Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 19
sjálf. Þannig var Þóra alla tíð, stutt í bros og gaman, jafnvel þótt veikindi vörðu í áraraðir og lögðu hana að lokum að velli allt- of fljótt. Við vorum svo heppnar að Þóra fluttist með manni sinum í Garðabæinn en þar bjuggum við hjónin. Endurnýjuðust þá enn frekar okkar vinabönd. Hittumst oftar og áttum skemmtilega tíma. Þóra var húsmóðir með stóru H-i. Hún sá um heimilið með glæsibrag þótt veikindin væru erfið. Við hlógum oft að þessum myndarskap … þú ert nú lasin, Þóra mín, slepptu þessu bara. Nei, svona vildi hún hafa það, punktur. Síðasta samtal okkar Þóru var þegar hún fársjúk í sumarbústað sínum, þar sem hún undi sér svo vel, beið eftir sjúkrabílnum að flytja sig á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Hún kveið engu. Þetta varð síðasta samtalið okkar. Takk, elsku besta vinkona, fyrir að: hringja til mín á hverju kvöldi mánuðum saman er ég gekk í gegnum dimman dal; styðja mig og styrkja, slíkt er ómetanlegt og gleymist aldrei; hringja um hver áramót í mörg ár með ósk um gott nýtt ár. Krakkarnir mínir sögðu í ára- mótagleðinni: Þóra er ekki búin að hringja … en hún hringdi. Á lífsleiðinni hittir maður marga, man suma, gleymir öðr- um. Þóra er ógleymanleg í mín- um huga. Nú kveðjum við sólskinsbarn, þannig var Þóra. Við Ingvar sendum hjartans samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar. Þín vinkona, Hanna. Það er svo sárt að setjast nið- ur og skrifa um þig minningar- grein þar sem við áttum eftir að kynnast svo miklu betur og vor- um svo spenntar fyrir því að upp- lifa fullt af fleiri gæðastundum saman í ferðalögum, í bústaðnum og bara með strákunum okkar því það var alltaf svo gaman að vera í kringum ykkur Aad. Ég er endalaust þakklát fyrir það hvað þið tókuð mér opnum örmum inn í fjölskylduna þegar ég og Óli byrjuðum saman. Ég eignaðist nýja fjölskyldu sem var alltaf eitthvað að bralla og þú varst mér svo einstaklega hjálpsöm, brosandi og hlý. Ég á fallegar minningar allt frá fyrstu kynnum okkar og er þar á meðal minning frá brúðkaupsdeginum okkar Óla þar sem þú ljómaðir og varst svo stolt af stráknum þínum, sum- arbústaðarferðirnar okkar þar sem alltaf var notalegt að koma og þú elskaðir að vera og síðast en ekki síst ferðin okkar allra saman til Hollands þar sem þú naust þín í botn að fara með okk- ur öll á æskuslóðir Aads og nut- um við þess saman að skoða, borða og hlæja. Það var nefni- lega alltaf gaman í kringum þig og aldrei langt í hláturinn, grínið og stríðnina. Ég á eftir að sakna þess að hringja í þig og spjalla um allt og ekkert og segja þér frá öllu því sem var að gerast í okkar lífi og eins þegar þú hringdir og sagðir mér frá öllu því sem þið voruð að dunda við í bústaðnum. Því að þú ljómaðir þegar þú dáðist að dugnaðinum í Aad þínum þar sem hann var að laga, bæta og gera fínt hjá ykkur og alltaf vor- uð þið tilbúin að taka á móti okk- ur opnum örmum. Þú varst með allt á hreinu varðandi heimilið svo ég kom ekki að tómum kofunum varð- andi heimilisráð og uppskrifir. Það er stórt skarð komið í fjöl- skylduna og missir okkar er mik- ill því að þú varst iðulega drif- fjöðrin og krafturinn í að skipuleggja allt. Ég þakka þér fyrir allar þær yndisstundir sem við áttum saman. Margrét Sif Hákonardóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 ✝ Ása KristínHermanns- dóttir fæddist á Ísa- firði 22. apríl 1928. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 18. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðmunda Kristjana Sigríður Kristjánsdóttir, f. 31.7. 1897, d. 10.8. 1986, og Karvel Hermann Ágúst Guðmundsson, f. 12.8. 1884, d. 4.2. 1967. Systk- ini Ásu Kristínar voru Guð- mundur Kristján, f. 28.7. 1925, d. 15.6. 2003, og Ingibjörg Sigríður, f. 22.12. 1930. Ása Kristín giftist Brynjólfi Ö. Kolbeinssyni, f. 21.1. 1929, d. 4.1. 1952. Synir þeirra eru: A) Kol- beinn Hermann Brynjólfsson, f. 10.7. 1948, stjúpsonur Helga, kvæntur Eygló Lilju Ásmunds- dóttur, f. 6.6. 1952, sonur Her- manns af fyrra hjónabandi er Brynjólfur Jón, f. 31.3. 1968, kvæntur Guðrúnu Döddu Ás- mundardóttur, börn þeirra eru Guðrún, Kolbeinn og Kjartan og B) Reynir Brynjólfsson, f. 28.9. 1951. Seinni maður Ásu Krist- ínar var Helgi Þórarinsson, f. 12.5. 1929, d. 7.6. 2019. Börn sambúð með Veroniku Sól Jóns- dóttur, sonur þeirra er Líam Þór. Dætur Hildar og stjúpdætur Guðmundar eru Lena Sigríður, f. 11.6. 1985, gift Glenn Hemm- ingsen, dætur þeirra eru Jenny Mairin, Saga Elise og Freyja Mund. Íris Andrea, f. 13.4. 1987, í sambúð með Stefan Wallnerst- röm Karlsson. D) Þröstur, f. 13.10. 1967, í sambúð með Gerði Jónsdóttur, f. 7.6. 1979; dætur Þrastar af fyrra hjónabandi eru Hlökk, f. 15.5. 1998, Mist, f. 19.10. 2001, Anna, f. 26.10. 2004. Börn Gerðar og stjúpbörn Þrast- ar eru Iðunn Anna og Oddur Bragi. Ása Kristín og Helgi skildu ár- ið 1980. Ása bjó á Ísafirði til 24 ára ald- urs en fluttist þá til Reykjavíkur. Þar var hún húsmóðir auk þess að sinna ýmsum öðrum störfum utan heimilis, lengst í mötuneyti Landsbankans í Austurstræti. Með Helga bjó hún fyrst á Braga- götu, svo á Ránargötu, í Stóra- gerði og í Aratúni í Garðabæ þar sem hjónin reistu sér hús. Árið 1969 flutti fjölskyldan til Svíþjóð- ar þar sem hún bjó í fimm ár. Við heimkomuna settist hún að í Torfufelli í Breiðholti. Þar bjó Ása í 20 ár eða þar til hún fluttist í Stigahlíð. Árið 2009 greindist Ása með alzheimers og síðustu sex árunum varði hún á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Útför Ásu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 27. ágúst 2019, og hefst klukkan 15. þeirra eru: A) Ólaf- ur Þórarinn, f. 30.5. 1954, í sambúð með Lindu Sunnan- väder, f. 10.9. 1949; sonur Ólafs Þórar- ins af fyrra hjóna- bandi er Jonas Pat- rick Tallroth, f. 17. 9. 1981, kvæntur Samönthu Peat Tallroth, dóttir þeirra er Freyja. Börn Lindu af fyrra hjónabandi og stjúpbörn Ólafs Þórarins eru Petra og Christian. B) Salína Að- albjörg, f. 16.11. 1958, gift Einari Long, f. 2.9. 1958, börn þeirra eru: Kristín Björk, f. 31.10. 1984, í sambúð með Atla Má Þorgríms- syni, dætur þeirra eru Hekla og Silfa Mjöll. Þórir, f. 7.3. 1989, í sambúð með Lilju Björk Runólfs- dóttur. C) Guðmundur Örn, f. 28.8. 1961, í sambúð með Hildi Jósefsdóttur, f. 27.2. 1965, dóttir þeirra er Helga Vilborg, f. 13.3. 1996, í sambúð með Jacob Erik Attehed, dóttir þeirra er Ellí Hildur María; synir Guðmundar Arnar af fyrra hjónabandi eru a) Emil Þór, f. 30.3. 1984, í sambúð með Valgerði Halldórsdóttur, sonur þeirra er Halldór Eldur. b) Kristján Oddur, f. 6.10. 1989, í Ása Kristín Hermannsdóttir móðir mín var fædd á Ísafirði og allt hennar fólk var þaðan, æsku- stöðvarnar voru henni alla tíð mjög kærar. Mamma var glæsileg kona og hugsaði vel um útlitið og klæða- burð allt fram á síðasta dag. Hún hugsaði ákaflega vel um heimilið og okkur systkinin, okkur leið vel, vor- um södd og sæl. Eitt sinn saumaði hún á mig yfirhöfn upp úr gamalli kápu af sér sem dugði mér vel og lengi. Mamma var músíkölsk og söng oft með útvarpinu þegar hún vann verkin. Ég man eftir mömmu að ræða uppskriftir og útsaum við systur sína Imbu og mágkonu sína Hebbu, þá hafa líklega dönsku blöðin verið nýkomin í verslanir. Mamma hefði átt að vera innan- hússarkitekt, hún átti það til að breyta allri skipan húsgagna gjör- samlega þannig að þegar heim var komið að kvöldi hélt maður að mað- ur væri kominn í aðra íbúð. Var þetta alltaf mjög smekklegt hjá henni, hafði greinlega gott auga fyrir þessu. Þetta voru góðir tímar; sunnudagssteikin á borðum og allt- af desert á eftir alla daga. Þeir sem upplifðu þessa tíma vita hvað ég er að tala um. Ég minnist allra ferða- laganna sem við fjölskyldan fórum í með tjald og nestið hennar mömmu, þá var kátt á hjalla. Þegar við systkinin vorum uppkomin fór mamma að vinna í mötuneyti Landsbankans og skúraði einnig á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hún ferðaðist töluvert á meðan heilsan leyfði, t.d. til Svíþjóðar að heimsækja syni sína Óla, Gumma og Reyni, einnig til Ameríku til Imbu systur sinnar. Umhyggja Línu systur var aðdáunarverð á meðan mamma var á Skjóli og við Þröstur bróðir reyndum að gera okkar besta. Við vottum fjölskyld- unni allri samúð okkar og viljum kveðja mömmu með þessu versi: Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Hermann og Lilja. Mamma kvaddi með tári. Hún var meðvitundarlítil síðustu vikuna en hjartað var sterkt. Við sátum hjá henni seinustu andartökin systkinin þrjú sem búum á Íslandi. Sjálfur var ég nýkominn eftir að hafa brugðið mér frá. Ég er viss um að hún beið eftir mér. Hún vildi hafa okkur öll hjá sér. Þannig hafði það alltaf verið. Um leið og ég tyllti mér hjá rúminu fór að draga af henni. Hálftíma síðar kom síðasti andardrátturinn og tár úr hvarmi. Henni hefur þótt sárt að kveðja okkur en ég held hún hafi líka glaðst yfir því að hafa okkur hjá sér á lokastundinni. Mamma bókstaflega lifði fyrir okkur börnin. Við vorum félagar hennar í blíðu og stríðu og hún studdi okkur með ráðum og dáð, alltaf jafn glöð að geta lagt eitthvað til, hvort sem það var til barna- barnanna, veisluhalda eða annars. Ég man ekki eftir því að hún hafi sagt nei. En hún var heldur ekki hrifin af því að fá nei. Það gat sett allt í uppnám. Mamma var glæsileg kona, smekkleg á allan hátt og iðulega vel til höfð. Hún hélt líka ávallt fallegt heimili. Hún var afbragðs hann- yrðakona, bakari og kokkur. Flest sem lagt var á borð vann hún frá grunni. Mamma var alveg pottþétt. Hún var ákveðin og viljasterk. Hún var kjarkmikil og fór sínar leiðir. Vinnusemi hennar og dugnaður var með ólíkindum. Hún var að mörgu leyti svo sterk, en hún átti líka viðkvæman streng sem titraði undir niðri. Mamma fæddist á Ísafirði 1928 og ólst þar upp. Afi var sjómaður og amma húsmóðir og fiskverka- kona. Mamma átti eldri bróður og svo yngri systur sem bæði voru henni mjög kær. Á Ísafirði stofnaði mamma fyrst til fjölskyldu með Brynjólfi Ö. Kolbeinssyni. Nýorðin tvítug eignaðist hún son og þremur árum síðar kom annar sonur í heiminn. En sá yngri var aðeins þriggja mánaða þegar Brynjólfur fórst í sjóslysi í byrjun árs 1952. Síðar það ár tók mamma sig upp og flutti til Reykjavíkur til að koma undir sig fótunum og hefja nýtt líf. Hún lét yngri soninn frá sér og ólst hann upp hjá vandalausum. Sá eldri varð eftir hjá ömmu sinni og afa. Í Reykjavík kynntist mamma pabba, Helga Þórarinssyni, og þeg- ar þau stofnuðu heimili fluttist eldri drengurinn til þeirra og pabbi gekk honum í föðurstað. Þessi lífsreynsla hlýtur að hafa mótað mömmu. Hún fékk aldrei tækifæri til þess að vinna úr henni svo ég viti. Hún ræddi hana aldrei við okkur systkinin. Hún orðaði aldrei þá tilfinningu að gefa frá sér barn. Þetta var bara saga sem við þekktum í grófum dráttum. Mamma og pabbi eignuðust fjögur börn og ég er þeirra yngst- ur. Mamma sinnti heimilinu en pabbi byggði hús um borg og bý, meðal annars eitt handa fjölskyld- unni í Aratúni 8 í Garðabæ. Þar bjuggum við þegar síldarkreppan skall á undir lok sjöunda áratug- arins og lítil sem engin verkefni fyrir byggingameistara að hafa. Úr varð að flytja til Svíþjóðar þar sem fjölskyldan undi hag sínum vel næstu fimm ár. Mamma og pabbi skildu stuttu eftir að við fluttum heim. Aftur þurfti mamma að hefja nýtt líf, ein- stæð móðir í Breiðholti. Þar sýndi hún fádæma elju og útsjónarsemi. En skilnaðurinn reyndist mömmu erfiður. Mörgum árum síðar trúði hún mér fyrir því að hún hefði aldrei verið sátt við hann þótt bæði hefðu þau viljað hann á sínum tíma. Hún bast aldrei öðrum manni. Mamma var alltaf til staðar, þolinmóð, hlý og góð. Hún stóð með sínu fólki en lá ekki á skoð- unum sínum ef henni mislíkaði eitt- hvað. Sjaldnast stóð á orðunum. Örlát á allt sem hún átti. Kom aldrei tómhent. Fullur diskur af pönnukökum var það minnsta. Ég minnist hennar með þakklæti og hlýju. Þröstur Helgason. Við minnumst heimsóknanna til ömmu Ásu. Hún bauð okkur alltaf upp á girnilegar kræsingar; bestu pönnukökur í heimi, grjónagraut og síðast en ekki síst ömmu Ásu fisk, stappaða ýsu með kartöflum, smjöri og tómatsósu. Okkur fannst ekki einu sinni fiskur vera góður og harðneituðum að borða hann í okk- ar heimahúsum, foreldrum okkar til mikillar mæðu, en hann var eins og lostæti heima hjá ömmu. Svo fengum við líka að horfa á sjón- varpið. Við áttum það sameiginlegt með ömmu að geta horft á sjón- varpið klukkutímum saman. Henn- ar eftirlætis sjónvarpsefni var ástr- alska sápuóperan Neighbours og við systurnar nutum þess að horfa með henni, þó svo að við skildum ekki bofs. Á meðan blöðuðum við í Séð og heyrt. Það var líka mikið sport að skreppa í Kringluna og þó svo að amma byggi í Hlíðunum var alltaf tekinn leigubíll. Okkur fannst þetta vera algjör lúxus. Síðan spjallaði amma endalaust við okkur um alla heima og geima. Við minn- umst þess hvað hún var jákvæð, þolinmóð og góðhjörtuð og hvað hláturinn hennar var hlýr og dill- andi. Og svona eftir á að hyggja hvað hún var mikil fyrirmynd. Elsku amma, við munum ávallt sakna þín. Hlökk, Mist og Anna. Ása Kristín Hermannsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGFÚS GUÐBRANDSSON, Skaftahlíð 7, sem lést föstudaginn 9. ágúst á líknardeild Landspítalans, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimer-samtökin. Þórarna Jónasdóttir Jón Sigfússon Freyja Valsdóttir Bjarni Sigfússon María Anna Guðbrandsdóttir Jenný Á. Guðbrandsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARTMANN G. GUÐMANNSSON, Reykjavíkurvegi 52a, Hafnarfirði, lést 20. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 13. Kristín Eyþórsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MAGNEA SOFFÍA HALLMUNDSDÓTTIR myndhöggvari, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 2. september klukkan 15. Hjartans þakkir til starfsfólksins í Mörk fyrir kærleiksríka umönnun hennar undanfarin ár. Hrefna S. Einarsdóttir Egill Þ. Einarsson Logi Már Einarsson Sólveig Viðarsdóttir og allir yngri afkomendur, stórir og smáir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÞORSTEINSSON, héraðsráðunautur og bóndi, Sólheimahjáleigu, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, laugardaginn 24. ágúst. Útför verður frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 13.30. Eyrún Sæmundsdóttir Áslaug Einarsdóttir Sigurður Hjálmarsson Jóhanna Margrét Einarsdóttir Þórður Grétarsson Jón Bragi Einarsson Elín Einarsdóttir Jónas Marinósson Unnur Björk Arnfjörð Páll K. Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.