Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
P22
Armstóll
Hönnun: Patrick Norguet
Þegar blásið var til refsiaðgerða áhendur Rússum vegna innlim-
unar Krímskaga í Rússland skor-
uðust Íslendingar ekki undan. Rúss-
ar svöruðu fyrir sig og er ljóst að
enginn þátttakandi í refsiaðgerð-
unum hefur fórnað jafn miklum
hagsmunum og Ísland.
Nú eru komnar á dagskrá fisk-veiðinefndar Evrópuþingsins
viðskiptaþvinganir gegn Íslandi og
Grænlandi vegna makrílveiða, en
ekki gegn Rússlandi.
Færeyjar, Noregur og Evrópu-sambandið hafa myndað með
sér makrílbandalag. Ekki er hlustað
á kröfur Íslendinga um að fá sæti við
borðið. Norðmenn láta sér fátt um
hagsmuni Íslands finnast, en vilja að
við samþykkjum þriðja orkupakk-
ann í nafni samstöðu frændþjóðanna
og norskra hagsmuna.
Það ætti ekki að koma makríl-bandalaginu á óvart að Ísland
bregðist við þessari útilokun með því
að ákveða sinn makrílkvóta einhliða.
Þar hefur hófsemdar verið gætt.
Viðbrögðin segja sína sögu. Fram-kvæmdastjórn ESB sendir bréf
og lýsir yfir vonbrigðum. Spyrja má
hvort þau vonbrigði snúist um að Ís-
lendingar skuli ekki sætta sig við
þessar trakteringar möglunarlaust.
Hótanir berast um viðskiptaþving-
anir gegn þeim löndum, sem ekki
geta svarað fyrir sig með tilfinn-
anlegum hætti, en kjark til að leggja
í Rússa brestur. Það stefnir því í að
Ísland sæti viðskiptaþvingunum af
hálfu bæði Rússa og Evrópusam-
bandsins.
Hundalógík milli-
ríkjasamskipta
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Nöfnin Mordekaí, Rúnel, Maya,
Kiddi, Ynda, Dynja, Frostúlfur og
Brandr hafa verið færð á skrá yfir
þau eiginnöfn sem Íslendingar mega
bera. Það sama gildir um millinöfnin
Ljónshjarta, Grjótgarð, Eldborg og
Vatneyr.
Beiðnir um þessi nöfn voru sam-
þykktar á fundi Mannanafnanefndar
fyrr í þessum mánuði. Þar var einnig
fallist á föðurkenninguna Mikaels-
son, en þar hafði verið beðið um að
eiginnafn föður, sem er Mihai, yrði
lagað að íslensku máli og að föð-
urkenning yrði Mikaelsson.
Beiðni um millinafnið Vatneyrr
var hafnað þar sem það hefur nefni-
fallsendinguna -r og einnig var
beiðni um millinafnið Borgfjörð
hafnað þar sem það er þegar til sem
ættarnafn og engar reglur, sem
heimila upptöku slíkra nafna, áttu
við um umsækjandann.
Þá var beiðni um eiginnafnið Lady
hafnað. Í rökstuðningi nefndarinnar
segir m.a. að orðið sé dregið af enska
orðinu lady sem sé notað sem
ávarpsorð og titill. Ekki sé hefð fyrir
því að slík ávarpsorð, eins og t.d. frú,
fröken eða herra séu notuð sem eig-
innöfn í íslensku. Þá sé bókstafurinn
y ekki notaður í enda orðs í íslensku
og því sé nafnið ekki í samræmi við
ritreglur.
Mega heita Mordekaí og Frostúlfur
Mannanafnanefnd hafnar nafninu
Lady Vatneyr leyft, en ekki Vatneyrr
Morgunblaðið/Ómar
Börn Enn bætist á mannanafnaskrá
og úr vöndu að velja fyrir foreldra.
Fjöldi banaslysa í umferðinni hér á
landi hefur sveiflast mikið á milli
ára. Þegar Samgöngustofa skoðar
ástand mála hér á landi í saman-
burði við aðrar þjóðir er því yf-
irleitt litið yfir fimm ár í senn til að
fá skýrari mynd. Seinustu fjögur
ár voru slæm ár; þá létust 16 til 18
manns fjögur ár í röð í umferðinni
en árin þar á undan var fjöldi lát-
inna iðulega minni og árið 2014 var
alveg einstakt því á því ári létust
fjórir í umferðinni.
Að sögn Gunnars Geirs Gunn-
arssonar, deildarsstjóra öryggis-
og fræðsludeildar Samgöngustofu,
í svari við fyrirspurn blaðsins var
Ísland í 10. sæti á lista Evrópu-
þjóða yfir fæst banaslys í umferð-
inni á síðustu fimm árum en stefnt
sé á að komast á lista yfir efstu
fimm þjóðirnar með lægstu dán-
arslysatíðnina. Hafa stjórnvöld
sett sér það markmið að Ísland
verði í hópi þeirra þjóða þar sem
fæstir látast í umferðinni á hverja
milljón íbúa.
Fram kom í fréttaskýringu hér í
blaðinu í seinustu viku að skv. töl-
um Eurostat, hagstofu Evrópu-
sambandsins, yfir banaslys á árinu
2017, jafngilda þau 16 banaslys
sem urðu hér á landi því að um 47
hafi látið lífið í umferðarslysum á
Íslandi reiknað á milljón íbúa. Það
setur Ísland í 14. sæti þjóða með
fæstu slysin og er þrátt fyrir allt
undir meðaltali Evrópulanda.
Þegar slysatíðni á Íslandi er bor-
in saman við önnur lönd og miðað
er við fjölda íbúa skekkir það
myndina ef ekki er hafður í huga sá
mikli fjöldi erlendra ferðamanna
sem sækir landið heim og þeir fjöl-
mörgu innflytjendur sem hér eru
en hafa ekki íslenskt ríkisfang.
Gunnar Geir bendir á að aðeins
helmingur þeirra sem létust í um-
ferðinni í fyrra var íslenskir rík-
isborgarar og árið áður voru Ís-
lendingar í minnihluta þeirra sem
létust. Það á að sjálfsögðu ekki að
taka sem neina afsökun, að sögn
hans. „Sjálfsagt eru aðrar þjóðir að
glíma við sama vandamál eða önn-
ur vandamál sem við erum ekki að
glíma við. Staðan er sem sagt sú að
til fimm ára litið erum við í tíunda
sæti yfir Evrópuþjóðir en stefnum
á að koma okkur í topp-fimm.“
Miklar sveiflur á
fjölda banaslysa
Íslendingar í minnihluta látinna 2017
Í 10. sæti í Evrópu á fimm ára tímabili