Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is. Haltu þínu striki! Harpatinum við gigtar- og liðverkjum. Bætir hreyfigetu og dregur úr stirðleika. Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Viðurkennt af Lyfjastofnun finnst geggjað að vinna í heitum sal, það hefur svo góð áhrif á líkamann, ég get ekki beðið eftir keyra þetta í infra-hitanum í Hreyfingu í haust.“ Þegar Anna er spurð fyrir hvern þessir tímar séu seg- ir hún að þeir séu fyrir alla sem vilja komast í form lífs síns. „Infra power er fyrir konur og karla sem eru óhrædd við að taka vel á og vilja komast í toppform, tímarnir eru krefjandi en hver og einn stjórnar sínu álagi. Infra shape er fyrir konur og karla, byrjendur sem lengra komna, sem vilja einblína á styrktar- og liðleikaæfingar o.fl, það er aðeins mildara en infra power. Infra barre er fyrir konur sem vilja hið geysivinsæla barre-æfingakerfi í infraheitum sal. Það klikkar ekki.“ Anna hefur kennt leikfimi í tvo áratugi og veit manna best hvernig líkamsrækt fólks breytist. „Líkamsræktin fer vissulega í ákveðna hringi en mér finnst þróunin vera sú að fólk vill stytta æfingarnar og nýta tíma sinn í ræktinni í botn. Lyftingar, HIIT-þjálfun (high intensity interval training), hot yoga, barre, hreyfiþjálfun (mobility) og fleira er mjög vinsælt í dag og margir tímar og æfingakerfi farin að samtvinna þessa þætti til að ná hámarksárangri eins og infra power sem er að hefjast hjá okkur í Hreyfingu 2. september,“ segir hún. Hvernig er best að borða á svona námskeiðum? „Við erum alltaf boðin og búin að ráðleggja fólki varðandi mataræðið en það er ekki lögð sérstök áhersla á það á þessum námskeiðum. Fólk fær samt aðgang að miklum fróðleik og góðum uppskriftum sem það getur nýtt sér. Við erum með önnur námskeið þar sem meiri áhersla er lögð á mat- aræðið ef fólk vantar meiri aðstoð þar.“ Íslenska þjóðin er oft ginn- keypt fyrir skyndilausnum í mataræði. Einn daginn er sykur verkfæri djöfulsins og hinn daginn eigum við að dæla í okkur fitu með ketó- mataræði. Er eitthvað af þessu sem þér finnst virka best? „Hjá mér eru engin boð og Þ etta er það allra heitasta í dag. Ég fór til Las Vegas í vor að kynna mér þessa tíma eftir að hafa séð myndband með Jennifer Lopez og Arod sem sögðu að þetta væri besta æfinga- prógramm sem þau hefðu kynnst. Þau voru svo hrifin að Arod fjárfesti í æfingakeðjunni sem er búin að opna margar stöðvar í Las Vegas, Flórída, víðar í Kaliforníu og er að opna fljótlega í New York og víðar. Tímarnir eru kenndir í infra-heitum sal sem hefur frá- bær áhrif á líkamann. Hann mýkir skrokkinn, liðkar og endurnærir og fólk er berfætt á sinni dýnu. Við munum bjóða upp á þrjú mismunandi námskeið með ólíku erfið- leikastigi en þetta er í rauninni sambland af hot yoga, bootcamp og styrktarþjálfun með ketilbjöllum og lóðum. Þetta er einfaldlega mesta snilld sem ég persónulega hef prófað í langan tíma,“ segir Anna. Hvernig eru tímarnir byggðir upp? „Infra power-tímarnir hefjast á jógaflæði, hreyfiteygj- um og léttum styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd til þess að undirbúa líkamann fyrir átökin. Við taka svo kröft- ugar lotur með styrktaræfing- um með ketilbjöllum, kjarna- þjálfun og stuttum þol-lotum. Hver og einn vinnur á sínum hraða og stjórnar sínu álagi all- an tímann. Tónlistin og stemn- ingin er geggjuð. Fólk klárar sig alveg en endurnærist um leið,“ segir hún. Anna segir að iðkandinn fái í raun allan pakkann í þessum tíma því um sé að ræða styrkt- arþjálfun, aukna hreyfigetu, liðleika, þol, brennslu og aukinn eftirbruna sem kalli á toppárangur eins og hún orðar það. „Ég elska æfingakerfi sem eru fjölbreytt, skemmtileg og árangursrík. Það eru allir tímabundnir og því snilld að geta mætt í 50 mínútna tíma og upplifað eins og maður sé búin að haka í öll boxin og endurnæra líkamann. Mér bönn og allir „kúrar“ skammtímalausn að mínu mati. Ég er alls ekki hrifin af því. Ég trúi á fjölbreytni í mataræði, borða almennt hollt og gæta að skammtastærðunum. Það hefur alla tíð virkað best fyrir mig. Hver og einn þarf að finna hvað virkar best fyrir sig en hinn gullni meðalvegur er oftast bestur til lengdar.“ Hvað borðar þú á venjulegum degi? „Hefðbundinn dagur hjá mér hefst yfirleitt á hafra- graut með berjum eða rúsínum. Svo fæ ég mér eitthvert létt millimál um klukkan 10.30, banana, egg, epli eða eitt- hvað í þeim dúr, því ég kenni alltaf hóptíma í hádeginu og mér finnst óþægilegt að borða of mikið rétt fyrir tím- ann en samt nauðsynlegt að fá smá orku. Í hádeginu er misjafnt hvað ég fæ mér en gott salat eða góður þeyting- ur í skál með granóla og berjum er oft á boðstólum. Þeg- ar ég kem heim úr vinnunni fæ ég mér stundum ristað brauð með lárperu eða sker niður ávexti fyrir okkur krakkana eða við skellum í góðan þeyting. Ég viðurkenni að stundum læðist ég í smá súkkulaði á þessum tíma- punkti en ég reyni að fá mér bara smá. Kvöldmaturinn er mjög fjölbreyttur hjá okkur en við borðum hefðbundinn heimilismat sem við reynum að hafa í hollari kantinum með fullt af grænmeti. Ég fæ mér yfirleitt eitthvert smá kvöldsnarl, sérstaklega dagana sem ég kenni tvo eða þrjá tíma, sem er nánast alla daga.“ Hefurðu prófað að fasta? „Nei, í rauninni ekki, eina sem ég hef próf- að er að borða ekkert í svona 14 tíma eða frá svona 21.00-11.00, mér finnst það alveg fínt af og til en það virkar ekki fyrir mig alla daga. Ég veit um marga sem fasta alveg upp í 17 tíma og finnst það virka frábær- lega fyrir sig. Ég hef aldrei próf- að að fasta í nokkra daga og það er ekki á döf- inni hjá mér.“ AFP Æfingar Jennifer Lopez mættar í Hreyfingu Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, kennir á splunkunýju námskeiði í haust sem byggt er á æfingakerfi Jennifer Lopez. Um er að ræða æfingar í heitum sal og getur fólk valið þrjú erfiðleikastig. Marta María | mm@mbl.is „Ég elska æfingakerfi sem eru fjölbreytt, skemmtileg og árangurs- rík. Það eru allir tíma- bundnir og því snilld að geta mætt í 50 mínútna tíma og upplifað eins og maður sé búinn að haka í öll boxin og endurnæra líkamann. AFP Jennifer Lopez er í fantaformi. Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri hóp- tíma í Hreyfingu, er ekki hrifin af öfgum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.