Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ S íðan ég hóf minn ketó-lífs- stíl hef ég verið óstöðv- andi. Ég hef alltaf haft áhuga á matseld og bakstri og man ekki eftir mér öðruvísi en liggjandi yfir upp- skriftum og aðferðum í eldhúsinu. Ég hef ávallt haft gríðarmikinn áhuga á matargerð frá öllum heimshornum og finnst nánast allt gott, hvaðan sem það kemur. Þessa dagana á ketó hug minn allan. Mér finnst dásamlegt að umbreyta öllum mínum uppáhalds- uppskriftum í ketó,“ segir hún. – Hvernig var líf þitt hér áður? „Ég hafði alltaf verið að leita að einhverju sem hentaði mér tengt heilsu og mataræði. Ég vissi að það var eitthvað sem ekki fór vel með mig. Ég var orðin samdauna ástand- inu, en fyrir tíu árum byrjaði ég að fasta með reglulegu millibili. Það fór dásamlega vel í mig. En það var ekki nóg lengur. Ég fann að ég var komin á þennan aldur; breytingaskeiðið, þar sem þyngdaraukning var farin að herja á mig eins og svo oft gerist hjá konum. Síðan var ég farin að finna fyrir liðverkjum og sleni.“ Var í dimmum dal Halla Björg segir að í sannleika sagt hafi hún verið komin á stað sem var dálítið eins og dimmur dalur. „Ég vissi að svona vildi ég ekki eyða ævi minni. Mig langaði að njóta þess sem eftir er eins vel og ég gæti. En það var eitthvað að plaga mig sem ég vissi ekki hvað var. Svo þegar ég byrjaði á mataræðinu fann ég fyrir mikilli hugljómun þessu tengt.“ – Var ekki erfitt að taka út allan sykur? „Í fyrstu, þegar þú ert að afeitra „Er loksins að lifa lífinu sem ég á skilið“ Halla Björg Björnsdóttir tók mataræði sitt í gegn fyrir ári og byrjaði á ketó. Hún hefur misst fjöldann allan af kílóum en segir það aukaatriði. Hún segist nú vera orðin besta útgáfan af sér og hvetur aðra til að finna sínar leiðir í þessum efnum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaði/Arnþór Birkisson Halla Björg hefur losnað við tæp tuttugu kíló á ketó-matarræðinu, en segir að andleg og líkamleg vellíðan skipti mestu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.