Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
Guðni Einarsson
Þór Steinarsson
Alþingi kemur saman á morgun til
að ræða frumvörp og þingsályktun-
artillögur í tengslum við þriðja orku-
pakkann og breytingu á raforkulög-
um. Orkupakkinn er fjögur mál en
þingsályktunartillaga utanríkisráð-
herra er kjarni þessa máls. Til
stendur að klára umræðu um hana á
morgun, að sögn Helga Bernódus-
sonar, skrifstofustjóra Alþingis. Á
fimmtudag verða lögð fram tvö
frumvarp um breytingar á raforku-
lögum og ein þingsályktunartillaga.
Þau mál verða afgreidd samdægurs.
Að umræðum loknum fara fram
atkvæðagreiðslur næstkomandi
mánudag áður en þingi verður frest-
að að nýju þangað til nýtt löggjafar-
þing kemur saman 10. september.
Þingflokksformenn sem tal náðist
af í gær reikna með því að þinghald
muni fara fram með þeim hætti sem
samið var um í júní.
Skiptar skoðanir um málið
Þingflokkur Framsóknarflokksins
ætlar að stilla saman strengi á fundi
í dag, að sögn Willums Þórs Þórs-
sonar varaþingflokksformanns.
Hann sagði að andstaða væri við
málið í flokknum en taldi að þing-
menn flokksins myndu styðja það.
Hanna Katrín Friðriksson, þing-
flokksformaður Viðreisnar, sagði að
ekki myndi standa á þingmönnum
Viðreisnar að styðja innleiðingu
þriðja orkupakkans.
Ekki er einhugur innan þing-
flokks Pírata um afstöðu til þriðja
orkupakkans. Þórhildur Sunna Æv-
arsdóttir, þingflokksformaður Pír-
ata, sagði að þau bæru virðingu fyrir
fjölbreyttum skoðunum hvert ann-
ars.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir,
þingflokksformaður VG, sagði ein-
hug ríkja innan þingflokks VG um
að styðja þriðja orkupakkann.
Guðmundur Ingi Kristinsson,
þingflokksformaður Flokks fólksins,
sagði einhug ríkja innan þingflokks-
ins um að hafna frumvörpum og
þingsályktunartillögum um þriðja
orkupakkann.
„Ég á ekki von á öðru en málið
hljóti stuðning allra eða svo til allra
þingmanna flokksins,“ sagði Birgir
Ármannsson, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, um afstöðu
þingmanna til þriðja orkupakkans.
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Miðflokksins, sagði
að andstaða þingflokksins við þriðja
orkupakkann hefði frekar styrkst en
hitt.
Búa sig undir
orkupakkann
Alþingi kemur saman á morgun
Enn einn grindhvalurinn kom að landi við Seltjarnar-
nes í gær en honum þurfti að lóga.
Grindhvalakomur hafa verið óvenjutíðar þetta árið
hér við land. Í gær var vitað um a.m.k. fimmtán tilvik
þar sem grindhvalir ýmist gengu á land eða komu mjög
nærri landi, samkvæmt upplýsingum frá Hafrann-
sóknastofnun. Í ellefu tilvikum voru hvalirnir dauðir
eða drápust eftir að þeirra varð vart. Alls hafa um 75
dýr drepist í þessum tilvikum, langflest á Löngufjörum
á Snæfellsnesi þar sem um 50 dýr drápust í júlí.
Sýni hafa verið tekin úr mörgum hvalanna og verða
þau rannsökuð, m.a. til að kanna fjölskyldutengsl.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óvenjutíðar grindhvalakomur
Um 75 grindhvalir hafa drepist við strendur landsins þetta árið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stofnun miðhálendisþjóðgarðs felur í
sér verulega takmörkun á skipulags-
valdi og forræði
sveitarfélaga til
þess að marka
stefnu um þróun
byggðar. Aðkoma
sveitarfélaga að
stjórn þjóðgarðs
verður sömuleiðis
óveruleg. Þetta
segir í umsögn
sveitarstjórnar
Bláskógabyggðar
um hugmyndir nefndar sem vinnur
að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Samtal við heimafólk vantar
Í Bláskógabyggð segir fólk að ekki
hafi farið fram nauðsynleg grunn-
vinna, það er mat á kostum og göllum
þess að stofna þjóðgarð. Við tak-
mörkun á skipulagsvaldi sveitarfé-
laga í þjóðgarði verður, segir í fyrr-
greindri umsögn, að koma til fagleg
skoðun út frá sjónarmiðum náttúru-
verndar. Einnig á inntaki aðalskipu-
lags sveitarfélaga,
„Hugmyndir um stofnun þjóð-
garðs á miðhálendinu eru um margt
illa reifaðar,“ segir Helgi Kjartans-
son, oddviti Bláskógabyggðar, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Í þessu máli
skortir talsvert á samráð í byrjun,
það hefði átt að taka samtalið við
heimamenn áður en ákveðið var að
stofna þjóðgarð og setja slíkt í stjórn-
arsáttmálann. Með stofnun þjóð-
garðs er verið að veikja sveitarstjórn-
arstigið m.a. út frá skipulagsvaldinu
en á tyllidögum er talað um að efla
sveitarstjórnarstigið. Við vitum líka
að rekstur þjóðgarðs kostar mikla
fjármuni sem ekki er raunhæft að fá-
ist sé litið til þess hve mikið vantar nú
til dæmis til brýnna velferðarmála.“
Byrjað sé á
afmörkuðum svæðum
Bláskógabyggð nær yfir Þingvalla-
sveit, Laugardal og Biskupstungur
og á þessum slóðum segir Helgi að
áhugi fólks á umhverfismálum sé
mikill. Sterk hefð sé fyrir sjálfboðnu
starfi við umhverfisbætur á hálend-
inu, til dæmis á Biskupstungnaafrétti
þar sem stór og víðfeðm svæði hafi
verið grædd upp.
„Ég efast um að áhugi fólks á því
að verja frístundum sínum við rækt-
unarstörf inni á hálendinu verði sam-
ur ef svæðið fer undir stjórn ríkis-
stofnunar og þá sérstaklega ef vald
er fært frá fólkinu, sem er tilbúið að
leggja heilmikið af mörkum fyrir
nærsamfélagið, enda hefur almenn-
ingur þar talsverða möguleika á
ákvarðanatöku. Sömuleiðis tel ég að
sveitarfélagið hér hafi sinnt hálend-
inu og afréttunum mjög vel með
merkingu gönguleiða og reiðvega,
byggingu fjallaskála, reglulegri sorp-
hirðu yfir sumarið og svo framvegis,“
segir Helgi sem telur skynsamlegt að
taka fyrst afmörkuð svæði undir
þjóðgarð og vinna málin skref fyrir
skref.
„Mér þætti koma til greina að fyrst
yrðu teknir undir þjóðgarð jöklar há-
lendisins, sem nú hopa hratt eins og
eftirtekt vekur. Ef sú tilraun gengi
vel mætti svo að vel athuguðu máli
færa þjóðgarðsmörkin út, þá í góðri
samvinnu við sveitarfélögin og fólkið
sem þekkir öræfi Íslands best.“
Þjóðgarðshugmyndir eru illa reifaðar
Miðhálendið er í deiglunni Efasemdir í Bláskógabyggð Ekki er sjálfgefið að fjármunir fáist
Skerðing á skipulagsvaldi Sveitarfélagið sinnir hálendinu vel, segir oddviti Byrjað verði á jöklum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bláskógabyggð Horft af Haukadalsheiði yfir Sandvatn í átt að Bláfelli.
Helgi Kjartansson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Áformað er að rafhleðsluturnar
fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herj-
ólf verði settir upp í Eyjum og
Landeyjahöfn í næstu viku. Skipið
er í dag knúið dísilvélum sem þó
hafa tvinnmöguleika, það er að
rafmagn getur við ákveðnar að-
stæður komið inn sem aflgjafi
skipsins. Stefnan er þó sú að ferj-
an verði knúin rafmagninu einu í
framtíðinni, segir í frétt á vef
Vegagerðarinnar.
Tilbúnir seint í haust
Rafturninn sem settur verður
upp í Eyjum er kominn þangað en
gripurinn sem fer í Landeyjarnar
verður sendur austur í dag, sagði
Greipur Gísli Sigurðsson, raf-
magnsverkfræðingur hjá Vega-
gerðinni, í samtali við Morgun-
blaðið.
Þegar uppsetningu turnanna
er lokið tekur við ýmis tæknivinna
jafnframt því sem skipstjórarnir
þurfa æfingu í að tengja skipið
hleðslustaurunum. Allt ætti að
verða tilbúið um mánaðamót októ-
ber og nóvember. Reiknað er með
að ferjan verði tengd raf-
hleðslustöðvunum í hálftíma í
hvorri höfn, sem ætti að duga til
að sigla henni á rafmagninu einu
milli lands og Eyja. Ekki verður
hægt að nýta möguleika á raf-
hleðslu er siglt er til Þorláks-
hafnar og þar verður ekki hleðslu-
turn.
Höfninni breytt
Gera þarf nokkrar breytingar
á Landeyjahöfn vegna nýju ferj-
unnar; þrengja mynni hennar og
útbúa plön fyrir dælukrana á end-
um hafnargarðanna á grjótfylltum
stáltunnum. Í það verk verður far-
ið næsta sumar. Þá er nú og nán-
ast lokið að stækka innri höfnina í
því skyni að rýmka snúningspláss
fyrir Herjólf og draga úr ókyrrð
við hafnarbakka.
Turnarnir senn settir upp
Hleðslustöðvar fyrir Herjólf Mun sigla á rafmagninu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Herjólfur Á leið úr Landeyjahöfn.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is