morgunblaðið - 26.08.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 26.08.2019, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 2019 VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Það er mikilvægt að ná til yngra fólks; að þau finni að leikhúsið er fyrir þau. Þar með eru þau orðin gestir þar og halda því vonandi áfram fram á fullorðinsár,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Yfirskrift komandi leikárs er „æskan og unga fólkið“. „Við erum að ná í áhorfendur framtíðarinnar. Leik- húsið er auðvitað að glíma svolítið við það að stærsti hópurinn sem kemur á sýningar er miðaldra fólk, aðallega konur. Við þurfum svolítið að skoða það hvernig við getum náð til þessara yngri hópa með virkari og fjölbreytt- ari hætti,“ segir hún. „Mér finnst líka mikilvægt að krakkar upplifi þennan miðil. Mér finnst leikhúsið hafa skýrara hlut- verki að gegna í nútímanum, sér- staklega gagnvart börnum, út af sam- félagsmiðlum. Í leikhúsi ertu algjörlega í núinu. Börn eru komin svo mikið út á aðra miðla þannig að ég held það sé mjög mikilvægt fyrir þau að upplifa það að vera í lifandi miðli þar sem maður horfir á raun- verulegt fólk, getur ekki stýrt at- burðarásinni eða flýtt sér. Maður þarf að hvíla í mómentinu. Ég held það sé mjög mikilvægt veganesti fyr- ir börn. Óplægður akur Við viljum að krakkar finni að leik- húsið er áhugaverður miðill þar sem þeir geta skapað og sagt eitthvað. Á þessu leikári erum við að gefa þeim rödd. Það er eitthvað sem mér finnst mjög spennandi og er í raun og veru nokkuð óplægður akur á Íslandi,“ segir Marta. Leikfélag unga fólksins er nýtt atvinnuleikhús á Akureyri fyrir ungt fólk á aldrinum 13-16 ára. „Með Leikfélagi unga fólksins erum við að feta okkar fyrstu skref í að gefa krökkum raunverulega rödd inn í leikhúsið. Það er spennandi fyrir leik- húsið að skoða hvað þessi kynslóð hefur að færa þessum miðli, þessi kynslóð sem er að upplifa svolítið aðra hluti en til dæmis ég gerði þegar ég var yngri. Við sjáum fyrir okkur að þetta sé vaxandi fyrirbæri og okkur langar að einbeita okkur að þessu. Það eru rosalega öflugar fyrirmyndir úti í heimi sem væri gaman að kynna sér betur. Sem móðir er ég alltaf að leita að gæðum í listsköpun fyrir börn. Maður vill vera metnaðarfullur fyrir hönd þeirra.“ Leikfélag Akureyrar rekur leiklist- arskóla sem er opinn öllum grunn- skólabörnum. Þar eru ekki haldin inntökupróf heldur er markmiðið að gefa krökkum kost á því að prófa leik- list. „Leiklistarnám hjálpar manni í lífinu þó svo maður leggi leiklist ekk- ert fyrir sig. Þetta er gaman, þetta eflir tjáningu og hugmyndaflug.“ Fyrsta verkefni leikársins er sýn- ingin FML í umsjón Leikfélags unga fólksins. Verkið, sem var frumsýnt 23. ágúst síðastliðinn, fjallar um það að vera unglingur í dag með öllum þeim áskorunum sem því fylgir. Vala Fannell leikstýrir verkinu. „Hún var að kenna í leiklistarskólanum og náði mjög vel til unglingastigsins. Krakk- ar á þessum aldri eru komnir með ákveðinn þroska til þess að takast á við alvarlega hluti. Þeir voru að gera alvarleg verk í leiklistarskólanum og mér fannst gaman hvað þeir tóku á þeim af mikilli alvöru,“ segir Marta. Næsta verkefni leikfélagsins er Galdragáttin og þjóðsagan sem týnd- ist, nýtt barnaverk eftir leikhópinn Umskiptinga sem byggt er á þjóð- sagnararfinum. Verkinu leikstýrir Agnes Wild og verður það frumsýnt í október. Það segir frá tveimur krökk- um sem villast inn í heim þekktra þjóðsagnapersóna þegar þau reyna að bjarga vini sínum sem féll í galdra- gáttina. „Verkið er byggt á þjóð- sagnaarfi Jóns Árnasonar. Það er gaman að segja frá því að nú er auð- vitað afmæli Jóns Árnasonar svo þetta ber upp á skemmtilegan tíma. Við erum að kynna krökkum þjóð- sagnaarfinn, þessar helstu fígúrur úr þessu galleríi þjóðsagnanna.“ Hollt að líta til baka Stærsta sýning leikársins, rokk- söngleikurinn Vorið vaknar sem fjallar um unglinga á 19. öld, verður frumsýnd í janúarlok. „Það sem er magnað við þetta verk er að sjá breytingarnar á samfélaginu. Það er áhugavert að krakkar skoði sjálfa sig í ljósi sögunnar. Þarna eru unglingar sem glíma við sömu tilvistarmál og krakkar eru að glíma við í dag. Þarna eru þau að uppgötva kynhvötina, fyrstu kynlífsreynsluna og kynvit- undina.“ Verkið fjallar einnig um það að finnast maður ekki uppfylla ytri skilyrði sem sett eru af foreldrum og vonbrigðin sem fylgja því að passa ekki inn. Marta segir krakka í sam- tímanum upplifa það sama. „Þú ert að upplifa lífið, fara úr æskunni yfir í fullorðinsár og það sem því fylgir. Ytri skilyrði eru auðvitað mikið breytt en það er samt þannig að hin unga kynslóð hvers tíma er alltaf í einhvers konar andsvari við hina eldri. Það er áhugavert að sjá það og ég held það sé hollt að líta til baka.“ Marta segir söngleikinn, sem byggður er á frægu verki Franks Wedekinds frá 1891, áhugaverðan í framsetningu. „Það er skemmtilegt hvernig þeir setja þetta verk upp í söngleik.“ Sögusviðið er áfram á 19. öldinni og söguþráðurinn er enn sá sami en svo brjótast krakkarnir í verkinu út í rokktónlist. „Þeir eru nýja fólkið sem hefur allt aðrar vænt- ingar til lífsins og allt aðra sýn en þeir sem stjórna og eru í rauninni and- stæðan við kerfið. Það er mjög töff nálgun að tefla saman þessum að- stæðum.“ Með hlutverk fara tíu ungir leikarar, sem flestir eru nýútskrif- aðir. Aðalhlutverkin í Vorið vaknar eru í höndum Júlís Heiðars Halldórs- sonar, Þórdísar Bjarkar Þorfinns- dóttur og Rúnars Kristins Rúnars- sonar. Edda Björg Eyjólfsdóttir og Þorsteinn Bachmann fara með hlut- verk fullorðinna í verkinu. Áskorun að ná til fólks Leikfélagið tekur einnig þátt í gjörningahátíðinni A! sem haldin verður í október. „Ég hef áhuga á samruna listforma, framúrstefnu og tilraunakenndri list. Við tökum virk- ari þátt en við höfum gert. Það er skemmtilegt að eiga í samtali við myndlistina. Mér finnst skemmtilegt að maður sé að vinna með öðrum stofnunum, eins og Listasafn Akur- eyrar, ekki bara innan síns eigin geira. A! verður áhugaverð alþjóðleg hátíð með listafólki héðan og þaðan. Gjörningaformið er svo opið og gefur svo marga möguleika. Það er mjög „inspírerandi“,“ segir Marta. „Helsta áskorunin hér, eins og ann- ars staðar, er að ná til fólks og kveikja áhuga. Ég tel að við séum í mikilli sókn og leikhúsáhuginn er auðvitað alveg einstakur meðal Íslendinga þannig það er ekki hægt að kvarta yf- ir því. En áskorun okkar allra sem er- um að starfa í listum er að ná í gegn, ná eyrum fólks, því það er svo mikið áreiti alls staðar. Svo er alveg morg- unljóst að við þurfum meira fjár- magn. Við erum svo langt á eftir sam- bærilegum stofnunum í Reykjavík sem er stórskrítið miðað við það hvað við Menningarfélagið í heild fram- leiðum mikið. Þetta er barátta sem maður verður að halda uppi á upp- byggjandi hátt og er ekkert búin. Það er okkar að sýna fram á hvað við er- um mikilvæg.“ Marta er ánægð með síðasta leikár. „Síðasta ár var ótrúlega flott. Ég er mjög stolt af því og það bar árangur. Það var svo sannarlega tekið eftir okkur svo það var hvetjandi fyrir mann.“ Leikhúsið mikilvægt veganesti  „Æskan og unga fólkið“ er yfirskrift næsta leikárs hjá Leikfélagi Akureyrar  Marta Nordal leik- hússtjóri segir mikilvægt að ungmenni fái að upplifa leikhúsmiðilinn og skapa innan hans Ljósmynd/Auðunn Níelsson Leikhús „Helsta áskorunin hér, eins og annars staðar, er að ná til fólks og kveikja áhuga,“ segir Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Edda Björg Eyjólfsdóttir Agnes Wild Vala Fannell Þorsteinn Bachmann Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.