Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland kemur vel út þegar árangur yngri landsliða í Evrópu í handknatt- leik í sumar er skoðaður. Evrópska handknattleikssambandið, EHF, tók saman lista yfir árangur þjóða í yngri landsliðum bæði karla og kvenna. Þegar allt er lagt saman er Ísland í 8. sæti en EHF gefur árangri hvers liðs fyrir sig stig og samkvæmt þeim útreikningum er Ísland með 214 stig. Ungverjaland er í efsta sæti með 318. Ungverjarnir skera sig töluvert úr en næst á eftir koma Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Þau eru með nánast lygilega svipaðan árangur miðað við að lagður er saman árangur nokk- urra landsliða hjá báðum kynjum. Ekki er annað að sjá en Norður- landaþjóðirnar verði áfram áberandi í íþróttinni í framtíðinni ef frammi- staða yngri landsliða gefur einhver fyrirheit um það sem koma skal. Karlaliðin í fremstu röð Ekki er útlit fyrir svartnætti hjá karlalandsliðinu í framtíðinni ef not- uð er sama röksemdafærsla. Þegar árangur yngri landsliða karla er lagður saman er Ísland í 2.-4. sæti ásamt Spánverjum og Svíum. Eru þær þjóðir með 156 stig og aðeins tveimur stigum á eftir Ungverjum. Ísland fékk 72 stig fyrir 17 ára liðið, 52 stig fyrir 19 ára liðið og 32 stig fyrir 21 árs landsliðið. Á eftir Íslend- ingum koma þjóðir eins og Frakk- land og Danmörk. Þýskaland er í 9. sæti svo dæmi sé tekið og Króatía í 10. sæti. Það sem ef til vill kemur á óvart er að Portúgal er í 6.-8. sæti með jafnmörg stig og Frakkar og Danir. Kvennaliðin í 22. sæti Hjá kvennaliðunum er Ísland í 22. sæti með 58 stig. Ungverjar eru í efsta sæti með yfirburðaforystu en ungversku konurnar hafa lengi verið öflugar í íþróttinni. Noregur og Rússland koma næst á eftir og Dan- mörk í 4. sæti. Tvö lið liggja til grundvallar hjá konunum. Ísland fékk 32 stig fyrir 17 ára liðið og 26 stig fyrir 19 ára liðið. Þjóðirnar hvor sínum megin við Ís- land á listanum eru Úkraína og Litháen. Áttundi besti árangurinn  Yngri landsliðin í handboltanum koma vel út á listum EHF Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efnilegur Haukur Þrastarson var áberandi með 19 ára liðinu. Ólafur Stefánsson, einn fremsti handknattleiksmaður sögunnar, hefur ákveðið að taka við þjálfun 4. flokks karla hjá Val. Þetta kemur fram á facebook- síðu Valsmanna. Þar kemur fram að Ólafur hafi verið viðloðandi af- reksæfingar og handboltaskóla fé- lagsins undanfarin ár, samhliða fjölbreyttum verkefnum utan hand- boltans. Hann verði auk þess með sterkt teymi með sér. Ólafur stýrði meistaraflokki Vals 2013-14 og var aðstoðarþjálfari landsliðsins 2015-16. Óli Stef snýr aftur í þjálfun Morgunblaðið/Eva Björk Hlíðarendi Ólafur Stefánsson mun þjálfa hjá sínu uppeldisfélagi. Aðeins átta mánuðum eftir að hann sneri til baka úr atvinnumennsku til liðs við Íslandsmeistara Vals hefur enski framherjinn Gary Martin nú skrifað undir samning þess efnis að leika í 1. deild á næsta ári, með liði ÍBV. Eyjamenn tilkynntu þetta í gær, nú þegar ljóst er að liðið fellur úr efstu deild. Martin hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum fyrir ÍBV og er vísast ætlað stórt hlutverk í að koma liðinu aftur í efstu deild. ÍBV hefur einnig gert nýjan samning við aðalmarkvörð liðsins, Halldór Pál Geirsson. Fallnir Eyjamenn halda Martin Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjamaður Gary Martin kom til ÍBV á miðju sumri og verður áfram. Ég þekki mann sem hljóp mara- þon í Reykjavíkurmaraþoninu. Hafði hann ekki hlaupið þá vega- lengd áður. Þessi maður hafði ekki verið að flagga því á Facebook að hann ætlaði að láta vaða í 42 kílómetrana. Er þessi maður á fertugsaldri og vel á sig kominn en þó ekki týpan sem eltir uppi Iron man-keppnir eða háfjalla- hlaup. Í síðustu viku heyrði ég hann í fyrsta skipti nefna að hann ætl- aði að hlaupa maraþon. Varð ég óneitanlega undrandi en spennt- ari fyrir uppátækinu eftir því sem ég ræddi þetta meira við hann. Það næsta sem ég hef komist því að villast inn í götuhlaup í seinni tíð er þegar ég fylgdist grannt með Kára Steini Karls- syni við hlaupabrautina á Ólymp- íuleikunum í London árið 2012. Ég hóf að spyrja kunningja minn hvort hann hefði prófað að hlaupa 30 kílómetra eða 35 kíló- metra til að láta reyna á þolið og skrokkinn. Nei, var svarið. Hafði hann ekki hlaupið lengra en 21 kílómetra í einu. Afslappaðra viðhorfi til jómfrúhlaups í maraþoni hef ég ekki kynnst áður. Um leið og hann borðaði grísahnakka með sveppasósu, og drakk kók með, daginn fyrir hlaupið, sagði hann mér frá því að þol í hægu skokki hefði aldrei verið vandamál. En bætti því við að hann ætlaði bara að gera öll byrjendamistökin og hefði ekki leitað ráða hjá reynd- um hlaupaspírum. Kunningi minn lauk maraþon- hlaupinu og það án þess að úr geirvörtunum blæddi. Þegar ég hitti hann í gærmorgun var göngulagið heldur einkennilegt en lundin var létt. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands hefur undirritað viljayfirlýs- ingu við Tama City Tokyo og Koku- shikan-háskólann í Japan varðandi æfingaaðstöðu fyrir íslenska hóp- inn sem tekur þátt í Ólympíu- leikunum í Tókýó árið 2020. Þetta kom fram í fréttatilkynn- ingu sem ÍSÍ sendi frá sér í gær. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tókýó-svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetri að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan-háskólinn einn af þeim stærri. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan- háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og sam- skipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ljósmynd/Simone Castrovillari Ólympíufari Anton Sveinn McKee getur nýtt sér gestrisni Japana. Ísland komið með „heimavöll“ í Japan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.