Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Betri líðan í hálsi og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Frábær aðstaða og góður tækjasalur á Bíldshöfða 9. Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is Bakleikfimi Hefst 5. september H vað gerir þú til að huga að heilsunni? „Fyrir átta árum var ég tíu kílóum þyngri en ég er í dag og hreyfði mig ekki markvisst. Þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að taka til í lífsmynstri mínu og bæta svefn, mataræði og hreyfingu. Fyrsti sigurinn var að klára mitt fyrsta maraþon í Kaupmannahöfn sex mán- uðum síðar. Þá kynntist ég í kjölfarið KR-skokki og fór að mæta á æfingar hjá þeim.“ Hvað þýðir góð heilsa fyrir þig? „Góð heilsa þýðir vellíðan og grunnur að góðu lífi. Lík- aminn okkar er ökutækið sem við keyrum á gegnum lífið og ef hann er ekki í lagi verður ferðalagið ekki eins ánægjulegt.“ Hvað borðar þú daglega? „Fyrst og fremst reyni ég að borða reglulega og byrja daginn yfirleitt á hafragraut í morgunmat. Ég fæ mér eitthvað létt í hádeginu og hef verið að þróa síðustu ár að borða minna af kjöti og kvöldmaturinn því yfirleitt grænmetisréttur. Ég hef mikið dálæti á indverskri mat- argerð sem hentar vel grænkerum og eru kvöldmáltíð- irnar oftar en ekki með indversku ívafi.“ Hvernig æfir þú? „Ég er svo heppinn að hafa uppgötvað KR-skokk sem er hlaupahópur sem hleypur þrisvar í viku frá KR heim- ilinu. Þar matreiða þjálfararnir Haraldur, Margrét og Þorlákur gómsætar æfingar og skemmtilegt fólk mætir úr öllum áttum og við eigum frábæra stund saman.“ Hvernig hugsarðu? „Ég reyni að temja mér jákvætt hugarfar og láta ekki mótlæti hafa of mikil áhrif á hugsanirnar. Að hlaupa maraþon er góð æfing fyrir hausinn því að þrátt fyrir góðan undirbúning vill hausinn oft byrja að stríða manni upp úr 30 km. Þá segir maður við sjálfan sig: „bara einn km í viðbót“ og hugurinn lætur til leiðast og markið birt- ist áður en varir.“ Hvað gerir þú til að verða besta útgáfan af þér daglega? „Góður svefn er undirstaðan að deginum. Ég mæli svefninn og vinn þannig markvisst að því að hafa hann góðan. Ég reyki ekki, neyti ekki áfengis og reyni að borða hollan mat og hef þannig heilbrigðan grunn til að takast á við verkefni dagsins. Ég var í markþjálfun í tvö ár hjá Erni Haraldssyni snillingi. Í gegnum markþjálf- unina lærði ég heilmikið um sjálfan mig og fékk í hend- urnar aðferðir við að þróa og bæta sjálfan mig.“ Hvað ætti fólk að hafa í huga um helgina? „Bara að muna að mæta með bros á vör með alla fjöl- skylduna í Reykjavíkurmaraþonið um helgina og eiga frábæran dag með öðrum hlaupurum.“ „Er alltaf að þróa og bæta mig“ Erlendur Steinn er tölvunarfræðingur og fjögurra barna faðir í Vesturbænum. Hann er á leið í sitt fimmta maraþon í Berlín í haust og verður hraðastjóri í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Erlendur Steinn verður hraðastjóri í Reykjavíkurmara- þoninu um helgina. Hann hleypur hálft maraþon á tveimur klukkustundum. Hvað gerir þú til að huga að heilsunni? „Ég reyni fyrst og fremst að gera það sem veitir mér ánægju því ég held að það sé grundvöllurinn fyrir stöðugri ástundun. Ég fæ mikla ánægju út úr því að fara á skíði, í fjallgöngur, að hlaupa og fara í golf. Í raun hef ég gaman af hvers kyns útivist. Ég var í hesta- mennsku á tímabili og það má segja að það sé fjölskyldusportið sem ég stefni á að taka upp aftur í framtíðinni. Það er líka mikilvægt að borða fjölbreyttan og hollan mat. Ég hef ekki trú á of miklum öfgum í þeim efnum en það er svo sem bara einstaklingsbundið hvað virkar best. Amma mín sem var jógakenn- ari kenndi mér að hlusta vel á líkamann þegar kemur að því hvað maður borðar. Líkaminn kallar á þau efni sem hann þarf. Ég hef haft það að leiðarljósi.“ Hvað borðar þú daglega? „Ég borða oftast hafragraut með chia-fræum á morgnana. Dag- urinn verður bara miklu betri. Ef ég borða fulla máltíð í hádeginu fæ ég mér bara eitthvað létt á kvöldin eða öfugt. En ég reyni að borða eina góða máltíð á dag. Mér finnst skipta miklu máli að borða fjölbreytilegt fæði.“ Hvernig æfir þú? „Á veturna fer ég í ræktina eftir vinnu og þá helst í tíma hjá Védísi og Ásu Valgerði í World Class á Seltjarnarnesi, þær eru bara algjörir snillingar. Miklar fagmanneskjur báðar tvær og æfingarn- ar hjá þeim þess vegna alveg frábærar. Saman við þetta blanda ég jógatímum hjá Þór, hann er með hot-jóga í bland við hugleiðslu. Það er dásamlegt að enda vinnuvikuna í slökun og hugleiðslu. En þegar snjór er í fjöllum og hægt að fara á skíði, þá er það í algjörum for- gangi hjá mér. Við erum svo heppin hér á höfuðborgarsvæðinu að það tekur ekki nema um það bil hálftíma að skutlast upp í fjall og á skíði eða fara í gönguferðir upp um fjöll og firnindi. Þvílík dásemd. Á sumrin reyni ég að synda, hlaupa, ganga á fjöll og stunda líkamsrækt utan dyra eins og hægt er.“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson „Mikilvægt að hafa góðan húmor “ Sirrý Hallgrímsdóttir verkefnastjóri hefur mikla ánægju af því að fara á skíði, í fjallgöngur, að hlaupa og í golf. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.