Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 27.08.2019, Síða 4
Morgunblaðið/Golli Haförninn Hann er svo sannarlega konungur íslenskra fugla og tignarlegur á flugi að sjá. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls 56 arnarungar komust á legg í sumar og hefur arnarvarp á landinu ekki gengið jafn vel síðustu öldina og einmitt í ár. Alls settust 87 arnarpör upp í óðulum sínum í sumar, 65 þeirra urpu og 39 þeirra komu ungum á legg. Viðkvæmt fyrir vorhretum „Veðráttan síðustu mánuði hefur verið sér- staklega góð og það tel ég skýra hve arn- arstofninn dafnar vel núna. Assan sem situr á eggjum er til dæmis mjög viðkvæm fyrir vor- hretum sem ekki komu í ár á helstu varp- svæðum arnarins og það skipti miklu máli, seg- ir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. „Annað sem ég tel líka skýra hve vel arn- arstofninn stendur nú er að fuglinn fær að vera í friði á óðulum sínum og verður ekki fyrir neinu teljandi raski. Það má í raun segja að langflestir hafi tekið þennan konung íslenskra fugla í sátt,“ segir Kristinn Haukur. Síðustu áratugi hefur arnarstofninn íslenski haldið sig nær einvörðungu á vestanverðu land- inu og eru pörin langflest við Breiðafjörð eða um 50 talsins. „Á þeim slóðum eru víðáttu- mestu fjörur landsins og ótal hólmar úti fyrir landi þar sem fuglinn gerir sér gjarnan hreið- ur. Síðustu ár höfum við hins vegar í vaxandi mæli séð örninn halda sig og verpa bæði við Húnaflóa og síðan hér við Faxaflóann, þar sem hann var mikið fyrr á tíð og nú aftur vegna hagfelldra skilyrða,“ segir Kristinn Haukur. Áætla má að nú á haustdögum séu ríflega 300 fuglar í íslenska arnarstofninum. Pörin, þ.e. arar og össur, eru samtals um 180. Ungar árs- ins eru 65 og svo geldfuglar sem verpa á næstu árum. Þeir gætu verið um 100. Þetta þýðir að stofninn er sterkur miðað við fyrri ár. Komast á flug Um aldamótin 1900 og næstu tuttugu árin þar á eftir var bókstaflega reynt að útrýma fuglinum en eftir 1920 fór staðan að skána. Fyrst fóru ernirnir þó í tvöfaldri merkingu þeirra orða að komast á flug að nýju um 1965, en þá var bannað að bera út refaeitur sem hafði reynst fuglinum afar skeinuhætt. Æ síðan hef- ur staðan farið batnandi, þó misjafnlega frá ári til árs. Besta arnarvarpið í eina öld  65 arnarpör urpu í sumar og komu 56 ungum á legg  Veðráttan útskýrir góða viðkomu  Mest við Breiðafjörðinn  Arar og össur  Stofninn er að styrkjast 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil vinna og fundarhöld eru í gangi á milli ríkisins og viðsemj- enda þess um endurnýjun kjara- samninga þessa dagana. Stór hluti viðræðnanna snýst um breytingar á vinnutíma en þær eru afar flóknar og sér ekki fyrir endann á þeim. Í samtölum við forsvarsmenn ein- stakra stéttarfélaga og umfjöllun á vefsíðum þeirra að undanförnu kemur fram að vinnutímamálin virð- ist ætla að verða flóknari en margir ætluðu og geti reynst þrautaganga að ná saman um styttingu vinnutím- ans. Vinnutímamál ekki útfærð með ólíkum hætti eftir félögum Viðræðurnar ganga almennt vel fyrir sig að sögn Sverris Jónssonar, formanns samninganefndar ríkisins (SNR). SNR er með á sjöunda tug viðsemjenda og samningar þeirra allra eru lausir. ,,Núna eru stóru hóparnir komnir á fullt og viðræð- unum vindur vel fram. Við eigum vikulega fundi með stærstu hópun- um og allir vinna markvisst og vel að sameiginlegu viðfangsefni,“ segir Sverrir. Viðræðurnar þessa dagana hafa einkum verið á milli SNR og banda- laga launafólks hjá ríkinu þ.e. BSRB og BHM auk félaga sem eru utan bandalaga s.s. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um sameiginleg mál félaga á borð við vinnutíma, sem verður ekki útfærður með ólík- um hætti eftir stéttarfélögum að sögn Sverris. Einnig eru í gangi samtöl á milli ríkisins og Félags framhaldsskólakennara. Þess á milli á SNR í viðræðum við einstök aðild- arfélög. „Þetta eru mjög stór mál sem eru undir eins og vinnutíminn, sem er ekkert smámál. Þar skiptir miklu máli að útfærslan heppnist vel og innleiðingin í framhaldi af því. Þetta er mjög flókið samtal og það þurfa allir að vanda sig mjög vel. Samtal- inu miðar fram,“ segir Sverrir. Að sögn hans eru launaliðir einn- ig til umræðu. ,,Við komum okkur saman um umræðuefnin og reynum að fara skipulega í gegnum þetta og það hefur reynst okkur vel og laun eru auðvitað hluti af því,“ segir hann. Einhverjir samningar gætu náðst fyrir miðjan september Þegar samkomulag náðist fyrr í sumar um endurskoðun viðræðu- áætlana fyrir sumarhlé sammæltust viðsemjendur um friðarskyldu fram til 15. september og var það mark- mið sett að ná að ljúka samningum fyrir þann tíma. ,,Ef vel gengur þá gætum við náð einhverjum samningum á þeim tíma og við vinnum ennþá samkvæmt því plani. Ef ekki, þá er mikilvægt að allir átti sig vel á stöðunni sem við erum í og getum þá haldið brött áfram en okkur gengur ágætlega að fara í gegnum mörg umræðuefni þannig að þetta gæti alveg gengið,“ segir Sverrir. „Ég held að þessi sumarfrestun hafi reynst vel,“ bætir hann við. „Komnir á fullt og viðræð- unum vindur vel fram“  Stytting vinnutímans flóknari viðfangs en margir ætluðu Morgunblaðið/Golli Kjaraviðræður Húsnæði Ríkis- sáttasemjara nýtt til fundahalda. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum ekki sátt við ástandið eins og það er og höfum kallað eftir fram- tíðarsýn varðandi sjúkrahúsið í Eyjum. Við vilj- um breytingar,“ segir Íris Ró- bertsdóttir, bæj- arstjóri í Vest- mannaeyjum. Frétt Morgun- blaðsins af fyrsta barni ársins í Eyjum vakti at- hygli síðastliðinn laugardag. Ástæð- an var fyrst og fremst sú hversu Kalla eftir framtíðarsýn  Bæjarstjórinn í Eyjum fundar með forstjóra HSU um þjónustu í bænum langt er liðið á árið. „Eins ánægju- legt og það er að Halla og Kalli hafi eignast þetta yndislega stúlkubarn hér í Eyjum þá segir það sig sjálft að það á ekki að vera frétt af fyrsta barni ársins í lok ágúst. Börn eiga fæðast hér allt árið eins og áður var,“ segir Íris. Fæðingum hefur fækkað síðustu ár í Vestmannaeyjum. Skurðstofu sjúkrahússins var lokað árið 2013 en á þeim tíma var sjúkraflugvél stað- sett í Eyjum svo hægt var að bregð- ast við ef eitthvað kom upp á. Sjúkra- flugið var síðar flutt til Akureyrar. „Ásættanlegur viðbragðstími yfir landið er 45 mínútur með sjúkraflugi en hér í Eyjum er hann núna 90 mín- útur. Þetta er sá öryggisþáttur sem verðandi mæður eru að hugsa um. Ef þú ert að eignast þitt fyrsta barn og það er engin fæðingarsaga, þá hef- urðu ekkert val,“ segir Íris en verð- andi mæður hafa mátt búa við það að þurfa að fara til Reykjavíkur viku til tíu dögum fyrir settan fæðingardag til að vera við öllu búnar. Fjallað var um þessa stöðu mála á síðasta fundi bæjarráðs Vestmanna- eyja og var Írisi falið að óska eftir fundi með nýjum forstjóra Heil- brigðisstofnunar Suðurlands. „Við viljum fá að vita hver þeirra sýn er til framtíðar fyrir HSU í Eyjum og hvernig bæta eigi m.a. þessa þjón- ustu og hvernig ætlunin er að haga annarri þjónustu stofnunarinnar við bæjarbúa,“ segir bæjarstjórinn. Fædd í Eyjum Katla Svava og Guð- björg halda stoltar á litlu systur. Íris Róbertsdóttir Bæjarhátíðin Sandgerðisdagar hófst í gær og stendur til 31. ágúst. Yfir- skriftin er: „Sameinuð stöndum við!“ Íbúar í Suðurnesjabæ eru hvattir til að eiga saman skemmtilega viku með góðum gestum. Hátíðin er haldin árlega og verður að mestu með hefðbundnum hætti. Hægt er að finna dagskrána á síð- unni sudurnesjabaer.is. Íbúar munu skreyta bæinn í öllum regnbogans litum og alla vikuna verða ýmsar sýningar og söfn opin. Einnig verða sérstakir viðburðir á hverjum degi. Í kvöld verður t.d. pottakvöld kvenna í sundlauginni í Sandgerði og annað kvöld verður há- tíðardagskrá í Sandgerðiskirkju með fjölbreyttri tónlistardagskrá. Á fimmtudagskvöld verður Loddu- gangan og á föstudag verður form- leg setning Sandgerðisdaga, sagna- og söngvakvöld, saltfiskveisla og loks stórdansleikur í samkomuhús- inu. Á laugardag verður t.d. golfmót á Kirkjubólsvelli, dorgveiði við höfn- ina og sýningar og skemmtanir á há- tíðarsviðinu. Þar munu m.a. Emmsjé Gauti, Aron Can, Keli o.fl., Auður – Dj og Bjartar sveiflur skemmta um kvöldið. Dagskránni lýkur með flug- eldasýningu. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Bæjarhátíð er haldin þar í þessari viku. Mynd úr safni. Sandgerð- isdagar að hefjast  Fjölbreytt dag- skrá alla vikuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.