Morgunblaðið - 26.08.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.08.2019, Qupperneq 32
Harðfiskvörur okkar hafa þá sérstöðu að vera kæliþurrkaðar og með prótíninnihald á bilinu 83–88% Harðfiskur er hollt og gott nasl sem nauðsynlegt er að hafa með á völlinn Framleiðandi: Tradex ehf Eyrartröð 11 | 220 Hafnarfjörður | tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með á völlinn Listasafn ASÍ hefur valið Bjarka Bragason myndlistarmann til sam- starfs en safnið kallaði nýverið eftir tillögum frá myndlistarmönnum vegna innkaupa og til samstarfs um sýningahald á næsta ári og bárust 55 tillögur frá 62 listamönnum. Ákveðið var að kaupa verk af Bjarka og bjóða honum til sam- starfs um sýningahald á tveimur stöðum á landinu á næsta ári. Bjarki Bragason valinn af Listasafni ASÍ MÁNUDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Víkingur vann mikilvægan sigur á Grindavík í slagveðrinu í gærkvöldi þegar liðin mættust í Fossvoginum í Pepsí Max-deild karla. Með sigr- inum lyftir Víkingur sér nokkuð frá fallsætunum. Er liðið nú fjórum stig- um á undan Grindavík sem er í næst- neðsta sæti. KA er þremur stigum fyrir ofan Grindavík eftir að hafa fengið stig gegn KR. »26-27 Mikilvægur sigur hjá Víkingi í slagveðrinu ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Valskonur halda efsta sætinu í Pepsí-deild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á Fylki í Ár- bænum í gær. Elín Metta Jensen náði þeim áfanga í leiknum að skora sitt 100. mark í efstu deild. Valur er með tveggja stiga forskot sem fyrr á Íslandsmeist- arana í Breiðabliki sem unnu Stjörnuna. Í neðri hlutanum rétti KR sinn hlut veru- lega með sigri í Keflavík. »24-25 Sannfærandi hjá topp- liði Vals í Árbænum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skagamaðurinn Gísli Jens Guð- mundsson er yngsti rakarinn á Akranesi en engu að síður hokinn af reynslu eftir að hafa starfað við iðnina í 29 ár. Eins og algengt er var Gísli óráð- inn hvað gera skyldi á yngri árum. „Ég reyndi fyrir mér á sjónum og í ýmsum störfum en svo langaði mig til þess að prófa að vera rakari, skapa eitthvað, dreif mig suður í skólann, fékk samning hjá Hár- greiðslustofunni Permu á Eiðis- torgi, líkaði vinnan vel og eftir að hafa starfað í Reykjavík í 17 ár opnaði ég eigin stofu hér á Akra- nesi og hef notið þess að vinna á heimaslóðum undanfarin 12 ár.“ Áður en Gísli opnaði Hársnyrti- og rakarastofu Gísla réðu Jón Hjartarson og Hinrik Haraldsson hárríkjum á Skaganum. Hann at- hugaði með að fá vinnu hjá rakara- og hárgreiðslustofunum á Akranesi og þar sem þær voru ekki tilbúnar að bæta við sig fólki á þeim tíma ákvað hann að fara út í sjálfstæðan rekstur. „Ég var orðinn leiður á því að keyra nær daglega í bæinn á morgnana og heim á kvöldin og taldi að nægt rými væri fyrir þriðja hjólið hérna. Það reyndist rétt og það hefur verið æðislegt að hafa þessa eldri rakara í næsta ná- grenni. Ég get ekki hugsað mér að þeir fari að hætta enda er þessi þrí- hyrningur svo menningarlegur og skemmtilegur.“ Tvær flugur í einu höggi Það sem helst skilur rakarastofur frá hárgreiðslustofum er að menn koma almennt beint inn af götunni á rakarastofu án þess að panta tíma, þótt pantanir séu líka í heiðri hafðar. Margir koma eingöngu til þess að spjalla, hanga á húninum á morgnana þar til opnað er, fá sér kaffisopa og leggja línurnar fyrir daginn. „Svona er þetta á rakara- stofum víða um heim og þessar samræður og rökræður gera starfið og lífið bara skemmtilegra,“ segir Gísli. Diana Carmen Lorenz vinnur hjá honum og því er stofan jafn- framt hárgreiðslustofa. „Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi,“ segir sundmaðurinn fyrrverandi og núverandi hjólreiðamaður í frí- stundum. Myndir af Elvis Presley og gítar með eiginhandaráritun snillingsins hanga á vegg á stofunni. „Ég spila á gítar, á þrjá gítara, og þar sem ég var með myndirnar af goðinu í tengslum við hárvörur sem ég sel fannst mér tilvalið að láta áritaðan gítarinn hanga við hliðina,“ segir Gísli. Áritunin er reyndar ekki handskrifuð heldur fengin á netinu, svo því sé haldið til haga. „Það kemur fyrir að menn taki lagið á meðan þeir eru að bíða eftir klipp- ingu og ég á það til að syngja og spila afmælissöng þegar afmælis- börn koma til mín í tilefni tímamót- anna. Annars leik ég mest fyrir sjálfan mig.“ Morgunblaðið/RAX Rakarinn Skagamaðurinn Gísli Jens Guðmundsson spilar og syngur fyrir viðskiptavini ef vill. Spilar og syngur fyrir viðskiptavini á Skaganum  Þríhyrningurinn skemmtilegur og menningarlegur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.