Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 2

Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 2
H eilsan er okkur flestum töluvert dýrmæt þótt við áttum okkur kannski ekki á því fyrr en örlítið seint á lífsleiðinni. Flest komumst við upp með að fara illa með okkur fyrstu 30 árin eða svo, en hjá flestum kemur einhvern tímann að skuldadögum. Svo er það oft ekki fyrr en eitthvað fer að „bila“ sem við neyðumst til að skipta um gír. Við klípum af svefntímanum, hreyfum okkur ekki nægilega mikið, fáum matinn okkar inn um bílrúður, drekkum of mikið, tökum alls konar töflur og dót sem eru ekki lyfseðilsskyld og keyrum okkur út því það er svo gaman að vera til. Ef við værum splunkunýr bíll myndum við aldrei böðlast svona á honum. Við myndum þrífa hann reglulega, fara með hann í skoðun, gæta þess vel að hann yrði aldrei olíu- laus og við myndum passa að það yrði ekki þjösnast á honum. Þótt við séum öll búin til á sama hátt þá er mannslíkaminn misjafn- lega byggður. Sumir þola allt og geta jafnvel drukkið lítra af landa á hverjum degi í 60 ár án þess að láta á sjá meðan aðrir geta ekki borðað rjómasósu á jólunum án þess að fá í magann. Það væri náttúrlega miklu auðveldara að vera til ef það fylgdu bara leiðbeiningar með manneskjunni og hausinn væri þannig innstilltur að hann færi eftir þeim. Hann væri ekki stöðugt að gera eitthvað sem hann veit að er ekki gott fyrir hann. En manneskjan er mannleg, ekki vélmenni, og þess vegna stendur hún alltaf frammi fyrir alls kyns áskorunum. Ég fór til fagaðila í sumar til að skoða hvort það væri eitthvað í eigin heilsu sem mætti bæta og kom út með þær upplýsingar að ég þyrfti að slaka örlítið meira á. Ég fékk það uppáskrifað að lesa í klukkutíma á dag, yrði að hugleiða og fara á jóga nidra-námskeið. Þegar ég kom heim var ég uppveðruð og þegar ég ræddi þetta við manninn minn sagði hann: „Þetta eru býsna góðar fréttir. Ég hefði samt alveg getað sagt þér þetta frítt,“ sagði hann og brosti. Í kjölfarið fann ég jóganámskeið og lagði til að við sambýlisfólkið fær- um saman. Yfir mig keyrði langur spurningavagn þar sem ég þurfti að svara því hvernig þetta jóganámskeið yrði nákvæmlega, hver atburða- rásin yrði, hvernig húsnæðið væri, í hverju hann ætti að vera, hvort hann mætti vera með gleraugu í tímanum eða ekki. Ég svaraði á þá leið að ég gæti ekki svarað neinum af þessum spurningum þar sem ég hefði aldrei farið á svona nidra-jóganámskeið. Á einhvern óskiljanlegan hátt samþykkti hann að koma með mér og nú erum við búin að fara í þrjá tíma. Eftir fyrsta tímann vorum við hugsi. Hann var frekar stífur og skildi ekki alveg hvers vegna við hefðum borgað fyrir að hlusta á sofandi fólk í leikfimisal í öðru póstnúmeri. Ég var ekki alveg að tengja heldur enda á ég erfitt með að slaka á. Mér hefur oft þótt betra að hafa allt á útopnu. Í tíma tvö náði ég slökun sem ég hafði ekki náð áður og hugsaði með mér að þetta gæti nú kannski verið eitthvað. Maðurinn minn var ennþá á sama stað og eftir fyrsta tímann. En svo rann þriðji tíminn upp og ég var alveg viðbúin því að minn góði maki myndi nú bara kasta inn hand- klæðinu. Þegar ég minntist á það sagðist hann ekkert vera hættur á þessu námskeiði. Fólk sem byrjaði á einhverju færi alla leið og kláraði. Fólk stæði við sitt. Í þriðja tímanum gerðist eitthvað. Ég náði að sofna ekki en fara í gegnum alla slökunina og fann hvernig líkaminn dofnaði upp. Maðurinn minn tengdi betur en í tveimur fyrstu tímunum. Á næstu sjö vikum mun svo koma í ljós hvort jóga nidra breytir lífinu eða ekki. Við erum allavega á einhverri vegferð sem er örugg- lega mjög slakandi og góð fyrir okkur. Svona þangað til eitthvað annað gerist. og hefur þarfnast mikilla endurbóta, öll mín innkaup hafa því að mestu farið í endurgerð á húsinu. Eitt af því sem ég keypti fyrir heimilið var glæsilegt antíkborð- stofusett frá síðustu aldamótum sem smellpassar inn í húsið.“ Hvað skiptir mestu máli í lífinu? „Sem móðir þriggja barna skiptir mig mestu máli að börnunum mínum líði vel, að þau fái sem heilbrigðast uppeldi og hæfileikar þeirra fái að njóta sín. Ég reyni eftir fremsta megni að vera góð fyrirmynd, en auðvitað má alltaf gera betur.“ Hver er uppáhalds- hönnuðurinn þinn? „Ég á mér engan uppáhaldshönnuð, ég fell meira fyrir gæða- efnum og fallega snið- inni flík.“ Hver er uppáhalds- ilmurinn? „Uppáhalds- ilmurinn minn er Patchouli Patch frá L’artisan sem ég hef notað í mörg ár. Ég elska líka sjávarilm og ilm af góðu kaffi.“ Hver er besti dagur lífsins? „Það hafa verið svo margir bestu dagar lífs míns, en ætli ég verði ekki að segja dagarnir þegar börnin mín fæddust.“ Hver er tilgangur lífsins? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör. En ef ég á að reyna að svara þessari spurningu væri það líklega að reyna að njóta augnabliksins og gera það besta úr þessu eina lífi sem við höfum.“ Hvað fleira er í uppáhaldi? „Ítalía hefur alltaf verið uppáhaldslandið mitt enda ekkert land sem ég hef heimsótt jafn oft um ævina. Lest- ur góðra bóka er líka í uppáhaldi hjá mér, sér í lagi bók- mennta frá síðustu og þarsíðustu öld.“ Vigdís Rún hefur tekið húsið sitt á Akureyri fallega í gegn. Vigdís Rún keypti sér tvö pör af fallegum eyrnalokkum á Ítalíu. Annað parið keypti hún í Feneyjum og hitt í Flórens. Vigdís Rún er fagurkeri sem kann vel við að hafa fallega hluti í kringum sig. H vað er það fallegasta sem þú átt? „Börnin mín eru svo sannarlega það fal- legasta sem ég á, og líka kötturinn minn sem er mér mjög kær.“ Hvað skiptir mestu máli þegar heilsan er annars vegar? „Varðandi heilsuna þá tel ég mataræðið skipta mestu máli. Ég hef alla tíð verið meðvituð um hollt mataræði og borða alla jafna mjög hollt fæði, helst lífrænt. Því miður er ég alltof löt við að hreyfa mig en mér finnst fátt betra en að slaka á í sundi og gufu eftir annasam- an dag.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Ég var að koma úr dásamlegu sumar- fríi þar sem ég ferðaðist um hálfa Ítalíu og þar keypti ég mér tvö pör af fal- legum eyrnalokkum; eitt par í Feneyjum og annað í Flórens.“ Hver er uppáhaldssnyrtivaran? „Uppáhaldssnyrtivaran mín er rósavatn frá Jurtaapótekinu sem er alltaf í veskinu mínu. Dr. Hauschka-vörurnar eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér en ég hef nánast eingöngu notað þær síðast- liðin 15 ár. Maskari er líka ómissandi fyrir mig og ef ég vil vera sérstaklega fín set ég á mig rauðan varalit.“ Hver er uppáhaldsmorgunmaturinn? „Ég byrja alla daga á að fá mér sítrónuvatn og espresso. Ef ég vil gera vel við mig fæ ég mér gríska jógúrt með ávöxtum og hnetum en um helg- ar fæ ég mér kaffi og croissant.“ Hvað skiptir mestu máli þegar kemur að heilsunni? „Góður svefn og vatnsdrykkja gera kraftaverk fyrir mig. Jákvæðni, bros og fallegar hugsanir gera lífið líka skemmtilegra fyrir alla, mann sjálfan og fólkið í kringum mann.“ Hvað keyptir þú síðast fyrir heimilið? „Ég keypti dásamlega fallegt hús í innbænum á Ak- ureyri fyrir einu og hálfu ári. Húsið var byggt árið 1903 Fagurkerinn Vigdís Rún er menntaður listfræðingur frá Háskóla Íslands og býr nú á Akureyri þar sem hún starfar sem menningarfulltrúi á Norðurlandi eystra. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Vigdís Rún keypi hús í innbænum á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Húsið var byggt árið 1903. Vigdís Rún ásamt syni sínum Jón Kiljan Scheving. Fagurkeri sem setur fókus á mat 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg. Ljósmynd/Thinkstock „Ég hefði getað sagt þér þetta frítt“ Marta María Jónasdóttir AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.