Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 16

Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Nánari uppýsingar um námið gefur Esther Helga Guðmundsdóttir esther@mfm.is | s 699 2676 | www.infact.is/about Lærðu af níu helstu sérfræðingum í rannsóknum og meðferðum við sykur/matarfíkn á heimsvísu! Námið hefst 7. september 2019. Esther H. Guðmundsdóttir MSc. (Ísland) Stjórnandi MFM, Meðferðar- og fræðslumiðstöðvar fyrir matarfíkn og átraskanir Phil Werdell MA (USA) Meðstofnandi og stjórnandi SHiFT – Recovey by Acorn; og höfundur “Bariatric Surgery and Food Addiction” Marty Lerner Ph.D. (USA) Stjórnandi Milestones in Recovery, meðferðarstöðvar fyrir átraskanir og matarfíkn, rithöfundur og fyrirlesari Vera Tarman MD (Canada) Höfundur “Food Junkies: The Truth About Food Addiction” og yfirlæknir Renascent Treatment Center Bitten Jonsson (Sweden) Sérfræðingur í greiningum og meðferðum við sykur/matarfríkn, þróunarstjóri SUGAR greiningartækisins Theresa Wright MS (USA) Stofnandi og stjórnandi Renaissance Nutrition Center og næringar- sérfræðingur Mary Foushi (USA) CFA, CENAPS, höfundur og meðstofnandi SHiFT – Recovery by Acorn, meðferðarprógram við matarfíkn Nicole Avena Ph.D. (USA) Gestafyrirlesari, vísindakona og höfundur “Why Diets Fail (Because You’re Addicted to Sugar)” Robert Lustig M.D. (USA) Gestafyrirlesari, vísinda- maður og höfundur “Fat Chance: Beating the Odds Against Sugar” INFACT Vottað nám sem matarfíkniráðgjafiá aðeins sjö mánuðum. INFACT er fjölþjóðlegur skóli sem býður uppá nám í ráðgjöf og meðferðum við sykur/matarfíkn. Námið fer fram með fjarfundabúnaði og 5 daga staðarlotum á Íslandi eða Kanada. Dr. Marty Lerner sálfræðingur og sérfræðingur í meðferðum við átröskunum og matarfíkn, verður með námskeið í tengslum við Infact námið 4.-5. nóvember 2019. ing. Þegar við neytum erum við að afneita. Þegar við erum að næra þá erum við að færa okkur nær okkur og vilja, valda, elska.“ Hver er grundvallarmunur á þeim sem neyta og næra? ,,Þeir sem næra sig vilja sig, þeir sem neyta vilja sig ekki, afneita. Við verðum valfær, fullvalda og í ljósinu þeg- ar við nærum með ásetningi í vitund. Þegar við neytum verðum við hins vegar í eigin myrkri, þar sem við týnumst, afneitum okkur og hellum upp á púkana. Sá púki sem mætir fyrstur er vanalega sá sem við höfum nært hvað mest. Síðan koma þeir koll af kolli.“ Hvað um streitu? ,,Streita er frekja, vanþakklæti, þegar við viljum ekki það sem við höfum framkallað, skapað. Streita verður ekki til utan frá heldur innra með okkur, þegar við veitum lífinu huglægt viðnám.“ En ótti? „Ótti er blekking, vantraust á sjálfri þér.“ Áttu útskýringu á vilja? „Vilji er verknaður, en ekki von eða væl.“ Hvað eru vonbrigði? „Vonbrigði eru stærsti útgjaldaliðurinn. Vonbrigði eru þín upplifun þegar vonin hefur brugðist þér; þín neikvæðu viðbrögð þegar væntingarnar eru ekki uppfylltar … vænt- ingar sem voru fyrir það fyrsta aldrei gróðursettar í jarð- vegi trausts, væntingar sem aldrei höfðu neina undirstöðu eða skilgreinda framgöngu. Væntingar sem urðu að van- þakklæti.“ Þroskast með skrifum Eitt af því skemmtilegasta sem Guðni gerir er að skrifa. Hann segist þroskast með skrifunum og þó að hann njóti þess að vinna með fólki séu þær stundir sem hann á einn með sér góðar. Hann hefur gefið út Mátt viljans og Mátt athyglinnar á Íslandi og Presence Is Power og Presence Is Power the seven step workbook á ensku. Um þessar mundir er hann að skrifa bókina um mátt hjartans. Hann segir bókina áhugavert verkefni. Að lífið sé skóli og hann hafi fengið verkefni með skrifunum. ,,Ég er hraustur á líkama og sál en fyrir átta mánuðum, þegar ég byrjaði að skrifa bókina uppgötvaði ég að hjartað í mér er úr takti. Ég trúi að hugurinn stýri heilsunni og átta mig á því að tilvist mín í dag er ekki alveg í samhljómi. Þetta er skemmtilegt verkefni og áskorun sem ég leitast við að skilja. Ég hef farið í alls konar rannsóknir en held áfram að vinna að því að finna samhljóm í minni tilvist svo að hjartað geti fundið taktinn.“ Það er fallegt að fylgjast með Guðna lýsa eigin heilsu. Hann gerir það með forvitni í huga, tekur ábyrgð á eigin hjartslætti og heldur áfram að finna lausnir með hjarta- stöðina opna. Sjálfur hef ég aldrei gert mistök í lífinu. Ég hef gert hluti sem höfðu neikvæðar afleiðingar fyrir mig og aðra – en ef ég lít á líf mitt hingað til sem mistök er ég um leið að hafna minni eigin guðdómlegu tilvist í dag, eins og ég er, núna. Ég er viljandi vera og vil mig umbúðalaust. En stund- um gleymi ég mér í vinnu og það er því mitt helsta verk- efni í dag að líta inn á við. Gefa sjálfum mér tíma og rými til að finna og að skilja að þakklæti er uppljómun, vitund og þar vil ég vera.“ Guðni segir að ein besta spurning sem hann spyrji í ráðgjöfinni hjá sér, sé hvort fólk vilji sig. Hvort það hafi heimild til að vera í lífinu og leyfi til að velja að vilja sig og elska svo það geti ákveðið að hætta að meiða sig og refsa. Hvort það vilji fyrirgefa sér? Að spjalla við Guðna opnar margar nýjar brautir. Hann talar á heildrænan hátt og tengir líkama, sál, hugs- anir og tilfinningar saman. Hann talar mikið um að vakna til vitundar. Þegar þú vaknar til vitundar um að þú ert ekki hugsanir þínar, af- staða þín eða dómar þá skilurðu að allt sem þú veitir at- hygli vex og dafnar. „Þá ertu orðinn galdramaður sem veit og skilur að orka eyðist aldrei heldur getur aðeins umbreyst. Þá veistu að athyglin er auðlind sem þú getur nýtt og ráðstafað takmarkalaust, þegar þú tengir þig við hana, þegar þú vilt þig til fulls og elskar þig umbúðalaust, þegar þú ert valfær.“ Höfnun á þér er höfnun á öllum heiminum Þegar þú segir að þú hafir ekki viljastyrk að mati Guðna, þá hefurðu rétt fyrir þér. Þú ert að segja: „Ég vil mig ekki. Ég hef ekki styrk til að vilja mig. Ég er ekki sterkur ljósberi. Ég er tvístruð og óábyrg manneskja. Ljósið mitt er dreift. Þegar þú afneitar sjálfum þér svona ertu í raun að afneita alheimsorkunni, aftengja þig sjálfri sköpuninni. Þegar þú hafnar þér ertu að hafna öllu í heiminum, sjálfum upprunanum, börnunum þínum, jörð- inni. Þú getur ekki hafnað þér án þess að hafna öllu öðru á sama tíma.“ Guðni segir hollast fyrir okkur öll að hætta að hafna. Það er bara eitt lögmál í þessum heimi og það er lögmálið um orsök og afleiðingu. Ef þú velur þig mun það val hafa afleiðingar. Ef þú hafnar þér mun það val hafa afleið- ingar. Við berum ábyrgð á eigin velsæld og það er frábær staðreynd. Værum við ekki miklu verr sett ef okkar eigin velsæld væri föst í höndum annarra? Það er endurfæðing í hverju augnabliki sem þú vakn- ar til vitundar; þegar þú meðtekur máttinn sem felst í því að velja þig eða hafna þér, augnablik fyrir augna- blik.“ Skemmtir sér dásamlega þegar hann er leiðinlegur Guðni er með áhugaverða hugsun þegar kemur að hon- um sjálfum á dögum þegar rignir í lífinu. ,,Ég skemmti mér dásamlega þegar ég er leiðinlegur. Það er verulega fyndið. Ég var lengi vel að vilja mig einungis ef ég upp- fyllti ákveðin skilyrði, það tók mig mörg ár að vilja mig í viljandi vitund, rétt eins og ég er hverju sinni. Ég þurfti að læra að treysta mér, öðlast traust á mér. Að ég væri sú manneskja sem ég vildi vera. Það er sjálfsvirðing án skil- yrða. Í dag vil ég mig – líka þegar ég vil mig ekki. Tilfinn- ingar eru eins og veðrið. Það er ekki alltaf sól. Stundum koma ský fyrir sólu og skammdegið tekur yfir. Þegar ég verð þungur og leiðinlegur verð ég þreytandi þá veit ég að ég er þreyttur og þarf að hvíla mig. En þá vil ég mig samt. Ég vel að yfirgefa mig eða hafna mér ekki, ég vel að hlúa að mér, elska mig, næra og hvíla, vera þakklátur.“ Hvernig getum við elskað börnin okkar meira? ,,Með því að elska okkur, vera ást. Ef við treystum okkur þá treystum við börn- unum okkar. Ótti er ákveðin bæn, skilaboð um vantraust. Elskarðu þig eins og þú ert? Þá elskarðu börnin þín eins og þau eru. Það er ekki hægt að elska börnin okkar meira en við elskum okkur sjálf.“ Guðni segir að ef við erum ást þá sé engin aftenging og þá alls ekki til barna okkar. Hann segir börn og foreldra í samsviði orku og að þau hafi sterk áhrif á hvort annað. Guðni er giftur Guðlaugu Pétursdóttur og segir hann hjónabandsorkuna dýrðlega. Hann segir að enginn skyldi leita að ástinni, hún finni mann þar sem maður er staddur hverju sinni. Þó að þau hjónin séu ólík þá eru þau í sömu orkunni, heitbundin tíðni hjartans, hún færir gleði og feg- urð inn í sambandið og hann umgjörð og stöðugleika. Deyjum þegar við missum áhugann á lífinu Guðni er á því að við deyjum þegar við missum áhugann á lífinu, á okkur sjálfum. Að það sé áhugavert að vera for- vitinn, þá er maður að sjá fram í tímann. Finnandi og hvetjandi, áhugasamur og lifandi. Að vera ungur er við- horf tilgangs, að vera gamall og úr sér genginn sé viðhorf tilgangsleysis. „Ertu vínber fullt af vökva og lífi eða upp- þornuð rúsína?“ Það er dásamleg stund að eiga tíma með Guðna. Þar sem kærleikurinn fær að flæða, óhindraður í allar áttir. ,,Ég hef alltaf haft mikla stjórn í lífinu og haft aga. En þegar ég varð fertugur stóð ég frammi fyrir því að velja hvað mig langaði að gera við restina af lífinu. Hvort ég vildi mig viljandi eða ekki og hver væri til- gangur minn í þessari jarðvist. Þá var ég búsettur í Los Angeles, sem ég flutti til 35 ára eftir að hafa nýverið skilið við fyrri eiginkonu mína sem ég átti einn son með.“ Guðni segir tilganginn sinn á jörðinni skýran. Hann segist þroskast með skrifum og hefur gefið út nokkrar bækur. Það er ekki til fitandi matur og fyllandi brennivín, aðeins fitandi fólk og fyllandi mann- eskjur. Ég þekki ekki marga einstaklinga sem kunna að drekka án þess að yfirgefa sig. Þeir búa flestir erlendis.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.