Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ljóðskáldið Jósefína MeulengrachtDietrich veitti góðfúslegt leyfi fyrirþví að blaðamaður fengi að taka viðhana viðtal, en með þeim skilyrðum
þó að hún fengi sendar spurningar. Jósefína
fer sínar eigin leiðir, eins og katta er siður, og
hún kærði sig ekki um símaviðtal og ekki
kærði hún sig heldur um að svara öllum
spurningunum. Hún gaf í skyn að fyrst við-
kvæmt fólk og kettlingar lesa blaðið væri
betra að þegja um sum efni. Svör Jósefínu
bárust í bundnu máli, ekki var við öðru að bú-
ast:
Hvenær byrjaðir þú að fást við skáldskap
og hefurðu lært af einhverjum í þeim efnum?
Sú spurning leitar á í ljósi þess að þú ert
fjandanum hagmæltari og margt í bókinni
þinni er mjög dýrt kveðið.
Svar:
Í bundnu máli malað hef ég, menja gnáin,
– litla smáin, lofi fáin,
lipurtáin gleðinnar –
flesta daga frá því að í fyrsta sinni
ráð ég hafði á rófu minni
og rifa tók í glyrnurnar.
Hvenær verða ljóðin til, þegar þú liggur á
meltunni, þegar þér er strokið eða þegar þú
liggur á sólarbletti, eða við aðrar aðstæður?
Svar:
Gyðjan seiðir sínum rómi í svefni og vöku
og langar til að lauma stöku
listaverki í minn haus
og út af því ég yrki nánast allan daginn
– kát og margan kyrja braginn –
kveðandin er endalaus.
Hver les yfir hjá þér?
Svar: Mjá.
Hvaða álit hefur þú á mannfólki?
Svar:
Af mönnum hef ég margoft nusað, mest af
tánum,
konum bæði og karlmannsbjánum
– köttur hefur viturt nef –
og þjóð má tjá að því er eitt sinn þannig varið,
nú mæli ég af munni svarið:
Af músum finn ég betri þef.
Þar sem eitt ljóðið í bókinni þinni fjallar
um bardagamanninn Gunnar Nelson er ekki
úr vegi að spyrja hvort þú horfir oft á bardaga
í sjónvarpinu?
Svar: Mjá.
Hvert er álit þitt á hundum?
Svar: Pfff.
Þar sem sum ljóða þinna snerta á um-
deildum málum á stjórnmálasviðinu bæði hér
heima og í útlöndum eru margir forvitnir um
hvar þú stendur í pólitík?
Svar:
Fólk mig telur femínista fyrst og síðast
enda skal það engum líðast
á það nokkra minnstu dul
að draga. Ég er drjúg að brýna á drumbum
klærnar
og þófamjúkar þykja tærnar
þó að ég sé hægri gul.
Hverju viltu breyta í mannheimum?
Svar:
Í heimi manna er heimskan víða helst til baga
og margt sem þar er þörf að laga
þó ég nenni tæpast að
þreyta mig á því sem enginn þokað getur.
Margir þykjast megna betur
og mega svo sem reyna það.
Hefur ort frá því hún man eftir sér
Kveðskapur ljóðmæltu læðunnar
Jósefínu Meulengracht Dietrich
hefur margan glatt í gegnum tíð-
ina. Lesendur Morgunblaðsins
hafa fengið að njóta, því oft birt-
ast eftir hana vísur í Vísnahorni
blaðsins. Gulbröndótta læðan
kveður oft dýrt og nú hefur hún
sent frá sér Jósefínubók þar sem
er að finna 101 lausavísu og
kvæði. Með útgáfu bókarinnar
styður Jósefína málefni sem er
henni skylt, en höfundarlaun
renna til Kattavinafélagsins.
Ljóðskáld Jósefína Meulengracht Dietrich Hún er roskin og ráðsett og býr á Akranesi og er sérlega hagmælt læða.
Í kaflanum Viturleg ljóð og lífsspeki er
m.a. þetta ljóð:
Sauðfjárbændur mikils met
og malandi þeim lofgjörð færi,
enda þurfa kisur ket,
kótelettur, hrygg og læri.
Í kaflanum Áfengi, tóbak og skað-
vænleg fjölgun hunda, má m.a. finna
þessi ljóð:
Ég er kisa og ég hef vit
jafnan á að drekka mjólk
en stundum er ég alveg bit
á því sem að lepur fólk.
Fjarska lítið furðar mig
þó fyllist allt af hundunum.
Þetta er oft að eðla sig
út á koppagrundunum.
Í kaflanum Skáldskaparlistin, er að finna
þessi ljóð:
Mala kát og málið bind
menja gná með blíða lund.
Hræri strenginn, hringa lind,
hreimi fögrum alla stund.
Lapið tungu langri vís
– ljóðin syng um vanginn
keik –
happafenginn hanga týs
hef ég löngum, spangar
eik.
Undir kaflanum Dýrar
vísur eru þessar:
Hjalar óðinn kisa kæn
kæta hljóðin lýði.
Malar ljóðin, vísa væn
verður þjóðar prýði.
Víst er slyng á vísnaþingi
vafin kynngi rófan mín,
ljóðin hringhend lengi syngi
læðan yngis Jósefín.
Undir kaflanum Sjálfsævisöguleg ljóð er
m.a. að finna þetta ljóð:
Ljúft mér finnst að lúra bara og dreyma,
læt mér þykja fátt um urðardóm
úti þó að einhver sé að breima
ótrúlega digrum kattaróm.
NOKKUR DÆMI ÚR JÓSEFÍNUBÓK
Hjalar óðinn kisa kæn